Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 2. febrúar 1982. Sigmundur Sigmundsson, flugumferdarstjóri Fæddur 24. des. 1929 Dáinn 26. janúar 1982 ■ „Horfinn, látinn, harma- fregn”. Hann Sigmar er ekki lengur hérna megin við móðuna miklu. Vegir hans almáttka eru órannsakanlegir, við hljótum aö hlýða kallinu þegar það kemur og þræða veginn til æðri þroska á öörum brautum tilverunnar. En hve við starfsbræöurnir söknum hans hressilega viðmóts og ljúfu lundar. Mér kemur i hug hending úr hinum fornu Háva- málum, „glaöur og reifur skyli gumna hverr, uns sinn biður bana”, sem hann svo sannarlega var meöan hapn mátti. Sigmundur fæddist að Gaita- stöðum ytri 'i Hróarstungu i Norður-Múlasýslu 24. desember 1929, sonur hjónanna Katrinar Sigmundsdóttur og Sigfúsar Magnússonar bónda, en frá fjögurra ára aldri ólst hann upp á Isafiröi hjá hálfsystur sinni önnu Sigfúsdóttur og manni hennar Kristjáni H. Jónssyni hafnsögu- manni. Fundum okkar Sigmundar bar fyrst saman er hann var i sveit aö sumarlagi að Ytri Veðrará i ön- undarfiröi en ég ólst upp hinum megin við Vöðin. Báðir vorum við þá á barnaskólaaldri og óraði vist litið fyrir þvi þá að lifsstarf beggja yrði við starfsgrein sem þá var óþekkt og ekki til á Islandi en raunin varðsú aðbáðir lögðum við fyrir okkur flugumferðar- stjórn á sama vinnustað og þær eru ófáar minningarnar, sem rúmlega 30 ára samstarf, oft á sömu vakt, nætur sem daga,skilja eftir. Vafalaust hefir tign og skjól vestfirskra fjalla átt sinn þátt i mótunog þroska þessa þrekmikla manns, enda var honum mjög hlýtt til æskustöðvanna. Aö loknu námi i Loftskeyta- skóla Islands og nokkurra mánaöa starfi sem loftskeyta- maður á togaranum Úranusi sótti Sigmundur námskeið i flugum- ferðarstjórn og að þvi loknu varð hann einn þeirra fáu sem valdir voru til áframhaldandi verklegs náms i þessari ungu starfsgrein og hóf störf hjá Flugmálastjórn i gamla flugturninum á Reykja- vikurflugvelli hinn 20. júni 1949. Siðar stundaði hann framhalds- nám i flugumferðarstjórn viö hinn ágæta skóla bandarisku Flugmálastjórnarinnar i Okla- homa árin 1954-1955. Arið 1951 kvæntist Sigmundur eftirlifandi konu sinni, Brynhildi Guömundsdóttur, dóttur hjón- anna Guðmundar St. Gislasonar múrarameistara og Guðbjargar Benediktsdóttur. bau eignuöust fjögur börn: Guðbjörgu, Guö- mund Stefán húsasmið, Kristján Sigfús nemanda i viöskipta- fræðum, sem er landsþekktur iþróttamaður og Sigmund sem er yngstur. Er starfsemi flugumferðar- stjórnar i Reykjavik var flutt úr gamla flugturninum, sem Bretar byggðu á striðsárunum i nýja flugturninn, árið 1963, varð Sig- mundur einn fyrstu fjögurra varðstjóranna i flugturninum sjálfum á 8. og efstu hæðinni og meðal þeirra fyrstu sem hlutu sérmenntun til flugumferðar- stjórnar meö radartækjum. Þeir munu orðnir æöimargir flugmennirnir, sem hann hefir leiðbeint inn til öruggrar lending- ar á sinum giftudrjúga starfs- ferli, þó veöur væru oft válynd og tækjakostur ófullkominn og oft af skornum skammti. Arið 1976 tók Sigmundur við varðstjórastörfum i flugstjórnar- miðstöðinni á 6. hæð flugturnsins i Reykjavik, auknum mannafor- ráðum, og nú varð starfsvett- vangurinn loftrúmið yfir stórum hluta Norður Atlantshafs og allt aö NorðurpóLHann reyndist þar sem ævinlega hinn traustasti maður og sannarlega skarð fyrir skildi er hann hverfur á brott fyrir aldur fram. En örlög ráða. Hann kenndi las- leika haustið 1979, hætti þó ekki störfum meöan stætt var en fljót- lega kom i Ijós hver vágestur var hér á ferð. Læknisaðgerðir gáfu vonir um bata og kjarkur hans virtist óbugandi. Hann kom aftur til starfa sið- asta vor og við unnum saman við skrifstofustörf i fáeinar vikur og glaðværðin var hin sama. Hann bauðst jafnvel til að leysa af hólmi flugradiómanninn á Rifi á Snæfellsnesi er hann forfallaðist vegna veikinda og þar stóð hann með hljóðnema talstöðvarinnar i höndunum, leiöbeinandi flug- mönnum, við lifsstarfið sem var honum svo mikilvægt þar til læknisaðstoð varð aftur óumflýj- anleg. Ég minnistþess er hans trausti og kærleiksriki lifsförunautur Brynhildur, sem til allrar ham- ingju stóð við hlið hans þar vestra, sem löngum áður, tjáði mér að nú þyrfti loks annar að leysa Sigmund af hólmi og hann gæti ekki ekið bifreiðinni suður, sem hann ók að Rifi. Við starfsbræðurnir þökkum Sigmundi ógleymanlega sam- fylgd i öll þessi ár og treystum þvi að elska alföðurs varðveiti hann um alla eilifö. Við vottum Brynhildi,börnum þeirra og öðrum vandamönnum dýpstu samúð okkar. Valdimar Ólafsson fl ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum frá innlendum framleiðendum í hönnun, framleiðslu og afhend- ingu á 37 vinnubúðaeiningum/ samtals um 555 fermetrar, til afhendingar við Sigöldustöð í RangárvallasýslU/ 1. júni 1982. Einingarnar skulu byggðar upp af sjálfstæðum bíltækum einingum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og meðþriðjudeginum 2. febrúar 1982, gegn óaft- urkræfu gjaldi að upphæð kr. 100,00. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 10.00 mánu- daginn 15. febrúar 1982. ■ Agreiningur hefur staðið um hvort byggja eigi oliuhöfn i Helguvik, á mótum Keflavikur- kaupstaðar og Garðs. Sú hug- mynd var uppi að setja þarna nið- ur oliubirgðastöð, með tilheyr- andi hafnaraðstöðu, en það mætti talsverðri mótspyrnu. Nú hefur utanrikisráðherra tilkynnt að brátt muni hefjast hönnun oliu- geyma með tilheyrandi losunar- aðstöðu fyrir skip og þeim mann- virkjum sem sliku fyrirtæki til- heyra. En hér er ekki um að ræða þá oliubirgöastöö, sem eitt sinn var rætt um, heldur að flytja það geymarými sem nú er rétt ofan við byggöina i Keflavik og Ytri-Njarðvik. Nauðsyn ber til að færa oliugeymana. Núverandi staðsetning þeirra stendur i vegi fyrir eðlilegri byggðarþróun i fyrrnefndum sveitarfélögum og mikil mengunarhætta stafar af þeim. Oliugeymarnir eru orðnir gamlir og úr sér gengnir, voru byggðir á striðsárunum og sú hætta vofir ávallt yfir að olia úr þeim mengi grunnvatn en Suður- nesjamenn hafa ekki i mörg hús að venda i þeim efnum. . Eftir að utanrikisráðherra skýrði frá þeirri ákvörðun að færa geymana i Helguvik hefur Þjóðviljinn mótmælt ákvörðun- inni og félagsmálaráðherra minnt á að hann sé æðsti yfir- maður skipulagsmála og hann sé hreint ekki tilbúinn aö skrifa upp á þaö skipulag er heimili bygg- ingu oliugeyma i Helguvik. Timinn innti Ólaf Jóhannesson utanrikisráðherra hvers vegna Helguvik hafi veriö valin undir geymana og hvaða likur væru á að geymar og oliuhöfn yrði byggð i Helguvik. — 1 þeirri ákvörðun sem nú liggur fyrir af minni hálfu, sagði Ólafur, felst i fyrsta lagi flutning- ur á þessum geymum sem standa fyrir ofan Njarðvik og Keflavik á Hólmsbjarg. Það felst ekki nein stækkun á geymarými i ákvörðuninni. Geymarýmið verður óbreytt frá þvi sem nú er i þessum geymum er þarna standa. í öðru lagi felst það i ákvörðun- inni, að lendingaraðstaða verði gerð i Helguvik. 1 þriðja iagi veröa lagðar leiðslur frá lendingarstað i geymana og frá geymunum á Keflavikurvöll og veröa þær leiðslur grafnar i jörð. 1 fjórða lagi að girðingar verði uppsettar þar sem nauðsyn er tal- in til af öryggisástæðum. Alþingi samþykkti flutninginn Þessa ákvörðun mina byggi ég á þeirri þingsályktun sem sam- þykkt var á Alþingi 21. mai s.l., þar sem utanrikisráðherra er fal- ið að vinna aö þvi að framkvæmd- um til lausnar á þeim vandamál- um er skapast hafa fyrir byggðarlögin Keflavik og Njarð- vik vegna eldsneytisgeyma varnarliðsins verði hraðað svo sem kostur er. Þessi þingsályktun sem að lokum var flutt af utan- rikisnefnd var samþykkt sam- hljóöa. Tveir eða þrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sinu. 1 umræöum um þessa þingsályktun geröi ég grein fyrir minum sjónarmiðum og taldi að það at- riði sem fyrst og fremst þyrfti að athuga væri staðarvalið og ég skildi ályktunina svo að mér væri falið að taka ákvörðun um það en þvi er út af fyrir sig ekki slegið föstu i þessari þingsályktun að Helguvik væri valin. Ég sagði að áður en ég tæki ákvörðun um slikt mundi ég láta fara fram athugun á þeim stöðum er til greina koma. Þaö tel ég mig hafa gert i sumar sem leið. Var sú athugun fram- kvæmd bæði af bandariskum sér- fræðingum og ennfremur af vita- og hafnarmálastjóra hér. Þeirra niðurstöður staðfestu algjörlega fyrri niðurstöðu um það að Helgu- vik væri sá staður er helst kæmi til greina. I umræðum um þessa þings- ályktun tók ég það lika fram að ég hefði ekki tekið neina afstöðu til stærðar geymarýmisins. Niður- staðan er að hún eigi að vera óbreytt frá þvi sem nú er. | Ólafur Jóliannesson, utanrikisráðherra. Hugmyndin um stærri áætlun er þar með tekin út af dagskrá. Loks benti ég á þaö atriði sem skiptir máli i þessu sambandi, en þaö er nábýli geymarýmisins við þéttbýli og að það væri æskilegt aö geymarnir væru eins fjarri ‘þéttbýlinu og kostur væri á. Ég tel mig hafa tekið tillit til allra þessara atriða við þessa ákvörðun nú. Það er sjálfsagður hlutur að framkvæmdir allar i þessu sam- bandi verði samkvæmt lögum. Annaö hefur aldrei hvarflað að neinum. Var áður varnarlidssvæði Það hefur verið orðað að þessi staöur væri utan varnarliðs- svæða. En þess er að geta að þetta svæði allt var tekið sem varnarliössvæði á sinum tima. En eftir aö stækkun lögsagnarum- dæmis Keflavikur hafði átt sér stað var afsalað þarna lands- spildu til Keflavikurbæjar. Það voru alls 365 hektarar. Af þeirri spildu voru 65 ha. i landi Kefla- vikuren 300 ha i landi Gerða. 1 af- salinu er tekið fram að hvenær sem rikið þurfi á þessu landi að halda geti það tekið það aftur með þvi að greiða hliðstætt gjald fyrir landið. Þess vegna er rétt að leggja áherslu á þaö að upphaf- lega er þetta varnarliðssvæði. Ég get þvi ekki fallist á það að þarna sé verið að fara inn á land sem ekki hefur verið varnarliðssvæði. Hver er afstaða heimamanna til þessa, Keflvikinga, Njarðvik- inga og þeirra sem i Garði búa? Upphaf þessa máls er að rekja til Keflvikinga og Njarðvikinga og óska þeirra um að geymarnir séu færðir og settir á annan stað. Þeir hafa itrekað sett fram óskir um það og lýst samþykki við og mælt meö Helguvik. Siöast i haust komu ályktanir bæði frá bæjar- ráði i Keflavik og Njarðvik sem gengu eindregið i þá átt. Ef einhver skoðanabreyting verður nú hjá þeim i þessu efni myndi myndin að sjálfsögðu breytast. Það dettur engum i hug að fara að neyöa meiri fram- kvæmdum upp á þá þarna. Ætlast til að aðrir ráðherrar gangi ekki inn á mitt verksvid Þvier haldið fra m að svæðið of- an Heiguvíkur sé ætlað undir ibúðabyggð en bæjarstjórn Kefla- vikur samþykkir samt að oiiu- geymarnir verði fluttir þangað. Stangast þetta ekki á? — Það hefur veriö gerður skipulagsuppdráttur af svæðinu og hann var staöfestur 1973. Kefl- vikingar segja mér að þá hafi landsvæðið verið tekið frá, til ráð- stöfunar siðar. Þeir hafa ekki sagt við mig að þetta hafi verið skipufagt sem ibúðasvæöi. Skapast ekki ibiíðasvæði þar sem geymarnir eru nú, er þeir liverfa? — Það skyldi maður ætla. En landið við Helguvik er ekki nema svo örlitið brot af þvi sem var af- salað 1971. Hvað liefur þú að segja um þá fullyrðingu félagsmálaráðlierra, að hann muni ekki skrifa upp á skipulag oliugeyma og hafnar i Helguvik? — Skipulagsmál heyra undir félagsmálaráðherra og mér hefur aldrei komið til hugar aö fara að ganga inn á hans verksvið. Ég hef það fyrir reglu aö ganga ekki inn á verksvið annarra ráðherra og ætlast til hins sama af þeim, að þeir séu ekki aö ganga inn á mitt verksvið. Hefur þá vilji bæjarstjórnar Keflavikur og hreppsnefndar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.