Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 2. febrúar 1982. 9 /,Hér gerist aldrei neitt segja menn stundum. Slíkt er þó oft nokkurt vanmat. Hefðu for- verar okkar ekki krotað hjá sér árferði og atburði væri lít- illa heimilda að sækja til liðins tíma". Að kvöldi 18. sept. hafði leitar- söfnum af Balafjöllum og Hóls- fjalli verið komið i tilheyrandi girðingarhólf við Skarðsrétt. En „Adam varekki lengi i Paradís”. Síðla þennan leitardag gékk á með sh'kri bleytumðslu og veður- ofsa að heppni mátti kalla að leitarfólk næði allt til bæja. Hávaðarok og krapahri'ð var næsta dag. Og þá varð með mannsöfnuði að koma leitarsöfn- um úr girðingunni heim á Skarðs- tún þar sem krapastii'la halöi komið i Bjarnarfjarðará og vatnsflaumurinn streymdi um girðingarhólfið og inn i skilarétt- ina að Skarði. Við þetta unnu jafnt konur sem karlar og ung- lingar. Þegarsvo snúið var heim- leiðis hafði vatnselgur siillað vegræsi og rifið stórt skarð i þjóð- veginn. Eftir snör handtök tókst að opna ræsið og grjótfylla veg- skarðið svo farartækin komust áfram. Áframhaldandi veðurofsi hélstnæsta dag svo sjáanlega var óhugsandi sundurdráttur fjár i Skarðsrétt. Safnið rekið niöur að Odda þar sem vel fór um menn og fé við réttarstörf i stórum og góð- um fjárhúsum. Þessa áður töldu óveðursdaga, dvöldu i sumarhúsunum i Goödal vel metin hjón úr Reykjavik með börn sin og hugðu lil heimferðar þá um helgina. Tekiö skal fram að enginn simi er i Goödal. Aö morgni þess 20. sept. ákváðu hjónin að komastheim á leið ekki hvað sist þarsem bam þeirra var orðið lasið og þurfti i læknis- skoðun. Þegar svo fjölskyldan kom niður að brúnni yfir Goðdals- á kom i ljós nokkur torfæra þar sem kvisl úr ánni rann i streng þeim megin brúar. Fjölskyldufaðirinn var alvanur öræfaferðum og á traustri fjalla- bifreið. Honum leist ekki á að gera tilraun með að komast yfir, en skildi konu og böm eftir i biln- um. Braust áfram i óveðrinu niður i Bjarnarfjörð þar sem hann fékk duglegan ungan mann á véltæki fram veg hinummegin árinnar. Eftir að hafa fest góðri dráttar- taug i bilinn tókst með eigin vélarafli og dráttartaugar aö koma honum yfir. En i dýpsta álnum bjargaöi taugin alveg þar sem hjólin misstu spyrnu og straumþunginn var gifurlegur. Sem betur fór mat þessi öræfa- reyndi maður aðstæöurnar rétti- lega um morguninn og þessvegna em hjónin og böm þeirra til frá- sagnar,sem ella heföi ekki orðið. Aldrei er ofbrýnt fyrir ferða- mönnum að sýna aðgát og gefa sér tima til að meta réttilega all- ar aöstæður. Fjárheimtur hér voru viða mis- jafnar þar sem sumarhagar fóm snemma undir hjarn. Fram eftir hausti heimtust þó hér og þar kindur t.d. dilká á samfelldri snjóbreiðu fram á Trékyllisheiði 21. okt. og 18. des. Fundust tvö hrútlömb við afdal Veiðileysu- fjarðar. Ekki má minna vera en ég kvitti fyrir að hafa séð flutning Leikfélags Hólmavikur á „Sjó - leiðinni til Bagdaö'' eltir Jökul Jakobsson er sýnt var á Hólma- vik 4.og 5. des. s.l. Verkið mun vart verða flutt betur en þarna var gert og sum hlutverkin frábærilega vel leikin. Þökk sé þeim fyrir listræna túlk- un. Meö þessu er séö að leik- menning getur blómgast i sýsl- unni. Söngraddir hafa ávallt verið góðar á Ströndum, en þjálfun i þeirri listgrein ónóg. Þar þarf úr að bæta ásamt kennslu í hljóð- færaleik. Að visu er danshljóm- sveitin Þyrlar á Hólmavik ágæt og viðar i' sýslunni hljóðfæra- leikarar en við skyldustigsnám er unglingum kenntmargt óþarfara en söng og hljóðfæraleik, slikt mundi forða ófáum frá streitu og lifsleiða. Ég má til með að minna Strandamenn.heima og aö heim- an, á gagnasöfnun aö sögum félaga og slikra samtaka er verið hafa, eða eru i sýslunni, þar sem slikar frásagnir munu verða i fyrri hluta væntanlegrar Byggða- sögu Strandasýslu. 1 þessum hluta eiga einnig að koma frá- sagnir frá Strandamannafélögum utanhéraös. Stefnt er aö full- heimtum þessara lrásagna nu i vetur. Ritstjóri verksins veröur hinn góökunni sagnfræöingur og kennari, Lýöur Björnsson, Saía- mýri 31, Reykjavik. 1 Alþýðubókinni frá 1874, sem lesin var um og eftir siðustu alda- mót likt og helgirit, er m.a. þelta spakmæli: „Af litlum neista verður opt mflrið bál”. Mér kom það ihug eftir aö hafa fengið frá Skattstofunni nokkur eyðublöö vegna framtala nú i vetur. Mörg af þessum eyðublöðum eru óbreyttfrá sl. ári að öðru leyti en áprentað ártal. Slik gögn frá liðnu ári þarmeð orðin að eldsmati bara vegna ártalsins sem á þau var prentað. Er þörf á svona óþarfakostnaði i þjóðfélagi sem þykjast heyja haröa barállu viö hemiun verðbólguhjólsins? „Margt smátt gerir eitt stórt” var mér oft sagt i æsku. Fram- teljendur hér i hreppi voru um 130 sl. vetur. Að sjálfsögöu lætur Skattstofan liggja nægjanlega mikið af margskonar eyðubiöðum hjá umboðsmönnum sinum, svo viðaren hjá mér hafa óefað orðið álitlegir bunkar eldsmatur. Eng- um ætti að vera ofraun að skrá ártal á þau eyðublöð sem notuð eru. Þetta er aðeins litið dæmi þess hve viöa mætti koma hag- sýni við ef vilji væri fyrir hendi. 17./1. 1982. Ingimundur áSvanshóli | „Berstu ekki við kerfið, ungi maöur. Kerfið er gott”. og öruggan leik á hornin — sú var tið aö maöur heyrði varla blásið i horn án þess að það „klikkaði” en nú virðist það vera liðin tið. Lest- ina rak svo 4. konsertinn i G-dúr fyrir strengi, sólófiðlu og tvær flautur. Var samleikur þeirra Guðnýjar, Manúelu og Jóns H. Sigurbjörnssonar með mfldum ágætum, sem og hljómleikarnir allir. Af hinum 20 hl jóðfæraleikurum var réttur helmingur útlendingar sem þvi miður lýsir dálitiö ástandi tónlistarmála vorra þrátt fyrir hið mikla starf tónlistar- skólanna. Að visu hlýtur að koma að þvi' fyrr eða siðar, að við get- um mannað Sinfóniuhljómsveit- ina með Islendingum eingöngu en hér kemur þó einkum annað til, nefnilega hið isienska launakerfi sem beinlínis virðist gera ráð fyrir þvi að menn stundi auka- störf — þess vegna hafa út- lendingar meiri tima til að taka þátt i tónleikum sem þessum: þeir hvorki þekkja þann vinnu- þrælkunaranda sem hér rfkir né eruþeirjafn vafðir i aukastörf og Islendingarnir. Eða sú held ég hljóti ab vera ástæban. 24. janúar fjölmiðlun BiIdschirmtext I I Þýskalandi eru menn um þessar mundir að gera tilraunir mcö skjátexta eöa „bildschirmtext” eins og Þjóöverjar nefna þessa töivuvæddu upplýsingamiölun. Bretar hafa aftur á móti verið i fararbroddi á þessu sviöi og segir frá þvi i fjölmiölunar- pistlinum i dag. Skjáfylliaf fródleik ■ „1 siðasta fjölmiðlunar- þætti, sem bar yfirskriftina „Verður hætt að prenta dag- blöð?” var rætt almennt um þá þróun, sem spáö er á næstu árum á sviði upplýsinga- miölunar og þá ekki sist dag- blaðaútgáfu. Bent var á, að með þeirri byltingu, sem nú ætti sér stað, á sviði tölvu- og rafeindatækni gætu dagblöö i núverandi mynd orðið úr sög- unni að mestu leyti i nánustu framtið. Eitthvað hefur nú sumum svelgstá þessum upplýsingum og hefur þvi verið slegið fram, að þarna sé um tóma fram- tiöarmússik að ræða. 1 þessu sambandi hafa nokkrir komið aðmáiiviðmigogbeðiö um að gerð yrði nánari grein fyrir þessari tækni og hve langt þessi mál eru komin erlendis. Það skal ég gera að svo miklu leyti sem rými þessara dálka leyfir i dag og i næstu viku. Rafeindatiðindi Hiðnýjaform dagblaða sem á ensku hefur verið nefnt „the electronic newspaper” sem við getum kallað rafeindatið- indi, kom fyrst fram á sjónar- sviðið seint á sjöunda ára- tugnum. Bretar voru i farar- broddi með tilraunir á þessu sviði, þótt margar aðrar þjóð- ir hafi verið að fikra sig áfram á sömu braut. Breska póst- stjórnin hóf þessar tilraunir i samvinnu við breska útvarpiö með útsendingu frétta i fyrir- sagnaformi og ýmissa ann- arra upplýsinga og var þetta nefnt teletext. Með þvi að þrýsta á hnapp á stjórntæki, sem var á stærð við vasatölvu gat móttakand- inn valið sér mismunandi upp- lýsingaefni, sem birtist á skjá sjónvarpstækis hans. Fjölbreytni slikra útsendra rafeindatiðinda getur verið mjögmikilog tugir eba hundr- uð „siðna” verið sendar út samtimis. Askrifandinn getur siðan valið á milli þeirra á svipaðan hátt og hann flettir frá einni siðu yfir á aðra i hefðbundnu dagblaði. Þannig getur hann valið sér skjáfylli af veðurfréttum, fréttum af fólki, neytendafréttum, er- lendum fréttum og svo fram- vegis, — en með sliku út- sendingaríormi hefur hann engin tök á að ráða sjálfu efn- inu á „siðunum”. Fróðleiksnáma Sá möguleiki opnaðist aftur á móti meö tilkomu Prestel- kerfisins, sem breska póst- og simamálastjórnin kom á fót fyrir nokkrum árum. 1 þvi til- viki var upplýsingaefniö sent eftir simalinum og með venju- legu tvirása sambandi, þannig að áskrifandinn getur óskað eftir hvaða upplýsingum sem tileru úr tölvubankanum, sem tengdur er kerfinu. Heil fróð- leiksnáma stendur honum op- in þar sem kerfið er ekki háð þeim takmörkunum, sem út- varpsbylgjurnar setja i hinu tilvikinu. 1 þessu tiiviki var um eins konar frétta- og fróð- leikssafn að ræða og hægt að leita á einum stað margs kyns fróðleiks, sem til þessa hefur birst á siðum dagblaða og i bókum af ýmsu tagi. Með ör- tölvutækninni er þannig hægt að safna á einn stað efni úr áratugaútgáfum dagblaða og hundruðum þúsunda bóka og gera fólki kleift að kalla hvað af þvi sem er fram á skjáinn á heimilistölvunni, i skólanum eða á vinnustaðnum. Þannig er hægt aö sjóða niður upp- lýsingar um allt milli himins og jarðar i ólýsanlegu magni. Bresku upplýsingakerfin hafa reyndar ekki átt jafn miklum vinsældum að fagna og búist var við og er talið að kostnaðarhiiðin eigi sinn þátt i þvi. En með stöðugri lækkun á verði tölvubúnaðar siðustu misseri hefur notendum fjölg- að mjög mikið, og um leið skapast grundvöllur fyrir stækkun upplýsingabankanna og aukna fjölbreytni efnis þeirra. Vestan hafs hefur þróunin verið mjög ör upp á siðkastið og þar eru stærstu dagblöðin nátengd uppbyggingu upp- lysingakerfanna. Frá þeim málum verður nánar greint hér á þriðjudaginn kemur. Ólafur Ragnarsson skrifar um fjölmidlun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.