Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 2. febrúar 1982. 11 frímerkjasafnarinn Ólafur Jóhannesson um olíu- geymana við Keflavíkurflugvöll Helguvík álitlegasti staðurinn — að áliti allra sem um málið hafa fjallað Gerftalirepps ekkert að segja i þessu máli? — Félagsmálaráðherra er æðsti maður skipulagsmála. Hann þarf að staðfesta uppdrátt. Það hafa þegar verið gerðar tillögur um breytingu á fyrri skipulagsupp- drætti i samvinnunefnd skipu- lagsmála á Keflavikurflugvelli, Keflavik og Njarðvik. 1 þessu sambandi má geta þess að ráð er fyrir gert að hönnun mannvirkjanna fari fram á þessu ári. Siðan eftir að hönnun liggur fyrir.annað hvort öll eða einhvers áfanga, þá þurfi samþykki is- lenskra yfirvalda. Það á auðvitað margt eftir að skýrast við þá hönnun. Það er bandariskt fyrirtæki sem vinnur fyrir flotann, sem hefur hana með höndum, en þeir hafa gert sam- komulag við þrjú islensk verk- fræöifirmu um að taka þátt i þessari hönnun. Munu islenskir verktakar taka að sér að byggja mannvirkin? — Það er ekki komið svo langt að hægt sé að segja til um það, en ég geri fastlega ráð fyrir þvi Er ekki orðið mjög aðkallandi að losna við gömlu geymana, sem eru rétt ofan viö fjölmenna bvggð? — Allir hafa verið þeirrar skoðunar. Sem betur fer hafa enn ekki orðið nein slys af þeim, en eitthvað mundi nú heyrast ef eitt- hvað yrði. Helguvík er besti stadurinn Hvaða staðir aðrir liafa komið til greina sein væru hentugir til að reisa þcssi mannvirki á? — Það hafa ekki komið til greina aðrir staöir umhverfis Völlinn. Annar staöur sem helst kom til álita er Vatnsleysuvik en hún er mun fjær en Helguvík og þyrfti lengri leiðslur og eignar- réttur þar er i höndum ein- staklinga. Það er talið að Helguvik sé besti staðurinn og er lagður nokk- uð að jöfnu að þvi er aðstööu til lendingar snertir við sjálfa Kefla- vik. Talað hefur verið um að fara með geymana alla ieið upp á Völl. Um þá hugmynd er það að segja að þar er talið að mengunarhætta geti stafað af. Hugsanlegt er að olia frá geymunum komist i vatnsból. 1 þvi sambandi hefur verið vitnað i hugmyndir Oliufélagsins, en ég vil geta þess að þær voru settar fram þegar miðað var við allt aðrar forsendur. Þá var verið að tala um stóra oliubirgöastöð. Nú eru allt aðrar forsendur og þessi framkvæmd mundi ekki hreyfa á neinn hátt viðskiptum Oliufélagsins við varnarliðið. Aður var rætt um að reisa þarua oliubirgðastöð. Er sú stærð sem nii cr liugmyndin að iianna fullnægjandi fyrirumsvif varnar- liðsins? — Óskir voru um það að fá þetta stærra en þeir sætta sig við þetta nú. Getur veriö að þetta sé fyrsta skrefið til að reisa þarna stóra birgðastöð siðar meir? — Ég get náttúrlega ekkert sagt um það hvaöa óskir kunna siðar að koma fram af hálfu varnar- liðsins og ef slikt kæmi fram er þaö yfirvalda á þeim tíma að taka afstööu til þess. Ég álit að þetta beri ekki að skoða sem fyrsta skref heldur að stærri áætlunin sé tekin alveg út af dagskrá. Hvað tekur langan tíma að ákveða annan staðef töf verður á að geymarnir verði reistir við Helguvik og liversu aðkallandi er að rffa þá geyma er nú eru i notkun ? — Þaö er sjálfsagt hægt að not- ast við þessa geyma eitthvað lengur en þó eru þvi takmörk sett hversu lengi þeir endast. En þaö er ekki hægt aö ganga i hönnun á mannvirkjunum fyrr en ljóst er um hvaða stað er að ræða og hvar löndun á að fara fram. Þvi lengur sem það dregst þeim mun meiri dráttur verður á fram- kvæmdum. Þessi framkvæmd er fjármögn- uð bæði af Nato og af Banda- rikjunum. Það þarf að leggja fjárbeiðnir fyrir hlutaðeigandi aðila og það getur tekið sinn tima. Ennfremur er þess náttúrlega að gæta aö þetta er annað en rætt var um i upphafi og það er hugsanlegt að þau yfirvöld er- lendis sem um þetta eiga að fjalla vilji ekki fallast á þetta. Það kemur þá fram og þá verður ekki um neinar Helguvikurfram- kvæmdir að ræða. Eins og ég sagði fyrr er allt þetta mál til komið vegna óska frá Keflavik og Njarövik. Þá hefur jarðfræðingur Náttúru- verndarráðs lýst yfir blessun sinni á að geymarnir verði settir upp á Hólmsbjargi. Það er æskilegt að minu áliti að geymarnir veröi sem næst bjarg- brún og sem fjærst þéttbýlis- svæði. Það er auðsætt aö áður en framkvæmdir þarna hefjast þarf um margt að ræöa við Keflvik- inga og ef það sýnir sig að þar hafi orðið skoðanaskipti mun þetta allt breytast og önnur við- horf verða i málinu. Telur þú að komið liefði til and- mæla um að flytja geymana til llelguvikur, cf sú liugmynd liefði ekki komið upp áður, að reisa þar oliubirgðastöð? — Um þetta get ég ekki sagt annað en aö krafan um flutning- inn kemur frá heimamönnum á Suöurnesjum. Siðan var mér falið þetta af Alþingi og ég tel mig hafa gert skyldu mina nú, samkvæmt þeirri þingsályktun. Að sjálf- sögðu getur Alþingi hvenær sem er tekið málið i sinar hendur og gert aðrar ályktanir. OÓ Útgáfustarf- semi ® Ég lofaði þvifyrir skömmu siðan að ræða meira um út- gáfustarfsem i fyrir fri- merkjasafnara og taka þá fyrir m.a. útgáfur klúbba hér á Norðurlandi. Fyrst vil ég þó minnast á nokkur atriði. Það þarf varla að taka fram, að eins nauðsynlegt hverjum þeim er safnar fri- ma-kjum og frimerkjaverð- listinn, er t.d. handbók sú er Félag frimerkjasafnara gafút á sinum tima. Þessi bók er i fullu gildi enn i dag og verður um ókomin ár. Vilji menn fjárfesta enn meir, þá er bókin sem Póststjórn gaf út, tslensk frimerki i hundrað ár, aðeins svo að nokkuð sé nefnt af þvi sem áður hefir komið á markað. Þá eru enn til ár- gangar af timaritunum, sem út hafa komið. Svo sem tima- ritinu Frimerki, hjá Fri- merkjamiðstöðinni og Safnarablaðinu, hjá Fri- merkjahúsinu. t þessum blöð- um eru margar góðar greinar, sem gagnlegt er að lesa. Þá er mikið til á erlendum málum um islensk frimerki, allt frá handbók Kohl til póst- sögubæklinganna, sem nýlega var skrifað um. En eins og áður var sagt, kom t.d. ekki nema tvö hefti af timaritinu Grúsk á siðasta ári og er þá upptalið það sem kom af prentuðum timaritum. Þá kom listinn tslensk frimerki, 26. útgáfa en listi hefir þá komið i samtals 25 ár. Er þá talið það sem kom prentað hér á landi á siðasta ári. F.F. Akuroyri Félag frimerkjasafnara á Akureyri tók hinsvegar á liðnu ári að gefa út félagsbréf. Er það fjölritað og vel unnið eins og von var á. Hefst bréfið á kynningu frá stjórninni, segir þar m.a. um starfsemina: ,,Á hverjum fundi verða smá uppboð, 10-20 númer, happdrætti, 3 vinning- ar, stutt erindi eða fréttir sagðar og nýungar kynntar. Komið verði upp úrvalsheft- um, sem ganga milli félags- manna. Timiætlaður til skipta og skoðunar á fundunum eða utan þeirra, ef það þy kir betur henta. Gert er ráð fyrir einu stóru uppboði og einum skipti- markaði á vetrinum. Þá má gera ráð fyrir að fyrirlesari fáist frá LtF á a.m.k. einn fund”. Fundur þeirra Akureyringa eða Eyfirðinga eins og ég hefi svo oft valið að kalla þá, eru fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Þeir hefjast kl. 8 að kveldi eða 20.00. Þá er ennfremur sagt frá þvi sem ske á á næstu fundum i félagsbréfinu og næsta upp- boðsefni og fleira. Næst kemur svo grein er nefnist Sitt af hverju frá Svi- um. Fjallar um starfsemi tslabdssamlarna og félagsbréf þeirra en þeir gefa út sérstak- lega vandað félagsbréf sem þegar hefir komið út i 47 ein- tökum. Þá segir frá Facit listanum og hversu verðlag Is- ienskra frimerkja hefir breyst i honum og þeirri nýjung að verðieggja póstfrisk merki 20-50% hærra en merki sem ekki eru með ósnertu limi. Fréttabréfinu lýkur svo meö grein Arna Friðgeirssonar er nefnist: Frimerkjaútgáfur Póststjórnari nnar. Hann gripur þar til stóru sleggjunn- ar og slær hart og titt. Ætla ég ekki hér á þessum vettvangi að leggja neinn dóm á þaö. Ætla ég að einhver þeirra sem nú eru i útgáfunefnd sé betur til þess hæfur enda nær tvö ár siðan ég átti sæti i þeirri nefnd. Kannske mun ég siðar láta heyra frá mér á öðrum vettvangi um málið. Þá eru að lokum fréttir af útgáfu þeirra Eyfirðinga á út- gáfudagsblöðum. Þessa út- gáfu hefi ég áður skrifað um hér i þáttunum og sagt, sem er,að hún er bæði einstaklega smekkleg og þörf nýbreytni i að safna fyrsta dags stimpluðum merkjum. Frímorkjaklúbburinn Askja Skömmu eftir að ég kom heim aftur, barst mér sýningarskrá frá frimerkja- sýningunnni FRIMÞING, sem haldin var á Húsavik, er Askja hélt þar bæði sýningu og Landsþing LIF. Er skemmst frá þvi að segja að þetta er ein fjölbreyttasta sýningarskrá sem gefin hefir verið út hér á frimerkjasýningu og tvimæla- laust sú alfjölbreyttasta er gefinhefir veriðútutan höfuð- borgarinnar. Skal hér nokkuð af efninu tint til. Skráin hefst á ávörpum eins og siður er og kveðju forseta LtF. Þá er grein um sögu öskju, sem fri- merkjaklúbbs og er þar af mörguaðtaka. Þá kemurbrot úr póstsögu Húsavikur með m.a. myndum alira stimpla sem notaðir hafa verið á staðnum. Tiunduð eru timabil þau sem þeir eru notaðir og póstafgreiðslumenn staðarins. Ennfremur er boðuð útkoma heftis þar sem öll póstsaga héraðsins verður skráð. Verð égaðsegjaaðég hlakka mikiö til að sjá það hefti og fagna einlæglega átaki og áhuga þeirra Þingeyinga. Næst er svo grein um Póstmálin og SÞU, eða Samband þing- eyskra ungmennafélaga eftir Gunnlaug Tr. Gunnarsson. Er þetta söguleg og skemmtileg grein,eftir Tore heitinn Rune- borger svo grein um Reykdal, póstafgreiðsla eða bréf- hirðing. Þá er nánar um sýn- inguna og það, sem henni fylgdi. Þá gaf frimerkja- kiúbburinn Askja út afmælis- rit, fjölprentað er það varð 5 ára á sl. ári, nánar tiltekið 29. april. Slær það þar með LIF út, sem ekkert afmælisrit hefir komið frá i 15 ár.Ritiö er skemmtilegt aflestrar og er i þvi rakin sagan, umslagaút- gáfur og jólamerkjaútgáfur. Já, þeir hafa nú gefið út jóla- merki i 2 ár öskjumenn. Ailt eru þetta hlutir sem söfnurum er fengur að. Eysteinn Hall- grimsson i Grimshúsum eða Eiður Arnason á Hallbjarna- stöðum, verða mönnum áreiöanlega innan handar, ef beir vilja kaupa þessa hiuti. Gleymum svo ekki að Þingey- ingar fá f rim erki á þessu ári, á 100 ára afmæli Kaupfélags Þingeyinga. SigurðurH. Þorsteinsson Siguröur H. C\ Þorsteinsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.