Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 16
16 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn SÉRFRÆÐINGUR í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp með sérstöku tilliti til krabbameinslækninga óskast til starfa við Kvennadeild í hlutastöðu (75%). Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkis- spítalanna fyrir 1. mars n.k. Upplýs- ingar veita yfirlæknar Kvennadeildar í síma 29000. AÐSTOÐARLÆ KNIR óskast við svæfinga- og gjörgæsludeild í 6 til 12 mánuði frá 1. mars n.k.. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 25. febrúar. Upplýsingar veitir yf irlæknir deildarinnar í sima 29000. VERKFRÆÐINGUR eða TÆKNIFRÆÐINGUR með þekkingu á lækningatækjum óskast á eðlisfræði- og tæknideild Landspítalans. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkis- spítala fyrir 1. mars n.k.. Upplýsingar veitir forstöðumaður deildarinnar í sima 29000. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI ósk- ast frá 1. apríl n.k. á kvensjúkdóma- deild Kvennadeildar (21 A). Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra Landspítalans fyrir 1. mars n.k.. HJuKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar til starfa við Barnaspítala Hringsins, bæði á venjulegar vaktir og á fastar næturvaktir. Einnig óskast HJuKRUNARFRÆDINGAR til starfa 15. maí n.k. Hlutavinna kemur til greina í þessi störf. SJuKRALIÐI óskast frá 1. april n.k. á Barnaspítala Hringsins. Einnig óskast SJÚKRALIÐAR til sumarafleysinga frá 1. maí n.k. eða síðar. FÓSTRA óskast nú þegar og einnig 1. maí n.k. á Barnaspítala Hringsins. RÖNTGENTÆKNIR óskast á röntgendeild frá 1. mars n.k. Einnig óskast RÖNTGENTÆKNAR til sumaraf leysinga frá 1. maí eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um ofangreind störf veit- ir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29000. LÆKNARITARI óskast strax á Barnaspítala Hringsins til afleysinga. Stúdentspróf eða sambærileg mennt- un áskilin ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. Upplýsingar veitir skrifstof ustjóri Barnaspítalans í síma 29000. Skrifstofa ríkisspítalanna VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR óskast til starfa i áætlanadeild rikisspítalanna. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjornarnefnd ríkis- spítalanna fyrir 1. mars n.k. Upplýs- ingar veitir deildarstjóri áætlana- deildar i síma 29000. KERFISFRÆÐINGAR óskast ítölvu- deild rikisspítalanna. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspítalanna fyrir 1. mars n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður tölvudeildar í síma 29000. Reykjavík, 31. janúar 1982. RÍKISSPÍTALARNIR Akerrén-ferðastyrkurinn 1982 Boöinn hefur verið fram Akerrén-ferðastyrkurinn svo- nefndi fyrir árið 1982. Styrkurinn, sem nemur 2 þús. sænskum krónum, er ætlaöur tslendingi sem ætlar til náms á Norðurlöndum. — Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 1. april n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 27. janúar 1982 Þriðjudagur 2. febrúar 1982. íþróttiri KR sigradi í hörkuleik — sigruðu Njarðvíkinga 72-71 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik ■ KR-ingar komu i veg fyrir það að úrslit úrvalsdeildarinnar i körfuknattleik væru ráðin er þeir sigruðu Njarðvik 72-71 i hörkuleik i Hagaskóla á sunnu- dagskvöldið. Leikurinn var allan timann mjög spennandi og úrslitin réð- ust ekki fyrr en flautað var til leiksloka. Staðan i hálfleik var 43-37 fyrir KR-inga sem oftast höfðu forystuna i leiknum þó Atli með mark ■ Atli Eðvaldsson skoraöi eitt mark fyrir Fortuna Dusseldorf er félagið sigraöi Arminia Bielefeld 4-1 á heimavelli i þysku Bundesligunni á laugar- daginn. Atli skoraði jöfnunarmark Dusseldorf 1-1 en áður hafði Bielefeld náð forystunni með marki úr vitaspyrnu. Atli skoraði mark sitt með skalla frá vitapunkti. Pétur Ormslev hefur ekki enn fengið tækifæri á að leika með aðalliöi Dusseldorf. röp-. munurinn væri aldrei mikili. Þegar rúm minúta var til leiksloka var staðan 72-71 fyrir KR-inga, Njarðvikingar misstu þá Val Ingimundarsonút af með 5 villur. KR-ingar hófu sókn en mis- tókst að skora og sama var upp á teningnum h já Njarðvikingum er Danny Shouse mistökst en það kemur ekki oft fyrir hja kappanum. KR-ingum tókst sið- an að halda boltanum alveg til loka leiksins og stóðu uppi sem sigurvegarar. Þeir Johnson og Shouse voru að venju yfirburðarmenn i sin- um liðum Danny Shouse skoraði 44 stig fyrir Njarðvikinga og Johnson 31 stig fyrir KR. Þrátt fyrir þennan ósigur hafa Njarðvikingar enn forystu i deildinni eru fjórum stigum á undan Frömurum. Valur og KR hafa 16 stig og möguleikar þeirra litlir en sigur þessara fé- laga yfir Njarðvikingum geta komið Frömurum til góða i bar- áttunni við Njarðvikinga. röp—. ■ Danny Shouse á I baráttu við þrjá KR-inga i leik KR og Njarðvik- inga i úrvalsdeildinni. Tlmamynd Róbert „Þetta voru dyrmæt stig” — sagði Björgvin Björgvinsson þjálfari Fram eftir sigurinn yfir Val ■ ,Þetta voru geysilega dýr- mæt stig sem viö fengum, og þetta var prófraun á strákana og sýnir að þeir veröa aö berj- ast. Ef þeir gera það þá er þetta þokkalegt lið og þeir eiga eftir að vcrða betri. Varnirnar i leiknum voru góðar en vörnin hefurekki verið aðall Framliðs- ins, þetta er byrjunin á þvi sem koma skal" sagði Björgvin Björgvinsson þjálfari Fram eftir aö þeir höfðu sigrað Val 17- 16 í 1. deild i handknattleik I Laugardalshöll á sunnudags- kvöldið. Valur náði fljótt góðri forystu i leiknum og fimm marka for- ystu um miðjan fyrri hálfleik. i hálfleik var staðan 11-7 fyrir Val. 1 seinni hálfleik tóku Fram- arar að saxa á forskotið og um miðjan seinni hálfleik var stað- an jöfn 13-13. Eftir þaö var leik- i Stadan ■ Staðan i 1. d< ildinni í hand- knattleik karla er nú þannig: Vikingur-KR 23-19 KA-llK 10-15 Þróttur-FH 26-20 Valur-Fram 16-17 Vikingur ... 8 6 0 2 176-145 12 Þróttur........8 6 0 2 181-157 12 FH.............8 6 0 2 201-185 12 KR.............8 5 0 3 171-165 10 Valur ........8 3 0 5 158-160 6 HK.............8 2 1 5 125-146 5 Fram .........8 2 1 5 159-187 5 KA.............8 1 0 7 147-178 2 urinn i járnunv þegar rúmar tvær minútur voru til leiksloka var staöan jöín 16-16. Val mis- tókst I sókninni og fengu Fram- arar boltann og er nokkrar sek. voru til leiksloka var dæmt aukakast vinstra megin i vörn Vals. Boltinn var gefinn inn fyrir punklalinuna til Hermanns Björnssonar sem skoraði sigur- mark h'ram við mikinn fögnuð. „Það er meira en litið að hjá okkur” sagði Jón H. Karlsson liðsstjóri Vals eftir ieikinn. „Við erum með reynda menn i liðinu sem hafa æft mjög vel og i minnsta kosti fjögur skipti koma þeir ekki boltanum i markið. Við vorum með 4-5 marka forystu og menn hrein- lega köstuðu þessari forystu frá sér i hugsunarleysi. Þegar við fáum pressu á okkur þá fara leikmennirnir að flýta sér, þeir þola greinilega ekki pressuna. Það er langt siðan Valur hefur verið svo nálægt botninum i deildinni”. Flest mörk Fram gerðu Hannes 4, og Hermann 3. Flest mörk Vals gerðu Theo- dór 4, Þorbjörn Jensson og Steindór 3 hvor. Leikinn dæmdu Gunnar Jóns- son og Árni Sverrisson og voru Sigurður var sigursæll — sigradi í öllum karlagreinum á MÍ T atrennulausumstökkum ■ Meistaramót íslands i at- rennulausum stökkum var hald- ið á sunnudaginn i Ármanns- heimilinu og var þetta i 30. skiptið sem mótið er haldið. Keppendur á mótinu voru frá 12 félögum og héraðssamböndum. Úrslit i einstökum greinum urðu þau, að i hástökki karla sigraði Sigurður Matthiasson UMSE stökk 1.70. Sigurður lét ekki deigan siga hann sigrað: einnig i langstökki og þristökki. Sigurður stökk 3.16 i langstökki og 9.36 i þristökki. Kolbrún Rut Stephens KR sigraði i hástökki og þristökki kvenna, Kolbrún stökk 1.35 i há- stökki og 7.83 i þristökki. Helga Halldórsdóttir KR sigraði i langstökki kvenna stökk 2.58, Kolbrun varð önnur i þessu stökki stökk sömu lengd og Helga. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.