Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 12
Þriöjudagur 2. febrúar 1982. Þriöjudagur 2. febrúar 1982. 13 12 tekinn tali ■ „Þetta mun vera eini billinn sinnar tegundar sem hingað hefur verið fluttur en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér ytra þá er aðeins vitað um fjög- ur eintök af honum i heiminum i dag”, sagði Hilmar Hjartarson pípulagningameistari i samtali við Timann en hann vinnur nú að þvi i tómstundum sinum að ■ lludsun billinn eins og hann kemur til meö aö lfta út „AÐEINS VITAD UM 4 EINTOK AF ÞESSUM BÍLIHEIMINUM” ■ „Hef lagt um tíOO vinnustundir i verkiö”. ■ Erfiöasti hluti verksins er aö baki en þaö var aö stilla af „boddýiö” á bilnum — rætt vid Hilmar Hjartarson sem vinnur ad uppgerd á Hudson blæjubíl, sex strokka, árgerð 1937 gera upp Hudson blæju- bil, sex strokka, árgerð nm. „Upphallega var billinn keyptur i Bretlandi 1941 af Hall- grimi Túliniusi stórkaupmanni fyrir Ingu Lárusdóttur eiginkonu Lárusar Lúðvikssonar skókaup- manns, en þaö er nokkuð at- hyglisvert þvi yfirleitt var ekki hægt að fá bila i Bretlandi á þess- um tima. Þar sem hann er keyptur i Bretlandi er á honum hægrihandar stýri og stefnuljós á hliðunum en þetta mun vera sá eini af þessum f jórum sem þannig er útbúinn”. „Inga átti bilinn til ársins 1944 er hún seldi hann Sveinbirni Egilssyni er þá var hjá Sjóvá, en siðan kaupa þeir Valur Norðdal og Einar Eiriksson bilinn og mér skilst að þeir hafi notað hann á feröalögum um landið þar sem þeir unnu fyrir sér sem skemmti- kraftar. Þetta var árið 1947". „Af Vali og Einari kaupir svo Einar Jónsson bilinn og sonur Einars Baldvin Einarsson eignast hann siðan en i minar hendur kemst hann 1977”. Auglýsing i Dagblaðinu „Á þessum tima var ég á hött- unum eftir gömlum bil til að gera upp en ég hef ávallt haft gaman af bilum, sérstaklega eldri gerðum. Eiginkona min rakst eitt sinn á smáauglýsingu i Dagblaöinu sáluga þar sem beðið var um til- boð i bilinn. Eg fór að skoða hann en þá var billinn i hörmulegu ástandi og spurning hvort borgaöi sig að gera hann upp”. „Hann var botnlaus, skottlaus og allsstaöar sá i gegnum hann,en hann hafði skoðunarmiða l'rá ár- inu 1969 og hefur sennilega staðið frá þeim tima”. „Ég gerði nú samt tilboð i bil- inn og fékk hann á 110 þús. gaml- ar krónur”. Erfitt að fá upplýsingar „Það var hætt aö íramleiða þessa bila 1938 og mér hefur ■ A ferö á bilnum fyrir austan fjall hér fyrr á árum. gengið mjög illa að afla mér þeirra upplýsinga sem þarf til að gera hann upp”. „Ég skrifaði til formanns Hud- son klúbbsins i Bandarikjunum vegna þessa og þá sagði hann mér meðal annars að hann vissi að- eins um þrjá aðra bila af þessari tegund i heiminum og þar af væri einn i hræðilegu ástandi". „Hann gat þó ekki veitt mér miklar gagnlegar upplýsingar sem ég hefði getað notað við verkið og sömu sögu er að segja af formanni breska Hudson klúbbsins en hinsvegar fékk ég send ýmis gögn um þessa bila al- mennt”. Brjóstvitið „Af þessum sökum hefur maður mikið þurft að styðjast við brjóstvitið við þetta verk en ég byrjaði að rifa bilinn skömmu eftir að ég keypti hann”. „Það hefur mörgu verið breytt i bflnum frá þvi að hann kom hingað til lands og sem dæmi um það er að i honum var upphaflega rafmagnsskipting, eða svokölluð „rafmagns-hönd” á stýrisstöng bilsinsen þetta var mikill aukaút- Dúnaður á girkassa bilsins. Þessi itbúnaður virkaði mjög illa i for- _nni hér og billinn þvi oft i lamasessi út af þvi og var hann þvi rifinn af og venjulegur gir- kassi settur i staðinn”. „Ýmsa hluti i bilinn hef ég fengið viða að og hafa margir félagar minir i Fornbilaklúbbn- um rétt að mér hluti en það er al- veg lygilegt hve mikið af heilum hlutum maður hefur fengið i gegnum kunningsskap. „Hér var mikið al öðrum gerðum af Hudson bilum, til dæmis i leiguakstri og hef ég fengið marga algenga varahluti úr slikum bilum en vandamálið eru sérhlutirnir sem fylgdu þess- ari gerð en mjög mikið virðist hafa verið lagt i þennan bil i upp- hafi og framleiðendur hans virðast ekki hafa farið troðnar slóðir er þeir hönnuðu bilinn”. „Ég auglýsti á sinum tima eftir varahlutum i bilinn en þaö bar ekki ýkjamikinn árangur en þó kom ýmislegt upp úr krafsinu. Þannig hringdi einn i mig og sagðist eiga hjólkoppa á hann. Það reyndust vera hárréttir hjól- koppar sem þar að auki voru al- gerlega ónotaðir og átti þessi sami maður þar að auki ónotaö mismunadrif i bilinn”. „Þá hef ég einnig látið sér- smiða ýmsa hluti i bilinn sem ekki var hægt aö fá eítir öðrum leiðum. Erfiðasti hlutinn að baki „Það má segja aö nú sé erfiðasti hluti verksins aö baki þar sem mér heíur tekist að stilla „boddýið” rélt af en ég hel' nú eytt um 600 vinnustundum i verk- ið og ætli það séu ekki um 1/3 af verkinu i heild”. „Maöur heíur halt fá önnur áhugamál meðan á verkinu hefur staðið enda hel ég ávallt haftgifurlega mikinn áhuga á bil- um, sérstaklega eldri bilum þvi þeir eru oft vandaðri og betur úr garði geröir en nýir og það er synd að þeir skuli hafa horl'iö af götunum”. „1 sambandi við þetta verk hafa nokkrir aðilar ytra verið mér mjög hjálplegir með upp- lýsingar og hluti i bilinn og vil ég sérstaklega geta Chester Adams, Kanadamanns sem gert hefur marga hluti lyrir mig i sambandi við þetta verk en segja má að margir aðilar hali lagt hönd á plóginn”, sagði Hilmar. Verðmætur bill Stærstu uppboðshaldarar á sviði íornbila i Bandarikjunum gefa út á hverju ári verölista þar sem skráð eru verð allra ldrnbila sem framleiddir hafa verið i heiminum. 1 þessum lista er að linna verð á bilum af þessari teg- und sem Hilmar er aö gera upp og samkvæmt honum er billinn nokkuð verðmætur. Gefið er upp þrenns konar verð lyrir hvern bil og er þá miðað við ástand bilsins,lélegt.i meðallagi og gott. Þar er Hudson blæjubill sex strokka árgerð 1937 verðlagður á 3400 dollara (lélegt ástand) 7000dollara (i meöallagi) og 14000 dollara i góðu lagi. Hilmar vildi beina þeim tilmæl- um til fólks að ef það á eða veit af hlutum i bila af þessari tegund að hafa þá samband,en hann sagöist geta notað flesta hluti úr 1935-1938 árgerðum af Hudson. —FRI ■ Þessi mynd er tekin er bflnum var rennt inn i bílskúrinn i fyrsta sinn. ' HHi mÆ . ■ Hilmar Hjartarson viö bilinn I bilskúrnum heima hjá sér. Tlmamyndir GE ■ i II 9=1 1 :1; 4 ij % I t 1 W ri | vj I ■ Horft ofan I skottið á bflnum en það þurfti Hilmar að smiða frá grunni. Eins og sést þá er skottlokið fremur illa farið. ■ Mælaborðið eins og það litur nú út

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.