Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 2. febrúar 1982. ■liliiist erlent yfirlit erlendar fréttir ■ Þessi mynd birtist i Sunday Times 24. f.m. og sýnir hvernig væntanlegur sjónvarpsþáttur um Pól- land kom blaöinu fyrir sjónir. Haukarnir snú- ast gegn Haig Kissinger gengur í lið með þeim 'IB'SENNILEGA verða skiptar skoðanir um gildi sjónvarpsþátt- ar, sem Bandarikjastjórn létgera um Póllandsmálið og sendur var út um gervihnött siðastliðið sunnudagskvöld. Ýmsirlétu fyrirfram i ljós að of mikill Hollywoodstill myndi verða á honum, þvi að allmargir þekktir leikarar þaðan voru þátt- takendur. Aðrir sögðu að ekki væri nóg fyrir Bandarikjastjórn að láta gera slikan sjónvarpsþátt um Pólland. Hún ætti einnig að láta gera slikan þátt um E1 Salva- dor. Meðal þeirra, sem létu i ljós slika gagnrýni, voru Denis Healey, varaformaður brezka Verka man naflokksi ns, og William Rodgers, einn af helztu leiðtogum hins nýja flokks sósial- demókrata i Bretlandi. Forsætisráðherrar Hollands, Danmerkur og Grikklands skor- uðust undan að taka þátt i þessari sýningu. Alls komu þar fram stjórnarieiðtogar i 14 löndum og voru meðal þeirra Ronald Reagan, Helmut Schm idt, Mitter- rand og Margaret Thatcher. Þá létu þar 1 jós sitt skina leikararnir Bob Hope, Orson Welles, Barbra Streisand, Kirk Douglas, Charl- ton Heston, Glenda Jackson og Frank Sinatra. Framlag Norðurlanda önn- uðust Abba-söngflokkurinn, Gunnar Thoroddsen og Willoch. Daginn áður höfðu verkalýðs- samtök viða um heim haldiö iundi til að lýsa yíir stuöningi viö óháöu verkalýðssamtökin i Póllandi, Samstöðu og frelsisbaráttu Pól- verja. Leiðtogar þeirra vildu hins vegar ekki taka þátt i umræddum sjónvarpsþætti Bandarikja- stjórnar. EÐLILEGT er að menn veltu nokkuð vöngum yfir þvi hvers vegna Bandarikjastjórn greip til þessararleiksýningar, sem hlaut, vegna þátttöku Hollywoodleikar- anna, að verða nokkuð umdeild, a.m.k. utan Bandarikjanna. Einnig myndi þálturinn ekki að- eins rifja upp hiö hörmulega ástand i Póllandi heldur einnig i öðrum löndum, þar sem rikis- stjórnir njóta stuönings Banda- rikjanna. Ein liklegasta skýringin er sú að Reagan og Haig sæti nú vax- andi gagnrýni haukanna i Banda- rikjunum fyrir aðgerðaleysi varðandi málefni Póllands og óskelegga afstöðu til Sovétrikj- anna. Fleiri og fleiri forustumenn haukanna, sem voru eindregn- ustu stuðningsmenn Reagans i forsetakosningunum, láta nú opinberlega i ljós gagnrýni á utanrikisstefnuna. Þeir halda þvi m.a. fram, að Kissinger Carter hafi reynzt skeleggari, þegar Rússar réðust inn i Afgan- istan. Þá hafihann m.a. gripiðtil kornsölubanns. Þetta geri Reagan ekki. Að dómi þeirra er Reagan ekki aðeins óskeleggur i afstöðunni til Sovétrikjanna, heldur einnig allt- of undanlátssamur við banda- menn Bandarikjanna i Vestur- Evrópu. Friðarhreyfingarnarþar séu látnar hafa alltof mikil áhrif á stefnumörkun Atlantshafsbanda- lagsins bæði beint og óbeint. Um miðjan janúar bættist haukunum svo heldur en ekki liðsauki, þar sem var Kissinger fyrrv. utanrikisráðherra. Haukarnir hafa haft andúð á Kissinger og krafizt þess að Reagan léti hann hvergi koma nærri mótun utanrikisstefnunnar. Kissinger hefur unað þessu illa, og nú gripið til þess að gerast sjálfur mesti haukurinn. 1 tveimur greinum, sem Kissinger birti i New York Times, er stjórn Reagans gagnrýnd fyrir alltof mikla undanlátssemi við herstjórnina f Póllandi og stjórn Sovétrikjanna. Kissinger gefur i skyn, að Haig hefði átt að aflýsa fundi hans og Gromykos, sem haldinn var i siðustu viku. Þá hafi áttað lýsa pólska rikið gjaldþrota og krefjast þess af Sovétrikjun- um, að þau greiddu skuldir þess. Þótt mesti ljóminn sé farinn af Kissinger, vekja tillögur hans enn athygli. Gagnrýni hans kemur þeim Reagan og Haig áreiðan- lega illa. ENSKUR blaðamaður hefur það eftir Haig, að hann hafi aldrei búizt við þvi að verða kallaður dúfa. Það er þó gegn honum, sem haukarnir beina nú spjótum sin- um. Þeir eru m.a. reiðir honum fyrir að hafa átt þátt i þvi, að A11- en var látinn vikja sem öryggis- málaráðunautur forsetans. Þeir vantreysta Clark, sem skipaður hefur verið i stað hans, þvi að hann sé of mikill málamiðlunar- maður. Þá vantreysta haukarnir þeim tveimur mönnum, sem nú ganga næst Haig i utanrikisráðuneytinu, en það eru þeir Walter Stoessel, sem tók við varautanrikis- ráðherraembættinu af Clark og Larry Eagleberger, sem gengur næstur Stoessel að völdum. Full- vi'st þykir, að gagnrýni haukanna muni á næstunni mjög beinast gegn þeim Stoessel og Eagleberg- er. Það gefur til kynna að staða þeirra Reagans og Haigs er eng- an veginn öfundsverð, þar sem þeir hafa annars vegar haukana i Bandarikjunum og hins vegar friðarhreyfingarnar i Vestur- Evrópu. Margt bendir til þess, að Reag- an geri sérljóst, að hann geti ekki látið haukana ráða ferðinni. Hann vili ekki loka öllum leiðum til samkomulags við Sovétrikin, en veita þeim hins vegar ákveðinn þrýsting. Honum er ljóst að hann verður að taka tillit til almenn- ingsálitsins i Vestur-Evrópu og aö Nató má ekki kljúfa, eins og óhjá- kvæmilega yrði, ef haukarnir fengju að ráða. Undir þessum kringumstæðum reyna þeir Reagan og Haig að fara millileið. Þeir taka tillit til Vestur-Evrópu, en reyna jafn- framt að koma til móts við hauk- ana að vissu marki. Sjónvarps- sýningin á sunnudagskvöld var með Hollywoodsvip. HUn var meira sett á svið til að fullnægja haukunum i Bandarikjunum en til þess að hafa áhrif út á við. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Kaupendur hurfu frá í pólskum verslunum í gær ■ Talið er að almenningur i Póllandi hafi tekið hinum miklu verðhækkunum i land- inu með stillingu, en i gær allt að fimmfaldaðist verð á margvislegum varningi þar i landi. Stóðu menn i biðröðum með skömmtunarseðla sina, eins og ekkert hefði i skorist. Framfærslukostnaður i land- inu mun hafa hækkað um fjórðung i fyrra og gætir skorts á ýmsum vörutegund- um. Hafa stjórnvöld að undan- förnu gert mikiö til þess að búa almenning undir þessar hækkanir og látið i veðri vaka að á undanförnum árum hafi það haft sitt að segja til þess að veikja efnahagsástandiö að ekki hefur komið til hækkana einsskjóttog nauösynlegt var. A undanförnum árum hafa stjórnvöld margsinnis orðiö að draga verðhækkanir til baka vegna mótmælaaögerða. Pólska stjórnin kveðst munu gripa til harðra refsinga gagn- vart hverjum þeim sem til ó- eirða efnir og á dögunum var hert á herlögum i Gdansk, eftir óeiröir i skipasmiða- stöðvum þar, útgöngubann var lengt og simalinur rofnar, auk þess sem notkun einkabila var bönnuð. Það var verð á helstu mat- vælategundum, rafmagni og oliu, sem hækkaði i gær. Viöa hurfu kaupendur frá i gær, þegar þeir heyrðu hve hátt verðið var orðið. Bandaríkjastjórn hyggur á stórað- stoð við El Salvador ■ Aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna tilkynnti i gær að stjórnin ætlaði þegar i stað aðsenda hergögn til E1 Salva- dor að verðmæti 55 milljónir dollara. M.a. er ætlunin að senda landinu flugvélar i stað þeirra sem hafa tapast i bar- dögum við skæruliða. Enn eiga þó deildir bandariska þingsins eftir að fallast á þessa fjárveitingu, en m ikið er talið við liggja að þetta fáist fram, þvi að sögn aðstoðar- utanrikisráðherrans er úr- slitaorrustan um Miö- Ameriku nú háð i E1 Salvador. Reagan forseti helur lýst þvi yfir að ýmsar umbætur i mannréttindamálum haíi átt sér stað i E1 Salvador og mun hann telja að þar með sé rutt úr vegiöllum hindrunum fyrir bandariskum stuðningi. Reag- an stjórnin hefur haldið áfram stuðningi þeim við stjórn E1 Salvdor, sem hófst á siðustu stjórnardögum Carters, en áöur hafði þessi aðstoð lengi legið niöri, eftir að fjórar bandariskar nunnur voru myrtar þar i landi. A sl. ári fór aðstoð Banda- rikjanna við E1 Salvador si- vaxandi og sendir þangað hernaðarráðunautar. Herma sagnir að eítir komu þeirra þangað hafi efnahernaði verið beitt gegn skæruliðum i land- inu. Talsmenn skæruliða halda þvi fram að þessi aukna aðstoð Bandarikjastjórnar muni hleypa af staö enn auk- inni öldu mannviga i landinu. Schmidt talar máli Nato við Grikki ■ Forsætisráðherra Grikkja, Papandreou, kom til Bonn i gærdag til viðræðna viö Schmidt kanslara. Er lýst yfir að þeir muni helst ræða af- stöðu hinnar nýju grisku stjórnar til Atlantshafsbanda- lagsins og Efnahagsbanda- lagsins. Segja heimildir i dag að Schmidt kanslari hafi i huga að reyna að laða fram vinsamlegri afstöðu Grikkja til beggja bandalaganna. 1 kosningabaráttunni vegna þingkosninganna i Grikklandi i fyrra hét Papandreou þvi aö beita sér fyrir úrsögn landsins úr N ATO, kæmist flokkur hans til valda. Ekki hefur hann efnt þetta loforð, en sagt aö hann áliti Tyrki Grikkjum hættu- legri en Varsjárbandalagiö. Fimm félagar Rauðu herdeild- anna handteknir ■ Lögregla á ttaliu tók fimm menn fasta i gær og eru þeir grunaðir um að vera félagar i Rauðu herdeildunum og fyrir að hafa sýnt lögreglustjóra i Róm banatilræði. Hefur lög- reglan á skömmum tima fund- iö þrjú fylgsni herdeildanna og auk þess mikið af vopnum og skjölum. Hafa tiu félagar verið handteknir, frá þvi er fylgsni það fannst, þar sem bandariski hershöfðinginn James Dozier var i haldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.