Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. febrúar 1982.
fréttir
Samið um kjör á stóru togurunum:
FASTAKAUPIÐ
HÆKKAR UM14%
— í stað 10% hækkunar sem samþykkt var á
Nordurlandi
■ Samningar náðust loks i
kjaradeilu sjómanna á stóru
togurunum um helgina. Að sögn
Guðmundar Hallvarðssonar,
form. Sjómannafélags Reykja-
vi'kur náðust samningar á grund-
velli sáttatillögu sáttasemjara
sem hljóðaði upp á 14% hækkun á
fastakaupi sjómanna i stað 10% i
fyrri samningum sem samþykkt-
ir voru á Norðurlandi.
Alls 97 manns tóku þátt i at-
kvæðagreiðslu um þetta sam-
komulag, þar af sögðu 55 já og 42
voru á móti.
Hækkun fastakaups við þessa
samninga er úr 5.475 i 6.242 hjá
hasetum, úr 5.847 i 6.667 hjá neta-
mönnum og 6.726 i 7.668 hjá báts-
mönnum og 1. matsveini. Fasta-
kaup sjómanna á stóru togurun-
um er að meðaltali um 40% af
kaupi þeirra miðað við afla skip-
anna á siðasta ári. — HEI
Rannsóknarlögregla ríkisins fékk
3452 mál til meðferðar í fyrra:
Rúmur helmingur
er þjófnaðarmál
■ Rannsóknarlögregla ríkisins
fékk til meðferðar 3452 afbrota-
mál á nýliðnu ári og eru .að
nokkru færri mál en á undanförn-
um árum, t.d. voru þau 3784 áriö
1980 og 3975 árið 1979.
Langflest þeirra mála sem
koma til rannsóknar eru
þjófnaðarmál, en á nýliðnu ári
voru þau rúmur helmingur, eða
1934. Næst koma fjársvik og
skjalafals sem samtals voru 637.
Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar
eru þau þau mál oft á ti'ðum mjög
timafrek i rannsókn vegna þess
hversu margslungin þau eru.
Hlutverk rannsóknarlögreglu
rikisins er samkvæmt lögum að
hafa með höndum lögreglurann-
sóknir brotamála i Reykjavik,
Kópavogi, Seltjarnarneskaup-
stað, Garðakaupstað, Hafnarfirði
og Kjósarsýslu, að þvi leyti sem
þær eru ekki i höndum lögreglu
stjóra þar, samkvæmt ákvæðum
laganna eða annarra réttar-
reglna. Einnig skal RLR veita
lögreglustjórum og sakadómur-
um, hvarsem er á landinu, aðstoð
við rannsókn brotamála, ef óskað
er eftir þvi og rannsóknarlög-
reglustjóri eða ri'kissaksóknari
telja nauðsynlegt.
Halivarður Einvarðsson sagði
að algengt væri að lögreglustjór-
ar utan af landi leituðu eftir að-
stoð, t.d. hefðu rannsóknarlög-
reglumenn frá RLR farið yfir 40
ferðir Ut um land á nýliðnu ári.
Væri þá veitt ýmist tæknileg að-
stoð, eða liðsinni rannsóknarlög-
reglumanns, sem á staðinn færi
heimamönnum til trausts og
halds.
Einnig hefur verið nokkuð um
það að RLR tæki alfarið að sér
rannsókn mála utan sins hefð-
bundna umdæmis. Hefur raunin
orðið súað RLRhefur tekið að sér
flest stærri mál sem upp koma á
landinu.
■ Hallvarður Einvarðsson,
rannsóknarlögreglustjóri rikis-
ins.
Timamynd Róbert.
Rannsóknarlögrcglan
fáliöuð
Rannsóknarlögreglustjóri taldi
brýnt að taka reglugerð um RLR
ti) endurskoðunar. Hann kvaðst
álfta, að embættiö væri of fáliðað,
sérstaklega hvað rannsóknarlög-
reglumenn snerti. Rannsókn
stærri mála bindi iðulega
tima fjölda rannsóknar-
lögreglumanna og væri þvi brýnt
að fá fleiri að embættinu.
Ennfremur sagði Hallvarður
það skoðun sina, að rannsóknar-
lögreglan ætti að taka yfir rann-
sókn á ávana og fikniefnamálum
vegna þess að þau mál tengdust
gjarnan öðrum sakamálum sem
RLR hefur til rannsóknar.
—Sjó.
Lækkanir á land-
búnadarvörum
■ Verðlækkun á landbúnaðar-
vörum vegna efnahagsráðstafana
stjórnvalda kom til framkvæmda
i gærmorgun. Nær lækkunin til
mjólkurafurða, nauta og kinda-
kjöts og kartaflna i heildsölu og
smásölu. Þessi mál voru afgreidd
á fundi Verðlagsráðs á föstudag.
Sem dæmi um lækkanir má
nefna aö mjólkurlitrinn lækkar
um 95 aura og kostar nú 5.75 i stað
6.70. Heildsöluverð á kjöti i fyrsta
verðflokki D-1 er nú 35.80 i stað
42.40,enheillæri og hryggur 52.20
kr. i stað 59.55 kr. Hafa þvi niður-
greiðslur á kjöti i fyrsta verð-
flokki aukist úr- 10.45 kr. i 17.05.
Þá má nefna að nú eru ostar
niðurgreiddir, sem ekki var fyrr,
og kostar kg. af 45% osti nú 61.81
kr. i stað 68.80 kr. Þá verður veru-
lég lækkun á smjöri og er kilóið
nú 56.50 kr. i stað 80.40 kr.
— AM
Auglýsið i Tímanum
ÍSLANDSDEILD
amnesty
international
Pósthólf 7124,127 ReykjaviK
”MANNSHVARF”1982
Amnesty með
námskeid
■ Amnesty International gengst
fyrir námskeiöi, fyrir alla þá sem
áhuga hafa á starfsemi félagsins i
Lögbergi, stofu 101, i kvöld og
annað kvöld klukkan 20.30.
Sigurður Magnússon, fyrrum
blaðafulltrúi, setur námskeiðið i
kvöld, siðan flytur Hrafn Braga-
son erindi, þar sem hann talar um
sögu, skipulag og starfsemi fé-
lagsins. Flutt veröur erindi um
bréfaskriftir, sem er einn veiga-
mesti þáttur i starfsemi Amnesty
International.
Námskeiðið annað kvöld er
frekar ætlað þeim sem hafa
áhuga á að gerast virkir félags-
menn isamtökunum. Bernharður
Guðmundsson opnar umræðu um
herferð gegn mannshvörfum.
Einnig fara fram leiöbeiningar i
bréfaskriftum.
Aðgangur að námskeiðunum er
öllum opinn og ókeypis, en þeir
sem hafa áhuga eru beðnirum að
skrá sig á skrifstofu Amnesty
International, Hafnarstræti 15 i
Reykjavik, idag frá klukkan lOtil
18. — Sjó.
Bílþjófnadur
í Reykjavík
■ Bifreið, af gerðinni Fiat 127,
árgerð 1974, var stolið af bilastæði
við SkúJagötu 78 i Reykjavik að-
faranótt sunnudagsins.
Bifreiðin er græn að lit með
svörtum listum á hliðunum og
númerið er R-23503. Lögreglan i
Reykjavik biður alla þá sem séð
hafa til bifreiðarinnar siðan á
sunnudagsmorgun að láta sig
vita. — Sjó.
Bensínið og
ýsan hækka
■ Bensi'nlitrinn hefur nú hækkað
um 50 aura og kostar þvi 8.95 kr.
Var ákvörðun um þetta tekin á
fundi Verðlagsráðs sl. föstudag.
Nemur hækkunin 5.9%.
Á sama fundi hækkaði einnig
verð á ýsu i fiskbúðum um 12.1%
og þorskur um 19.3%. Það er þó
einkum verðið á ýsunni sem hittir
neytendur fyrir, þar sem hún á
um 80-90% hlut i sölunni i verslun-
um. — AM
Yfir sjötíu
árekstrar
■ Yfir sjötfu árekstrar urðu i
Reykjavik um helgina, þ.e.a.s. á
föstudag, laugardag og sunnu-
dag.
Að sögn lögreglunnar i Reykja-
vik voru flestir árekstrarnir smá-
vægilegir og ekki varö fólk fyrir
teljandi meiðslum. —Sió
Land-Rover eigendur
Eigum ávailt mikið úrval af Land-Rover
varahlutum á mjög hagstæðu verði:
Girkassahjól
Öxlar aftan
Kambur/Pinion
Hurðarskrár
Hraðamælisbarkar
Tanklok
Sendum i póstkröfu.
Bílhlutir h/f
Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik.
S.38365.
Girkassaöxlar
öxulflansar
Stýrisendar
Motorpúðar
Pakkdósir
o.m.fl.
Laus staða
forstjóra
Hollustuverndar
ríkisins
Staða forstjóra Hollustuverndar rikisins,
skv. lögum nr. 50/1981, er laus til um-
sóknar.
Samkvæmt 15. gr. laga nr. 50/1981 skal
forstjóri hafa menntun og/eða reynslu á
sviði hollustuháttamála og i stjórnun.
Hollustuvernd rikisins tekur til starfa 1.
ágúst n.k., en viðbúið er að forstjóri þurfi
að taka til starfa fyrr eða vinna með stjórn
stofnunarinnar að undirbúningi á starf-
semi hennar.
Umsóknir ásamt itarlegum upplýsingum
um menntun og störf sendist ráðuneytinu
fyrir 1. mars 1982.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
1. febrúar 1982.
TRAKTORKEÐJUR
Með og án
gadda
Stærðir:
12,4/ 11
12,4 11
13,6/ 12
13,9/ 13
16,9/ 14 - 30
18,4/ 15-30
18,4/ 15 - 34
24
28
28
28
Hagstætt verð
P
ö ÁmVHjLATl
SUNN-
LENDINGAR
Fjölbreytt úrval
fiskjar:
Ýsa — Ýsuflök — Lúða
— Geilur — Kinnar —
ofl. ofl.
Tökum fisk í reyk
Fiskbúð Gíettings
Gagnheiði 5, Selfossi