Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.02.1982, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 2. febrúar 1982 14____________________________________ heimilistíminn Umsjón: B.St. og K.L. ■ Þessi litla skipsmynd er ofin með grófu garni i bómullargarnsuppi- stöðu á pappaspjaldi. ina og síðan má ramma hana inn, ef vill. Til að gera ,,spýtu- rammamyndina" leggið þið greinarnar, þannig að þær myndi ramma og bindið þær saman með því að vinda bast í kross um hornin, þar sem greinarn- ar mætast eins og sést á m y n d i n n i. K I i p p i ð bómullargarnið í hæfilega langa þræði sem passa á rammann, spennið þá á hann og hnýtið endana saman. Nú má byrja að vefa á sama hátt og við pappavefinn, þ.e.a.s. þrætt er með stoppunál ýmist undir þráð eða yfir. út- koman verður gisinn vef- ur, sem í er ofið munstrið með bastþráðum, byrjið í miðjunni. Landslagsmyndin er of in ívenjulegum litlum vefstól en hann má kaupa í verslunum sem selja tóm- stundavörur. Þeim fylgja notkunarreglur sem auð- velt er að fylgja. ■ Þossa mynd þarf ekki aö 'aiinna inn að henni lokinni. Bóm- illargarn myndar uppistöðuna, cn ijáll't munstriö er oíið i meö basti. * Pappi, garnafgangar, stoppunál, skæri og teikni- bólur. Þetta er allt og sumt, sem þarf að haf a við höndina þegar vefa skal mynd á pappaspjald og að- ferðin er svo einföld, að jaf nvel ung börn eiga ekki í. erfiðleikum með hana. Það er svo einfalt að vefa á pappaspjald að sér- hvert barn er fært um það. Til að gera skipsmyndina hér á síðunni, þarf ekki annað en pappabút, gróft garn og grófan kamb, grófa stoppunál, gróft bómullargarn, skæri og teiknibólur. Klippið pappaspjaldið í æskilega stærð og gerið siðan víðar skorur í ef ri og neðri brún þess með 0,7 til 1 cm millibili. Klippið nú bómullargarnið niður í jafnmarga þræði og skorurnar segja til um í 2,5 faldri lengd miðað við hæð spjaldsins. Þessa þræði vefjið þið nú um spjaldið og látið falla í skorurnar. Bindið endana saman á bakhliðinni. Áður hafið þið teiknað þá mynd, sem þið hyggist vefa, á framhlið pappaspjaldsins með blý- anti. Nú hefst sjálfur vefnaðurinn. Þræðið stoppunálina með ullargarni og farið að eins og þegar þið stoppiðí sokk, þ.e.a.s. farið með - nálina ýmist undir eða yf ir þráð. Umferðin til baka verður til þess, að vef urinn litur eins út á réttunni og röngunni. öðru hverju ýtið þið þráðunum niður með kambinum, svo að flötur- inn verði „fullur" og bóm- ullargarnsþræðirnir skini ekki í gegn. Þar sem tveir litir mætast, vefjið þið endaþræðina saman. Þess vegna skuluð þið alltaf vefa innsta hluta munstursins fyrst. Að siðustu leysið þið hnútana á bakhlið spjaldsins og hnýtið hnúta á bómullar- garnsspottana þétt uppi við vefinn. Pressið nú mynd- ■ Þetta ævintýralandslag er oliö á litinn velstól. Uppi- staöan er bómullargarn en vefurinn sjálfur er unninn með grófu ullargarni. ■ Þessi aðlerö er ákaflega einföld, þar sem fyrst er teiknuö myndin, sem vel'a skal á pappaspjaldið og siðan er vefurinn fyllt- ur út með venjulegu stoppi. ÞAÐER GAMAN AÐ VEFA - og hreint ekki erfitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.