Tíminn - 02.02.1982, Page 3

Tíminn - 02.02.1982, Page 3
ÞriOjudagur 2. febrúar 1982. 3 fréttir Um 60% eignarhluti íVídeósón til sölu: SAMTÖKUM KVIKMYNDAHIjSA- EIGENDA BOÐIB AÐ KAUPA! ■ „Það er rétt að við erum aö reyna að selja hiutabréf I Video- són, a.m.k. Iieiming þeirra og jafnvel meira,” sagði Kári Fann- dal, sölumaður hjá Fasteigna- þjónustunni Austurstræti 17, þeg- ar Timinn innti liann eftir þvi hvort rétt væri að Fasteignaþjón- ustan væri með fyrirtækið Video- són til sölu. „Það er svo stutt siðan að við byrjuðum að leita eftir kaupend- um að allt tal um væntanlegt söluverð er meira og minna út i bláinn, ég reikna með að verðið ráðist af þeim tilboðum sem fást.” — Eru samtök kvikmyndahúsa- eigenda væntaniegir kaupendur? ,,Ja, það hefur verið rætt við þá, en á þessu stigi málsins er ómögulegt að segja hvort þeir verða með.” „ Já þetta hefur verið orðað við mig”, sagði Grétar Hjartarson, formaður félags kvikmyndahúsa- eigenda, i samtali viö Timann i gær. „A þessu stigi er ómögulegt að segjahvort við tökum þáttí kaup- unum á fyrirtækinu, það er enn ekki farið að ræða um verðið en við höldum félagsfund á miðviku- daginn og þá verður þetta rætt,” sagði hann. — Var talað um einhvern ákveðinn hluta hlutabréfanna? , ,Já ,*mér skildist að þeir ætluðu að reyna að selja 60% sem er eignarhluti Njáls Harðarsonar.” Njáll Harðarson, annar eigandi Vídeósón kvað það rétt vera að hann væri aö kanna möguleikana á sölu sins hluta i fyrirtækinu, hann sagði, „það sem er til um- ræðu núna erað ég selji minn hlut en að Sigurður haldi sinum, en um verðerekkert farið aðræða.” — Sjó. Kvennaframboðið ákveðið ■ ,,í sveitarstjórnum eru nú 71 kona á móti 1.076 körlum” sögðu aðstandendur samtaka um kvennaframboð sem samþykkt var að stofna á fundi er haldinn var á Hótel Borg um helgina. A þeim fundi gerðust 150 stofnfélag- ar að samtökunum. Kvennaframboðiö er til húsa að Hótel Vik við Hallærisplanið, ,,i góöu sambýli við unglingana fyrir utan og húsdrauginn á 2. hæð- inni” eins og hópurinn segir. Fyrsti félagsfundur samtak- anna-verður haldinn n.k. laugar- dag. Þá verður kosið i nefndir: Framkvæmdanefnd, fjáröflunar- nefnd, kynningarnefnd, upp- stiilingarnefnd, stefnuskrár- nefnd, ritstjórn og hússtjórn. Þegar eru starfandi málefnahóp- ar um: Atvinnumái, valddreif- ingu i borginni, uppeldismál, ■ Nokkrar fyrirsvarskonur kvennaframboðsins fyrir utan Hótel Vlk f gær. Timamynd: Ella æskulýðsmál, húsnæðismál, innar, athvarf fyrir konur, skipuiagsmál, fjármál borgar- öldrunarmál, menningarmál og fyrirbyggjandi heilsugæslu.-HEI Sjálfstæðismenn sakadir um ad hafa beitt sér mjög í próf- kjöri krata í Vestmannaeyjum: Ottast nú hefndir! ■ „Ég hef viða heyrt þetta og hef verið hundskammaður, aðallega af öðrum krataarm- inum, enþettaer tóm lygi. Ég veit að það var einn sjálf- stæðismaður sem vann fyrir Þorbjörn, en um aðra veit ég ekki”, svaraði Georg Kristjánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins i Vest- mannaeyjum er Timinn bar undir hann þau tiðindi er nú ganga fjöllunum hærra i Eyj- um, að hann hafi verið hvað ötulastur sjálfstæðismanna þar að vinna að sigri Þor- björns Pálssonar i prófkjöri Alþýðuflokksins sem fór þar fram s.l. laugardag. En þá náði Þorbjörn 1. sætinu með 174 atkvæðum en Guömundur Þ.B. ölafsson, sem nú er bæjarfulltrúi, hlaut 144 at- kvæði i' 1. sæti og 127 i annað sæti. Þorbjörn Pálsson kvaðst hafa krafist þess að farið yrði yfirnöfn þeirra sem kusu. ,,Og það voru aðeins 12 atkvæði eða innan við 2%, sem eitthvað var athugavert við”, sagði Þorbjörn. Hann kvaðst hafa afsalað sér 1. sætinu, enda að- eins farið i það til að ekki yrði sjálfkjörið i sætið. „En það kom siðan i ljós að fólk vildi mig fremur en Guðmund”. Þetta prófkjör Alþýðu- flokksins hefur einnig vakið nokkurn ugg innan Sjálf- stæðisflokksins i Eyjum. ,,Að minu áliti eru þessi prófkjör búin að syngja sitt siðasta i þeirri mynd sem þau eru”, sagði Magnús Kristinsson, form. Eyverja félags sjálf- stæðismanna. „Þegar það sýnir sig, eins og hjá krðtum, að vissir hópar i einu bæjarfé- lagi geta ráðið niðurstöðunni, tel ég þetta ekki nógu gott”, sagði Magnús, sem kvaðst hafa varað sjálfstæöismenn við einhverri svipaðri uppá- komu. Sá ótti var auðheyrður á fleiri sjálfstæðismönnum i Eyjum, en þeirra prófkjör er sfðustu heigina i febrúar. Timinn hafði einnig i gær samband við Sólveigu Adolfs- dóttur, formann kjörnefndar Alþýöuflokksins, en hún vildi ekki tjá sig um málið. — HEI Loönuveidarnar: Bætir aflatrygginga- sjódur upp veiðitap? ■ Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráöherra, sagði á Alþingi igær, að hugmyndir væru uppi um að bæta þeim útgerðum, sem ekki hafa veitt loðnu upp i þann kvóta er þeim var Uthlutað, úr aflartryggingarsjóði. Þá er rætt um að fleiri loðnuveiðiskip, einkum hin minni, fái ný leyfi til þorskveiða. Þá myndu færri skip veiða loðnu þegar leyfi verða veitt til þeirra veiða. Ámi Gunnarsson lagði fram fyrirspurn um hvort veiða ætti meiri loðnu en orðið er og sagði stofninn vera nær hruni og fráleitt að fiska meira úr honum og lagði Tvö ungmenni fórust í snjóflóði ■ Tvöungmenni, þau Bogi Pétur Thorarensen, fæddur 24. mars 1956, til heimilis að Túngötu 48 á Eyrarbakka, og Sigrún AgUsts- dóttir, fædd 29. des. 1958, frá Birtingarholti i Hrunamanna- hreppi, fórust mjög sviplega i snjóflóði i Ingólfsfjalli á laugar- daginn. Ungmennin voru á göngu um fjallið austanvert þegar slysið átti sér stað. Um tvöleytið fóru þau með bil frá Selfossi og þegar þau höfðu ekki skilað sér að sex timum liðnum tók fólk að lengja eftir þeim. Björgunarsveitin Tryggvi frá Selfossi var kölluð út og eftir að leitarmenn höfðu leitað skamma stund i austanverðu Ingólfsf jalli fundu þeir spor sem þeir siðan röktu að stað þar sem snjóflóð hafði fallið fyrr um dag- inn. Þar fundust ungmennin ör- end. fast að sjávarútvegsráðherra aö stöðva þegar allar loðnuveiðar. Steingrimur svaraði að aðeins 10 þús. tonn væru óveidd miðað við kvótann sem gefinn var. Mun- aði ekki öllu hvort þau yrðu veidd eða ekki af þeim 150 þús. tn. sem nýlega voru mæld. Enhann kvað oft hafa komið öfluga árganga úr litlum stofnum. Fiskifræðingar segja að aldrei hafi verið jafn- mikið af þorski umhverfis loðnu- göngu og nú. Þorskurinn heggur stórskörð iloðnutorfurnar, og við höfum engin ráð til að banna hon- um það, sagöi Steingrimur. Skúli Alexandersson sagði nú vera mikla þorskgengd um- hverfis allt land og væri friðun farin að skila góðum árangri. Kvað hann sjávarútvegsráðherra hafa tekið þaú mál öll föstum tök- um og aðgerðir hans verið réttar. OÓ Mæðgur fyrir bíl ■ Mæðgur voru fluttar á sjúkra- húsiðá Akureyri eftirað þær urðu fyrirbil á gangbrautinni á gatna- mótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis á Akureyri siö- degis i gær. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri vildi slysið til með þeim hætti að fólksbill stöðvaði fyrir mæðgunum meöan þær gengu yf- irgangbrautina, en ekki vildi bet- ur tO en svo að vörubill sem var á eftir fólksbflnum náði ekki að stöðva og fór þvi aftan á hann með þeim afleiðingum að bi'Dinn kastaðist á mæðgurnar. Þær eru ekki taldar alvarlega slasaðar. — Sjó. _Til viÓskiptamanna_ banka og sparisjóða I. Afsagnirvíxla: II. Breyting á vaxtareglum: Frá og meö 1. febrúar n.k. munu bankar og sparisjóöir stefna aö þvi aö kaupa aðeins þá víxla af viöskiptamönnum sínum þar sem útgefendur og ábekingar lýsi því yfir aö fallið sé frá afsögn. Er þetta m.a. gert til aö létta meðferð víxla í bónkum og sparisjóðum og ekki síst til aö spara viðskiptamönnum oft óþarfa kostnað vegna afsagnar víxla. Þessi tilhöfun hefur i för meö sér, aö nú þarf banki eðasparisjóðurekki lengurða láta afsegja víxli til aö tryggja rétt sinn gagnvart útgefanda og ábekingum. Af þessu tilefni mun ný gerö af víxileyðublöðum liggja frammi í afgreiðslum banka og sparisjóða, þar sem orðin ,,án afsagnar" eru prentuð fyrir ofan væntan- legar undirskriftir útgefenda og ábekinga. Eru viðskiptamenn banka og sparisjóða hvattir til að eyðilegga ónotuð gömul vixileyðublöð, sem þeir kunna að eiga og fá sér í staðinn hin nýju víxileyðublöð. Bankar og sparisjóðir munu hins vegar áfram taka við víxlum viðskiptamanna sinna til inn- heimtu, þótt útgefendur og ábekingar slíkra víxla hafi ekki fallið frá afsögn og yrðu þeir víxlar því afsagðir með hefðbundnum hætti, ef á þyrfti að halda. Þá er rétt að vekja athygli á þeirri breytingu á vaxtareglum vegna innlánsreikninga, að við- skiptamenn banka og sparisjóða geta nú áfram flutt innstæður sínar úr sparisjóðsbókum bundnum í 6 mán., 12 mán. eða 10 ár, vísitölubókum barna og reikningum með 12 mánaða uppsögn, á innlánsreikninga með verðtryggingu, enda bindist innstæða á ný í 6 mánuði. Samvinnunefnd banka og sparisjóóa — Sjó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.