Fréttablaðið - 07.05.2008, Side 45

Fréttablaðið - 07.05.2008, Side 45
MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2008 21 Frumsýning á fimmtudag í Ríkis- leikhúsi íslensku þjóðarinnar. Hvernig stendur á því að Verslun- arskólinn heldur ekki áfram að sjá um uppfærslur af þessum toga eins og verið hefur í vinsælum sumarsýningum sem Borgarleik- húsið hefur hýst? Þeir sem ánetjast diskóinu eru litaglaðir einfeldningar meðan þeir sem aðhyllast pönkstefnunn- ni eru að mótmæla um leið og þeir eru í niðurrifi á sínu eigin lífi og útliti, en svo birtist hún stjarnan okkar allra sem komið hefur Íslandi á kortið. Um þetta og svo- lítið misskilningsdrama fjallaði sýningin Ástin er diskó, lífið er pönk. Það var mikil dans- og söng- veisla á fjölum Þjóðleikhússins á alþjóðabaráttudegi verkalýðsins. Það vekur í raun furðu að svona stór vinnustaður skuli halda sínu fólki í vinnu á degi sem slíkum? Hér var spriklað, sungið, dansað og gargað milli þess sem reynt var að leysa erfið fjölskyldumál. Fyrir aðeins mánuði síðan var frumsýnt nýtt íslenskt verk norður á Akur- eyri þar sem ungt fólk varð ást- fangið og áhorfendur látnir halda um skeið að um systkin væri að ræða. Sama misskilningsþemað er hér á ferðinni. Það er eins og það sé eitthvað í tísku að leita í þessi gömlu Grikkja- og Shakespeare- minni. Hér var stór og litskrúðugur hópur samankominn. Gamla West Side Story-þemað skein í gegn þar sem átök voru milli pönkara og diskóliðsins sem allt rann þó saman í eina Smirnoff-dýrkun undir lokin. Tónlistaratriðin voru skemmtilega hröð og þétt og sön- gatriði vel flutt. Dansatriðin aftur á móti eins og óendanlega löng leikfimistund í sjónvarpi á legg- hlífatímabilinu. Þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þórir Sæmundsson eru bæði firna- góðir leikarar og skiluðu sínum hlutverkum með prýði. Geiflur Vigdísar og tilfæringar þá er hún náði kjöri sem Ungfrú Hollywood voru frábærar og hvert smáatriði þaulhugsað. Búningar þeirra þjónuðu til- gangi sínum einnig mjög vel. Þórir Sæmundsson, sem leikur ást- fangna pönkarann Nonna Rokk, heldur salnum í járngreipum með sterkri nærveru sinni og góðum leik. Röddin berst út í hvert skúmaskot og leikurinn allur ósvikinn. Önnur stjarna sýningarinnar var litla systir fegurðardrottning- arinnar, Stína, sem Sara Marti Guðmundsdóttir ljáði lífi, og með fínstemmdri nálgun sinni þeytti hún öllum salnum í hláturskast. Þau Baldur Trausti Hreinsson og Ragnheiður Steinþórsdóttir í hlut- verkum hjónanna voru einnig skemmtilega staðlaðar týpur sem gaman var að horfa á, einkum hið netta Baby Jane-gervi móðurinn- ar. Sem fyrrum hljómsveitartöff- arar og núverandi rónar voru þeir Þröstur Leó Gunnarsson og Kjart- an Guðjónsson þrusugóðir. Ofurl- ummugæjinn Danni diskó sem Sverrir Þór Sverrisson ljáði bleiku lífi kitlaði hláturtaugar áhorfenda og á vafalítið eftir að falla yngstu kynslóðinni vel í geð. Pönkarastelpurnar tvær sem Elma Lísa Og Edda Björg hræktu út úr sér voru frábærar. Einn af göllum sýningarinnar var hversu ójafn leikurinn var, eins og oft vill verða þegar hópi af áhugamönn- um er stillt upp með atvinnu- leikurum í úrvalsflokki. Leikmynd, lýsing og búningar voru í anda ýkjudiskósins. Það er umhugsunarefni hvernig hvert verkið á fætur öðru í leikhúsunum upp á síðkastið gengur út á að agn- úast út í ákveðin tímabil, eða, eins og krakkarnir segja núna, „dissa“ diskóið og dissa pönkið, eins og uppfærslan af Kommúnunni gekk út á að „dissa“ hippana... Væri ekki kominn tími til þess að semja eitthvað um þá litlu sjálfsvirðingu sem peningahyggj- an og uppatöffaraskapur innlit/ útlit-flísafárs nútímans veldur? Á sama tíma og það er verið að agn- úast út í einhverjar músíkstefnur og gera að milljónauppsetningum í leikhúsi með fjölbreytilegum hópi listamanna er brunafýla undir rassi velferðarkerfisins, og líklega ekki bara brunafýla heldur hreinlega bálköstur, en það er ekki verið að nýta hið mikla ofurafl listarinnar til þess að slökkva þann eld og um leið að kveikja á perum, opna hugsun? Nei, það er líklega svo lummó, svo mikið nöld- ur, því tíminn okkar núna eða þeir sem telja sig „inn“ þola ekki nöld- ur og þras eða nokkra greiningu. Sennilega vegna þess að ástands- greining og hugsanlegar hug- myndir um að hægt sé að breyta einhverju til góðs eru framandi hugsanir kynslóðar sem alist hefur upp við eina og aðeins eina stefnu. Eina stefnu sem einkenn- ist af stöðugu bænaþrugli upp úr guðspjalli græðginnar, sem þar með fæðir af sér innihaldsleysi á borð við sýningu þá sem okkur var boðið upp á í Þjóðleikhúsinu á alþjóðlegum baráttudegi verka- manna. Elísabet Brekkan Enn er verið að dissa! LEIKSÝNINGAR Ástin er diskó, lífið er pönk Handrit: Hallgrímur Helgason ★★ Niðurstaða: Skemmtileg tónlistaratr- iði, löng dansatriði, góður leikhópur en innihaldslaus sýning. MENNINGARKIMAR MÆTAST Úr leikritinu Ástin er diskó, lífið er pönk. Flautuleikararnir og hjónin Guð- rún Birgisdóttir og Martial Nar- deau koma fram á sannkölluðum vortónleikum ásamt píanóleikar- anum Peter Máté í Salnum í kvöld kl. 20. Þau félagarnir skipa saman Tríó Romance, sem lék talsvert saman á árunum 1995-2003, en hafa ekki komið saman fram undir því nafni í fimm ár. „Aðrir hlutir hafa haft forgang hjá okkur undanfarið, en þar sem okkur þótti alltaf mjög gaman að leika saman sem tríó og úr því að við erum öll Kópavogsbúar þótti okkur tilvalið að koma saman að nýju nú á Kópavogsdögum. Svo er aldrei að vita með framhaldið, við stefnum í það minnsta að því að halda samstarfinu áfram,“ útskýrir Guðrún. Tónleikarnir bera titilinn „Er sumarið kom yfir sæinn...“. Það kemur því vart á óvart að efnisskrá tónleikanna sé vel til þess fallin að koma áhorfendum í sumarskap, enda er hún leikandi létt. „Það er sannarlega bjart yfir þessum tón- leikum. Við leikum valsa og ýmis konar danstónlist og einnig nokkur bravúr-stykki. Að auki leikum við líka afar skemmtilega og dálítið barrokklega djass-svítu eftir Claude Bolling úr kvikmyndinni California Suite. Við förum því dálítið ótroðn- ar slóðir á þessum tónleikum, en þeir verða sumarlegir og skemmti- legir,“ segir Guðrún. Miða á tónleik- ana má nálgast í miðasölu Salarins. Miðaverð er 2.000 kr. en öryrkjar, eldri borgarar og námsmenn fá miðann á 1.600 kr. - vþ Bjart yfir efnisskránni TRÍÓ ROMANCE Leikur á tónleikum í Salnum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason sýn. mið. 7/5 uppselt, fim. 8/5 örfá sæti laus, lau. 10/5 uppselt Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. lau. 9/5 örfá sæti laus Engisprettur e. Biljana Srbljanovic síðasta sýning lau. 9/5 örfá sæti laus Skoppa og Skrítla e. Hrefnu Hallgrímsdóttur Þrjár sýningar á annan í hvítasunnu,uppselt Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Þjóðleikhúsið um hel(l)gina ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Kvikmynd eftir Brian De Palma leikstjóra Untouchables og Scarface „Myndin framkallar óhemju sterk viðbrögð; þar á meðal hneykslun og réttláta reiði!” - Robert Ebert, Chicago Sun-Times „ÆSIFENGIN KVIKMYND. Færni De Palma í kvikmyndagerð hefur sjaldan verið jafn flugbeitt!” - Ray Bennett, Hollywood Reporter „Hreint ótrúlega þróttmikið verk og sterkasta yfirlýsing De Palma á hvíta tjaldinu síðan „Casualties of War“ leit dagsins ljós!“ - Richard Corliss, Time. „Reiði og kraftur De Palma fer eins og 1000 volta rafstraumur í gegnum „Redacted!” - Stephanie Zacharek, Salon Bill O´Reilly, Fox News Channel „Ekki sýna þessa kvikmynd, því annars verð ég þín versta martröð!“ - Bill O´Reilly RITSTÝRÐ FRUMSÝND 7. MAÍ Í REGNBOGANUM KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.