Fréttablaðið - 20.05.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 20.05.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2008 — 135. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG HILDUR BJÖRG JÓNASDÓTTIR Fékk hjól í afmælisgjöf og fer á því út um allt heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS VIÐSKIPTI Skuldatryggingarálag á íslenska banka lækkaði í kjölfar gjaldeyrisskiptasamninga Seðla- bankans sem kynntir voru á föstudag. Kjör íslensku bank- anna á erlendum fjármálamörk- uðum hafa batnað mest allra banka. Skuldatryggingarálag er gjald sem leggst ofan á alþjóðlega millibankavexti og hækkar eftir því sem meiri áhætta er talin tengjast viðkomandi banka. Álag á skuldabréf Landsbankans hefur lækkað mest síðan á föstu- dag, um 65 punkta, og nálgast kjör sem sumum erlendum stórbönkum standa til boða. Þar á eftir kemur Kaupþing með 28 punkta lækkun og svo Glitnir með 26 punkta lækkun. Mest álag er eftir sem áður á bréf Kaupþings, 425 punktar. Álag á bréf Glitnis er 380 punktar en 185 punktar á bréf Landsbankans. Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast og hafði við lok markaða í gær styrkst um 7,8 prósent á fimm viðskiptadögum, að því er greiningar- deild Landsbankans bendir á. Í gær styrktist hún um 1,1 prósent, en um 4,1 prósent á föstudag, sem er mesta styrking á einum degi síðan í apríl 2002. - óká / sjá síðu 12 Skuldatryggingarálag íslensku bankanna lækkar og krónan styrkist enn: Íslenskir bankar nálgast erlenda FÓLK Eurobandið virðist vera í allmiklum meðbyr nú þegar styttist í stóru stundina á fimmtu- dagskvöldið. Í mikilli veislu í höll Títós fengu Regína Ósk og Friðrik Ómar mikla athygli og slógu brosandi í gegn. Meðal þeirra sem mættu voru Finnarnir Martti og Pusi, en Martti stofnaði aðdáendasíðu Jónsa af því honum finnst Heaven eitt besta framlagið til Eurovision. Regína og Friðrik æfa stans- laust, inni á hótelsvítu ef ekki betra býðst, enda þurfa þessar þrjár mínútur á sviðinu að nýtast sem best. - glh / sjá síður 22 og 24 Risaveisla í Belgrad: Styttist í stóru stundina ÁFRAM ÍSLAND! Nú styttist óðum í stóru stundina hjá Eurobandinu, sem stígur á svið á á fimmtudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þægindi um land allt Í Útilegumanninum að Fosshálsi 5-9 færðu allt til ferðalagsins Opið Mán - fös 10.00-18.00 Helgar 12.00-16.00 Rockwood fellihýsin 2008 Hlaðin staðalbúnaði · Sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum · Galvaníseruð grind · Sérstök fjöðrun · Upphitaðar dýnur Frá 1.398.000 kr. Polar hjólhýsin 2008 Hlaðin staðalbúnaði · Sérhönnuð fyrir norð- lægar slóðir · Evrópskar þrýstibremsur · Galvaníseruð grind · iDC stöðugleikakerfi Frá 3.799.000 kr. Stelpurnar í snjóinn Verðlaunaféð úr Hæðinni færir Begga og Pacasi væntanlega dætur Pacasar í jóla- gjöf, en þær eru spenntar fyrir snjónum. FÓLK 30 Styrkir sjálfa sig Sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir ætlar á hugleiðslunám- skeið og sjálfs- styrkingarnám- skeið í sumar. FÓLK 30 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í góða veðrinu má sjá hjólreiðafólk á ferðinni um allan bæ. Hildur Björg Jónasdóttir hjól í vinnuna á nýju hjóli an rúmlega sex til aðá Fékk nýtt fjallahjól Hildur Björg Jónasdóttir tekur daginn snemma og hjólar í vinnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sumarblóm fer að verða tímabært að gróð-ursetja í garðinn. Blóm-legt og fagurt umhverfi er gott fyrir heilsuna og hvar er betra að slaka á en í fallegum og friðsæl-um garði sem prýddur er dýrindis gróðri? Ef fólk er ekki svo heppið að eiga garð má alltaf fá sér göngutúr í grasagarðinum í Laugardal, sem er allur að lifna við um þessar mundir. Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ mun fara fram í nítjánda sinn laugardaginn 7. júní í samstarfi við Lýðheilsu-stöð og er því kjörið að byrja að þjálfa sig og fara út að skokka. Bolurinn í ár er fjólublár og er þema ársins „Heilbrigt hugarfar, hraustar konur“. Allar konur geta tekið þátt á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu. Vatn er lífsnauðsynlegt og hollasti svaladrykk-urinn. Það hentar vel á milli mála og skemmir ekki tennur og er því gott að hafa ætíð vatn við höndina. Næstu fyrirlestrar og námskeið 21. maí kl. 19:00 - 21:00 Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 28. maí kl. 19:00-22:00 Heilbrigði og hamingjaBenedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 07. júní kl. 10:30 -11:30Opin hláturjógatími Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari www.madurlifandi.is GARÐAR THOR CORTES Heillaði son soldánsins af Brunei upp úr skónum Prinsinn sagði Garðar hafa guðdómlega rödd FÓLK 30 LH HESTAR Landsmót á tímamótum Sérblað Landssambands hestamannafélaga FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 Reykjavíkurmeistaramót Fáks í hestaíþróttum er orðið eitt stærsta mót ársins. Mótið hefur verið opið undanfarin ár fyrir alla knapa í félögum innan LH. Þátttaka hefur aukist ár frá ári og nú voru skráningar um 650. Mótið hófst klukkan 16 á mið-vikudegi og stóð í fimm og hálf-an dag. Dagskrá stóð f ái Reykjavíkurmót sligar Fák Viðar Ingólfsson varð sigurvegari í Meistaradeild VÍS eftir tvísýna baráttu við Sigurð Sigurðarson. Aðal keppnishestur Viðars, Tumi frá Stóra-Hofi, halaði inn flest stig-in fyrir knapa sinn. Enginn hestur hefur unnið jafn mörg stig í deild-inni frá upphafi. Tumi bætti síðan um betur þegar þeir félagar urðu efstir í tölti á Reykjavíkurmeist-aramóti Fáks um hvítasunnuna. Viðar er fjölhæfur knapi. Hann er í fremstu röð í 150 metra skeiði og 100 metra fljúgandi skeiði á Hreimi frá Barkarstöðum. Á kyn-bótasýningu í Víðidal sýndi hann stóðhestinn Takt frá Tjarnarlandi, sem fékk 8,57 fyrir hæfileika, þaraf 9,5 fyrir tölt Stefnir í gott ár hjá Viðari Þrír íslenskir hestaíþrótta dómarar fengu alþjóðleg dómararéttindi á dómararáðstefnu FEIF sem var haldin á Hvanneyri 11. til 13. apríl. Alls tóku 48 dómarar þátt í ráðstefnunni, þar af ellefu frá Ís-landi. Eftir ráðstefnuna var haldið nýdómarapróf og stóðust þrír ís-lenskir dómarar prófið: Elísabeth Jansen, Hulda G. Geirsdóttir og Ísólfur Þórisson. Öllum samhæf-ingarnámskeiðum fyrir íþrótta-dómara er nú lokið og er hægt að nálgast upplýsingar um þá dóm-ara sem eru virkir árið 2008 á www.lhhestar.is undir tenglinum íþróttadómarar. Þrír fá alþjóðleg dómararéttindi Nú liggja fyrir félagatöl hesta-mannafélaganna fyrir árið 2008. Fjöldi þátttakenda frá hverju fé-lagi á LM2008 miðast við þau. Tölu-verð fjölgun hefur orðið í félögun-um og þar með fjöldi hrossa sem þau hafa rétt til að senda til þátt-töku. Á LM2006 voru 112 í hverj-um flokki en á LM2008 eiga 119 þátttökurétt. Alls sendu félögin 100 hross í hvern flokk á LM2006. Hægt er að fá nánari upplýsingar á www.lhhestar.is. Gæðingum á LM fjölgar Viðar Ingólfsson á gæðingnum Tuma frá Stóra-Hofi. MYND/JENS EINARSSON Frá verðlaunaafhendingu á Reykjavíkur- meistaramóti Fáks í hestaíþróttum. MYND/JENS EINARSSON Ágústínus frá Melaleiti. Knapi Agnar Þór Magnússon. MYND/JENS EINARSSON Stóðhesturinn Ágústínus frá Melaleiti kom með gusti inn í aðdraganda Landsmóts 2008. Hann fékk 8,61 í aðaleinkunn á héraðssýningu kynbótahrossa í Víðidal í síðustu viku ústínusi biskupi frá Hippo. En það er öruggt að hann er undan hinum fræga Kolfinni frá Kjarnholtum 1, sem var einhver mesti garpur í röðum stóðhesta hvað gangrými og skörungsskap ð LM2008. Tvær dætur Hugins frá Haga vöktu mikla athygli, þær Gletta frá Þjóðólfshaga og Mýkt frá Seljabrekku. Gullfallegar ogflinkar h Ágústínus inn á sviðið með gusti Berglind Ágústsdóttirræktaði hæst dæmda íslenska stóðhestinnBLS. 6 Eftirminnilegar næturvaktir Magnús Einarsson útvarpsmaður færir sig upp um rás. TÍMAMÓT 18 VÍÐA NOKKUÐ BJART Í dag verður austan strekkingur allra syðst, annars mun hægari. Skýjað með köflum víða um land og yfir- leitt úrkomulaust. Hiti víðast 7-13 stig að deginum. VEÐUR 4 7 10 8 8 11 SKIPULAGSMÁL Borgaryfirvöld hafa sent nokkrum húseigendum á Laugavegi bréf þar sem farið er fram á að húseigendur geri endur- bætur á húsum sínum. Eru þeir hvattir til að klára þær fyrir 17. júní en verði þeim ekki lokið fyrir 1. ágúst verði hugsanlega beitt dagsektum. Magnús Sædal bygg- ingafulltrúi segir að yfirleitt séu dagsektir ekki hærri en fimmtíu þúsund krónur á dag. Hann vonar að ekki þurfi að koma til þeirra. „Ég fagna því að borgaryfirvöld ætli að gera skurk í þessum málum en það má standa mun betur að því,“ segir Orri Arnarsson, hús- eigandi á Laugavegi 39. Þar er eig- endum meðal annars gert að múr- húða veggi og lagfæra handrið á svölum. „Í fyrsta lagi er þetta of stuttur tími,“ segir Orri. „Það er erfitt að fá verktaka til að taka að sér verk hér, einfaldlega vegna þess að það er erfitt að athafna sig. Svo hefur það áhrif að það ríkir mikil óvissa á svæðinu. Það á að rífa nánast allt beggja megin við okkur og ég hef heyrt af því að menn vilji kaupa okkar hús og það er einfaldlega mjög erfitt að athafna sig í þessari óvissu.“ Magnús telur ekki of lítinn frest gefinn af hálfu borgaryfirvalda. „Mestan part er nú um smotterí að ræða sem menn ættu að geta gert strax. Annað tekur kannski lengri tíma, enda gefum við líka frest til 1. ágúst,“ segir Magnús. Hann bætir við að ástandið á byggingarmarkaði sé þannig að auðvelt ætti að vera að ráða sér iðnaðarmann í sumar, þurfi þess með. Múrari sem blaðamaður hafði samband við taldi að allir verk- takar væru búnir að fullbóka sumarið. Múrviðgerð á heilu húsi þyrfti að áætla með löngum fyrir- vara, útbúa útboðsgögn og bjóða verkið út. Slíkt verk taldi hann ólíklegt að hægt yrði að hefja fyrr en næsta vor. Kostnaður við múrhúðun getur hlaupið á milljónum, allt eftir stærð hússins. Algengt verð á við- gerð á sléttpússuðu húsi er 3.800 krónur á fermetra. Við það bætist kostnaður við vinnupalla og fleira. - jse / sjá síðu 4 Íbúum á Laugavegi hótað dagsektum Borgaryfirvöld senda húseigendum á Laugavegi bréf þar sem þeim er gert að laga hús sín. Borgin hótar allt að 50 þúsund króna dagsektum eftir 1. ágúst. AKRANES Samþykkt var á auka- fundi bæjarstjórnar í gær að Akranesskaupstaður gengi til samninga við félagsmála- ráðuneytið um að taka við hópi flóttafólks. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segist harma að undirskriftalistar gangi meðal bæjarbúa þar sem hvatt er til að fólkinu verði hafnað af Akranesbæ. Hann segir fólkið verða allt að þrjátíu talsins og gefur lítið fyrir ummæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, sem sagt hefur að fólkið verði nær sextíu talsins. „Hann virðist ekki þurfa að rökstyðja eitt né neitt,“ segir Gísli. „Hann veit vel að hann er að segja ósatt og er að lokka fólk til þess að trúa einhverjum ranghugmyndum.“ - kdk Undirskrifasöfnun hörmuð: Flóttafólk vel- komið á Skaga ÞRIGGJA MÍNÚTNA ÞÖGN Loftvarnarflautur voru þeyttar til minningar um fórnarlömb jarðskjálftans í Sichuan í síðustu viku. Tvær konur björguðust í gær eftir hafa legið grafnar í rústum í viku. Kínverjar óttast nú sterka eftirskjálfta. Sjá síðu 6. NORDICPHOTOS/AFP Tvö á toppnum Keflavík og Fjölnir ætla að verða spútnikliðin í sumar og unnu bæði þriðja leik sinn í röð í gær. ÍÞRÓTTIR 26-27

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.