Fréttablaðið - 22.05.2008, Side 70

Fréttablaðið - 22.05.2008, Side 70
46 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn! Þýski leikstjórinn Roland Emmerich er samur við sig. Þrátt fyrir að 10.000 BC. hafi fengið hvern skellinn á fætur öðrum þá er Emmerich síður en svo búinn að gefast upp á stórmyndum. Empire-kvikmyndavefurinn greinir frá því að næsta verkefni hans verði heimsendakvikmyndin 2012. Og að John Cusack muni leika aðalhlutverkið. Kvikmyndin 2012 er byggð á fornu tímatali Maya- indíánanna sem töldu sig hafa reiknað það út að heimurinn myndi farast á því herrans ári. Hann ferst þó ekki alveg og leiðir Cusack hóp eftirlifenda sem reynir að draga björg í bú eftir að heimsbyggðin, eins og við þekkjum hana, er orðin rústir einar. Kunnuglegur Roland LEIÐTOGI John Cusack hefur fallist á að leika leiðtoga eftirlifenda í heimsendakvikmynd Rolands Emmerich. Jake Gyllenhaal fær það verðuga verkefni að taka við gróðaskútu Johnnys Depp og sjóræningjastóðs hans í ráðgerðum stórsmelli Jerrys Bruckheim- er. Framleiðandinn hyggst færa tölvuleikinn The Prince of Persia: The Sands of Time upp á hvíta tjaldið og Gyllenhaal hefur fallist á að leika aðal- hlutverkið. Nýja Bond-stúlkan Gemma Arterton verður Gyllenhaal innan handar en Persíu-prinsinn berst við ill öfl um hlut sem gerir eiganda þess kleift að ferðast í tíma og rúmi og ráða þannig yfir heiminum. Samkvæmt vefsíðunni Movies.com gera forsvarsmenn Disney- fyrirtækisins sér vonir um að þarna sé jafnvel kominn arftaki hins ofurvinsæla en mistæka Sjóræningjaþríleik. Varla hefur það skemmt fyrir hjá Jake að Harry Potter-leikstjórinn Mike Newell hefur samþykkt að vinna undir stjórn hins ráðríka Bruckheimers. Prinsinn Gyllenhaal VERÐUGT VERKEFNI Jake Gyllenhaal hefur verið falið að verða næsta aðdráttarafl stórmyndar Jerrys Bruckheimer. Sjö íslenskar kvikmyndir í fullri lengd fengu vilyrði fyrir framleiðslustyrk á nýjum lista Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem birtur var á vefsíðu hennar í vikunni. Nokkur kunnugleg andlit eru á listanum; Hátíð í bæ eftir Hilmar Oddsson, R.W.W.M, hryllingsmynd Júlí- usar Kemp, og Good Heart Dags Kára sem tökur standa yfir á. Brim í leik- stjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar fékk framleiðslustyrk frá Kvikmyndamið- stöðinni en tökur á henni eru vel á veg komnar. Eitt nýtt andlit er í þessum hópi en það er Sumarland Gríms Hákonarsonar sem leikstýrir þar sinni fyrstu kvik- mynd í fullri lengd eftir mikla velgengni í stuttmyndageiranum. Marteinn Þóris- son fær jafnframt vilyrði fyrir fram- leiðslustyrk en hann hyggst færa bók Hallgríms Helgasonar, Rokland, upp á hvíta tjaldið. Róbert Douglas er einnig á lista hinna útvöldu með myndina sína Baldur en tvær síðastnefndu kvikmynd- irnar eiga það sameiginlegt að aðalleik- arar myndarinnar grenna sig töluvert. Hins vegar er eitt nafn sem aldrei áður hefur verið á þessum lista. Það er danski Óskarsverðlaunahafinn Bille August sem fær vilyrði fyrir fram- leiðslustyrk enda er hann að fara að leikstýra A Journey Home eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar með Jennifer Connelly í aðalhlutverki. - fgg Sjö íslenskar kvikmyndir í vinnslu Hafi einhver talið sig fullfæran um að tippa á næsta hlutverk velska leikarans Christi- ans Bale þá fékk hann örugglega ekki þrettán rétta eftir nýjasta útspil leikarans. Nýverið var nefnilega tilkynnt að Bale hygðist taka þátt í endurreisn kvikmynda- bálksins um Tortímandann. Framleiðendur fjórðu myndarinnar um Tortímandann tilkynntu á Cannes-hátíðinni-með nokkru stolti að Bale hygðist leika John Connor. Og ekki bara í einni, ekki tveim heldur þremur framhaldsmyndum. Kvikmyndin hefur legið í nokkuð lausu lofti að undanförnu og sögu- sagnir gengið um að hún hefði jafnvel verið slegin út af borðinu. En nú er ljóst að sagan af John Connor og félögum heldur áfram. Alvöruleikari Framleiðendurnir reyndust þó heldur tregir í taumi þegar kom að því að upplýsa um söguþráðinn en stað- festu þó að umhverfi myndanna yrði bylting mannanna gegn ofurvaldi vélanna áður en frelsishetjan fær þá flugu í hausinn að senda fyrst fótgönguliða og síðar fyrrverandi óvin sinn til að vernda móður sína gegn drápsvélum framtíðarinnar. „Bale er alvöruleikari og þetta er því mikill fengur fyrir okkur,“ sagði Victor Kubicek hjá kvikmyndafyrirtækinu Halcy- on á blaðamannafundi í Cannes. „Bale var fyrsti valkostur okkar. Hann las handritið og féll strax fyrir því,“ bætti Kubicek við en hann vildi aftur móti ekkert tjá sig um hvort ríkisstjórinn í Kali- forníu, Arnold Schwarzenegger, kæmi til með að birtast í kvik- myndunum. Austurríska vöðva- tröllið kom auðvitað þessari fram- tíðarsýn stórmyndasnillingsins James Cameron á kortið með ódauð- legum setningum eins og „I’ll be back“ og „Hasta la vista, baby“. Keisari sólarinnar Bale er fæddur í velska smábænum Haverfordvest árið 1974 en flutt- ist fljótlega til Bournemouth í Englandi. Hann steig sín fyrstu skref á leiksviði aðeins tíu ára gamall þegar hann fór með aðalhlutverkið í sýningunni The Nerd eða Njörð- urinn sem sett var upp á West End. Mótleikari hans var ekki af verra taginu, sjálfur Rowan „Mr. Bean“ Atkin- son. Hann þótti sýna lipra takta og faðir hans, fjöllista- maðurinn og þúsundþjalasmiðurinn David Bale, ákvað að kasta frá sér sínum eigin ferli sem reynsluflugmað- ur til að taka að sér umboðsmennsku fyrir son sinn. Ferill Bales komst á mikið flug þegar hann skaut fjög- ur þúsund öðrum táningspiltum ref fyrir rass þegar þeir börðust um hlutverk Jims Graham í verðlauna- kvikmynd Stevens Spielberg, Empire of the Sun. Á flug með Batman Ferill Bales eftir að fullorðinsárin tóku völdin hefur verið ansi skrykkjóttur. Eftir velgengni ameríska geð- sjúklingsins tók Bale að sér svipaða rullu í Shaft, fremur mislukkaðri endurgerð á samnefndri kvik- mynd frá árinu 1971. Ekki var framhald Bales af þeirri hörmung mikið skárra, Captain Corelli’s Mandolin, þar sem hann þótti ekki sannfærandi í sínu hlutverki. Leikarinn var hins vegar ekki dauður úr öllum æðum og gaf Matthew McConaughey ekkert eftir í Reign of Fire, ágætri drekamynd sem naut töluverðra vinsælda. The Machinist frá árinu 2004 sýndi svo að ekki varð um villst að Bale bjó yfir miklum hæfileikum. En jafn- vel þótt kvikmyndin hefði fengið prýðilega dóma þá reyndist aðsóknin ekki til að hrópa húrra fyrir. Batman Begins skaut Bale hins vegar upp á stjörnuhimininn enda kvikmynd- in með því allra besta sem gerist í myndasöguheiminum. Sú einstaka velgengni hefur orðið til þess að stórir leikstjórar falast eftir kröft- um hans; Michael Mann réð hann í Puplic Enemies á móti Johnny Depp. Auk þess mun Bale leika hershöfðingjann Steve Jacoby í kvikmyndinni Killing Pablo en honum var falið að elta uppi Pablo Escobar. Það verður hinn nýkrýndi Óskarsverðlaunahafi, Javier Bardem, sem sér síðan um að kólumbíski eiturlyfjabaróninn vakni til lífsins á hvíta tjaldinu. - fgg Christian Bale í tortímingahug ÓTRÚLEG VELGENGNI Batman Begins fékk frábæra dóma og hefur verið hælt sem einni bestu myndasögu-kvikmynd allra tíma. ÓLÍKINDATÓL Christian Bale hefur síður en svo valið hina hefðbundnu leið upp á topp og nú er ráðgert að hann leiki John Connor í þremur kvikmyndum. Endurkoma ársins verður loks að veruleika hjá íslenskum aðdáend- um Indiana Jones þegar fjórða myndin, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, verður tekin til sýningar í dag. Myndin var frumsýnd við hátíð- lega athöfn á Cannes í síðustu viku og hefur hálfpartinn stolið sen- unni við frönsku Rívíeruna. Þau Cate Blanchett, Harrison Ford og Steven Spielberg hafa verið ákaflega áberandi og Spiel- berg lýst því yfir að hann sé reiðu- búinn að gera fleiri myndir um Indiana. Viðtökur gagnrýnenda hafa verið jákvæðar en fréttarit- ari BBC í Frakklandi hafði þó eftir einum gesti að fjórða myndin hefði ekki staðið undir væntingum sannra aðdáenda mannsins með hattinn. Aðrir áhorfendur voru hins vegar ekki á sama máli og sá ágæti maður og aldrei þessu vant var stappað og klappað fyrir Kan- anum í frönskum bíósal. Vefsíða IMDB er heldur ekkert að spara einkunnagjöfina, níu í einkunn af tíu segir allt sem segja þarf um hversu magnþrunginn upplifunin hefur verið. Rotten Tomatoes, sem kallar ekki allt á ömmu sína, tekur ekki alveg svo djúpt í árina en myndin fær engu að síður 78 prósent af hundrað og telst því frábær að mati gagnrýn- enda víða um heim. - fgg Indiana frumsýndur í dag > ERFITT HJÁ KENNEDY Væntanlega geta aðdáendur Jamies Kennedy farið áhyggjulausir í kvikmyndahúsin um helgina en Sena frumsýnir um helg- ina nýjustu gamanmynd Kennedy, Kickin It old Skool. Myndin segir frá breikmeistara sem vaknar eftir tuttugu ára dásvefn og hyggst ná fyrri hæðum í listgrein sinni. NÝR Á LISTA Bille August fær vilyrði fyrir fram- leiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands en hann hyggst leikstýra A Journey Home. INDY MÆTTUR Fjórða myndin verður frumsýnd á Íslandi í dag. bio@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.