Fréttablaðið - 22.05.2008, Page 79

Fréttablaðið - 22.05.2008, Page 79
FIMMTUDAGUR 22. maí 2008 55 Plötusnúðarnir Frímann og Arnar sameina krafta sína á ný eftir nokkurra ára hlé á skemmtistaðn- um Tunglinu á föstudagskvöld. Ætla þeir að halda uppi góðri stemningu með blöndu af house- og teknó-tónum. Sérstaklega verður aukið við hljóðkerfi staðarins til þess að tónarnir skili sér örugglega í hlustir dans- þyrstra. Þáttur þeirra félaga, Hugar- ástand, hóf göngu sína á útvarps- stöðinni Skratz 94,3 árið 1994 og var við lýði í um fimm ár. Samhliða þættinum hófust klúbbakvöldin Hugarástand sem voru haldin á hinum ýmsu skemmtistöðum. Hugarástand hefst á ný Fjöldi áhugaverðra tölvuleikja er á leiðinni hingað til lands í júní og ættu tölvuleikjaaðdáendur því að hafa nóg fyrir stafni í sumar. Fyrstur til leiks, eða 6. júní, mætir Lego Indiana Jones: The Original Adventures frá höfundum Lego Star Wars-leikjanna og viku síðar lætur græna skrímslið Hulk á sér kræla í leik sem er byggður á sam- nefndri kvikmynd sem er væntan- leg í sumar. Tveir leikir í viðbót byggðir á kvikmyndum eru væntanlegir: The Bourne Supremacy og Kung Fu Panda. Einnig má nefna leik byggðan á Ólympíuleikunum í Peking og partíleikinn Guitar Hero Aerosmith. Sumarvertíð tölvunörda INDÍANA JONES LEGO Ævintýrum Indíana Jones eru gerð góð skil í tölvuleiknum Lego Indiana Jones. Stuttmynd Stefáns Friðriks Frið- rikssonar, Yfirborð, var valin besta útskriftarmyndin hjá Kvik- myndaskóla Íslands fyrir skömmu. Myndin fjallar um leigubílstjóra og fjárfesti sem lenda í óvæntum aðstæðum á leið sinni til Ísafjarð- ar. Með aðalhlutverkin fara Ellert A. Ingimundarson og Friðrik Frið- riksson. Stefán Friðrik segir að tökur á myndinni hafi gengið vonum framar. „Við fengum tvo og hálfan dag til að taka upp og þetta gekk mjög vel miðað við það. Við þurft- um að hafa hraðar hendur,“ segir hann og ber aðalleikurunum vel söguna. „Það var frábært að vinna með þeim. Þetta eru atvinnumenn fram í fingurgóma.“ Stefán mælir hiklaust með Kvik- myndaskólanum fyrir fólk sem vill læra grunnatriðin í kvik- myndagerð og ef það vill ná sér í sambönd við fólk úr bransanum. „Þetta er búinn að vera frábær tími og bekkurinn er búinn að vera eins konar fjölskylda í þessi tvö ár. Það er mikið búið að ganga á.“ Stefán, sem er mikill aðdáandi Charlies Chaplin, segir óljóst hvort hann helli sér núna út í kvik- myndabransann þrátt fyrir nýfengin verðlaun. „Ég ætla að reyna að fá mér vinnu í bransan- um til að byrja með og sjá síðan hvað setur. Það er ekkert verið að auglýsa sérstaklega eftir leik- stjórum en það væri gaman að leggja þetta fyrir sig.“ - fb Aðdáandi Charlies Chaplin STEFÁN FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Mynd Stefáns, Yfirborð, var valin besta útskrift- armyndin hjá Kvikmyndaskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rokksveitin goðsagnakennda Led Zeppelin ætlar að spila á fernum tónleikum í Toronto Sky- dome-höllinni í Kanada í ágúst. Kanadíska netsíðan Much Music telur sig hafa heimildir fyrir þessu. Zeppelin, sem spilaði síðast á endurkomutónleikum í O2-höll- inni í London í desember, hefur ekki staðfest fregnirnar. Á síð- unni kemur fram að Zeppelin ætli ekki í tónleikferð um Banda- ríkin eins og margir hafa haldið fram. Söngvarinn Robert Plant verður á tónleikaferð í sumar með Alison Krauss og hefur Zeppelin hingað til ekkert viljað tjá sig um hugsanlega tónleika í framtíðinni. Tónleikar í Toronto LED ZEPPELIN Fregnir herma að sveitin haldi ferna tónleika í Kanada í ágúst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.