Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2008, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 22.05.2008, Qupperneq 79
FIMMTUDAGUR 22. maí 2008 55 Plötusnúðarnir Frímann og Arnar sameina krafta sína á ný eftir nokkurra ára hlé á skemmtistaðn- um Tunglinu á föstudagskvöld. Ætla þeir að halda uppi góðri stemningu með blöndu af house- og teknó-tónum. Sérstaklega verður aukið við hljóðkerfi staðarins til þess að tónarnir skili sér örugglega í hlustir dans- þyrstra. Þáttur þeirra félaga, Hugar- ástand, hóf göngu sína á útvarps- stöðinni Skratz 94,3 árið 1994 og var við lýði í um fimm ár. Samhliða þættinum hófust klúbbakvöldin Hugarástand sem voru haldin á hinum ýmsu skemmtistöðum. Hugarástand hefst á ný Fjöldi áhugaverðra tölvuleikja er á leiðinni hingað til lands í júní og ættu tölvuleikjaaðdáendur því að hafa nóg fyrir stafni í sumar. Fyrstur til leiks, eða 6. júní, mætir Lego Indiana Jones: The Original Adventures frá höfundum Lego Star Wars-leikjanna og viku síðar lætur græna skrímslið Hulk á sér kræla í leik sem er byggður á sam- nefndri kvikmynd sem er væntan- leg í sumar. Tveir leikir í viðbót byggðir á kvikmyndum eru væntanlegir: The Bourne Supremacy og Kung Fu Panda. Einnig má nefna leik byggðan á Ólympíuleikunum í Peking og partíleikinn Guitar Hero Aerosmith. Sumarvertíð tölvunörda INDÍANA JONES LEGO Ævintýrum Indíana Jones eru gerð góð skil í tölvuleiknum Lego Indiana Jones. Stuttmynd Stefáns Friðriks Frið- rikssonar, Yfirborð, var valin besta útskriftarmyndin hjá Kvik- myndaskóla Íslands fyrir skömmu. Myndin fjallar um leigubílstjóra og fjárfesti sem lenda í óvæntum aðstæðum á leið sinni til Ísafjarð- ar. Með aðalhlutverkin fara Ellert A. Ingimundarson og Friðrik Frið- riksson. Stefán Friðrik segir að tökur á myndinni hafi gengið vonum framar. „Við fengum tvo og hálfan dag til að taka upp og þetta gekk mjög vel miðað við það. Við þurft- um að hafa hraðar hendur,“ segir hann og ber aðalleikurunum vel söguna. „Það var frábært að vinna með þeim. Þetta eru atvinnumenn fram í fingurgóma.“ Stefán mælir hiklaust með Kvik- myndaskólanum fyrir fólk sem vill læra grunnatriðin í kvik- myndagerð og ef það vill ná sér í sambönd við fólk úr bransanum. „Þetta er búinn að vera frábær tími og bekkurinn er búinn að vera eins konar fjölskylda í þessi tvö ár. Það er mikið búið að ganga á.“ Stefán, sem er mikill aðdáandi Charlies Chaplin, segir óljóst hvort hann helli sér núna út í kvik- myndabransann þrátt fyrir nýfengin verðlaun. „Ég ætla að reyna að fá mér vinnu í bransan- um til að byrja með og sjá síðan hvað setur. Það er ekkert verið að auglýsa sérstaklega eftir leik- stjórum en það væri gaman að leggja þetta fyrir sig.“ - fb Aðdáandi Charlies Chaplin STEFÁN FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Mynd Stefáns, Yfirborð, var valin besta útskrift- armyndin hjá Kvikmyndaskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rokksveitin goðsagnakennda Led Zeppelin ætlar að spila á fernum tónleikum í Toronto Sky- dome-höllinni í Kanada í ágúst. Kanadíska netsíðan Much Music telur sig hafa heimildir fyrir þessu. Zeppelin, sem spilaði síðast á endurkomutónleikum í O2-höll- inni í London í desember, hefur ekki staðfest fregnirnar. Á síð- unni kemur fram að Zeppelin ætli ekki í tónleikferð um Banda- ríkin eins og margir hafa haldið fram. Söngvarinn Robert Plant verður á tónleikaferð í sumar með Alison Krauss og hefur Zeppelin hingað til ekkert viljað tjá sig um hugsanlega tónleika í framtíðinni. Tónleikar í Toronto LED ZEPPELIN Fregnir herma að sveitin haldi ferna tónleika í Kanada í ágúst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.