Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 10
10 25. maí 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Nýting og verndun Niðurstaða Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun er skýr og engin ástæða er til að ætla annað en að stofnunin hafi unnið sína vinnu eftir bestu getu og samvisku. En það er rétt að hafa í huga að þrátt fyrir að hér hafi opinber stofnun lagt mat á ákveð- ið úrlausnarefni er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að komast með málefnalegum hætti að ann- arri niðurstöðu. Skipulagsstofnun er hvorki óskeikul né handhafi sannleikans í þessum málum. En þetta leiðbeinandi álit Skipulagsstofnunar vekur ýmsar spurningar sem við þurfum að velta fyrir okkur á næstunni. Breytt viðhorf Í átökunum um stóru vatnsaflsvirkjanirnar og uppistöðulónin var oft rætt um aðra möguleika sem við hefðum til að afla orku fyrir atvinnustarfsemi þjóðarinnar. Helst var litið til jarðvarma og rennslis virkjana þar sem umhverfisáhrif slíkra virkjana voru réttilega talin mun minni en þau áhrif sem fylgdu vatnsaflsvirkjunum. Margir þeirra sem harðast beittu sér gegn Kárahnjúkavirkjun nefndu t.d. rennslisvirkjanir í neðri hluta Þjórsár sem dæmi um orkuvinnslu sem hefði ásættanleg áhrif á umhverfið. Nú bregður svo við að þessi kostur mætir andstöðu og andstaða gegn gufuaflsvirkjun- um virðist fara vaxandi. Vissulega kunna að vera á ferðinni sérstök rök gegn Bitruvirkjun en viðbrögð vegna niðurstöðu Skipulagsstofnunar gefa til kynna að jarðgufuvirkjanir munu ekki verða sú sáttarleið sem ætla hefði mátt. Ferðamenn menga líka Öll umræða um orkunýtingu og náttúruvernd rammast af þeirri staðreynd að við þurfum orku til að knýja áfram hagkerfið okkar um leið og við viljum vernda sem best landið okkar og einstaka náttúru þess. Auðvitað eru atvinnugreinar sem byggja ekki á mikilli orkunotkun, s.s. ferðamennska, en á það ber að líta að það eru takmörk fyrir því hversu margir ferðamenn geta komið hingað til landsins. Of margir ferðamenn verða mengun, þetta þekkja allir sem hafa ferðast til vinsælla ferðamannastaða. Atvinnustarf- semi á Íslandi verður heldur ekki grundvölluð á ferðamönnum, það þarf miklu meira til. Orkufrekur iðnaður, hvort sem um er að ræða álver eða netþjóna- bú er mikilvægur hluti af hagkerfinu okkar og um leið forsenda góðra lífskjara. Velferð kostar peninga Í hópi þeirra sem harðast tala gegn virkjunum hvers konar eru margir sem telja að mikið vanti á til þess að nægjanlega vel sé búið að þeim sem sjúkir eru, að mikið sé enn ógert í samgöngumálum, að menntamál þjóðarinnar gætu batnað með auknum fjármunum, eldri borgarar þyrftu á betri stuðningi að halda og svona mætti lengi telja. Við viljum byggja gott samfélag og margt er ógert, en þetta kostar allt peninga og það þarf verðmætasköpun til að standa undir útgjöldunum. Saman verður því að fara nýting náttúrunnar og vernd hennar og við eigum að leita allra leiða til að lágmarka þann skaða sem við völdum með orkuvinnslu. Meðalhófið er vissulega vandratað, en það má ekki verða svo að niðurstaða Skipulagsstofnunar verði til þess að það þrengi um of að möguleikum okkar til að nýta jarðvarma. Brotið blað – Bitru hlíft Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrif-um vegna jarðvarmavirkjunar á Bitrusvæðinu markaði sannarlega tímamót þar sem opinber stofn- un af þessu tagi mælti afar eindregið gegn virkjun á umræddum stað. Álitið var afdráttarlaust á mjög fjölþættum forsendum og voru þar fyrst og fremst lögð til grundvallar rök sem vörðuðu ferðaþjónust- una, landslag og möguleika til útivistar. Álitið bygg- ist á sterkum efnislegum og faglegum rökum sem engar forsendur eru til að standa gegn, hvorki fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða aðra sem að mál- inu koma. Sigur fyrir náttúruna Álitið gaf stjórn Orkuveitunnar tilefni til að endurskoða áform um virkjunina í ljósi þeirra yfirlýsinga sem stjórnarmenn höfðu gefið, almennrar pólitískrar umræðu og lýðræðislegrar kröfu. Ljóst var að virkjun á staðnum orkaði verulega tvímælis enda höfðu náttúruverndar- sinnar, umhverfissamtök, einstaklingar, samtök og sérstaklega Hveragerðisbær beitt sér mjög eindregið gegn virkjuninni. Fyrir allt það fólk sem hefur barist fyrir því að svæðinu yrði hlíft verður álitið fagnaðar efni og ekki síður ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar. Of mikill hraði Orkuveita Reykjavíkur hefur gert sér far um að vera fyrirtæki í fremstu röð að því er varðar náttúruvernd og umhverfissjónarmið en slík sýn er bæði krefjandi og áleitin fyrir íslenskt orkufyrir- tæki. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að nú hefur um langa hríð verið mikill hraði á nýjum virkjunum á vegum orkufyrirtækjanna. Þau hafa þannig verið þátttakendur í stóriðjukapphlaupi um árabil sem hefur gengið nærri náttúru landsins, hagkerfi, samfélagsgerð og byggðaþróun. Allt hangir þetta saman og ber að minna á að þrátt fyrir að Bitruvirkjun sé nú út af borðinu þá eru enn virkjanaáform Orkuveitu Reykjavíkur meiri en lengi hefur verið. Vinstri græn hafa alla tíð barist gegn ágangi á náttúru og umhverfi í þágu stóriðju og svokallaðri stóriðjustefnu. Þess vegna er það fagnaðarefni þegar stjórnvald, hvort sem það er Skipulags- stofnun, stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgar- stjórn Reykjavíkur, tekur afstöðu náttúrunni í hag. Samhengið skiptir máli Jafnframt liggur fyrir að öll áform um orkusölu á svæðinu hljóta að vera til endurskoðunar hvort sem er til álvers í Helguvík eða annarra kosta. Á stjórnarfundi Orkuveitunnar á dögunum var samþykkt að fela forstjóra að leggja fram upplýs- ingar um stöðu Orkuveitu Reykjavíkur gagnvart kaupendum raforku, fyrirliggjandi samningum, viljayfirlýsingum og öðrum samskiptum. Sérstak- lega er þá beðið um að gerð verði grein fyrir því hvar afla á þeirrar orku sem vilyrði hafa verið gefin um. Heildarsamhengið er ávallt mikilvægt og ætti alltaf að vera leiðarljós í umræðu um virkjanir og raforkusölu. Það var kominn tími til að hægja á og sífellt fleiri átta sig á því að græn sjónarmið eru sjónarmið framtíðarinnar og barnanna okkar. BITBEIN Illugi Gunnarsson spyr: Var niðurstaða Skipulagsstofn- unar um Bitruvirkjun góð? ILLUGI GUNNARSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Óli Kr. Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í mörg ár hafa meginþættir baráttunnar við fíkniefnavandann hvílt á þremur stoðum: forvörnum, meðhöndlun og löggæslu. Nú er kominn tími til að bæta við þeirri fjórðu: að lágmarka skaðann. Lengi vel hefur áhersla og fjármagn hins opinbera fyrst og fremst beinst að löggæslunni. Meðhöndlunin hefur að stórum hluta verið í höndum frjálsra félagasambanda á borð við SÁÁ og Krísuvíkursamtökin. Þáttur forvarna hefur sem betur fer farið ört vaxandi undanfarin ár. Smám saman hafa fleiri og fleiri áttað sig á því að baráttan verður að beinast að rót vandans. Hann er ekki sá að fíkniefnasalar selji skólabörnum dóp. Vandinn er að skóla- börn kaupa dópið. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fangaði kjarna málsins með þessum orðum í tilefni af forvarnardeginum síðasta haust: „Eina vörnin sem dugir er styrkur unga fólksins til að segja nei. Það er alveg sama hvað við fjölgum í lögreglunni, það mun aldrei duga.“ Rannsóknir meðal ungs fólks sýna okkur að baráttan er á réttri leið. Neysla vímuefna hefur minnkað jafnt og þétt meðal yngstu hópanna undanfarin ár, og aldurinn þegar neyslan hefst er hærri en áður. Þetta er jákvæð þróun. Skuggahliðar þessara rannsókna sýna okkur hins vegar að þeir sem eiga í vanda eru í mun verri málum en áður var. Lítill hópur hefur ekki styrkinn eða baklandið sem þarf til að segja nei. Sá hópur leiðist hratt út í harða neyslu sem getur verið erfitt og jafnvel ómögulegt að eiga við. Tölurnar tala sínu máli. Í Fréttablaðinu um síðustu helgi var upplýst að hér á landi eru um 700 virkir sprautufíklar. Læknir kallaði tilveru þeirra faraldur sem hefur verið þagað um. Sú þögn hefur verið rofin með skelfilegum upplýsingum um fjölda barna sem hefur þurft að koma fyrir í fóstri vegna neyslu foreldra sinna; sumum hverjum til varanlegrar frambúðar þar sem mæður þeirra og jafnvel feður líka hafa kvatt þetta líf. Tilvera fíklanna er að sami skapi ógnvænleg. Í Fréttablaðinu í gær var sagt að um áttatíu pró- sent sprautufíkla hefðu deilt nál með öðrum fíklum, sem er vísast smitleiðin fyrir HIV og lifrarbólgusmit; dauða fyrir aldur fram. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er mögulegt að „lágmarka skaðann“ með fyrrnefndri fjórðu stoð baráttunnar. Heilbrigðis- yfirvöld geta tekið það skref að koma hér upp aðstöðu þar sem fíklar koma og fá sitt fix með hreinni nál. Á þann hátt er þeir komn- ir undir læknishendur. Sumum er ekki viðbjargandi en þeir væru að minnsta kosti komnir inn fyrir garðinn. Þyrftu ekki að svíkja eða stela fyrir næsta skammti með tilheyrandi hörmungum fyrir þá sem verða á vegi þeirra. Og það væri hægt að komast að því hverjir þeir eru og hvort þeir eiga börn. Það má aldrei gleyma því að tilvera eins langt leidds fíkils er ekki aðeins helvíti á jörð fyrir hann, heldur alla þá sem næst honum standa. Þannig má gera ráð fyrir að 700 fíklar hafi í kringum sig að minnsta kosti 7.000 manns sem líða á hverjum degi fyrir óútreiknan- lega hegðun, sem er jafnvel móðurástinni sterkari. Samfélagið getur aðeins tapað á því að halda þessum hópi utangarðs. Fjórða stoðin í fíkniefnabaráttunni: Gefum þeim dópið JÓN KALDAL SKRIFAR Íslandsvinavæðingin Ólafur F. Magnússon, oddviti F-lista, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir störf sín á stuttum tíma síðan hann var valinn borgarstjóri. Sér til halds og trausts hefur hann fengið til starfa nokkra af félögum sínum sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað innan Íslandshreyfingarinnar. Jakob Frímann Magnússon, oddviti Íslandshreyfing- arinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri miðborgar. Svanlaug Jóhannsdóttir, sem vermdi annað sæti listans í sama kjördæmi, hefur fengið starf sem verk- efnastjóri á skrifstofu Ólafs. Þá situr Ásta Þorleifsdóttir, oddviti í Suðurkjördæmi, í tveimur fagráðum Reykjavíkur og stjórn Faxaflóahafna auk þess að vera varaformaður Orkuveitunnar. Það er ágætis árangur hjá stjórnmálaflokki sem hefur aldrei fengið fulltrúa kjörinn í kosningum. Frímann dýru verði keyptur Ráðning Jakobs Frímanns í starf framkvæmdastjóra miðborgar virðist þó ekki hafa verið ókeypis fyrir F-lista Ólafs F. borgarstjóra. Jakob var formaður hverfisráðs Miðborgar áður en hann réð sig til starfsins, en þurfti að hætta því af augljósum ástæðum. Borgarstjórn kaus hins vegar sjálfstæðismann, Einar Eiríksson, sem formann. Við þetta missti F-listinn formennsku í ráðinu. Frjálslyndir og flóttamenn Þingflokkur Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér ályktun þess efnis að mikilvægt sé „að veita flóttamönnum móttöku hérlendis án tillits til kynþáttar eða trúar- bragða þeirra“. Skemmst er þess að minnast þegar varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, fór mikinn vegna komu flóttakvenna frá Írak til Akraness. Hélt hann því fram að vissulega skipti máli hvaðan flóttafólkið kæmi, hverra trúarbragða það væri og hvaða kynþáttar. Nokkur gjá hlýtur því að vera milli þingmanna Frjálslyndra og Magnúsar í þessu máli. steindor@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.