Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 22
Í E L D H Ú S K R Ó K N U M 6 matur Erla Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Pennans, kann uppskrift að tveimur sumarlegum veisluréttum, sem hún staðfærði eftir réttum Jamie Oliver. „Þetta eru innbakaðar ólífur í ostadeigi og heimalagaðir pestósnúðar, en helmingurinnn mætti vera pitsusnúðar fyrir krakka. Ég tæki svona veitingar með mér í veislu eða gott partí. Þær eru mjög fljótlegar og auð- veldar. Hver sem er getur gert þær á skömmum tíma,“ útskýrir Erla, sem segist versla allt sitt í Melabúðinni, því þótt búðin sé lítil sé vöruúrvalið ótrúlega gott. Með þessu bæri hún síðan fram kampavínið Veuve Cliquot Ponsardin Brut, sem sé bæði vinsælt og bragðgott. - mmr ÞESSIR BAKKAR fást í Tiger. Þeir eru til í nokkrum litum og setja óneitanlega skemmti- legan svip sinn á veisluborðið. Bakkinn kostar 400 krónur. MUNNÞURKUR eru ómissandi í veisluna. Þessar fallegu handþrykktu munn- þurrkur frá Kokku eru skemmtilegar því engar tvær eru eins. Þær fást í nokkrum litum og kosta 2.950 krónur stykkið. ÞESSI LITRÍKU BLÓM má nota á marga vegu, sem servíettuhring, glasamottu eða hitaplatta og því tilvalin í veisluna. Þau fást í mörgum litum í Kokku á Laugavegi. Stykkið kostar 350 krónur. Kampavínið setur punktinn yfir i-ið. Sumar og sól Ljúfir og léttir PESTÓSNÚÐAR DEIG 625 ml vatn volgt 70 ml olía ½ pakki pressuger 1 msk. hunang smá salt 500 g hveiti 500 g durumhveiti (Einnig má nota 1 kg hveiti. Spelthveiti kemur líka til greina) Setið allt hráefni saman í hrærivélaskál. Passið að setja ekki allt hveitið í einu, stundum þarf að setja minna eða meira. Langbest er að hnoða deigið í hrærivél en einnig má hnoða það með höndum. Þegar búið er að hnoða, leggið þá blautt stykki yfir skálina í um það bil klukkustund til að láta hefast. Skiptið deiginu í þrjá hluta og fletjið út með kefli. Dreifið góðu lagi af pestói á útflett deigið og rúllið upp. Skerið síðan lengjuna í um það bil 8 sentimetra langa bita og raðið þétt (lóðrétt) í eldfast mót (sem er smurt áður með olíu). Gera má pitsusnúða með eða í stað pestósnúða fyrir börn. Notið þá pitsusósu og rifinn ost á deigið og rúllið upp eins og gert er með pestósnúðana. Bakið við 180° í blástursofni (200°án blásturs) í um það bil 20 mínútur eða þegar ljósbrúnn litur færist yfir snúðana. RAUTT PESTÓ 1 krukka sólþurrkaðir tómatar í olíu 1½ dl góð ólífuolía (Dievole Extra Virgin Olive Oil er í mestu uppáhaldi) 1 dl parmesan-ostur 1 dl hnetur, furuhnetur, salthnetur eða bara það sem til er í skápnum smá sýróp eða hunang (má sleppa en gott fyrir sælkera) smá balsamedik smá salt og pipar Allt sett í matvinnsluvél, þar til blandan verður að mauki. INNBAKAÐAR ÓLÍFUR Í OSTADEIGI 1 krukka fylltar grænar ólífur (sía vökva frá og þurrka með bréfi) 2½ dl rifinn ostur (sterkur Gouda) 2 dl hveiti 60 grömm ósaltað mjúkt smjör sletta af Worchester-sósu Setjið ostinn, hveitið, smjörið og Worcester-sósuna í matvinnsluvél þar til blandan verður að góðu deigi. Klípið smá bút af deiginu og fletjið út í lófanum (þunnt lag). Takið ólífu (ekki of blauta) og pakkið inn í deigið og búið til litla kúlu og leggið á ofnplötu. Endurtakið leikinn þar til ofnplatan er þakin litlum kúlum og bakið þá við 170° í um það bil 15 mínútur eða þar til ljósbrúnn litur færist yfir. Leyfið ólífunum að kólna aðeins, því þær eru mjög heitar inni í deiginu og því auðvelt að brenna sig á tungunni. TVEIR GÓÐIR VEISLURÉTTIR Erla Guð- mundsdóttir kann að galdra fram flotta rétti. Girnilegar ólífur í ostadeigi. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N sumarréttir Erla Guðmundsdóttir kann uppskriftir að ljúffengum mat sem hentar vel í veislur. S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.