Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 24
TVÆR LEIÐIR AÐ GÓÐRI VEISLUBarnaafmæli
8 matur
Barnaafmælin hafa alltaf vakið mikla lukku heima hjá Gyðu Thorlacius Guðjónsdóttur.
Hún á þrjú börn, tveggja ára dreng
og tvær stúlkur, þriggja og níu ára,
sem hafa séð endalaus ævintýri
streyma úr ofni móður sinnar.
„Krakkaafmælin hafa verið þó
nokkur hérna síðan ég átti fyrsta barnið mitt, en sem
betur fer eru þau hvert á sinni árstíðinni svo ég fæ smá
pásu á milli,“ segir Gyða, sem hefur galdrað fram land-
könnuðinn Dóru, Bangsímon, risaeðlur, snáka, kanínur,
bangsa, hafmeyjur og ljónaköku, sem er alltaf mjög
vinsæl, til endalausra prinsessna. „Hello Kitty er meira
málið núna hjá eldri dóttur minni því prinsessutímabilið
er gengið yfir,“ útskýrir Gyða sem segir undirbúning-
inn mislangan og að fyrirmyndirnar komi úr ýmsum
áttum. „Myndirnar finn ég mikið á netinu og í upp-
skriftabókum. Síðan teikna ég fríhendis á bökunar-
pappír ef ég hef ekki form og sting út myndina með
tannstönglum áður en ég sker hana út.“
Gyða hefur alltaf haft mikinn áhuga á föndri og köku-
skreytingar eru þar engin undantekning. „Metnaðurinn
hefur alltaf verið mikill þegar kökurnar eru annars
vegar og stundum eru fimm til sex kökur hjá mér auk
annarra rétta,“ segir Gyða sem fær stundum aðstoð við
bakstur hjá mömmu og tengdamömmu. „Ég hef mjög
gaman af því að takast á við nýtt
verkefni og hver kaka er
áskorun, enda getur þetta
tekið marga klukkutíma.
Þó hef ég ekki klúðrað
neinni köku enn og þetta
hefur alltaf reddast.
Aðalmálið er bara að
skreyta nógu mikið með
nammi og dekka þannig yfir
misfellur ef einhverjar eru.“ - rh
Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir leggur alltaf mikinn metnað í
barnaafmælin og lítur á hverja köku sem nýja áskorun.
Afmælisborðið
er fagurlega
skreytt og
ævintýrin
blómstra þegar
stóri dagurinn
rennur upp.
SÚKKULAÐIBOTN
500 g smjör
300 g súkkulaði
(Nóa Konsúm
suðusúkkulaði)
8 egg
500 g sykur
320 g hveiti
6 msk. kakó
Smjör og súkkulaði
brætt í potti við
lágan hita. Sykur
og egg þeytt þar
til létt og ljóst.
Hveiti og kakó
bætt út í sykurinn
og eggin. Síðan
súkkulaði/smjör
blöndunni og allt
hrært varlega
saman. Hellt í
skúffu með
smjörpappír eða
smyrja og strá með
hveiti. Bakað við
175 gráður í
miðjum ofni í um
það bil 35 mínútur.
Stinga prjóni í til
að sjá hvenær hún
er tilbúin. Passar í
stórt skúffuköku-
form.
SMJÖRKREM
100 g smjör
100 g flórsykur
2 eggjarauður
2 tsk. vanilla
Þeyta smjör og
flórsykur þar til létt
og ljóst. Egg og
vanilludropar út í
og hræra áfram.
Ljónakakan þarf 2-
3 falda uppskrift.
Snákurinn 3-4
falda. Matarlitur
eftir smekk. Brætt
súkkulaði notað
fyrir brúnan lit.
SKREYTING
Myndir koma af
netinu eða úr
bókum. Teiknið
fríhendis, dragið
upp á smjörpappír
eða notið form.
Notið tannstöngla
til að stinga út
myndina, skerið út.
Kremið lagt á með
rjómasprautu eða
litlum spaða sem
er gott að hita í
heitu vatni svo
kremið renni
betur. Spaghettí
dýft í súkkulaði,
lakkrís eða
súkkulaðistangir
notað sem
veiðihár. Sælgæti
eftir smekk sem
má klippa til svo
það passi betur.
ÆVINTÝRATERTUR Í BARNAFMÆLI
Dýrleg afmælisveisla
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Afmæli!