Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 2
2 25. maí 2008 SUNNUDAGUR ÞRÍR DAGAR Í GARÐARSHÓLMA TUTLAÐU MIG! MENNTUN Hátt í tvö þúsund fram- haldsskólanemar útskrifast með stúdentspróf um þessar mundir. Flestir þeirra útskrifast nú um helgina, til dæmis nemendur í Kvennaskólanum og Verslunar- skólanum, og svo útskrifast stór hópur um næstu helgi, til dæmis úr Menntaskólanum í Reykjavík. Síðustu nemendurnir til að útskrifast með stúdentspróf þetta vorið eru nemendur Menntaskól- ans á Akureyri, sem útskrifast 17. júní, og langsíðastir eru svo nem- endur Menntaskólans Hrað- brautar sem útskrifast 12. júlí. „Við erum töluvert seinni en aðrir,“ segir Ólafur Johnson, skólameistari Hraðbrautar. Ólafur segir að stúdentsprófið hafi staðist tímans tönn. „Stúd- entsprófið er feikilega mikil- vægt,“ segir hann og bendir á að stúdentspróf opni dyr að öðrum skólum. „Það er enginn enda- punktur fyrir þá sem ætla að vera með menntun.“ Ólafur telur að langflestir nýstúdentar haldi upp á útskriftina með veislu og margir fari jafnframt í myndatöku. Búast má við að veltan við stúd- entsútskriftir þetta vorið nemi minnst 140 milljónum króna og er þá miðað við að tvö þúsund nem- endur útskrifist og haldi allir útskriftarveislu fyrir um 50 þús- und krónur, hver og einn fái minnst eina gjöf að verðmæti 5.000 krónur í tilefni útskriftarinnar og að helm- ingur nemenda fari í stúdents- myndatöku sem kosti 25 þúsund krónur á manninn. Ekki er tekið tillit til annars kostnaðar, til dæmis fatnaðar eða stúdentshúfu. Heiðrún Hreiðarsdóttir, versl- unarstjóri í Eymundsson, segir að mikið sé að gera vegna útskrift- anna. „Það er búið að vera mjög líflegt hjá okkur alla þessa viku,“ segir hún. „Fólk er greinilega að kaupa útskriftargjafir, ýmist ljóðabækur, bókmenntir, orða- bækur eða ljósmyndabækur. Sumir stíla líka inn á það sem stúdent inn ætlar að læra, til dæmis lögfræði eða læknisfræði,“ segir hún. Nemendur MA og Hraðbrautar dimmitteruðu í gær og skrýddust búningum í tilefni þess. Í Hrað- braut hittust bekkirnir árla morg- uns og borðuðu morgunverð, fóru síðan í skólann rétt undir hádegi til að snæða hádegisverð með starfsfólkinu og slá á létta strengi. MA-ingar hittust líka í gær og kvöddu svo starfsfólk skólans eftir hádegi. Þeir byrja í prófum eftir helgina. ghs@frettabladid.is Stúdentsútskriftin kostar 140 milljónir Um tvö þúsund framhaldsskólanemar útskrifast með stúdentspróf um helgina og næstu helgi. Kostnaður fjölskyldnanna vegna útskriftarinnar nemur minnst 140 milljónum króna. „Mjög líflegt hjá okkur,“ segir verslunarstjóri. TOMMI OG JENNI Í HRAÐBRAUT Nemendur í Menntaskólanum Hraðbraut mættu í skólann í fyrradag í líki Tomma og Jenna, snæddu pitsur og slógu á létta strengi með starfsfólki skólans. Nemendur Hraðbrautar eru þeir síðustu til að útskrifast með stúdentspróf í sumar en þeirra útskrift er ekki fyrr en 12. júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Eyfi, er þetta stormur í vatnsglasi? „Sverrir hefur steytt á skeri.“ Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker hyggst kæra Eyjólf „Eyfa“ Kristjánsson fyrir að birta ekki rétt höfundarnafn sitt undir textanum við lagið „Gott“ á heimasíðu sinni. TÆKNI Heimasíða Regínu Óskar Óskarsdóttur Eurovisionfara, regina.is, hefur verið hökkuð af óprúttnum erlendum tölvuþrjóti. Á fréttasvæði síðunnar má nú sjá skilaboðin „HacKeD By_ FatiH“ endur- tekin 37 sinnum. Þrjóturinn FatiH hefur verið mjög virkur í bransanum og með leit má finna ógrynni vefsíðna sem hann hefur hakkað. FatiH er Tyrki, en Tyrkir stigu einmitt á svið næstir á eftir Íslendingum í keppninni í Belgrad í gær. Ekki er víst að það tengist tölvuárásinni, enda virðist vefsíða Regínu ekki hafa verið uppfærð síðan í febrúar árið 2006 og því ekki rekinn mikill áróður þar. - sh Þrjótur ræðst á Júróhetju: Regína hökkuð REGÍNA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR FLUG „Með þessari dagskrá erum við að leggja áherslu á fólkið sem er á bak við allt flug í Reykjavík,“ segir Ágúst Guðmundsson, vara- forseti Flugmálafélags Íslands og einn af forsvarsmönnum Flug- dagsins, sem haldinn var hátíð- legur í gær. Talið er að allt að fimm þúsund manns hafi safnast saman í blíðskaparveðri á Reykjavíkur- flugvelli til að taka þátt í ýmsum viðburðum tengdum deginum. Flugmálafélag Íslands stóð fyrir margs konar flugtengdum viðburðum í vikunni sem leið. Hápunktinum var svo náð með fjölsóttri dagskrá á Reykjavíkur- flugvelli í gær. Meðal annars fengu gestir að skoða flugvélar af öllum stærðum og gerðum í návígi, boðið var upp á sýningar á fallhífarstökki, listflugi og svif- flugi og fyrstu kvartmílu ofur- sportbíls og flugvélar. Sportbíll- inn hafði sigur eftir harða keppni. Ágúst var ánægður með daginn. „Þetta er fjölmennasta sýningin sem við höfum haldið hingað til. Hingað koma heilu fjölskyldurnar og skemmta sér saman. Fólkið á bak við tjöldin vill oft gleymast í allri umræðu um flug. Til dæmis lítur flest umræða um Reykjavík- urflugvöll framhjá þeirri stað- reynd að hérna vinna 600 manns. Við viljum vekja athygli á því að bak við vélarnar er fólk af holdi og blóði,“ segir Ágúst. - kg Allt að 5.000 manns sóttu flugsýningu Flugmálafélags Íslands í gær: Á bak við allt flug er fólk EINVÍGI ÁRSINS Sportbíllinn hafði sigur á flugvélinni eftir harða keppni í fyrstu kvartmílu sinnar tegundar. MARGMENNI Ungir sem aldnir skemmtu sér konunglega á flugsýningunni í gær. Tsvangirai snýr heim Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Simbabve, kom til heimalands síns í gær eftir sex vikna ferð erlendis til að vara við yfirvofandi átökum í landinu. Seinni umferð forsetakosninga milli Tsvangirais og Roberts Mugabe er í lok júní. SIMBABVE DANMÖRK Jóakim Danaprins og frönsk unnusta hans, Marie Agathe Odile Cavallier, giftust við hátíðlega athöfn í Møgeltønder-kirkju á Jótlandi í gær. Prins Jóakim gat vart haldið aftur af táraflóðinu þegar Marie var leidd upp að altarinu í hvítum brúðarkjól, sem Arasa Morelli-tískuhúsið hannaði. Þegar biskupinn Erik Normann-Svendsen hafði gefið þau saman og nýju brúðhjónin höfðu hneigt sig fyrir drottningunni gengu þau saman út úr kirkjunni við húrrahróp fólks sem safnast hafði saman fyrir utan. Brúðhjónin voru svo keyrð burt í Bugatti-glæsibifreið. Hin 32 ára Marie er nú orðin prinsessa af Danmörku og greifynja af Montpezat. Parið trúlofaðist í október í fyrra eftir nokkurra ára samband. - sgj Jóakim prins í Danmörku gekk að eiga hina frönsku Marie Cavallier í gær: Jóakim og Marie í það heilaga GEFIN SAMAN Jóakim og Marie geisluðu af gleði í Møgeltønder- kirkju í gær. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnars- son, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, var ekki einn þeirra sem stóðu að sam- þykkt miðstjórnar á stuðningsyf- irlýsingu við Magnús Þór Hafsteinsson í störfum hans sem varabæjarfulltrúi flokksins á Akranesi. „Yfirlýsingin er persónubundin og á við störf á sveitarstjórnar- stiginu og ég studdi hana ekki af því að ég tel það nú ekki merki um góðan árangur í störfum að missa út úr höndunum á sér góðan meirihluta og láta brjóta á málefnum flóttamanna. Ég er líka ósammála málflutningi Magnúsar í því máli,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. - gar Kristinn H. Gunnarsson: Styður ekki Magnús Þór KRISTINN H. GUNNARSSON Segir ekki gott að missa meirihluta úr höndum sér. ÞÝSKALAND, AP Yfirvöld í Þýska- landi hafa tekið forræði yfir sjö mánaða gömlum dreng af móður hans og föður eftir að þau auglýstu drenginn til sölu á uppboðsvefsíðunni eBay fyrir eina evru, andvirði 114 króna. „Ég býð næstum glænýtt barn mitt til sölu, þar sem það er orðið of hávært. Þetta er karlkyns barn, næstum sjötíu sentímetra hátt, og má geyma í burðarrúmi eða barnakerru,“ stóð í auglýsing- unni, að sögn lögreglu. Móðirin segir auglýsinguna einungis hafa verið brandara. Engin tilboð bárust í barnið, þrátt fyrir lágt verð. - sgj Lögregla stöðvar uppboð: Barn til sölu, kostar eina evru UMFERÐ Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að Íslending- ar skiptu úr vinstri yfir í hægri umferð. Af því tilefni mun Umferðarráð standa fyrir margs konar umfjöllunum og viðburðum í vikunni. Atburðurinn þegar hægri umferð tók gildi hér á landi verður settur á svið klukkan 13 á morgun. Þá mun sami maður og fyrstur ók yfir á hægri akrein fyrir fjörutíu árum, Valgarð Briem, formaður H- nefndarinnar svokölluðu, endur- taka leikinn fyrir framan Sjávar- útvegshúsið á Skúlagötu 4. Á miðvikudag verður þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni minnst með gjörningi við Dómkirkjuna, og fleiri viðburðir munu fylgja í kjölfarið. Umfjöllun um H-daginn 1968 verður í Fréttablaðinu á morgun. - kg H-dagsins minnst: Hægri umferð í fjörutíu ár Dagur barnsins Fjölbreytt hátíðardagskrá hefst í Ráð- húsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag í tengslum við Dag barnsins. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt. FJÖLSKYLDUMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.