Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 14
 25. maí 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is ANNE HECHE LEIKKONA ER 39 ÁRA. „Þegar þú kemur út úr skápnum er það aðeins fyrir sjálfan þig. Síðan þegar aðrir fara að velta sér upp úr því fer allt að snúast um sögusagnir, það olli mér vonbrigðum.“ Anne Heche olli fjaðrafoki í Hollywood þegar hún opin- beraði samband sitt við Ellen DeGeneres árið 1997. Þær skildu þremur árum síðar. Á dögunum var haldinn stofnfundur Íslenska Rotaract- klúbbsins, en klúbburinn er hluti af Rotary-fjölskyldunni og er ætlaður fólki á aldrinum átján til þrjátíu ára. Esther Ösp Valdimarsdóttir er forseti klúbbsins og átti frumkvæðið að stofnun hans. „Ég var skiptinemi í Mexíkó fyrir fjórum árum og kynntist Rotary-starfinu þar,“ útskýrir hún. „Starfið var skemmtilegt og gefandi og félagsskapur- inn frábær. Við héldum meðal annars tónleika og söfnuðum fyrir fórnarlömb tsunami-flóðanna og ýmislegt fleira.“ Esther var gerð að meðlimi í Rotaractklúbbnum í Mexíkó og þurfti þá að lofa að stofna klúbb á Íslandi þegar hún færi aftur heim. Hugsunin bak við Rotary-fjölskylduna segir hún vera að stuðla að friði með því að búa til tengslanet fólks um allan heim. „Markmiðið er að byggja upp samfélagið með því að tengja fólk milli svæða, stétta og borga og heimsálfa. Þá áttu vini alls staðar og stuðlar að friði í heiminum með því að þekkja til og þykja vænt um einhvern sem er staddur annars staðar en þú sjálfur.“ Verkefnaskrá Rotaract-klúbbsins er óráðin enn þá enda klúbburinn nýstofnaður. Esther segir verkefnin fara að mestu í gang í ágúst, en næstu helgi ætlar hópurinn þó að fara til Akureyrar í vinnuferð og kynnast Rotary-starfinu þar. „Við munum reglulega hafa vinnuhelgar til að þétta hópinn því stór hluti af þessu er auðvitað félagsskapurinn. Við munum funda aðra hverja viku, en allt starf er unnið í sjálfboðavinnu. Við erum fimmtán talsins núna og þetta er góður hópur. Það verður skylda hjá okkur á hverju starfsári að taka þátt í einhverju verkefni sem hefur með okkar nær- samfélag að gera og einnig að taka þátt í alþjóðaverkefni. Svo ætlum við líka að gera eitthvað til að byggja okkur sjálf upp með því að halda stjórnendanámskeið og fleira.“ Esther hefur í mörgu að snúast en auk þess að vera for- seti Rotaract-klúbbsins stundar hún nám í mannfræði við Háskóla Íslands og vinnur sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöð. Mannúðarmál eru henni hugleikin og öðru hvoru starfar hún innan Stígamóta. Þess á milli vinnur hún í verslun. „Já, ég geri svolítið mikið. Í framtíðinni langar mig að sækja um friðarstyrkinn sem Rotary veitir til náms. Þá gæti ég unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna á stríðshrjáð- um svæðum við að stilla til friðar. Ég gæti líka alveg hugs- að mér að fara út í pólitík eihhvern tímann en nú er ég með unglingaveikina og elska að vinna með unglingum. Ef ég gæti sameinað það að vinna með ungu fólki og látið gott af mér leiða þá væri ég búin að ná langt,“ segir Esther að lokum. Áhugasamir geta sent netpóst á rotaract@rotary.is heida@frettabladid.is ROTARACT: NÝSTOFNAÐUR Á ÍSLANDI Vilja gera gott NÝTT Á ÍSLANDI Esther Ösp Valdimarsdóttir stóð fyrir stofnun Rotaract. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær faðir minn Ingólfur Majasson Mjóuhlíð 14, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala mánudaginn 19. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. maí kl. 15.00. Júlía Guðrún Ingólfsdóttir. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem með bænum, blómum, gjöfum, fallegum orðum, faðmlögum, innlögn í minningar- sjóð, samúðarkveðjum eða á annan hátt hafa stutt okkur við andlát og útför elsku- legs föður, sonar, bróður og mágs okkar, Sigurjóns Daða Óskarssonar Kambaseli 85, Reykjavík. Guð blessi ykkur. Viktoría Von Sigurjónsdóttir Margrét Árdís Sigvaldadóttir Óskar Eyberg Aðalsteinsson Þórða Berg Óskarsdóttir Gunnar Örn Arnarson Ásta Kristín Óskarsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Auðar Guðjónsdóttur Lyngholti 14e, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynn- ingar á Akureyri og starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri. Valborg María Stefánsdóttir Gunnlaugur Konráðsson Guðrún Stefánsdóttir Anton Pétursson Sigrún Svava Stefánsdóttir Hjörtur Sigurðsson Guðjón Stefánsson Hugrún Stefánsdóttir Hugrún Stefánsdóttir Evert Sveinbjörn Magnússon Garðar Hólm Stefánsson Guðrún Ágústa Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir, sonur, tengdafaðir og bróðir, Jónas Pétur Erlingsson andaðist aðfaranótt sunnudags 18. maí á krabbameins- deild Landspítalans. Útför fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 27. maí og hefst athöfnin klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið Framför, sími 540 1900, kt. 620207-2330, bankareikningur styrktarsjóðs: 0101-15-380028 eða minningarsjóð Krabbameinsfélagsins, sími 5401990. Edda Jóna Jónasdóttir Ásta Dögg Jónasdóttir Sigurlaug Mjöll Jónasdóttir Hjálmar Örn Elísson Hinz Ásta Tryggvadóttir Erlingur Hallsson Þórður Örn Arnarson Einar Erlingsson og fjölskylda Guðrún Erlingsdóttir og fjölskylda Tryggvi Erlingsson og fjölskylda Erlingur Erlingsson og aðrir aðstandendur. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Báru Valdísar Pálsdóttur lengst af til heimilis að Sunnubraut 16, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilsins Höfða á Akranesi, fyrir góða umönnun. Margrét Valtýsdóttir Arnar Halldórsson Ármann Sigurðsson Díana Bergmann Valtýsdóttir Viktor Björnsson Benedikt Valtýsson Jóna Sigurðardóttir Kristrún Valtýsdóttir Erlingur Þ. Guðmundsson og ömmubörnin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bryndís Stefánsdóttir Álfaskeiði 91, Hafnarfirði, sem lést 15. maí sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 27. maí nk. kl. 15.00. Guðmundur Gunnarsson Guðrún Jónasdóttir Þórunn Gunnarsdóttir Kristinn Ágústsson Daníel Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, Björgvin Björgvinsson bifvélavirki frá Tálknafirði, Tröllaborgum 17, Reykjavík, lést á Líknardeild LHS fimmtudaginn 22. maí. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 30. maí kl. 13.00. Telma Magnúsdóttir Aldís Jóna Björgvinsdóttir Sölvi Leó Björgvinsson Björgvin Sigurjónsson Sædís Magnúsdóttir Guðlaug A. Björgvinsdóttir Sigurður Jónsson Sigurjón Björgvinsson Rakel Magnúsdóttir Magnús Matthíasson Ragna Jóna Sigurjónsdóttir Sigurjón Magnússon Borghildur Kristjánsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og dóttir, Rannveig Erna Rögnvaldsdóttir lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 22. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Denný Ívarsdóttir Sigurlín Huld Ívarsdóttir Guðlaug Anna Ívarsdóttir Valdís Ösp Ívarsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, Ingveldur Hafdís Aðalsteinsdóttir framhaldsskólakennari, Sjafnargötu 1, Reykjavík, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans að kvöldi þriðjudagsins 20. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 27. maí kl. 15. Óskar Jónsson Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir Jakob Már Ásmundsson Styrmir Óskarsson Anna Kristrún Gunnarsdóttir Halla Þórlaug Óskarsdóttir barnabörn Guðríður Guðlaugsdóttir Aðalsteinn Kristjánsson Anna Hjartardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.