Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 18
VERSLUN SÆLKERANS LÍFIÐ ER VEISLA Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir, emilia@fretta- bladid.is og Roald Eyvindsson, roald@frettabladid.is. Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir, Klara Kristín Arndal, Mikael Marínó Rivera, Ragnheiður Tryggvadóttir, Rut Hermanns- dóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir. Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Stefán P. Jones spj@frettabladid.is MATREIÐSLUBÓKIN 2 matur Atli Ottesen, yfirkokkur og eigandi Cafe Oliver, lumar á einfaldri uppskrift að heima-lagaðri ístertu. „Ég setti saman uppskrift að fljótlegri og einfaldri ístertu sem allir geta gert því þessar stóru gamaldags ístertur með sérríi og öllu eru óttalegt vesen og tímafrekt að útbúa þær. Mér finnst að ísterta eigi heldur ekki að vera eitthvað sem fólk útbýr aðeins fyrir stórar veislur heldur líka sem minni eftir- rétti,“ segir Atli um kökuna, sem myndi sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er, og bætir við að kjörorð kokksins í sumar ætti að vera: minni tími í eldhúsinu og meiri úti í sólinni. - rat HEIMALÖGUÐ ÍSTERTA fyrir 4 ÍSTERTAN SJÁLF 4 eggjarauður 4 eggjahvítur 3 dl rjómi 1 dl sykur Stífþeytið eggjahvíturnar. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman og stífþeytið svo rjómann. Blandið eggjarauðu- blöndunni og rjómanum varlega saman og blandið síðan eggjahvítunum varlega saman við. Þá er blandan tilbúin til að setja í passlegt form og þarf að frjósa í fimm til sex tíma. SYKURRISTAÐAR MÖNDLUR 100 g möndlur 40 g sykur Ristið möndlurnar á miðlungs- heitri pönnu þar til þær eru gullinbrúnar. Bætið þá sykrinum við og ristið þar til sykurinn er bráðnaður og rétt byrjaður að brúnast. Hellið þá möndlunum í fat með bökunarpappír og kælið í 20 mínútur. Saxið þær gróft og stráið yfir tertuna. Síðan er hægt að leika sér með mismunandi bragðtegundir í ísinn, sem er þá bætt út í í lokin áður en tertan fer í frystinn. MANGÓ- OG LIMEBRAGÐ 300 g rifið mangó börkur af 2 lime, rifinn Bætt út í ísblönduna í lokin. BERJA- OG MYNTUBRAGÐ 300 g fersk ber, til dæmis blá- ber eða jarðarber eða bara þau ber sem kjörbúðin hefur upp á að bjóða. 1/2 búnt af myntu, fínt söxuð Bætt út í ísblönduna í lokin. Einnig er hægt að prófa sig áfam með hnetur, súkkulaði, kaffi og líkjöra. Nammi namm! Eldað í dagsins önn er þægileg og handhæg bók fyrir alla þá sem vilja holla en ljúffenga fæðu án þess að verja alltof miklum tíma við eldamaskínuna eða ofninn. Höfundur bókarinnar er Stefanía Valdís Stefánsdóttir, lektor í heimilisfræðum, og hefur hún hvergi hvikað frá markmiðum Manneldisráðs og Lýðheilsustöðvar við gerð uppskriftanna. Efn- inu er skipt í tíu flokka og þar er öll flóran, kjötrétt- ir, fiskur, grænmeti, súpur, salöt, brauð og kökur. Þar birtast líka einfaldar vinnureglur í eldhúsi og leiðsögn við matargerð- ina. Myndirnar í bókina tók Jón Reykdal mynd- listar maður og JPV útgáfa gaf hana út í lok síðasta árs Í tengslum við bókina opnaði Stefanía vef með slóðinni www.stefaniavaldis. com þar sem hægt er að skoða bókina og prenta út inn- kaupalista með hráefninu í hvern rétt fyrir sig. Fljótlegt og gott Þegar mikið stendur til höldum við veislu. Oft krefst hún mánaða undirbúnings. Eins og þegar ást vefur hjörtum saman, manneskja þakkar skapara sínum fyrir enn einn áratug meðal lifenda, þegar nýtt líf kviknar, ævidagar enda, og öllum hinum stóru viðburðum tilverunnar er fagnað. Stundum er slegið upp veislu með fárra mínútna fyrirvara. Hrint upp skápahurðum í sælkerabúrinu, skellt í vanilluangandi pönnsur og stífþeyttur rjómi úr kúm sumarsins, af því bara. Lífið er nefnilega allsherjar veisla. Hver einasti dagur þéttskrifaður óuppgötvuðum ævintýrum. Líka þótt dimmi mestan part dagsins, því alltaf má finna hið örsmáa, fallega tilefni. Þess vegna eiga veislur að vera af því bara. Hvort sem það er í vinnunni með látlausum bláberjabakka milli vinnufélaga; heima á stofugólfi með kitlandi súkkulaðifondú fyrir börnin; á sjúkrabeði, með því helsta sem frískar og nærir þann sjúka og gerir veislu úr andartakinu með þeim sem elska, sakna og syrgja. Veislur eru alls staðar vinsælar og allir elska veisluhöld. Hver á sinn hátt. Sumum hentar best að blanda geði við ný andlit í fjölmennu kokkteilboði; einhverjir missa aldrei úr afmælisveislu og aðrir fara helst ekki úr húsi nema með veislu í fartesk- inu. Í nútímanum gefast mínútur til að gleðjast og vera saman. Þrátt fyrir almennan skilning á þeim dýrmæta sannleika hefur óvæntum heimsóknum og óskipulögðum veisluhöldum við matarborð Íslend- inga fækkað frá þeim tíma þegar gesti bar óvænt og oft að garði við mikinn fögnuð heimilisfólks. Nú þarf helst formlegt heimboð á undan og dónaskapur að birtast í dyrum án þess að hafa hringt á undan sér. Landsbyggðarfólk kemur og fer í höfuðstaðinn, án þess að hitta þá sem mestu skipta. Enginn hafði tíma og fyrirhöfnin var of mikil. Þessu ættum við Íslendingar að snúa við. Lífið er of stutt til að minnka eitthvað við sig í veisluhöld- um hversdagsins. Við erum enn svo fá og náin, maður þekkir mann og annan, allir tengjast tryggðar- og ættarböndum, eru samhuga og umfram allt afbragðs veisluhaldarar af yngri kynslóðum þeirra sem vita best, og gleyma ekki, að maður er manns gaman og lífið aðeins að láni, bara í smástund. Missum ekki af hvert öðru. Te og kaffi rekur fjórar sérverslanir á höfuð- borgarsvæðinu og þar á meðal eina á Laugavegi 27. Þar er boðið upp á allt að 30 tegundir af kaffi í lausu og mun fleiri tegundir af tei. Auk þess má þar finna ýmsar sælkeravörur og fylgihluti. „Við reynum að tengja vöruvalið í búðinni við þá drykki sem við bjóðum upp á og erum með mikið úrval af tekötlum, tebollum, baukum, espresso-bollum og espresso-vélum,“ segir Guðmundur Halldórsson sölu- og verkefnastjóri hjá Te og kaffi. Hann segir höfuðáherslu lagða á úrvalsgæði hvort sem um er að ræða drykki eða aðrar vörur. Meðal þess sem má finna í litskrúðugum hillum búðarinnar eru súkkulaðiöskjur frá Frakklandi og Belgíu, handgert íslenskt konfekt og handgerður danskur brjóstsykur, svo fátt eitt sé nefnt. Fremst í búðinni er svo kaffibar þar sem er hægt að tylla sér og panta kaffi, te eða kakó til að taka með. Þar trónir flaggskip búðarinnar í öllu sínu veldi, Victoria Arduino-espressovél sem var smíðuð í tilefni af 100 ára afmæli framleiðandans. Einungis 100 slíkar vélar voru framleiddar. Vélin á Laugavegi er númer 50 en eintak númer eitt er staðsett í Vatíkaninu. - ve Te og kaffi á Laugavegi Fljótleg og ljúffeng Atli Ottesen segir að mottó kokksins í sumar ætti að vera minni tími í eldhúsinu og meiri úti í sólinni. ÍSTERTA Ístertur eru fallegar og gera mikið fyrir veisluborðið. Atli Ottesen kann uppskrift að einni slíkri sem er einnig mjög einfalt að útbúa. Heimalöguð ísterta er ljúffeng á veisluborðið . FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Sykur- laust SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: Til hátíða- brigða Hvunndags og til hátíðabrigða Smáréttir Drykkir Kökur Ávextir S D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.