Fréttablaðið - 25.05.2008, Side 22
Í E L D H Ú S K R Ó K N U M
6 matur
Erla Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Pennans, kann uppskrift að tveimur sumarlegum veisluréttum, sem hún staðfærði eftir réttum Jamie Oliver. „Þetta eru innbakaðar ólífur í ostadeigi og heimalagaðir pestósnúðar, en helmingurinnn mætti vera pitsusnúðar fyrir
krakka. Ég tæki svona veitingar með mér í veislu eða gott partí. Þær eru mjög fljótlegar og auð-
veldar. Hver sem er getur gert þær á skömmum tíma,“ útskýrir Erla, sem segist versla allt sitt
í Melabúðinni, því þótt búðin sé lítil sé vöruúrvalið ótrúlega gott. Með þessu bæri hún síðan fram
kampavínið Veuve Cliquot Ponsardin Brut, sem sé bæði vinsælt og bragðgott. - mmr
ÞESSIR BAKKAR fást í Tiger.
Þeir eru til í nokkrum litum og
setja óneitanlega skemmti-
legan svip sinn á veisluborðið.
Bakkinn kostar 400 krónur.
MUNNÞURKUR eru ómissandi í
veisluna. Þessar fallegu
handþrykktu munn-
þurrkur frá Kokku
eru skemmtilegar
því engar tvær
eru eins. Þær
fást í nokkrum
litum og
kosta
2.950
krónur
stykkið.
ÞESSI LITRÍKU BLÓM
má nota á marga vegu, sem
servíettuhring, glasamottu
eða hitaplatta og því
tilvalin í veisluna. Þau
fást í mörgum litum í
Kokku á Laugavegi.
Stykkið kostar 350
krónur.
Kampavínið
setur punktinn
yfir i-ið.
Sumar
og sól
Ljúfir og léttir
PESTÓSNÚÐAR
DEIG
625 ml vatn volgt
70 ml olía
½ pakki pressuger
1 msk. hunang
smá salt
500 g hveiti
500 g durumhveiti (Einnig má
nota 1 kg hveiti. Spelthveiti
kemur líka til greina)
Setið allt hráefni saman í
hrærivélaskál. Passið að setja
ekki allt hveitið í einu, stundum
þarf að setja minna eða meira.
Langbest er að hnoða deigið í
hrærivél en einnig má hnoða
það með höndum. Þegar búið
er að hnoða, leggið þá blautt
stykki yfir skálina í um það bil
klukkustund til að láta hefast.
Skiptið deiginu í þrjá hluta og
fletjið út með kefli.
Dreifið góðu lagi af
pestói á útflett
deigið og rúllið upp. Skerið
síðan lengjuna í um það bil 8
sentimetra langa bita og raðið
þétt (lóðrétt) í eldfast mót (sem
er smurt áður með olíu). Gera
má pitsusnúða með eða í stað
pestósnúða fyrir börn. Notið þá
pitsusósu og rifinn ost á deigið
og rúllið upp eins og gert er
með pestósnúðana. Bakið við
180° í blástursofni (200°án
blásturs) í um það bil 20
mínútur eða þegar ljósbrúnn
litur færist yfir snúðana.
RAUTT PESTÓ
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
í olíu
1½ dl góð ólífuolía (Dievole
Extra Virgin Olive Oil er í
mestu uppáhaldi)
1 dl parmesan-ostur
1 dl hnetur, furuhnetur,
salthnetur eða bara það sem
til er í skápnum
smá sýróp eða hunang
(má sleppa en gott
fyrir sælkera)
smá balsamedik
smá salt og pipar
Allt sett í matvinnsluvél, þar
til blandan verður að mauki.
INNBAKAÐAR ÓLÍFUR
Í OSTADEIGI
1 krukka fylltar grænar ólífur
(sía vökva frá og þurrka með
bréfi)
2½ dl rifinn ostur (sterkur
Gouda)
2 dl hveiti
60 grömm ósaltað mjúkt
smjör
sletta af Worchester-sósu
Setjið ostinn, hveitið, smjörið
og Worcester-sósuna í
matvinnsluvél þar til blandan
verður að góðu deigi. Klípið
smá bút af deiginu og fletjið
út í lófanum (þunnt lag). Takið
ólífu (ekki of blauta) og pakkið
inn í deigið og búið til litla
kúlu og leggið á ofnplötu.
Endurtakið leikinn þar til
ofnplatan er þakin litlum
kúlum og bakið þá við 170° í
um það bil 15 mínútur eða þar
til ljósbrúnn litur færist yfir.
Leyfið ólífunum að kólna
aðeins, því þær eru mjög
heitar inni í deiginu og því
auðvelt að brenna sig á
tungunni.
TVEIR GÓÐIR VEISLURÉTTIR
Erla Guð-
mundsdóttir
kann að
galdra fram
flotta rétti.
Girnilegar ólífur
í ostadeigi.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
sumarréttir
Erla Guðmundsdóttir kann uppskriftir að ljúffengum mat sem hentar vel í veislur.
S