Fréttablaðið - 27.05.2008, Page 2
2 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR
SKOÐANAKÖNNUN 4,2 prósent segj-
ast bera mikið traust til Ólafs F.
Magnússonar borgarstjóra, sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins. Að auki segjast 9,5
prósent bera mikið traust til hans.
Samanlagt eru það því 13,7 pró-
sent sem bera mikið eða mjög
mikið traust til borgarstjóra.
Hins vegar segjast 46,8 prósent
bera mjög lítið traust til Ólafs og
20,3 prósent bera lítið traust til
hans. Samanlagt er það því 67,1
prósent sem bera lítið eða mjög
lítið traust til Ólafs. 19,2 prósent
segjast hvorki bera lítið né mikið
traust til Ólafs.
Konur treysta Ólafi aðeins betur
en karlar. 14,9 prósent kvenna
segjast bera mikið eða mjög mikið
traust til hans, en 12,6 prósent
karla. Þá segjast 63,9 prósent
kvenna bera lítið eða mjög lítið
traust til borgarstjóra, en 70,1 pró-
sent karla.
Ef litið er til trausts á borgar-
stjóra eftir fylgi við stjórnmála-
flokka er minnihluti allra flokka
sem segist bera mikið eða mjög
mikið traust til Ólafs. Mest traust
er borið til borgarstjóra meðal
Frjálslyndra og sjálfstæðismanna,
eða 40,0 prósent Frjálslyndra og
33,0 prósent sjálfstæðismanna,
sem segjast bera mikið eða mjög
mikið traust til hans. 46,7 prósent
Frjálslyndra og 33,9 prósent sjálf-
stæðismanna bera hins vegar lítið
eða mjög lítið traust til hans.
15,4 prósent framsóknarfólks
ber mikið eða mjög mikið traust til
Ólafs, en 76,9 prósent þeirra ber
lítið eða mjög lítið traust til hans.
8,3 prósent kjósenda Vinstri
grænna og 4,1 prósent Samfylk-
ingar treystir borgarstjóra mikið
eða mjög mikið. 75,0 prósent
Vinstri grænna og 88,5 prósent
samfylkingarfólks treystir
honum hins vegar lítið eða mjög
lítið.
Ef litið er til þeirra sem ekki
gefa upp stuðning við flokk segj-
ast 8,7 prósent bera mikið eða
mjög mikið traust til Ólafs. 69,4
prósent bera lítið eða mjög lítið
traust til hans og 21,8 prósent
segjast hvorki bera mikið né lítið
traust til borgarstjóra.
Hringt var í 600 Reykvíkinga á
kosningaaldri laugardaginn 24.
maí og skiptust svarendur jafnt
eftir kyni. Spurt var: Hversu
mikið traust berð þú til núverandi
borgarstjóra, Ólafs F. Magnús-
sonar? 91,2 prósent aðspurðra
tóku afstöðu til spurningarinnar.
svanborg@frettabladid.is
Fjórtán prósent bera
traust til borgarstjóra
Um 67 prósent segjast bera lítið eða mjög lítið traust til Ólafs F. Magnússonar
borgarstjóra. Tæp 14 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til hans. Rúm 19
prósent segjast hvorki bera mikið né lítið traust til Ólafs.
TRAUST TIL BORGARSTJÓRA
Mjög mikið
4,2% Mikið9,5%
Hvorki né
19,2%
Lítið
20,3%
Mjög lítið
46,8%
SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 24. MAÍ
flugfelag.is
Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt.
Flugfrakt
Sækjum og sendum
– hratt og örugglega
á hagstæðu verði.
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK
Til/frá Reykjavík
Akureyri 8-12 ferðir á dag
Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag
Ísafjörður 2-3 ferðir á dag
Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag
JAPAN, AP Umhverfisráðherrar
aðildarríkja G8-hóps mestu iðn-
ríkja heims náðu í gær sam-
komulagi um að stefnt skyldi að
því að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda um helming
fram til miðrar aldarinnar. Lýstu
þeir því yfir að þróuðustu ríkin
yrðu að ganga fram fyrir skjöldu
í baráttunni gegn loftslagsbreyt-
ingum.
Með fundi ráðherranna í Kobe
um helgina var ætlunin að leggja
grunn að sameiginlegri stefnu-
yfirlýsingu um aðgerðir í lofts-
lagsmálum á leiðtogafundi G8 í
Japan í júlí. Í ályktun ráðherr-
anna segir einnig að sett skuli
markmið um samdrátt losunar
næsta áratuginn, fram til ársins
2020, en ekki var tilgreint hve
mikill hann skyldi vera í pró-
sentum. Bandaríkin hafa ekki
viljað samþykkja skuldbindandi
losunarmarkmið fyrir árið 2020
og Japanir eru einnig tregir til
þess.
Viðleitni G8-hópsins til mark-
miðasetningar á þessu sviði er
einnig liður í undirbúningi lofts-
lagsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn á næsta
ári, þar sem til stendur að semja
um arftakasamkomulag Kyoto-
bókunarinnar sem rennur út árið
2012. - aa
UMHUGAÐ UM UMHVERFIÐ Ichiro
Kamoshita, umhverfisráðherra Japans 2.
f.v., ásamt kollegum frá hinum G8-ríkj-
unum á fundinum í Kobe. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Umhverfisráðherrar G8-hóps mestu iðnríkja heims álykta um loftslagsmál:
Losun helminguð fram til 2050
DÓMSMÁL Maður var í Héraðs-
dómi Suðurlands í gær sýknaður
af ákæru um að hafa ekið bíl út
af Suðurlandsvegi ölvaður og
undir áhrifum kókaíns. Dómnum
þykir ekki sannað að hann hafi
ekið bílnum.
Enginn gat sagt lögreglu til um
hver hefði ekið, en sá ákærði,
sem hafði bíllyklana í vasa
sínum, sagði fjórða mann hafa
ekið, sem hefði horfið sporlaust
og hann kynni engin frekari deili
á. Segir í dómnum að þessi
framburður sé með ólíkindum,
en samt sem áður þykir ósannað
hver það var sem sat undir stýri.
- sh
Sýknaður af ölvunarakstri:
Enginn veit
hver ók bílnum
ALÞINGI Starfsemi Fjöl smiðjunn-
ar er mikilvæg og það þarf að
finna lausn á
húsnæðisvanda
hennar. Að því er
unnið, sagði
Jóhanna Sigurð-
ardóttir félags-
málaráðherra á
Alþingi í gær.
Birkir Jón
Jónsson Fram-
sóknarflokki tók
málið upp á
þingfundi en
greint var frá húsnæðisvanda
Fjölsmiðjunnar í Fréttablaðinu í
gær.
Sagði Birkir málið standa upp
á ríkisstjórnina og svaraði
Jóhanna því til að rætt hefði
verið við sveitarfélögin sem að
starfseminni standa ásamt
ríkinu. Málið væri því í farvegi.
- bþs
Félagsmálaráðherra:
Unnið að lausn
húsnæðisvanda
Fjölsmiðjunnar
JÓHANNA SIG-
URÐARDÓTTIR
DANMÖRK Þúsundir hollra þegna
dönsku konungsfjölskyldunnar
söfnuðust saman fyrir utan
Amalíuborgarhöll í Kaupmanna-
höfn í gær til að óska Friðriki
krónprins til hamingju á fertugs-
afmælisdegi hans.
Heillaóskendur prinsins létu
hellirigningu ekki á sig fá er
prinsinn þakkaði fyrir sig af
svölum hallarinnar, með eiginkon-
una Maríu Elísabetu og börnin tvö
með sér. Foreldrar Friðriks,
Margrét Þórhildur drottning og
Hinrik prins, létu líka sjá sig.
Meðal gjafa sem prinsinn fékk
var forláta riffiltaska úr selskinni
frá grænlensku landstjórninni. - aa
Danir samgleðjast prinsi:
Friðrik krón-
prins fertugur
FERTUGUR Hjónin Friðrik og María Elísabet
brosa blítt á Bessastöðum á dögunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Atkvæðagreiðsla Alþingis
í gær um fjögur frumvörp um
skólamál tók tvær og hálfa
klukkustund. Var þeim að
endingu vísað aftur til umfjöllun-
ar menntamálanefndar.
Frumvörpin fjalla um leik-,
grunn- og framhaldsskóla og
menntun og ráðningu kennara og
skólastjórnenda á skólastigunum
þremur.
Kolbrún Halldórsdóttir, VG,
lagði fram fjölda breytingartil-
lagna við frumvörpin og
Höskuldur Þór Þórhallsson,
Framsóknarflokki, hafði líka
margvíslegar athugasemdir fram
að færa. - bþs
Maraþonatkvæðagreiðsla:
Skólamálin aft-
ur til nefndar
ALÞINGI Hægt verður að styrkja gjaldeyrisforða
Seðlabankans um sem nemur allt að 500 milljörð-
um króna samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra
sem dreift var á Alþingi í gær og rætt verður í
þinginu í dag.
Frumvarpið kveður á um að fjármálaráðherra,
fyrir hönd ríkissjóðs, verði heimilt að taka slíkt lán
og endurlána það Seðlabankanum.
Auk þess að efla gjaldeyrisforðann þykir
æskilegt að svigrúm ríkissjóðs verði aukið til
útgáfu ríkisverðbréfa á innlendum markaði ef þess
er talin þörf, í því skyni að efla innlent fjármála-
kerfi og stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði,
að því er fram kemur í athugasemdum frumvarps-
ins. Segir að mikil eftirspurn eftir skammtíma-
bréfum að undanförnu hafi dregið nokkuð úr
virkni peningastefnu Seðlabankans og haft
óheppileg hliðaráhrif á skuldabréfa- og gjaldeyris-
markaði.
Ekki liggur fyrir hvenær, að hvaða marki, í
hvaða áföngum eða í hvaða hlutföllum erlendrar
og innlendrar lántöku heimildin verður nýtt. Mun
það ráðast af aðstæðum.
Áhrif hugsanlegrar lántöku á afkomu ríkissjóðs
eru óljós enda ráðast þau af kjörum. - bþs
Frumvarp um lántöku fyrir Seðlabankann verður rætt á Alþingi í dag:
Gjaldeyrisforðinn styrktur
ALÞINGI Frumvarp um lántöku ríkissjóðs verður rætt í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Á að fjölga námsstöðum?
Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknar-
flokki, vill vita hvort heilbrigðisráð-
herra hyggist fjölga námsstöðum í
heimilislækningum þar sem meira
en 60 heimilislæknar munu á næstu
árum hætta störfum sökum aldurs.
ALÞINGI
Valgarð, ertu enn hægri
maður?
„Já, það má segja að ég sé fæddur
svona, oftast eru það mistök að fara
of langt til vinstri.“
Í gær voru 40 ár liðin frá því Íslendingar
breyttu úr vinstri umferð í þá hægri.
H-dagurinn, en svo var dagurinn kallaður,
markaði tímamót í sögu þjóðarinnar.
Valgarð Briem lögfræðingur var fyrsti
maðurinn til að skipta yfir á hægri akrein.
Jón spyr um póstinn
Jón Bjarnason VG vill svör frá
samgönguráðherra um framtíð
póstþjónustu í landinu. Vill hann vita
hvort áform séu uppi um að fækka
póstburðardögum víðar en þegar
hefur verið ákveðið og hvort lokanir
póstafgreiðslna séu fyrirhugaðar.
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORGARSTJÓRI Konur treysta Ólafi aðeins betur en karlar. Alls
segjast 14,9 prósent kvenna bera mikið traust til Ólafs en12,6 prósent karla.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
SPURNING DAGSINS