Fréttablaðið - 27.05.2008, Qupperneq 6
6 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Hafðu samband við nemendur skólans og fáðu upplýsingar um
allt er varðar námið, félagslífið, stúdentagarða, LÍN, kennara
eða annað sem þér dettur í hug.
Hægt er að hringja í okkur í síma 840 8030 milli kl. 12 og 18 alla
virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á fsha@fsha.is
www.fsha.is
www.haskolanam.is
www.unak.is
Háskólann á Akureyri
Ertu að hugsa um
háskólanám?
Gakktu í hóp ánægðra nemenda við
Dagskrá fundarins er:
Skýrsla stjórnar um framkvæmdir og starfsemi
samtakanna á liðnu starfsári.
Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga
til umræðu og samþykktar.
Lagabreytingar ef fyrir liggja tillögur um þær.
Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda
og varaendurskoðenda.
Tekin ákvörðun um félagsgjöld.
Önnur mál.
Aðalfundur SÁÁ
verður haldinn miðvikudaginn
30. maí kl. 17 í Efstaleiti 7.
PERSÓNUVERND Persónuvernd segir
að Sjúkrahús Akureyrar hafi ekki
mátt afhenda Capacent Gallup gögn
um þá sjúklinga sem lágu á spítal-
anum á árinu 2007.
Maður sem lá á Sjúkrahúsi Akur-
eyrar snemma árs taldi óeðlilegt að
utanaðkomandi fyrirtæki eins og
Capacent Gallup hefði fengið upp-
lýsingar um spítalavist hans. Að
sögn fulltrúa sjúkrahússins hafði
Capacent Gallup verið falið að
framkvæma könnun á viðhorfi
sjúklinga til þjónustu sjúkrahúss-
ins.
Áðurnefndur sjúklingur óskaði
eftir því að Persónuvernd kannaði
hvort unnið hefði verið í samræmi
við lög um persónuvernd. Í bréfi til
hans hafi komið fram að bæðist
hann ekki sérstaklega undan því
myndi starfsmaður Gallup hringja
í hann. Gallup fékk síðan að vita um
bæði þá sem vildu vera með í könn-
uninni og þá sem vildu það ekki.
„Það er ekkert ólíklegt að [á
sjúkrahúsinu] hafi verið fólk sem
var að gera eitthvað sem því fannst
mjög viðkvæmt og vill gleyma, og
þó svo að Gallup viti ekkert hvað
þetta fólk var að gera á sjúkrahús-
inu þá getur það tekið á að fá allt í
einu símtal frá ókunnugum sem
vita að þú varst á sjúkrahúsinu og
þú veist ekki hvað þeir vita um þig
meira!“ vitnar Persónuvernd í
erindi mannsins.
Eftir mikla eftirgangsmuni og
margítrekaðar óskir frá því í júní í
fyrra fékk Persónuvernd loks svör
frá Halldóri Jónssyni, forstjóra
Sjúkrahúss Akureyrar, í janúar og
febrúar á þessu ári. Svör frá sjúkra-
húsinu við ítrekuðum viðbótar-
spurningum Persónuverndar bár-
ust síðan í apríl.
Halldór sagði að samið hefði
verið við Gallup á árinu 2004 um
gerð tveggja þjónustukannana á
árunum 2005 og 2007. Persónu-
vernd hefði í apríl 2005 verið
send tilkynning um
verkefnið „Gæði frá sjónarhóli
sjúklings“.
Persónuvernd segir að þótt til-
kynning sjúkrahússins hafi á árinu
2005 verið birt á heimasíðu Persónu-
verndar þá hafi ekki verið tekin
afstaða til erindisins. Auk þess
væri ekki getið um að endurtaka
ætti könnunina á árinu 2007.
„Í því máli sem um ræðir liggur
fyrir að upplýsingum um einstakl-
inga, þar á meðal kennitölum
þeirra, sem lágu á Sjúkrahúsi Akur-
eyrar var miðlað til utanaðkomandi
aðila,“ segir Persónuvernd og kveð-
ur upp úr með að slíkt hafi verið
óheimilt í tilfelli mannsins sem
kvartaði enda um viðkvæmar
persónu upplýsingar að ræða:
„Ekki verður litið svo á að ein-
staklingur hafi samþykkt miðlun
viðkvæmra upplýsinga með því að
láta hjá líða að andmæla henni.“
gar@frettabladid.is
Gallup afhent nöfn
án leyfis sjúklinga
Sjúkrahús Akureyrar braut lög um persónuvernd með því að senda Gallup upp-
lýsingar um nöfn sjúklinga sem lágu á spítalanum. Samþykki sjúklinganna lá
ekki fyrir. Gallup gerði könnun á viðhorfi til þjónustunnar fyrir sjúkrahúsið.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Er útskriftarveisla á dagskrá
hjá þér þetta vorið?
Já 25%
Nei 75%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Myndir þú vilja spilakassa
burt úr skólahverfum?
Segðu skoðun þína á visir.is.
SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Spítalastjórnin vildi
vita hug sjúklinga til þjónustunnar en braut á
þeim lög um persónuvernd í leiðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNTAMÁL Umboðsmaður Alþing-
is gerir athugasemdir við starfs-
hætti málskotsnefndar Lánasjóðs
íslenskra námsmanna (LÍN) í
nýlegu áliti.
Embættið hefur í tvígang fjall-
að um kvartanir sama einstak lings
vegna úrlausna nefndarinnar og
komist að þeirri niðurstöðu að
nefndin hafi ekki leyst rétt úr
álitamálum sem þar komu upp.
„Þessi mál og fleiri sem ég hef
haft til athugunar um úrlausnir
nefndarinnar eru mér tilefni til
þess að vekja athygli nefndarinn-
ar á nauðsyn þess að hún hugi
betur að starfsháttum sínum,“
segir meðal annars í álitinu.
Umboðsmaður fjallar um þá
ákvörðun málskotsnefndar að
áætla tekjur á lánþega sem var að
endurgreiða lán, en var ekki með
tekjur hér á landi. Var á því byggt
að hann hafi dvalið í Bandaríkjun-
um og óskað eftir því að hann
afhenti gögn sem sýndu fram á
tekjur eða tekjuleysi þar í landi.
Vegna orðalags í lögum hefði
nefndin átt að ganga úr skugga um
að lánþeginn sé sannarlega ekki
skattskyldur af öllum tekjum hér
á landi eins og lánþeginn hélt
fram, að mati umboðsmanns. Það
gerði nefndin ekki.
Umboðsmaður Alþingis komst
að þeirri niðurstöðu að úrskurður
málskotsnefndarinnar hafi ekki
verið í samræmi við stjórnsýslu-
lög og lagði það fyrir nefndina að
taka málið til meðferðar á ný. - bj
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir málsmeðferð málskotsnefndar LÍN:
Hugað verði að starfsháttum
LÍN Umboðsmaður Alþingis lagði það
fyrir málskotsnefnd LÍN að fjalla aftur
um mál lánþega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
REYKJAVÍK Könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að um
60 prósent Reykvíkinga vilja flugvöllinn úr Vatns-
mýri. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
sjálfstæðismanna, segir niðurstöðuna ekki koma á
óvart. Málið sé umdeilt. „Á meðan ekki er ljóst hvert
flugvöllurinn myndi fara er þetta skiljanleg
niðurstaða. Sjálf tel ég að hann fari á endanum, þótt
það verði ekki á næstu árum,“ segir Hanna.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir
niðurstöðurnar skiljanlegar. „Við framsóknarmenn
lögðum fram sáttatillögu um að völlurinn færi á
Löngusker eða grynningar þar við. Ef það gengur
ekki á hann að vera þar sem hann er.“
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, segir
könnunina athyglisverða. „Það vekur athygli að
meirihluti Vinstri grænna vill sjá uppbyggingu í
Vatnsmýrinni. Jafnframt gera menn kröfu um að
innanlandsfluginu verði fundinn öruggur staður í
framtíðinni.“
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylking-
ar, segir niðurstöðuna koma á óvart í ljósi stöðu
efnahagsmála. „Í þessu svæði búa gríðarleg
verðmæti og það er dýrt að hafa flugvöll þarna,“
segi Dagur. Hann segir það verkefni kjörinna
fulltrúa að vinna að sátt í málinu.
Í yfirlýsingu sem Ólafur F. Magnússon borgar-
stjóri sendi frá sér fagnar hann niðurstöðu könnun-
arinnar. Hann segir hana sýna að sjónarmið hans í
málinu njóti meirihlutafylgis. - kóp
Skoðanakönnun Fréttablaðsins um flugvöll í Vatnsmýrinni:
Fulltrúar ekki á eitt sáttir
FLUGVÖLLURINN Um 60 prósent aðspurðra vildu ekki að flug-
völlurinn færi úr Vatnsmýrinni í könnun Fréttablaðsins.
ALÞINGI Allsherjarnefnd bárust 53
umsóknir um ríkisborgararétt á
vorþingi. Nefndin lagði til að 24
af þeim sem sóttu um yrði veittur
ríkisborgararéttur.
Meðal þeirra er Sævar
Ciesielski en hann hefur verið án
ríkisfangs. Atli Gíslason, þing-
maður og nefndarmaður í
undirnefnd allsherjarnefndar,
segir að Sævar hafi fyrst haft
bandarískt ríkisfang þar sem
þágildandi lög kváðu á um að
ríkisfang barna stýrðist af föður.
Sævar hafi ávallt búið á Íslandi
og ekkert því til fyrirstöðu að
veita ríkisfang. Alger samstaða
hafi verið um þessa veitingu. - kdk
Sævar Marinó Ciesielski:
Fær íslenskt
ríkisfang
KJÖRKASSINN