Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2008, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 27.05.2008, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2008 13 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 236 4.783 -0,94% Velta: 1.841milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,06 +0,00% ... Bakkavör 34,50 -1,71% ... Eimskipafélagið 20,10 +0,00% ... Exista 10,02 -0,89% ... Glitnir 17,45 -0,85% ... Icelandair Group 20,55 -1,68% ... Kaupþing 776,00 -1,15% ... Landsbankinn 25,45 -0,97% ... Marel 95,20 -0,31% ... SPRON 4,47 -0,89% ... Straumur-Burðarás 11,41 -0,26% ... Teymi 3,35 +0,60% ... Össur 97,30 -0,51% MESTA HÆKKUN FÆREYJA BANKI +1,65% CENTURY ALUM. +1,11% TEYMI +0,6%% MESTA LÆKKUN ATL. PETROLEUM -6,73% EIK BANKI -2,52% BAKKAVÖR -1,71% Umsjón: nánar á visir.is Fjármálaeftirlitið hefur veitt Tryggingamiðstöðinni hf. heimild til þess að kaupa Íslenska endurtryggingu hf. Fyrir kaupin átti Tryggingamiðstöðin hf. 36,02% af heildarhlutafé Ís lenskrar endurtryggingar hf. en á nú félagið í heild. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur starfsemi Íslenskrar endurtrygg- ingar einskorðast frá árinu 2000 við að gera upp eldri endurtrygg- ingarsamninga. Í ljósi þessarar stöðu varð það nýverið að samkomulagi að helstu eigendur félagsins myndu gera tilboð í aðra eignarhluti í félaginu. Boði Tryggingamiðstöðvarinnar hf. var tekið. Auk Tryggingamið- stöðvarinnar hf. og tíu annarra aðila áttu Vátryggingafélag Íslands hf. og Sjóvá Almennar tryggingar hf. eignarhlut í félaginu. -bih TM má kaupa Staðgreiðsluverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,6 prósent í mars að teknu tilliti til árstíða- sveiflu. Árshækkunin nam 7,0 prósentum. Fjölbýli lækkaði um 2,2 prósent milli mánaða og hefur ekki lækkað jafn mikið frá því í maí árið 2001, segir í Hagvísum Seðlabanka Íslands. Verðbólga mæld sem breyting á vísitölu neysluverðs hækkaði um 3,4 prósent í apríl og hefur hækkað um 11,8 prósent á síðustu 12 mánuðum. Mest áhrif hafði verðhækkun nýrra bíla um 11 prósent og hækkun á mat og drykkjarvörum um 6,4 prósent. Helstu vísbendingar um eftirspurn benda til að áfram hafi hægt á vextinum í apríl. Nýskráningum bifreiða fækkaði milli ára í apríl annan mánuðinn í röð, um tæplega 37 prósent. Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 2,8 milljarða króna í mars. Sementssala án stóriðju virðist vera að aukast. Nam ársvöxtur hennar tæplega 35 prósent í apríl en eitt prósents samdráttur varð á fyrsta fjórðungi ársins. Væntinga- vísitala Gallup hækkaði lítillega í apríl en mældist 30 prósentum lægri í ár en á sama tíma og í fyrra. Í Hagvísum Seðlabankans kemur einnig fram að ríkissjóður skilaði betri afkomu en á sama tíma í fyrra. Afgangur ríkis- sjóðs var um fjórum milljörðum króna meiri í ár en í fyrra. - bþa Íbúðaverð á niðurleið en sementsala eykst Vísitala neysluverðs í maí er 304,4 stig og hækkaði um 1,37 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt mæl- ingum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 273,6 stig og hækkaði um 1,48 prósent frá apríl. Gengissig krónunnar og erlend- ar verðhækkanir halda áfram að skila sér út í verðlagið. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 5,7 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,3 prósent en án húsnæðis um 11,4 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4 prósent sem jafn- gildir 28 prósenta verðbólgu á ári. - as Vísitala neyslu- verðs hækkar Marel Food Systems lauk á föstu- dag við sölu skuldabréfa fyrir jafnvirði sex milljarða króna. Í næstu viku stefnir fyrirtækið á hlutafjárútboð. Því mun ljúka á föstudag í næstu viku. Þeir hluthafar Marel sem heim- ild hafa til að taka þátt í útboðinu þurfa að vera skráðir hluthafar í enda 2. júní. Auk hluthafa munu þeir fjárfestar sem óska sérstak- lega eftir hlutum verða að skrá sig fyrir 75 þúsund hlutum hið minnsta, líkt og segir í tilkynn- ingu. Söluverðmæti hlutanna nemur 117 milljónum evra, jafnvirði þrettán milljarða króna. Marel hefur hins vegar heimild til að auka hlutinn í 147 milljónir evra verði umframeftirspurn í útboð- inu. - jab Marel selur fyr- ir sex milljarða HÖRÐUR ARNARSON FORSTJÓRI Marel hefur selt skuldabréf fyrir sex milljarða króna og stefnir á hlutafjárútboð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ungverjar hækkuðu stýrivexti í gær úr 8,25 prósent í 8,5. Ung- verjar eru í hópi hávaxtaríkja og glíma líkt og við Íslendingar við versnandi verðbólguhorfur. Norðmenn og Pólverjar tilkynna um vaxtaákvarðanir á morgun og er búist við að Norðmenn haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum og Pólverjar einnig í 5,75 prósent. -as Hækka vextina

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.