Fréttablaðið - 27.05.2008, Qupperneq 16
16 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Sá tími er liðinn að fólk ráði sig hjá traustu fyrirtæki, vinni
sig upp og starfi þar í áratugi,
jafnvel þar til það fer á eftirlaun.
Fólk vill gjarnan tilbreytingu,
gerir kröfu um að vera ánægt í
vinnunni og vill kannski mennta
sig meira á miðjum aldri eða
víkka sjóndeildarhringinn með
því að vinna erlendis um tíma.
Aðrir vilja fyrst og fremst
stöðugleika, kjósa að vera hjá
sama fyrirtæki sem lengst og
leggja mikið upp úr trausti og
trúnaði við það. Hins vegar er
ekki á vísan að róa með traust
fyrirtæki lengur. Þau geta fyrr
en varir verið komin í eigu nýrra
aðila sem gefa lítið fyrir starfs-
reynslu og trúnað við vinnustað-
inn. Vilja ný andlit og kalla það
frískara yfirbragð. Einnig er
nokkuð um að samruni fyrir-
tækja kalli á breytta þjónustu og
nýja þekkingu.
Ef marka má aðferðir við
uppsagnir víðast hvar, er ljóst að
gengisfall hefur orðið á því að
vera traustur og góður vinnu-
kraftur. Starfsmaður er nú
gjarnan kallaður inn á skrifstofu
einhvers deildarstjóra, umbúða-
laust sagt upp störfum og
tilkynnt að hann verði að yfirgefa
vinnustaðinn strax. Síðan er
staðið yfir honum meðan hann
tekur saman persónulegar eigur
og honum fylgt út á hlað.
Punktur. Jafnvel eftir þrjátíu ára
starf. Sé um um hópuppsagnir að
ræða er mönnum kannski boðið
að setjast niður saman, síðan
birtist forstjórinn á skjá eða
tjaldi, segir þeim tíðindin og
þakkar fyrir góð störf. Ekki einu
sinni handtak.
Það segir sig sjálft að það er
hart fyrir hvern sem er að vera
sviptur sjálfsvirðingunni um leið
og afkomunni, ekki síst vegna
þess að það er algjör óþarfi. Eina
sem stjórnandinn þarf að gera er
að koma fram við starfsmann á
þessum tímamótum eins og hann
væri frændi hans eða skólabróðir,
en ekki númer á launaskránni.
Ég er farinn
Reyndar er rétt að gangast við
því að það er barnaskapur að vísa
til vensla eða vinatengsla í
samhengi við uppsagnir á
vinnustað þegar litið er til þess
hvernig margir kjósa að slíta
hjónabandi sínu. Stundum er
aðdragandi að hjónaskilnuðum og
báðir aðilar gera sér grein fyrir
hvert stefnir. Hitt er býsna
algengt að annar aðilinn telji sig
vera í traustu og jafnvel ham-
ingjuríku sambandi þegar höggið
kemur.
Karlmaður á miðjum aldri kom
ekki heim til sín eina nóttina og
var kona hans að vonum áhyggju-
full. Undir morgun mætti hann
og sagðist vera fluttur. Vera
búinn að finna aðra konu, rétt
eins og hann hefði fengið sér
nýjan bíl.
Rúmlega þrítugur maður, faðir
tveggja barna kom fram einn
morguninn með ferðatösku í hendi
þegar börnin hans sátu og snæddu
morgunverð og móðir þeirra var
að útbúa nesti fyrir þau. – Ertu að
fara í ferðalag? spurði konan
forviða. „Nei ég er að flytja
héðan. Ég vil fá skilnað,“ sagði
hann, tók upp töskuna, gekk út og
lokaði á eftir sér.
Kona sem verið hafði í hjóna-
bandi á þriðja áratug og rak
heimili sem var rómað fyrir
samheldni og glaðværð, sá einn
daginn að umslagi hafði verið tyllt
undir eitt hornið á stóru málverki
í stofunni, þannig að ekki var
hægt annað en taka eftir því. Í
umslaginu reyndist vera bréf frá
manninum hennar sem sagðist
vera orðinn ástfanginn af annarri
konu, og vildi skilja.
Öll þessi dæmi vitna um
tilfinningalegan vanmátt. Menn
treysta sér ekki til að setjast
niður og ræða málið við fólkið
sem það hefur deilt lífi sínu með.
Finna ekki flöt á því og flýja því
ábyrgðina á þessari ákvörðun. Það
er auðvitað bara mannlegt, en
breytir ekki því að áfall maka og
barna verður margfalt þyngra og
sárara fyrir vikið. Ung kona sem
ég þekki segir skilnað foreldra
sinna ekki hafa verið erfiðan fyrir
sig, en hún kæmist enn í uppnám
þegar hún rifjaði upp hvernig
faðir hennar gekk fyrirvaralaust
út af heimilinu eins og ekkert
væri sjálfsagðara, af því hann
taldi sig hafa fundið heitara rúm í
öðru húsi.
Aðeins 40 prósent!
Umrót á vinnustöðum og heimil-
um eru ekki sér íslenskt fyrirbæri
og þróunin getur orðið á hvaða
veg sem er. Í nýlegri grein kemur
fram að 55% hjónabanda í Svíþjóð
endi með skilnaði en aðeins 40% á
Íslandi. Einhvern tíma hefði orðið
„aðeins“ ekki staðið framan við þá
skilnaðartíðni.
Hreyfing á vinnuafli og
skilnaðartíðnin eru hluti af stærra
samhengi og sá veruleiki sem við
búum við. En þegar fólk stendur
fyrirvaralaust frammi fyrir
hjónaskilnaði og atvinnumissi er
virðing fyrir tilfinningum þess
hvorki gamaldags né framúr-
stefnuleg, heldur sjálfsagður
hlutur.
Sjálfsagður hlutur
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
Í DAG | Umrót
UMRÆÐAN
Anna Birna Almarsdóttir skrifar um
lyfjamál
Á næstu vikum mun Rannsóknastofnun um lyfjamál (RUL) við Háskóla Íslands
standa fyrir vitundarvakningu um hvernig
best sé að losa heimilið við ónothæf lyf.
Vitundarvakningin er unnin í samstarfi við
apótekin og Landspítala-háskólasjúkrahús.
Hún er jafnframt liður í rannsóknarverk-
efni um umfang og ástæður þess að lyfjum
er hent. Um er að ræða hagnýta rannsókn sem mun
vonandi gefa af sér mikilvægar upplýsingar um
kostnað, ástæður og magn lyfja sem er hent á
Íslandi. Þessar upplýsingar geta þá gefið hugmynd-
ir um hvernig megi minnka það magn lyfja sem er
hent, og þannig spara heilbrigðiskerfinu umtals-
verðar fjárhæðir ár hvert.
Reynslan sýnir að 57% eitrunartilfella eiga sér
stað á heimilum landsins. Hætta er á að börn
komist í lyf og hljóti skaða af og því er mikilvægt
að geyma lyf á viðeigandi stöðum (s.s. í læstum
skápum) og skila ónothæfum lyfjum til apóteka
sem fyrst eftir að þau verða ónothæf. Þá eykur
geymsla ónothæfra lyfja á heimilum hættuna á
misnotkun lyfja. Eitrunarmiðstöð Landspítala-
háskólasjúkrahúss berast oft fyrirspurnir
er varða eitranir hjá börnum. Algengustu
fyrirspurnirnar varða lyf og röng inntaka
lyfja er jafnframt ein helsta ástæða vísana
á slysadeild eða sjúkrahús. Á árunum 2001-
2002 voru skráð u.þ.b. 2,5 eitrunartilvik á
hver 1.000 börn undir 9 ára aldri á íslensk-
um heilbrigðisstofnunum. Tíðni eitrana
meðal fólks 70 ára eða eldri er svipuð og
hjá börnum.
Umhverfinu stafar einnig hætta af
lyfjum sem ekki er fargað með viðeigandi
hætti. Lyf sem hent er í salerni eða rusl
geta mengað vatnsból og jarðveg og haft neikvæð
áhrif á lífríki. Umhverfisverndarstofnun Banda-
ríkjanna (EPA) lýsti nýlega vaxandi áhyggjum á
lyfjamengun vatnsbóla landsins. Þó Íslendingar
hafi greiðan aðgang að ómenguðu vatni, eru enn
ákveðin svæði á Íslandi þar sem yfirborðsvatn er
nýtt til neyslu og þar er meiri hætta á hvers konar
vatnsmengun en þar sem grunnvatni er veitt. Lyf
eru lífvirk efni og geta því leitt til breytinga á
lífríkinu. Því er ekki ástæða til annars en að farga
lyfjum með því að skila þeim í apótek þar sem
þeim er síðan fargað á öruggan hátt.
Höfundur er forstöðumaður
Rannsóknastofnunar um lyfjamál.
Afeitrum heimilið
ANNA BIRNA
ALMARSDÓTTIR
Til verka!
Ólíkt Ólafi F. Magnússyni borgar-
stjóra, sem túlkar öll tíðindi sér í hag,
vita sjálfstæðismenn í Reykjavík að
þeir eru í öldudal og hafa því gripið
til fumlausra mótvægisaðgerða. Í
gær sendi Sjálfstæðisflokkurinn frá
sér fréttatilkynningu þess
efnis að borgarstjórnar-
flokkurinn hefði
opnað nýja heimasíðu
– í nýrri og glæsilegri
mynd! Nú þegar þetta
þjóðþrifaverk er frá
geta sjálfstæðismenn í
borginni væntanlega
kastað mæðinni og
farið að einbeita
sér að öðrum
málum. Til dæmis
pólitík.
Vinsælt embætti
Umsóknarfrestur um starf fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenskra
sveitarfélaga rann út 19. maí. Alls
sóttu 22 um. Í hópi umsækjenda
um starf framkvæmdastjóra SÍSF eru
Svavar Halldórsson, fréttamaður á
Sjónvarpinu, Gunnlaugur A. Júlíus-
son, hagfræðingur hjá SÍSF, og Gísli
Tryggvason, talsmaður neytenda.
Myndarlegur ritstjóri
Nýtt tölublað Heimaskaga, mál-
gagns Frjálslynda flokksins á
Akranesi, leit dagsins
ljós fyrir stuttu.
Á forsíðunni
er stór mynd
af Magnúsi
Þór Haf-
steinssyni,
varabæjarfulltrúa og varaformanni
Frjálslynda flokksins. Ekki óeðlilegt
í ljósi þess að hann hefur verið í
fylkingarbrjósti frjálslyndra, þ.e.a.s.
flokksins, á Skaganum undanfarið.
Heimaskagi telur fjórar síður. Á síðu
tvö er greinargerð eftir Magnús Þór
og á síðu þrjú áskorun til Karenar
Jónsdóttur um að segja af
sér. Báðum fylgir mynd af
Magnúsi Þór. Á baksíðunni er
svo auglýsing fyrir Eyjublogg
Magnúsar, með teikningu af
honum. Semsagt fjórar mynd-
ir af Magnúsi á jafnmörgum
síðum. Ritstjóri Heima-
skaga er Magnús Þór
Hafsteinsson.
bergsteinn@frettabladid.is
G
eir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stærðu
sig af því nú um helgina að um áttatíu prósent stefnu-
yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar væri nú í höfn eða í
góðum farvegi í viðkomandi ráðuneyti. Tilefnið var
að meta samstarf ríkisstjórnarinnar eftir eitt ár.
Erfitt er að meta gildi fullyrðingarinnar um áttatíu prósent
því ekki er vitað um öll verkefni sem verið er að vinna að innan
ráðuneytanna né heldur hvað kemur út úr þeirri vinnu.
Það sló tóninn fyrir þetta fyrsta ár þegar Hafrannsóknastofn-
un mælti með því að þorskkvótinn yrði minnkaður um þriðjung.
Þrátt fyrir að fiskveiðar séu, sem betur fer, ekki lengur eina
undirstaða íslensks efnahagslífs munar um minna.
Það sem stendur upp úr nú er að ekki hefur tekist að fylgja
fyrsta kafla stefnuyfirlýsingarinnar; um trausta og ábyrga efna-
hagsstjórn. Þar segir að eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinn-
ar sé að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það er það sem nú
á vantar.
Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega hér í
Fréttablaðinu á laugardag og sagði stjórnina ekki hafa tekið á
efnahagsvandanum. Sumir, líkt og Guðni Ágústsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, þurfa í þeim efnum einnig að líta í
eigin barm, því hluti af vandanum nú er ofþensla efnahagsins
á síðasta kjörtímabili þegar hann átti aðild að ríkisstjórn. Hann
sagði í laugardagsblaðinu að það hefði verið alveg ljóst á síðustu
tveimur árum síðustu ríkisstjórnar að verið væri að glíma við
ofþenslu. Því er eðlilegt að spyrja hvort hann telji þá ekki að
ríkisstjórnin sem hann átti aðild að hefði ekki átt að bregðast
við þá, í stað þess að bíða eftir aðgerðum þessarar ríkisstjórn-
ar? Steingrímur J. Sigfússon er samkvæmari sjálfum sér, þar
sem hann hefur gagnrýnt skort á viðbrögðum ríkisstjórnanna
við ofþenslu síðustu ára.
Hættumerkið í efnahagslífinu sem blasti við okkur í gær var
ný mæling á verðbólgunni sem sýndi að hún hefði ekki verið
hærri í átján ár. Viðbrögð Geirs H. Haarde voru á þá leið að hann
reiknaði með að nú færi að hægja á verðbólgunni, líkt og hann
sagði fyrir mánuði síðan. Það er þá kannski spurning hvernig
eigi að bregðast við verðbólgunni, á annan hátt en bara að bíða
og vona. Verðbólga er auðvitað ekkert annað en kjararýrnun
fyrir almenning í landinu og því nauðsynlegt að reyna að spyrna
við fótum gegn henni. Verkalýðshreyfingar hafa í þeim efnum
staðið sig vel, með takmörkuðum launahækkunum í nýafstöðn-
um kjarasamningum.
Það verður ekki dregið í efa að ráðherrar hafi reynt að ná
tökum á efnahagslífinu, þó svo svör þeirra við fyrirspurnum
fjölmiðla hafi verið á þá leið að það verði bara að bíða og sjá. Eitt
svarið lá fyrir í gær þegar dreift var á Alþingi frumvarpi sem
heimilar erlenda lántöku. Nú hefur verið rætt um það í nokkurn
tíma að ríkisstjórnin verði að fara í slíka lántöku og því spurning
af hverju frumvarpið var ekki lagt fram fyrr, til að sýna að rík-
isstjórninni væri full alvara með það að styrkja gjaldeyrisforða
Seðlabankans og verja efnahagslífið frekari áföllum.
Stjórnarsamstarfið eftir eitt ár.
Átján ára
verðbólgumet
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR