Fréttablaðið - 27.05.2008, Síða 18
[ ]Brauð og gróft korn er gott fyrir meltinguna. Gott er að borða trefjaríkan mat til þess að halda meltingunni í jafnvægi en umfram allt er best að hafa fæðuna fjölbreytta og holla.
Fyrirburar græða á náinni
snertingu við foreldra sína og
virðist hún hafa jákvæð áhrif
á bata.
Kanadísk rannsókn leiðir í ljós að
börn, sem fæðast allt frá 28. viku,
græða á náinni snertingu við for-
eldra sína en hún virðist draga úr
streitu og sársauka.
Áður var talið að börn sem
fæddust á 28 til 31 viku væru ekki
nægilega þroskuð til að græða á
snertingu. Umrædd rannsókn á
vegum McGill University bendir
hins vegar til þess að jafnvel þau
börn sem eru í hitakassa styrkist
við snertingu foreldra.
Blóðsýni var tekið úr hæl barn-
anna og hjartsláttur, súrefnis-
magn í blóði og svipbrigði mæld.
Slík sýnataka getur verið sárs-
aukafull og sýna börnin oft streitu-
einkenni í nokkrar mínútur á
eftir.
Í rannsókninni voru sársauka-
viðbrögðin mæld 90 sekúndum
eftir sýnatökuna. Þau voru mun
minni hjá þeim börnum sem upp-
lifðu snertingu foreldra en hinum.
- ve
Fyrirburar græða á
snertingu foreldra
Snerting foreldra virðist draga úr streitu og sársauka. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGE
Aðgerðir gegn
reykingum ungra
RÍKISSTJÓRN BRETLANDS ÍHUGAR
BANN VIÐ SÍGARETTUSJÁLFSÖLUM,
TÓBAKI TIL SÝNIS OG TÍU SÍGAR-
ETTNA PÖKKUM.
Bretar bönnuðu reykingar á al-
menningsstöðum árið 2007 og
eru stjórnvöld nú áköf í að fyrir-
byggja reykingar unglinga.
Breski heilbrigðisráðherrann
Alan Johnson, sem sjálfur reykti
grimmt á æskuárum, segist í
næstu viku munu setja af stað
víðtækar aðgerðir gegn reyk-
ingum. Árlega byrji 200 þúsund
breskir unglingar undir 16 ára
aldri að reykja, en byrji fólk svo
snemma að neyta tóbaks eykst
þrefalt hætta á ótímabærum
dauða miðað við þá sem hefja
reykingar á þrítugsaldri.
„Ég vil banna sígarettusjálfsala
þar sem eftirlit með aldri kaup-
andans er ómögulegt. Það var
gert fyrir löngu í mörgum Evrópu-
löndum með mjög góðum ár-
angri,“ sagði Johnson.
Tveir þriðju breskra reykinga-
manna byrja að reykja áður en
þeir verða 18 ára, sem eykur
verulega hættu á dauða af völd-
um krabbameins. - þlg
Innritun
fyrir haustönn 2008
Innritun stendur nú yfi r í Heilbrigðisskólanum. Umsóknarfrestur er til 11. júní. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
skólans að Ármúla 12 og á heimasíðu, www.fa.is. Umsækjendur sem óska eftir að mati á námi frá öðrum skólum
þurfa að skila ljósritum af prófskírteinum með umsókninni. Rafræn innritun fer fram í gegnum menntagátt
www.menntagatt.is/
Eftirtaldar námsbrautir eru í boði:
heilbrigðisritarabraut,
lyfjatæknabraut,
læknaritarabraut,
námsbraut fyrir heilsunuddara,
sjúkraliðabraut
sjúkraliðanám á brú og
tanntæknabraut.
Nánari upplýsingar um allar þessar brautir eru á heimasíðu skólans.
Athugið að skólinn býður einnig upp á fjarnám allt árið í mörgum áföngum Heilbrigðisskólans.
Skólameistari
Borðaðu
þig granna(n)
Nánari upplýsingar
Sími 865-8407
www.vigtarradgjafarnir.is