Fréttablaðið - 27.05.2008, Síða 42
26 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
Kópavogsvöllur, áhorf.: 965
Breiðablik Grindavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12-12 (7-10)
Varin skot Casper 4 – Zankarlo 4
Horn 7-4
Aukaspyrnur fengnar 16-10
Rangstöður 4-6
GRINDAV. 4-4-2
Zankarlo Simunic 5
Ray A. Jónsson 6
(36., Michael J. Jóns. 7)
Eysteinn H. Hauks. 6
Marinko Skaricic 5
Jósef K. Jósefsson 7
Scott Ramsay 9
Orri Freyr Hjaltalín 8
Jóhann Helgason 7
Alexander Þórarins. 7
(88., Bogi Einars. -)
Andri S. Birgisson 8
*Tomasz Stolpa 9
(93., Marko Stefáns -)
*Maður leiksins
BREIÐAB. 4-4-2
Casper Jakobsen 3
Árni K. Gunnarsson 3
(46., Magnús Gunn. 4)
Guðmann Þórisson 3
Srdjan Gasic 3
Kristinn Jónsson 3
(46., Olgeir Sig. 4)
Steindór Þorsteins. 4
Arnar Grétarsson 3
Nenad Petrovic 3
Jóhann B. Guðm. 5
Prince Rajcomar 5
Nenad Zivanovic 5
(65., Haukur Baldv. 6)
0-1 Tomasz Stolpa (1.), 1-1 Nenad
Zivanovic (17.), 1-2 Orri Freyr
Hjaltalín (28.), 1-3 Tomasz Stolpa
(30.), 1-4 Scott Mckenna Ramsay
(38.), 1-5 Andri Steinn Birgisson
(41.), 2-5 Prince Rajcomar (76.), 3-5
Haukur Baldvinsson (81.), 3-6 Andri
Steinn Birgisson (94.).
3-6
Kristinn Jakobsson (8)
Landsbankadeild karla
Keflavík 4 4 0 0 12-6 12
FH 4 3 1 0 12-4 10
Fram 4 3 0 1 6-1 9
Fjölnir 4 3 0 1 7-3 9
Valur 4 2 0 2 8-8 6
Fylkir 4 2 0 2 5-6 6
Breiðablik 4 1 2 1 6-8 5
ÍA 4 1 1 2 3-6 4
KR 4 1 0 3 5-7 3
Grindavík 4 1 0 3 7-10 3
Þróttur 4 0 2 2 4-7 2
HK 4 0 0 4 2-10 0
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir náði þeim frábæra árangri
að skora þrennu í tveimur leikjum LdB FC Malmö í röð, fyrst
í 5-0 bikarsigri á Karlskrona og svo í 5-2 sigri á Sunnanå SK í
sænsku úrvalsdeildinni sex dögum síðar. Næsta á dagskrá
er landsleikur við Serbíu á miðvikudaginn.
„Ég hef einhvern tímann náð að skora þrennu áður
en ég man ekki hvað mörg ár eru síðan það var. Ég
spilaði meira sem varnarmaður en núna er ég komin
aðeins framar á miðjunni,” sagði Dóra Stefánsdóttir
sem hafði fyrir þessa leiki skorað samtals 3 mörk í
fyrstu 33 leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni.
„Það er alltaf gaman að fá að taka meiri þátt í
sókninni. Við spilum leikkerfi þar sem er einn varnars-
innaður miðjumaður og tveir sóknarsinnaðir, við erum
með gott lið sem er vel spilandi og það er góður hraði
í leik liðsins. Maður er látinn keyra inn í vítateig í hverri
einustu sókn þannig að einhvern tímann hlýtur boltinn
að detta fyrir mann,” segir Dóra hógvær en hún skoraði
öll mörkin sín um síðustu helgi eftir föst leikatriði.
„Það var eitt hörku skallamark en í hinum tveimur mörkunum datt
boltinn fyrir mig rétt við markið. Í bikarleiknum var maður að
þruma honum en núna var boltinn að detta meira fyrir mig inni
í teig,” segir Dóra sem segist þó ekki vera að reyna láta fólkið í
Malmö gleyma Ásthildi Helgadóttur. „Ásthildur er búin að skrifa
sína sögu hér og fólkið gleymir henni ekkert,” segir Dóra
sem að sama skapi vonast til að bæta við hróður íslenskra
leikmanna hjá félaginu. Hún æfir mikið og leggur mikið á
sig sem er að skila sér.
Dóra var spennt að fá að hitta landsliðsstelpurnar aftur.
„Nú er rosalega mikilvægur leikur með landsliðinu fram
undan. Núna þurfum við að sýna það að við höfum það
sem þarf til þess að komast áfram. Nú þurfum við að hafa
hausinn á réttum stað. Það er alltaf gaman að koma í lands-
liðsverkefnin og ég hlakka til að hitta stelpurnar og fara yfir
það hvernig við ætlum að vinna Serbana,” sagði Dóra á leið
upp í flugvél til Belgrad þar sem hún hittir hinar landsliðs-
stelpurnar.
LANDSLIÐSKONAN DÓRA STEFÁNSDÓTTIR: SKORAÐI ÞRENNU Í TVEIMUR LEIKJUM Í RÖÐ MEÐ MALMÖ
Gaman að fá að taka meiri þátt í sókninni
> Eiður Smári ekki með annað kvöld
Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í landsliðs-
hópnum sem mætir Wales í vináttulandsleik á
Laugardalsvelli annað kvöld en þetta var stað-
fest á heimasíðu KSÍ í gær. Þar kemur fram að
KSÍ hafi ekki fengið leyfi frá félagsliði Eiðs
Smára, Barcelona, til að spila leikinn en
leikdagurinn 26. maí er ekki alþjóðlegur
leikdagur. Þórir Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við
Fréttablaðið í gær að læknir Barcelona hefði
sent KSÍ tilkynningu um að Eiður Smári væri
meiddur. Þá hefur Ólafur Jóhannesson
landsliðsþjálfari kallað Indriða Sigurðsson,
leikmann Lyn, inn í landsliðshópinn í stað
Ragnars Sigurðssonar sem er meiddur.
Vilt þú fara á EM í sumar?
Farðu á nýja vefborða Landsbankadeildarinnar
og skráðu þig.
Þú gætir verið á leiðinni á stórleik
Frakklands og Ítalíu á EM!
FÓTBOLTI Guðjón Þórðar-
son hefur heimildir fyrir
því að ÍA og sérstaklega
Stefán Þórðarson, hafi
verið stimplaðir af dóm-
urum fyrir Íslandsmótið
sem grófir leikmenn sem
þyrfti að fylgjast sér-
staklega með. „Ég hef
heimildir fyrir þessu.
Þær eru því miður til
staðar,“ sagði Guðjón við
Fréttablaðið í gær.
Guðjón greindi frá
þessu í viðtali við Stöð 2
Sport eftir tap ÍA fyrir
Keflavík á sunnudag.
„Það var fundur hjá dóm-
urum þar sem það var
útmálað að Skagaliðið væri svo
gróft að það þyrfti að taka sérstak-
lega á því. Þar var sérstaklega
fjallað um að þeir ætluðu að sýna
Stefáni Þórðarsyni hvernig ætti að
„díla“ við hlutina,“ sagði Guðjón
meðal annars. Stefán fékk rautt
spjald sem ÍA mun áfrýja.
Þórarinn Gunnarsson, formaður
dómaranefndar KSÍ, sagði í gær
að vissulega væru haldnir fundir
með dómurum þar sem skerpt
væri á ákveðnum atriðum. Meðal
annars væru notaðar myndbands-
upptökur til að taka
dæmi, bæði íslenskar og
erlendar. „Það eru þá
myndbrot frá síðasta
ári, við erum ekki að
skoða atriði frá því í ár,“
sagði Þórarinn. Hann
neitaði annars að tjá sig
um málið líkt og Birkir
Sveinsson, nefndarmað-
ur og starfsmaður KSÍ.
Vísuðu þeir báðir á
framkvæmdastjórann
Þóri Hákonarson.
Þórir vísaði ummæl-
um Guðjóns til föður-
húsanna. „Það er ekkert
lið tekið fyrir á svona
fundum og hvað þá leik-
menn, það er af og frá,“ sagði
Þórir. Hann á ekki sæti í dómara-
nefndinni. Þórir skaut ummælum
Guðjóns til aganefndar í gær en
hún tekur málið væntanlega fyrir
á fundi sínum í dag.
Garðar Örn Hinriksson hefur
mætt á alla fundi dómaranefndar
með dómurum og hann segir að
aldrei hafi verið bent sérstaklega
á Skagamenn eða Stefán. „Þetta
gerðist ekki og mun aldrei gerast,
Þessi fundur var ekki haldinn,“
sagði Garðar. - hþh
Guðjón ásakar dómara um sérmeðferðir gegn ÍA:
Skagamenn stimplaðir?
STIMPLAÐUR? Fékk
umdeilt rautt spjald í
Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/
EIRÍKUR KRISTÓFERSSON
FÓTBOLTI Skagamenn töpuðu 1-3
fyrir toppliði Keflavíkur í
Landsbankadeildinni á sunnu-
dagskvöldið en þetta var söguleg-
ur sigur fyrir heimamenn.
Þetta var nefnilega í fyrsta sinn
í 17 tilraunum sem Keflavíkurlið-
ið nær að vinna lið undir stjórn
Guðjóns Þórðarsonar í efstu
deild. Fyrir þennan leik höfðu lið
Guðjóns (ÍA, KA og KR) unnið 11
leiki af þessum 17 og fimm
sinnum hafði
orðið
jafntefli.
Frægasti
sigur liða
Guðjóns
var
örugglega í
lokaumferð-
inni 1989
þegar KA
tryggði sér
Íslands-
meistara-
titilinn
með 2-0
sigri í
Keflavík.
- óój
Þjálfarinn Guðjón Þórðarson:
Fyrsta tapið á
móti Keflavík
FÓTBOLTI Lið HK í Landsbanka-
deild karla setti nýtt met í
Árbænum á sunnudagskvöldið
þegar liðið tapaði sínum tíunda
útileik í röð.
Ekkert lið hefur tapað jafn-
mörgum útileikjum í röð í efstu
deild síðan deildin innihélt fyrst
tíu lið sumarið 1977. HK náði
markalausu jafntefli í fyrsta
útileik sínum í fyrra en hefur
síðan tapað öllum útileikjum
sínum, þar á meðal 3-0 á móti
Blikum þar sem þeir fengu þó að
spila á sínum eigin heimavelli.
Þrjú lið áttu gamla metið,
Haukar töpuðu öllum 9 útileikjum
sínum sumarið 1979 (eina tímabil
Hauka í efstu deild), Víkingar
töpuðu 9 útileikjum í röð frá 1992
til 1993 og Stjörnumenn töpuðu 9
útileikjum í röð sumurin 1997 og
2000 en liðið var í 1. deildinni
1998 til 1999. - óój
Landsbankadeildarlið HK:
Tíunda tapið í
röð á útivelli
ENGIN BREYTING HK á enn eftir að
vinna útileik í Landsbankadeildinni
undir stjórn Gunnars Guðmundssonar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Breiðablik tapaði í gær
sínum fyrsta leik í tíu leikjum á
heimavelli þegar þeir steinlágu
fyrir Grindvíkingum, 6-3. Grind-
víkingar höfðu fyrir leikinn í gær
tapað öllum sínum þremur leikj-
um, skorað eitt mark og fengið á
sig sjö.
Fyrri hálfleikurinn var ótrúleg-
ur. Hriplek Blikavörnin réð ekkert
við leiftursóknir Grindvíkinga
sem skoruðu fimm mörk gegn
einu. Tomasz Stolpa var frábær,
vann boltann oft, lagði upp mark
og lék á als oddi. Hann skoraði tvö
mörk, það fyrra eftir aðeins nítján
sekúndur. Blikar byrjuðu samt
með boltann.
Scott Ramsay var einnig frá-
bær, hann skoraði eitt og lagði
annað upp. Blikar byrjuðu leikinn
reyndar ágætlega og náðu að jafna
en svo datt botninn úr leik þeirra.
Þeir reyndu að bæta við en þeir
réðu ekkert við hreyfanlega
Grindvíkinga sem tóku öll völd á
vellinum. Staðan í hálfleik var 5-1
en Grindvíkingar skutu einnig í
slá og fengu fleiri fín færi. Stuðn-
ingsmenn Blika sáust yfirgefa
völlinn í hálfleik. Þeir sem ekki
fóru sungu „6-5 fyrir Breiðablik“.
Ólafur Kristjánsson gerði tvær
breytingar á Blikaliðinu í hálfleik
og fór í þriggja manna vörn. Það
tók sinn tíma en Blikar uppskáru
tvö mörk, fyrst frá Rajkomar og
svo frá hinum átján ára gamla
Hauki Baldvinssyni í sínum fyrsta
leik í deildinni. Grindvíkingar
sýndu að vörn þeirra er viðkvæm
en að sama skapi var sóknarleikur
þeirra góður. Blikar sýndu karakt-
er með því að koma til baka en
ömurlegur fyrri hálfleikur þeirra
var þeim um of. Andri Steinn var
hins vegar ekki hættur fyrir
Grindvíkinga og skoraði síðasta
mark leiksins í uppbótartíma eftir
góðan undirbúning Ramsays og
lokatölur því eins og segir 3-6 á
Kópavogsvelli. Orri Freyr Hjalta-
lín, fyrirliði Grindavíkur, var
brosmildur í leikslok. „Við komum
dýrvitlausir til leiks, svekktir eftir
síðasta leik og við vorum stað-
ráðnir í að sýna hvað við getum.
Við höfum verið að spila ágætlega
úti á vellinum en þessi auka
gredda kom í dag. Þetta eru allt
saman fínir fótboltamenn í þessu
liði en það auka sem vantaði kom
svo sannarlega í dag,“ sagði Orri.
hjalti@frettabladid.is
Markaveisla í Kópavogi
Breiðablik tapaði á heimavelli sínum fyrir frískum Grindvíkingum í stór-
skemmtilegum níu marka leik. Gestirnir skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik.
MARK Tomasz Stolpa skorar hér þriðja mark Grindavíkur með laglegum hætti í mikl-
um markaleik á Kópavogsvelli í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM