Fréttablaðið - 27.05.2008, Side 44
27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR28
EKKI MISSA AF
17.30 Entourage
STÖÐ 2 EXTRA
SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN
OMEGA
Dagskrá allan sólarhringinn.
SJÓNVARP NORÐURLANDS
12:15 Samantekt helstu frétta vikunn-
ar á N4 . Endursýnt á klukkutíma fresti til
10:15 á Sunnudag.
20.00 Be Cool STÖÐ 2 BÍÓ
21.00 Age of Love - NÝTT
SKJÁREINN
22.25 Njósnadeildin
(Spooks) SJÓNVARPIÐ
23.00 Bardaginn mikli, Mike
Tyson-Lennox Lewis STÖÐ 2 SPORT
STÖÐ 2
Miðlar á borð við sjónvarp eru sífellt að skilgreina og endurskilgreina
sig og sitt hlutverk. Sjónvarpi hefur til að mynda ávallt verið mikið
í mun að sýna fram á að það er frábrugðið bæði kvikmynda-
miðlinum og útvarpinu, og hefur beitt ýmsum brögðum
til þess að marka sér sérstöðu. Eitt þessara bragða kallast
bein útsending frá stórviðburðum hvers konar og er í
miklu uppáhaldi hjá dagskrárgerðarmönnum, enda kemur
það blóðinu á hreyfingu svo um munar. Lítið má út af
bera og ef þú klúðrar málunum er alþjóð til vitnis um það.
Eða, þannig er það kenningunni samkvæmt. Í raun réttri eru
beinar útsendingar fremur vandmeðfarið form sem hentar ekki
hvaða efni sem er. Menningarefni á til að mynda ekki að vera í
beinni; fæstir nenna að horfa á beinar útsendingar frá afhend-
ingu Grímunnar eða Eddunnar eða setningu Listahátíðar í
Reykjavík eða ámóta viðburðum, enda ekkert á þeim að sjá
nema sama fólkið alltaf hreint að þamba hvítvín, flytja ávörp
og svara vandræðalegum spurningum vandræðalegra spyrla.
Hér er þó ekki verið að formæla því framtaki að bjóða upp
á innlent menningarefni í sjónvarpi, þvert á móti: Húrra fyrir
því! En beinar útsendingar gera virðulegum athöfnum ekki góð
skil þar sem þær eru í eðli sínu óvirðulegar sökum himinhás
óvissustuðuls. Að auki eru setningar- og verðlaunaathafnir í
eðli sínu fremur fráhrindandi viðburðir þar sem fólk klappar
sjálfu sér og öðrum á bakið á klígjulegan hátt. Hvernig
væri að eyða fremur fjármunum sjónvarpsstöðvanna í að
framleiða úthugsað og áhugavert menningarefni, fremur en
óundirbúin og sjálfumglöð skyndiviðtöl við listamenn sem
voru að fá verðlaun frá vinum sínum og samstarfsmönnum?
Beinar útsendingar í sjónvarpi eru því hið versta mál þegar
kemur að menningarefni, en þær eru ekki alslæmar, enda er
heimur utan menningarinnar. Íþróttakappleikir, sérlega þeir
sem einhver eftirvænting ríkir vegna, ganga einungis upp
í beinni útsendingu, sem og hryðjuverkaárásir og hamfarir
hvers konar.
VIÐ TÆKIÐ VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR VILL MEIRI ÚTHUGSUN
Allt í beinni, af hverju?
16.05 Sportið (e)
16.35 Leiðarljós
17.20 Táknmálsfréttir
17.30 Púkka
18.00 Geirharður bojng bojng
18.25 Undir ítalskri sól (4:6) Sænsk
þáttaröð þar sem rithöfundurinn Bo Hag-
ström fer um Ítalíu og kynnir sér matar-
menninguna þar.
19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.40 Eldhúsdagur á Alþingi Bein út-
sending frá almennum stjórnmálaumræð-
um á Alþingi.
22.00 Tíufréttir
22.25 Njósnadeildin (Spooks) (7:10)
Breskur sakamálaflokkur um úrvalssveit
innan bresku leyniþjónustunnar MI5 sem
glímir meðal annars við skipulagða glæpa-
starfsemi og hryðjuverkamenn. Meðal leik-
enda eru Peter Firth, Rupert Penry-Jones og
Hermione Norris. Atriði í þáttunum eru ekki
við hæfi barna.
23.20 Jane Eyre (1:4) Breskur mynda-
flokkur byggður á sögu eftir Charlotte Brontë
um munaðarlausa stúlku sem elst upp í
örbirgð en verður seinna kennslukona á
heimili auðmanns. Hún verður fljótt ástfang-
in af honum og með tíð og tíma heillast
hann af henni líka en áður en þau fá að
eigast verða þau að að glíma við leyndar-
mál úr fortíð hans. Aðalhlutverk: Ruth Wil-
son, Toby Stephens, Francesca Annis, Christ-
ina Cole, Lorraine Ashbourne, Pam Ferris og
Tara Fitzgerald. (e)
00.10 Dagskrárlok
07.00 Barnatími Stöðvar 2
08.05 Oprah
08.45 Kalli kanína og félagar
08.50 Í fínu formi
09.05 Bold and the Beautiful
09.25 La Fea Más Bella
10.10 Homefront
10.55 Matur og lífsstíll
11.25 Sjálfstætt fólk
12.00 Hádegisfréttir
12.45 Neighbours
13.10 Curb Your Enthusiasm (1.10)
13.45 Connie and Carla Gamanmynd
frá Niu Vardalos. Aðalhlutverk. Toni Collette,
David Duchovny, Nia Vardalos.
15.20 Sjáðu Ásgeir Kolbeins kynnir allt
það heitasta í bíóheiminum.
15.55 Ginger segir frá
16.18 Kringlukast
16.43 Sylvester and Tweety Mysterie
17.08 Shin Chan
17.28 Bold and the Beautiful
17.53 Neighbours
18.18 Markaðurinn og veður
18.30 Fréttir
18.54 Ísland í dag
19.30 The Simpsons
19.55 Friends
20.20 Hell´s Kitchen (10:11) Efnilegir
áhugamenn í matreiðslu keppa um starf á
glæsilegum veitingastað en líka um hylli,
grið og vægð hins skelfilega Ramseys.
21.05 Shark (12:22) Sebastian sækir erf-
iðustu málin fyrir saksóknaraembættið en
oftar en ekki hittir hann fyrir harðsvíraða
glæpamenn sem hann eitt sinn varði sjálfur.
21.50 Kompás Fréttaskýringaþáttur sem
markaði tímamót í íslensku sjónvarpi.
22.25 60 minutes
23.10 White Lights, Black Rain Heim-
ildamynd frá HBO. Rifjað er upp þegar tvær
japanskar borgir voru jafnaðar við jörðu með
fyrstu kjarnorkusprengjunum sem varpað
hefur verið á mannabyggð.
00.40 Medium (9:16)
01.25 ReGenesis
02.15 Big Love
03.10 Connie and Carla
04.45 Shark
05.30 Fréttir og Ísland í dag
06.25 Myndbönd frá Popp TíVí
18.00 Premier League World Nýr þáttur
þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá
ýmsum óvæntum hliðum.
18.30 Football Icon Football Icons
Enskur raunveruleikaþáttur þar sem ungir
knattspyrnumenn keppa um eitt sæti í her-
búðum Englandsmeistara Chelsea.
19.30 Coca Cola mörkin Farið yfir öll
mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu
umferðar í Coca Cola deildinni en þar eiga
Íslendingar nokkra fulltrúa.
20.00 EM 2008 - Upphitun Þýskaland
- Austurríki. Frábærir þættir þar sem liðin
og leikmennirnir sem leika á EM eru kynnt
til leiks.
20.30 EM 2008 - Upphitun Króatía -
Pólland
21.00 10 Bestu - Pétur Pétursson Fyrsti
þátturinn af tíu í þessari mögnuðu þáttaröð
en í þessum þætti verður fjallað um Pétur
Pétursson og hans feril.
21.50 English Premier League Ný og
hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti.
22.45 Football Rivalries
23.40 Premier League World
06.00 Be Cool
08.00 Fat Albert
10.00 Barbershop 2. Back in Buisness
12.00 Guess Who
14.00 Fat Albert
16.00 Barbershop 2. Back in Buisness
18.00 Guess Who
20.00 Be Cool Framhald hinnar geysi-
vinsælu gáskafullu glæpamyndar Get
Shorty. Hér er saman gengið mætt til leiks
og gáskinn orðinn jafnvel ennþá meiri.
22.00 Waiting
00.00 Something the Lord Made
02.00 Iron Jawed Angels
04.00 Waiting
07:00 Landsbankadeildin 2008 Breiða-
blik - Grindavík
16:25 Landsbankadeildin 2008 Breiða-
blik - Grindavík
18:15 Landsbankamörkin 2008 Allir leik-
irnir og öll mörkin skoðuð í Landsbanka-
deild karla.
21:00 Kaupþings mótaröðin 2008 Sýnt
frá fyrsta móti sumarsins á Kaupþingsmóta-
röðinni.
22:00 PGA Tour 2008 - Hápunktar
Farið er yfir það helsta sem er að gerast á
PGA mótaröðinni í golfi.
23:00 Bardaginn mikli Mike Tyson
er yngsti þungavigtarmeistari sögunnar en
hefur verið sjálfum sér verstur eins og dap-
urlegt einkalíf hans vitnar um. Í þessum
magnaða þætti eru sýndir gamlar mynd-
ir með Tyson en snemma varð ljóst að þar
væri afburðaboxari á ferðinni. Í þættinum
er sömuleiðis fjallað um bardaga hans við
Lennox Lewis en margir álíta að Tyson hafi
þá þegar verið útbrunninn bæði líkamlega
og andlega.
00:00 World Series of Poker 2007
Snjöllustu pókerspilarar heimsins setjast að
spilaborðinu og keppa um stórar fjárhæðir.
08.00 Rachael Ray (e)
08.45 Vörutorg
09.45 Óstöðvandi tónlist
16.20 Vörutorg
17.20 Everybody Hates Chris (e)
17.45 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem
Racheal Ray fær til sín góða gesti og eldar
gómsæta rétti.
18.30 Jay Leno (e)
19.20 Are You Smarter than a 5th Gra-
der? (e)
20.10 Kid Nation Bandarísk raunveru-
leikasería þar sem 40 krakkar á aldrinum 8
til 15 ára flytja inn í yfirgefinn bæ og stofna
nýtt samfélag. Þar búa krakkarnir í 40 daga
án afskipta fullorðinna. Mengunin er farin
að segja til sín í bænum og flugur og rott-
ur eru að leggja bæinn undir sig. Bæjarráðið
beitir refsivaldi í fyrsta sinn og sá seki er ekki
sáttur við sitt hlutskipti.
21.00 Age of Love - NÝTT Bandarísk
raunveruleikasería þar sem ástin er í aðal-
hlutverki. Mark Philippoussis er þrítug tenn-
isstjarna frá Ástralíu sem er að leita að stóru
ástinni. Í upphafi er piparsveinninn kynnt-
ur fyrir hópi kvenna. Það kemur honum í
opna skjöldu þegar þær reynast allar vera
á fimmtugsaldri. Þær eru nýbyrjaðar að
berjast um athygli hans þegar fleiri stúlk-
ur eru kynntar til leiks. Þær eru ungar og
sprækar, enda allar undir þrítugu. Stelpurn-
ar eru snöggar að sýna klærnar og upphefst
skemmtileg barátta um piparsveininn. Stóra
spurningin er. Skiptir aldurinn máli?
21.50 Cane - Lokaþáttur
22.40 Jay Leno Spjallþáttur á léttum
nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til
sín góða gesti og slær á létta strengi.
23.30 C.S.I. (e)
00.20 Eureka (e)
01.10 C.S.I.
01.50 Vörutorg
02.50 Óstöðvandi tónlist
> Dan Castellaneta
Castellaneta er röddin á
bak við Homer í Simpsons-
þáttunum. Frasinn „d’oh“
sem Castellaneta gaf Homer
var bætt í hina virðulegu
Oxford-orðabók árið 2002.
Castellaneta talar einnig
fyrir föður Homers, trúðinn
Krusty, Willie húsvörð,
Barney á barnum, Quimby
bæjarstjóra Springfield og
fjölda annarra persóna.
Stöð 2 sýnir Simpsons alla
virka daga.
▼
▼
▼
▼