Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 6
6 1. júní 2008 SUNNUDAGUR SKIPULAGSMÁL „Það er ófyrirgefan- legt að ganga á dalinn,“ segir Gunn- ar Eyjólfsson leikari sem er einn íbúa ofan við Stekkjarbakka í Breiðholti sem mótfallnir eru því að ný slökkvistöð verði reist í Ell- iðaárdal. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur um nokkura ára skeið leitað að stað fyrir tvær nýjar slökkvi- stöðar. Þegar hefur verið fengin lóð við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Á mánudagskvöldið voru íbúar í nágrenni Stekkjarbakka boðaðir á fund vegna möguleika á því að stöð verði norðan Stekkjarbakka. Þess staðsetning þykir sú ákjósanleg- asta með tilliti til viðbragðstíma og þjónustu við höfuðborgarbúa. „Þetta var ákaflega vel sett fram hjá slökkviliðinu og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þeir þurfa á þessu að halda. Ég er fyrst og fremst að gagnrýna skammsýni þeirra sem skipulögðu hverfið. Vissu þeir ekki hvað þeir voru að gera?“ spyr Gunnar Eyjólfsson sem er einn frumbyggja Breið- holtsins frá því fyrir fjörutíu árum. „Það er svo furðulegt að það var ekki reiknað með slökkvistöð í 23 þúsund manna hverfi.“ Elliðaárdalurinn er Gunnari hug- leikinn. „Það er gífurlega mikið útvistarlíf í Elliðaárdalnum og þangað á ekki að hleypa einu ein- asta húsi,“ segir hann. Samkvæmt skipulagi er áætluð lóð undir slökkvistöð á grænu svæði sem nánar er skilgreint sem grasengi ætlað undir „óformlega“ leiki. Færa á Stekkjarbakka 40 metrum nær dalnum og þar með fjær íbúðabyggðinni. „Byggð og umferð er í allnokkurri fjarlægð frá hinu virka útivistar- svæði og ætti slökkvistöðin ekki að að skerða útvistargildi dalsins á nokkurn hátt,“ segir í kynningarefn- inu og því jafnframt lofað að stöðin muni ekki skerða útsýni íbúanna. Jón Viðar Matthíasson segir að ítarlegar rannsóknir liggi að baki staðarvali fyrir slökkvistöð. Tekið sé tillit til þátta á borð við aðgang að stofnbrautum, breytinga á þjón- ustusvæðinu, íbúamynsturs og fjöl gun útkalla umfram fjölgun íbúa. Að sögn Jóns Viðars sögðust flestir á íbúafundinum óttast að ef slökkvistöðin risi myndu fleiri byggingar fylgja í kjölfarið. Sjálf- ur segist slökkviliðsstjórinn búa í nágrenni Elliðaárdals og skilja sjónarmið þeirra sem vilja standa vörð um dalinn. „En við teljum að öryggi dalsins og þeirra íbúa sem eru á okkar þjónustuvæði sé best fyrir komið með slökkvistöð á þessum stað.“ gar@frettabladid.is Óttast að slökkvi- stöð skerði dalinn Lóð í Elliðaárdal neðan Stekkjarbakka er talin sú besta fyrir nýja slökkvistöð. Gunnar Eyjólfsson leikari telur byggingu skerða útvistargildi dalsins. Slökkvi- liðsstjóri segir ítarlegar rannsóknir að baki staðarvalinu. JÓN VIÐAR MATTHÍASSON Telur öryggi dalsins best fyrir komið með slökkvistöð á þessum stað. GUNNAR EYJÓLFS- SON Kveðst fyrst og fremst gagnrýna skammsýni þeirra sem skipulögðu hverfið. ELLIÐAÁRDALUR Hér neðan Stekkjarbakka er talinn ákjósanlegasti staðurinn fyrir nýja slökkvistöð fyrir höfuðborgarsvæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fannst þú jarðskjálftann á fimmtudaginn? Já 70,3% Nei 29,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Heldur þú sjómannadaginn hátíðlegan? Segðu þína skoðun á vísir.is DÓMSMÁL Þrír piltar innan við tví- tugt hafa verið dæmdir, skilorðs- bundið, í fangelsi fyrir fíkniefna- brot, húsbrot, þjófnaða og fleiri brot. Ákvörðun um refsingu fjórða piltsins sem fékk dóm, var frestað. Þremur piltanna var gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi inn í einbýlishús í Garðabæ, dval- ið þar um stund og gert sig heima- komna. Hinum fjórða var gefið að sök innbrot í tvo bíla. Úr öðrum þeirra stal hann greiðslukorti. Piltarnir brutust síðan inn í sam- tals fjóra skóla, þar sem þeir stálu ýmsum tækjum. Jafnframt var ákært fyrir innbrot í íbúð í Blöndu- hlíð, svo og vörslur á ríflega einu grammi af amfetamíni. Loks var einn piltanna ákærður fyrir að sviðsetja rán í Sunnubúð í Reykjavík, ásamt félaga sínum sem þá starfaði þar við afgreiðslu- störf. Sá piltanna sem þyngstan dóm- inn hlaut var dæmdur í átta mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Annar var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, og hinn þriðji í tveggja mánaða fangelsi, hvort tveggja skilorðsbundið. Yngstu piltarnir voru fimmtán og sextán ára þegar þeir brutu af sér. - jss MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ Einn þeirrra skóla sem brotist var inn í. Skjávarpa var stolið. Fjórir piltar dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot: Sviðsetning á ráni, innbrot í fjóra skóla og fíkniefnabrot SKIPULAGSMÁL Nokkrir Bílddælingar mótmæla harðlega þeirri ákvörðun Vesturbyggðar að láta rífa tvö hús. Annað var reist 1910 en hitt tíu árum fyrr. Húsin eru á svokölluðu flóðasvæði og er gert ráð fyrir því í snjóflóðavörnum að leiða hugsanleg flóð í farveg sem færi þar sem húsin standa. Húsafriðunarnefnd var fengin til að meta húsin og taldi hún ekki ástæðu til að varðveita þau. „Við undrumst það að húsafriðunarnefnd skuli ekki telja ástæður til að vernda rúmlega 100 ára gömul hús,“ segir Jörundur Garðarsson sem á hús á flóðasvæðinu. „Er það vegna þess að við erum svo fá hérna sem höfum þau fyrir aug- unum?“ Í svarbréfi frá Bjarna Þór Einarssyni, bygg- ingafulltrúa Vesturbyggðar, til Jörundar segir að húsin séu í mjög lélegu ástandi. „Við viljum að auglýst verði eftir fólki sem vill gera húsin upp,“ segir Jörundur. „Á þessu svæði eru öll húsin um aldargömul og við teljum mikilvægt að varðveita þá götumynd. Eins og allir vita leggja borgaryfirvöld mikið í það að varðveita sína 19. aldar götumynd þar sem því er fyrir komandi. Hver segir að það megi ekki líka gera í minni þorpum? Okkur sem erum aldir hér upp þykir þetta afar súrt í brotið.“ Ragnar Jörundsson bæjarstjóri segir að málið hafi fengið lokaafgreiðslu og verði hafist handa við að rífa húsin í byrjun þessa mánaðar. - jse Nokkrir Bílddælingar mótmæla niðurrifi tveggja húsa og segjast undrast mat húsafriðunarnefndar: Aldargömul hús verða jöfnuð við jörðu BÍLDDÆLINGAR ÓSÁTTIR VIÐ NIÐURRIF Örn Gíslason, Hannes Friðriksson, Einir Steinn Björnsson og Jörundur Garðarsson standa hér við annað húsið sem verður rifið nú á næstunni. Það er rúmlega aldar gamalt. PARÍS, AP Hönnun franska arki- tektsins Jeans Nouvel á 71 hæðar skýjakljúf sem á að byggja í La Défense-viðskiptahverfinu í París hefur verið valin fram yfir tillög- ur frá nokkrum af þekktustu arki- tektum heims. Byggingin verður næsthæsta mannvirki Parísar á eftir Eiffelturninum og reyndar metnaðarfyllsta byggingarverk- efnið sem þar er ráðist í síðan Eiffelturninn var reistur fyrir 119 árum. Byggingin á að heita Signal- turninn og í henni verða versl- anir, hótel, skrifstofur og íbúðir. Hún verður 301 metri að hæð, 23 metrum lægri en Eiffelturninn. - aa Hönnunarsamkeppni í París: Nouvel hannar Signal-turninn NÝTT KENNILEITI Þessi tölvugerða mynd sýnir hvernig skýjakljúfurinn mun líta út í La Défense-hverfinu. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Þórólf Halldórsson, sýslumann á Patreksfirði, sem sýslu- mann í Keflavík frá og með 15. júlí næstkom- andi. Þá mun Guðgeir Eyjólfsson, sem skipaður hefur verið sýslumaður í Kópavogi frá 1. júní, jafnframt gegna sýslu- mannsembættinu í Keflavík til 15. júlí þegar Þórólfur tekur við. Alls bárust átta umsóknir um embættið. - ovd Átta sóttu um embættið: Nýr sýslumað- ur í Keflavík ÞÓRÓLFUR HALLDÓRSSON Hafna dagblaðakassa Pósthúsið fær ekki að setja upp svo- kallaða massakassa fyrir Fréttablaðið við afleggjara að sumarhúsahverfum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórnin segir óheppilegt að hafa slíka kassa við þjóðveginn út frá sjónrænum-, umferðaröryggis- og umhverfissjónarmiðum en bendir á að hægt sé að ræða við sumar- húsafélög um uppsetningu innan hverfanna. FJÖLMIÐLAR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.