Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 70
Í sumar bjóðum við flug og bíl á þrjá áfangastaði í Þýskalandi, Berlín, München og Frankfurt. Njóttu dásemda þýskra heimsborga og sumarfegurðar landsins. Í Þýskalandi er eitthvert besta þjóðvegakerfi heims og leiðin er greið þangað sem þig lystir. Bókaðu bílinn í bókunarvél Hertz á www.icelandair.is + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is ÞÝSKALAND VERÐ FRÁ 15.200 KR. Á MANN* ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 26 29 0 6 /0 8 Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir * Flug aðra leiðina með sköttum. 46 FERÐALÖG E inhvern veginn virðast litirnir vera skærari í Víetnam, ilmurinn meiri og orkan áþreifanlegri en við eigum að venjast. Þetta fallega og spennandi land sem maður þekkti áður mest af sögum og bíó- myndum af stríðinu sem háð var milli Norður-Víetnams (kommún- ista) annars vegar og Suður-Víet- nams (lýðræðissinna) og Banda- ríkjanna hins vegar. Í dag er Víetnam á hraðri leið með að breytast úr lokuðu kommún- istaríki í þjóð þar sem efnahag- urinn blómstrar og allt er á uppleið þótt stjórnarfarið hafi ekki breyst svo mikið. Í Víetnam búa 84 milljónir manna. Víetnamar eru glaðlyndir og stoltir enda hafa þeir þurft að verja sitt í gegnum tíðina og í þeirri baráttu hafa þeir sigrast á stórþjóðum eins og Kínverjum og Bandaríkjamönnum. Það er eins gott að vera vakandi í umferð- inni í Víetnam, mannmergðin er mikil, stærsti hluti fólksins í borg- unum ferðast um á mótorhjólum eða vespum, jafnvel heilu fjöl- skyldurnar á einu hjóli. Hraðinn er mikill þar sem allir þeysast áfram og nota flautuna óspart. Það er eft- irtektarvert að flestir í umferðinni eru með andlitsgrímur til að verj- ast menguninni sem óneitanlega fylgir svona mikilli umferð. Kon- urnar hafa greinilega gert þetta að tískufyrirbæri því grímurnar er hægt að fá í öllum litum með mis- munandi mynstri og ekki var óal- gengt að sjá konur með þær í stíl við klæðnað dagsins. Flestir Víetnamar eru búddatrúar og eru því stór og smá bænarskríni úti um allt, hvort sem er á heimil- um, hótelum eða verslun- um. Í skrínin er lagður matur og blóm og kveikt er á ilmandi reyk- elsi fyrir látin ættmenni og því ilmar allt dásamlega. Ódýrt og þægilegt Auðvelt er að ferðast um Víetnam þar sem flugsamgöngur eru góðar. Flugfélagið Vietnam Airlines er til fyrirmyndar og svo er einnig mjög ódýrt að ferðast með rútum en hægt er að taka næturrútur, sem er mjög þægilegt. Í flestum borgum og bæjum er auðvelt að skella sér upp í svokallaðan „Tuk tuk“ en það eru kerrur annað hvort aftan á hjólum eða mótor- hjólum og fá sér góða skoðunar- ferð, kíkja í búðir eða skella sér í nudd. Fyrir ferðamenn frá Íslandi er afar hagstætt að ferðast um Víetnam, hvort sem um er að ræða gistingu, samgöngur, mat eða skemmtanir. Allt þetta kostar aðeins brot af því sem venjan er heima. Það er líka hagkvæmt að kaupa víetnamskar vörur en vest- rænar vörur eru ekki jafn hag- stæðar. Mikið úrval er af vörum úr silki svo sem fötum eða heimil- isbúnaði, en einnig er að finna ýmsa hluti skorna út í tré og lista- verk eftir víetnamska listamenn. Þá eru ónefndir hlutir sem eru einkennandi fyrir Víetnam eins og lampar í mörgum litum og hatt- arnir sem margir Víetnamar virð- ast nota dagsdaglega en ekki aðeins á hrísgrjónaökrunum. Veisla fyrir bragðlaukana Matargerð Víetnama er fáguð og fersk. Það fer auðvitað mikið fyrir alls kyns réttum úr núðlum og hrísgrjónum og fiskur er einnig mikið notaður. Ávextirnir og grænmetið er hreint dásamlegt og manni finnst að þau séu stútfull af vítamínum og hollustu. Úrvalið af nýkreistum ávaxtasöfum og ávaxta- og grænmetissalötum er næstum óendanlegt. Úr hollust- unni í dásamlegar syndir því það er urmullinn allur af bakaríum og kaffihúsum sem selja nýbökuð brauð og ótrúlega fallegar kökur af öllum stærðum og gerðum. Bragðgæðin eru mikil enda greini- lega bakað eftir frönskum upp- skriftum þar sem smjörið er í hávegum haft. Kaffi er einnig í miklum metum en Víetnamar drekka kaffið sitt vel sterkt, eru með trekt fyrir hvert glas og bæta svo út í bleksterkt kaffið sykri og niðursoðinni mjólk. Í öllum þeim borgum og bæjum sem ég heim- sótti var mikið úrval af veitinga- stöðum og kaffihúsum sem buðu upp á mjög góðan mat. Hægt er að velja á milli staða sem bjóða upp á mat heimamanna eða frá mismun- andi heimshornum. Vert er einnig að veita athygli veitingastöðum og kaffihúsum sem rekin eru með það að markmiði að veita krökk- um sem bjuggu áður á götunni atvinnu. Góð leið til að styrkja gott málefni. Ekki er hægt að tala um mat í Víetnam nema að minnast á alla réttina sem fást á götum úti. Það er mjög ódýr og góður matur og fer þjóðarrétturinn núðlusúpan Pho þar fremst í flokki. LAND LITA OG ILMS Kolbrún Ólafsdóttir uppgötvaði töfra Víetnams. Halong-flóinn er eitt af nátturuundrum veraldar. EKKI MISSA AF ÞESSU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.