Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 86
30 1. júní 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Hún er greind og afspyrnudug- leg stúlka, mjög metnaðargjörn og hefur sterka réttlætiskennd. Hún er góð manneskja og ég er mjög stolt af henni.“ Hildur Sveinsdóttir, móðir Þóru Bjargar Helgadóttur, sem sneri aftur í mark fótboltalandsliðsins og hélt hreinu gegn Serbíu. Fimm kynslóðir koma saman á Ásvöllum í dag á stórtónleikum í tilefni af hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar. Rúmlega sjö hundruð manna afmæliskór syng- ur nokkur vel valin lög ásamt Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, Kammersveit Hafnarfjarðar og einleikurum og er óhætt hægt að segja að kórfélagarnir séu af öllum stærðum og gerðum og úr öllum aldurshópum. Þau yngstu í hópnum eru átta ára en þegar elsti þátttakandinn í hópnum, Páll Þorleifsson, var á þeim aldri var sjónvarpið ansi fjarlægur draumur, hvorki fyrri né seinni heimstyrjöldinni höfðu þjakað Evrópubúa og tvö ár voru liðin síðan Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindin. Páll er nefni- lega 98 ára gamall og hvergi af baki dottinn þótt heyrnin sé ekki upp á það besta. Fréttablaðið ræddi við stjórnanda kórs Hrafn- istu, Böðvar Magnússon, sem þekkir söngsögu Páls út og inn. „Páll er reyndar Austfirðingur en fékk söngáhugann þegar hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni,“ útskýrir Böðvar. „Hann fluttist síðan hingað til Hafnarfjarðar og átti stóran þátt í því að tryggja undirstöður karla- kórsins Þrestir sem gerði það að verkum að hann er elsti kór lands- ins,“ útskýrir Böðvar. Fáir kórar geta hins vegar stát- að af jafn háum meðalaldri og Hrafnistukórinn, 87,5 ár. Og Bððvar bætir því við að í þessum kór rætist jafnframt langþráðir draumar hjá mörgum. „Þeim hefur kannski alltaf langað til að fara í kór og syngja en aldrei gef- ist tími til þess sökum anna. Þeir fá því útrás fyrir þessa þörf hjá okkur,“ útskýrir Böðvar og bætir því við að aldurinn hamli síður en svo starfinu. „Kórinn er alveg rosalega duglegur og metnaðar- gjarn. Við syngjum í hverri viku við helgistund og svo einu sinni í mánuði við messu. Auk þess reyn- um við að fara út á land einu sinni á ári og fara í heimsóknir til bæði leikskóla- og grunnskólabarna,“ útskýrir Böðvar. freyrgigja@frettabladid.is PÁLL ÞORLEIFSSON: 98 ÁRA SYNGUR Á STÓRTÓNLEIKUM Í HAFNARFIRÐI 90 ára aldursmunur á kórfélögum Dagur Kári Pétursson hyggst breyta verslunarmið- stöðinni Smáralind í franska flugstöð. Ekki þó í alvörunni heldur fyrir kvikmynd sína The Good- heart. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónsson hjá Zik Zak er ráðgert að þetta verði að veru- leika í byrjun júní en nákvæm dag- setning liggur hins vegar ekki fyrir. „Við gerum þetta þegar verslunarmiðstöðinni hefur verið lokað, sennilega að næturlagi enda skiptir það litlu máli eins og sumarbirtan er.“ Tökur eru nú í fullum gangi á kvikmyndinni en aðalhlutverkin eru í hönd- unum á hinum virta, skoska leikara Brian Cox og banda- ríska ungstirninu Paul Dano. Þeir una sér vel við leik og störf á Íslandi en tökur hafa meðal ann- ars verið uppi á gamla herstöðvar- svæðinu í Keflavík og í Loftkastal- anum. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu er ljóst að myndin á eftir að vekja mikla athygli en meðal þess sem sýnt verður frá er alvöru hjartaaðgerð sem fram- kvæmd var á Landsspítalan- um. -fgg Breytir Smáralind í flugstöð ELSTI KÓRFÉLAGI LANDSINS Páll Þorleifsson er vafalítið einn elsti kórfélagi landsins, 98 ára gamall. Hann syngur með sjö hundruð manna afmæliskór á Ásvöllum í dag en þar er yngsti meðlimurinn Eva Dögg Steinarsdóttir Röve. Hún er níutíu árum yngri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 87 ÁRA MEÐALALDUR Hrafnistukórinn er metnaðargjarn þrátt fyrir háan meðal- aldur og syngur einu sinni í viku. Þegar platan Gling gló birtist á vinsælda- listunum er það jafnöruggur vorboði og það að krían sé byrjuð að garga niðri á tjörn. Nú er Gling gló enn og aftur komin á metsölulista, sautjánda sumarið í röð, er þessa vikuna í 15. sæti. Björk var 25 ára þegar platan kom út árið 1990. Það var pása hjá Sykurmolunum og Björk og tríó Guðmundar Ingólfssonar slógu saman í tökulagapakka, þar sem Björk söng gömul dægurlög sem Megas hjálpaði henni að velja. Óskar Jónasson, sambýlismaður Bjarkar á þeim tíma, gerði umslagið og þetta var allt voða heimilislegt og ekki hugsað til metsölu. Raunin varð önnur. Gling gló er mest selda platan á Íslandi. Þegar platan kom út fyrir jólin 1990 seldust fimm þúsund eintök en síðan hafa selst um 2.500 eintök á hverju sumri. Heildarsala á plötunni er því um 50.000 eintök. Aðallega eru það erlendir ferða- menn sem kaupa plötuna á sumrin, enda var platan lengi vel ófáanleg annars staðar en á Íslandi. Platan leysti af hólmi plötur eins og Folksongs from Iceland með Savanna-tríóinu sem ferðamenn höfðu áður keypt í massavís. Björk á einnig mest seldu plötu Íslandssögunnar. Það er platan Debut, en sala á henni slagar hátt upp í fimm milljónir eintaka um allan heim. - glh Vorboðinn ljúfi, Björk BELLA BELLA BELLA BELLA SÍMAMÆR Björk með Guð- mundi Ingólfssyni heitnum. GLING GLÓ Fimm- tíuþúsund eintök á 18 árum. SMÁRALIND VERÐUR FLUGSTÖÐ Verslunar- miðstöðin Smáralind breytist í franska flug- stöð í kvikmynd Dags Kára, The Goodheart. GENGUR VEL Tökur á kvikmynd- inni ganga vel en tökuliðið hefur haft viðkomu í Loftkastal- anum og úti á gömlu herstöð- inni í Keflavík. Hvað er að frétta? Bara allt frábært. Augnlitur: Brúnn. Starf: Matreiðslumeistari og listamaður. Fjölskylduhagir: Ég er í sambúð og á fullt af börnum. Hvaðan ertu? Brasilíu. Ertu hjátrúarfullur? Já. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Hæðin. Uppáhaldsmatur: Grænmetismatur og fiskur. Fallegasti staðurinn: Landmannalaugar. iPod eða geislaspilari: Geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Að brosa og hlæja. Hvað er leiðinlegast? Að bíða. Helsti veikleiki: Ég er óþolinmóður. Helsti kostur: Jákvæðni. Helsta afrek: Að eignast börnin mín. Mestu vonbrigðin: Þegar ég fór frá dætrum mínum í Brasilíu. Hver er draumurinn? Að fá stelpurnar mínar til Íslands og ferðast um heiminn. Hver er fyndnastur/fyndnust? Helga Braga Jónsdóttir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Fordómar og óréttlæti. Hvað er mikilvægast? Jafnvægi. HIN HLIÐIN INÁCIO PACAS DA SILVA FILHO Vonbrigði að skilja stelpurnar eftir TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ 14.02.1959
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.