Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 01.06.2008, Qupperneq 12
12 1. júní 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur hinn 1. júní árið 1938 fyrir sjötíu árum. Árið áður, hinn 23. nóvember, höfðu ellefu stéttarfélög sjómanna í Reykja- vík og Hafnarfirði stofnað sjómanna- dagsráð með það að markmiði að minn- ast þeirra sjómanna sem farist höfðu við störf. Markmiðið var jafnframt að minna þjóðina á mikilvægi sjómanna- stéttarinnar. „Þetta var geysilega erfitt og hættu- legt starf og sjómenn vildu koma því til skila til þjóðarinnar,“ útskýr- ir Guðmundur Hallvarðsson, formað- ur sjómannadagsráðs. „Sjómanna- dagurinn átti líka að efla samhug meðal sjómanna en á þessum árum var starfsgreinin að þróast úr opnum bátum yfir í gufuskipin og stéttaskipt- ing að myndast um borð. Einnig voru menn heiðraðir fyrir björgun manns- lífa og farsæl sjómannsstörf.“ Hátíðahöldin þennan fyrsta sjó- mannadag tókust vel til en talið er að um tíu þúsund manns hafi hlýtt á ræðu- höldin á Skólavörðuholti. Í framhald- inu var mótuð stefnuskrá sjómanna- ráðs og ákveðið að reisa dvalarheimili fyrir aldraða fiskimenn og farmenn. „Á þessum árum voru vökulög- in þannig að menn fengu sex tíma hvíld og unnu í átján tíma. Það var því mikið um að menn væru komnir í land langt um aldur fram og illa farn- ir. Starfsmenn stéttarfélaga fóru heim til félagsmanna og sáu þá við hvaða kost menn bjuggu og að margir gátu ekki meira. Á árunum kringum 1930 var meðalstarfsævi sjómanna kring- um tuttugu ár,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir þá hafa verið ákveðið að innkoma hátíðahaldanna fjármagnaði byggingu sjómannaheimilisins. Haftastefna ríkti á Íslandi og leyfi þurfti fyrir hamri, nöglum og spýt- um. Stjórnvöld voru þó jákvæð gagn- vart byggingu heimilisins og var horn- steinn lagður að Hrafnistu á Laugar- ásnum í Reykjavík árið 1954. Þremur árum síðar var heimilið tekið í notkun. „Ólafur Thors á að hafa orðað hlutina eitthvað á þessa leið: „Hvernig get ég neitað fengsælustu skipstjórum landsins?“,“ rifjar Guð- mundur upp en auk lóðarinnar undir heimilið fékkst leyfi fyrir sex „dross- íum“, eins og það var kallað, í vinning í happdrætti DAS. Hrafnista í Reykjavík þótti fram- úrstefnuheimili þegar það var opnað en vistmenn fengu þar sérherbergi. Árið 1977 var Hrafnista í Hafnarfirði byggð og mikið hefur verið bætt við þessar byggingar í áranna rás. Einn- ig er samstarf við Kópavog, Reykja- víkurborg og Garðabæ á döfinni um byggingu þjónustuíbúða. Biskup Íslands mun messa hjá Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar nýtt rými verður tekið í notkun og segir Guðmundur að lokum að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á hátíðahöldunum í dag. heida@frettabladid.is SJÓMANNADAGURINN: SJÖTÍU ÁR FRÁ FYRSTU HÁTÍÐAHÖLDUNUM Hátíð sjógarpa haldin hvert ár Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnd- uð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför míns elskulega eiginmanns, Þóris Daníelssonar Asparfelli 8, Reykjavík. Fyrir hönd ættingja og vina, María Jóhannesdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður og tengda- föður, Björns Björnssonar prófessors, Aragötu 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild K-2 á Landspítala-Landakoti og Þorraseli. Svanhildur Ása Sigurðardóttir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Valgeir Bjarnason Kristín Margrét Bjarnadóttir Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Tryggvason Brekkugötu 15, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 28. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Alda Kristjánsdóttir Gísli Ármannsson Kristján Þór Gíslason Íris Ósk Gísladóttir Natalía Rós Friðriksdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, Brynhildur Jensdóttir Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum-Landakoti fimmtudaginn 29. maí. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.00. Anna Gísladóttir Eiríkur Þór Einarsson Jens Gíslason Hafdís Jónsdóttir Brynhildur Jóna Gísladóttir Guðjón Arngrímsson barnabörn og barnabarnabörn Jensína Jensdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ása Ester Skaftadóttir Hrafnhólum 4, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. maí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00. Sigrún Davíðsdóttir Jón V. Aðalsteinsson Valgeir Jóhann Davíðsson Ólöf María Samúelsdóttir Sigurður Skafti Davíðsson Kristín Inga Atladóttir Bjarni Davíðsson Þórdís Eva Sigurðardóttir barnabörn og langömmubarn. ALANIS MORISSETTE TÓNLISTAR- KONA ER 34 ÁRA. „Allt sem ég geri verður að tengjast tónlist. Ef það gerir það ekki sé ég engan tilgang með því.“ Tónlistakonan Alanis Moris- sette er þekkt fyrir kjarnyrta texta og mikla innlifun í flutn- ingi sínum á tónlistinni. Þennan dag fyrir hundr- að árum fékk bærinn við Hafnarfjörð kaup- staðarréttindi. Þá voru bæjarbúar 1.469 talsins. Fyrsti bæjarstjóri Hafn- arfjarðar var Páll Ein- arsson. Hann var sýslu- maður og gegndi því embætti bæjarstjóra. Seinna varð Páll fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. Hafnarfjörður byggðist utan um höfnina sem var ein aðalverslunarhöfn landsins en Hafnar- fjarðar er getið í heimildum í kringum árið 1400 og er fyrsta lúterska kirkjan hér á landi reist á Háagranda, gegnt Óseyri árið 1533. Góð hafn- arskilyrði urðu til þess að frá Hafnarfirði var til- raun gerð til þilskipaútgerðar á vegum Innrétt- inga Skúla Magnússon- ar 1753 til 1759. Brautryðjandi í ís- lenskri útgerð og versl- un var Bjarni Síverts- en og er hann nefnd- ur faðir Hafnarfjarðar. Byggðasafn bæjarfé- lagsins er hýst að hluta í íbúðarhúsi hans sem var reist á árunum 1803-5. Bæjarsamfé- lagið hefur löngum verið rómað fyrir samheldni og hlýlegan þorpsbrag og eiga Hafnfirðingabrand- ararnir svokölluðu lítið skylt við raunveruleikann. Orðið Gaflari er jafnan notað um Hafnfirðinga en það er komið frá því þegar verkamennirnir biðu undir húsgafli vöruskemmnanna niðri við höfn í von um atvinnu. ÞETTA GERÐIST: 1.JÚNÍ 1908 Kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar MERKISATBURÐIR 1908 Skólaskylda tíu til fjórtán ára barna kemst á. 1935 Raftækjaeinkasala ríkisins tekur til starfa. 1943 Skömmtun fyrirskipuð á gúmmístígvélum númer sjö og stærri vegna skorts á gúmmíi. 1968 Sundlaugin í Laugardal vígð. 1976 Síðasta þorskastríðinu lýkur með samningi við Breta. 1997 Fyrsta kvikmyndahátíð kvenna í New York haldin. 1993 Jorge Serrano, forseta Gvatemala, er steypt af stóli. HALDINN TIL HEIÐURS HORFN- UM FÉLÖGUM Guðmundur Hall- varðsson, formaður sjómanna- dagsráðs, segir að markmið hátíðahaldanna sé að minna á starf sjómanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.