Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 2
2 1. júní 2008 SUNNUDAGUR BRASILÍA Stjórnvöld í Brasilíu greindu nýlega frá því að fundist hefði áður óþekktur ættbálkur manna við landamæri Brasilíu og Perú. Fólkið í ættbálknum hefur aldrei komist í kynni við nútíma- menningu og brást illa við þegar flogið var yfir þorp þeirra. Meira en helming þeirra hundr- að ættbálka sem aldrei hafa kom- ist í kynni við nútímamenningu er að finna á þeim slóðum sem fólkið býr. Þrátt fyrir að fólki í þessum ættbálki fari fjölgandi eru flestir ættbálkar á svæðinu í útrýming- arhættu þar sem stöðugt er gengið á frumskóginn sem þeir lifa í. Sjúkdómar eru fólkinu í þessum afskekktu ættbálkum einnig hættulegir. Jafnvel kvef hefur valdið dauða hjá sumum þeirra sem hafa átt samskipti við fólk utan ættbálkanna þar sem ónæm- iskerfi þeirra þekkir ekki marga af algengustu sjúkdómunum. Myndir af ættbálknum náðust þegar flogið var yfir eitt af afvikn- ustu svæðum Amazon-frum- skógarins. - ovd DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri var dæmdur í árs fangelsi og sviptur ökuréttindum í fjögur ár fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa með glæfralegum akstri valdið dauða tveggja og alvarlegum áverkum á tveimur öðrum í desember 2006. Hann hafði ekið of hratt í slæmri færð og reynt að taka fram úr vörubíl með þeim afleiðingum að hann keyrði á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Í dómnum segir að maðurinn hafi sýnt stórfellt og vítavert gáleysi. - sgj Mannskæður glæfraakstur: Ökumaður í eins árs fangelsi TRÚFÉLÖG Búddistafélag Íslands vill fá lóð undir taí- lenskt búddahof í Hádegismóum við Rauðavatn. Páll Júlíusson sem rekur málið fyrir búddista segir í bréfi sem hann sendi í fyrra til Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, þáverandi borgarstjóra, að frumkvæði og fjármögnun búddamusteris á Íslandi væri í umsjá auðkýfingsins Dr. Prasert Prasathong Osoth. Sá eigi meðal annars Bangkok Airways og starfi að málinu fyrir hönd Galayani Vadhana prinsessu sem sé systir konungsins í Taílandi. Páll segir að hann hafi verið viðstaddur þrjár kon- uglegar móttökur sem og móttökur hjá æðstu búdda- munkum Taílands. Þar hafi komið fram mikil hrifn- ing á því að reisa búddamusteri á Íslandi. „Í umræðum mínum við þess æðstu menn búddista í heiminum kom greinilega fram að mikið yrði ferð- ast til Íslands svo fólk gæti sagt að það hefði komið í nyrsta búddahof í heiminum,“ útskýrir Páll í bréfi til borgarstjóra og minnir á að á undanförnum áratug hafi fjöldi Taílendinga, Víetnama, Kínverja og fólks frá öðrum löndum búddisma margfaldast á Íslandi. Þá kemur fram í bréfi Páls að hofið í Hádegismóum verði nefnt í höfuðið á Galayani prinsessu. „Því fylg- ir að sjálfsögðu ýmis heiður og gjafir frá konungs- fjölskyldunni þegar musterið verður tilbúið,“ skrifar Páll og leggur áherslu á að tækifæri felist í samstarfi við auðkýfinginn Dr. Prasert. „Hann er tilbúinn í viðræður um ýmsa samvinnu í heilbrigðismálum. Hann er nýbúinn að skrifa undir samning við Svíakonung og heilbrigðiskerfið þar varðandi hitabeltissjúkdóma. Töluvert veit hann um byggingu flugvalla, ef við erum að fara að flytja Reykjavíkurflugvöll,“ bendir Páll á. Forsvarsmaður búddista ítrekar að auk Íslands hafi komið til álita að reisa hofið í Danmörku eða Sviss. Heiðurinn hafi fallið Íslandi í skaut. „Svo ég held að við verðum að koma til móts og sýna þeim þá virðingu að finna góða staðsetningu fyrir það,“ segir í bréfi Páls. Hofið verður byggt í hefðbundnum taílenskum stíl og mun Vífill Magnússon arkitekt halda utan um þann hluta málsins er snýr að skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Vífill segir í samtali við Fréttablaðið að til séu frumuppdrættir að hofinu en að ekki sé tímabært að birta þá opinberlega þar sem málið sé á viðkvæmu vinnslustigi. Tillögu um að veita búddistum vilyrði fyrir lóðinni var frestað í borgarráði á fimmtudag. gar@frettabladid.is Taílenskt búddahof rísi í Hádegismóum Búddistar með liðsinni taílensks milljarðamærings vilja hof á Hólmsheiði. Þeir segja straum ferðamanna munu fylgja hofinu. Auðkýfingurinn sé til viðræðu um samstarf í heilbrigðismálum og geti gefið góð ráð um Reykjavíkurflugvöll. BÚDDAHOF Vilja reisa taílenskt búddahof við Rauðavatn í sama stíl og þetta glæsilega hof í Bangkok í Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁGENGUR EN BLÍÐUR ÓÐUR TIL ÁSTARINNAR KONA FER TIL LÆKNIS EFTIR RAY KLUUN Metsölubók um sársaukafullt efni „Ógleymanleg saga um hugrekki, vanmátt og ástina.“ – Cosmopolitan Þýðandi: Jóna Dóra Óskarsdóttir SELDIST Í YFIR600.000 EINTÖKUMÍ HOLLANDI Katrín, hvað er að frétta úr Guantánamo? „Condi segir allt með friði og ró.“ Alþingi hefur fordæmt meðferð fanga í Guantánamo-búðum Bandaríkjahers. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG, flutti tillöguna. Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi álykt- unina og sagði engin mannréttindabrot framin í búðunum. Áður óþekktur ættbálkur finnst við landamæri Brasilíu og Perú: Vörðust flugvélinni með spjótum LÖGREGLUMÁL Tveggja og hálfs árs drengur og maður á sjötugsaldri voru fluttir með mikil brunasár á slysadeild Landspítalans eftir sprengingu í húsbíl í Grindavík um klukkan tíu á föstudagskvöldið. Maðurinn er afi drengsins og voru þeir tveir í bíln- um þegar sprengingin varð en mikill eldur kviknaði í bílnum í kjölfar hennar. Drengurinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans og er honum haldið sofandi í öndunar- vél. Er hann mikið brenndur, einkum á höfði og hönd- um. Maðurinn brenndist einnig töluvert en hann er ekki eins alvarlega slasaður og drengurinn. Björgunarsveitarmönnum úr Grindavík hafði tek- ist að slökkva eldinn í bílnum áður en slökkvilið kom á vettvang. Þrír björgunarsveitarmenn voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar hjá lækni með snert af reykeitrun. Bíllinn sem er af gerðinni Ford Econoline eyðilagðist í brunanum. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögregl- unnar á Suðurnesjum en grunur leikur á að spreng- ingin hafi orðið út frá gaskútum í bílnum. - ovd Ungur drengur þungt haldinn eftir sprengingu út frá gaskútum í húsbíl í Grindavík: Haldið sofandi í öndunarvél ELDUR Í BÍLNUM Mikill eldur blossaði upp í bílnum í kjölfar sprengingarinnar. MYND/HREINN SVERRISSON Mikið yrði ferðast til Íslands svo fólk gæti sagt að það hefði komið í nyrsta búddahof í heiminum.“ PÁLL JÚLÍUSSON TALSMAÐUR BÚDDISTA Á ÍSLANDI Bílar skemmdir Fjórir unglingar voru handteknir fyrir utan 800 Bar á Selfossi í fyrrakvöld. Fjórmenningarnir eru grunaðir um að hafa unnið skemmdarverk á nokkrum vörubílum sem stóðu fyrir utan krána. Málið telst upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR RAUÐIR OG ÓGNANDI Fólkið brást við innrás myndatökumanna með því að beina spjótum sínum og örvum að flugvélinni. NORDICPHOTOS/AFP JAPAN Lögregla í Japan handtók á fimmtudag 58 ára gamla heimilis- lausa konu sem hafði búið í fataskáp í húsi ókunnugs manns í heilt ár. Manninn fór að gruna eitthvað þegar matur hvarf úr eldhúsinu hans yfir nokkurra mánaða tímabil. Hann setti því upp öryggismyndavélar í húsinu sem náðu myndum af boðflennunni. Þegar lögreglan kom á staðinn sáust engin merki um innbrot. Lögreglan opnaði loks skápinn og fann konuna þar í hnipri. Hún hafði komið sér vel fyrir með dýnu og fór í sturtu þegar maðurinn var ekki heima. - sgj Bjó í fataskáp manns í ár: Japanskur skáp- búi handtekinn LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn björguðu manni úr brennandi íbúð í Grindavík í gærmorgun. Nágrannar mannsins höfðu gert lögreglu viðvart um að reyk- skynjari gæfi frá sér hljóð. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var mikill reykur í íbúðinni og sáu þeir manninn sofandi í stofunni. Brugðu þeir á það ráð að brjóta rúðu í svalahurð og komu manninum í kjölfarið út undir bert loft. Maðurinn, sem að sögn lögreglu var ölvaður, var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Tildrög brunans eru þau að maðurinn hafði sofnað út frá eldamennsku og fylltist íbúðin af reyk. Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina en ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. - kka Sofnaði við eldamennskuna: Bjargað úr brennandi íbúð SLYS Litla stúlkan sem slasaðist alvarlega þegar hún féll af sexhjóli í liðinni viku er að sögn læknis á ágætum batavegi. Stúlkan er laus úr öndunarvél og hefur verið útskrifuð af gjör- gæsludeild Landspítalans. Slysið varð í Reynishverfi, vestan við Vík, þegar stúlkan var á ferð á með móður sinni á sexhjóli. Hún hlaut mikil meiðsli á höfði þegar sexhjólið hafnaði utan vegarslóða og valt niður brekku. - ovd Hjólaslys í Reynishverfi: Litla stúlkan er á batavegi BANDARÍKIN Bandarískur lýta- læknir sætir gagnrýni fyrir að gefa út barnabókina „Fal- lega mamma mín“ sem fjallar um brjóstastækkanir, fitusog og aðrar lýtaaðgerðir. Dr. Michael Salzhauer, fimm barna faðir, skrifaði bókina til að útskýra lýtaaðgerðir fyrir börn- um, svo að þau verði ekki fyrir áfalli ef foreldrar þeirra láta flikka upp á útlitið. Bókin fjallar um litla stelpu sem á mömmu sem undirgengst stórfelldar fegrunaraðgerðir. Móðirin segir henni frá öllu ferl- inu og litríkar myndskreytingar sýna afraksturinn. - sgj „Fallega mamma mín“: Barnabók um brjóstastækkun FALLEGA MAMMA MÍN Gagnrýnendur segja barnabókina stuðla að útlitsdýrk- un meðal barna. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.