Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 20
HVAÐ? Hotel TwentySeven HVAR? Löngangsstræde 27, Kaupmannahöfn www.hotel27.dk 4 FERÐALÖG Kaupmannahöfn blómstrar í orðsins fyllstu merkingu á sumrin. Kaffi hús og barir færa kvíarnar út á götur og torg og tónleikahald á sér stað í lystigörðum um alla borg. Hotel TwentySeven er fullkomlega staðsett rétt hjá Kóngsins Nýja- torgi og þykir eitt það smartasta í Kaupmannahöfn. Her- bergin eru einstaklega skemmtilega hönnuð eins og reyndar hótelið allt og þar er einnig að fi nna veitingastað/bar sem heitir Rhum:ble og er í fallegum bakgarði þar sem hægt er að njóta blíðunnar. Ef þú ert svo alveg að deyja geturðu farið inn á ísbar hótelsins sem er eins og nafnið gefur til kynna, búinn til algjörlega úr ís sem kemur beint frá Lapplandi. KÚLHEIT Í KÖBEN UPPÁHALDSVEITINGASTAÐURINN? Oyster er frábær veitingastaður í gamla hluta miðborg- arinnar sem sérhæfir sig í ostrum og öðrum sjávarréttum. Á hverjum degi er happy-hour milli hálf sex og hálf sjö, þar sem allar ostrur eru á hálfvirði. Sart er ítalskur veitingastaður sem er í fínni kantinum og maður þarf yfirleitt að bóka með minnst tveggja vikna fyrirvara, en hann er vel þess virði. HVAR ER BEST AÐ FÁ SÉR ÖL? Á sumrin er það Rooftop Bar. Maður er undir berum himni ofan á hárri byggingu í miðborginni milli allra háhýsanna, þeir eru með útibíó á sumrin og sýna yfirleitt bara gamlar myndir, meiriháttar huggulegt. Á veturna er það Section 8, falinn lítill bar í Kínahverfinu sem er alltaf með ótrúlega góða strauma. FLOTTASTI BARINN? Það er án efa Panama Dining Room í Fitzroy, á einni opinni hæð í New York- stíl. Þar er yfirleitt fólk á aldrinum 23-35 ára. BESTU GÖTURNAR TIL AÐ KAUPA FÖT? Í Brunswick St. í Fitzroy-hverfi er „alternative“ og „retro“-fatnaður, litlar hönnunarbúðir með frábæra hluti inni á milli. Um helgar er markaður á þessari götu sem selur ódýra Melbourne- hönnun. Svo er Little Colin Street í miðborginni, fyrir smart fatnað og skó. Ótrúlega evrópsk gata með mjóum göngustígum og litlum kaffihúsum á hverju horni. Loks er það Chapel Street í South Yarra-hverfi sem er talið tísku- hverfi Melbourne og búðirnar sýna það vel. BESTI STAÐURINN EFTIR KLUKKAN TVÖ AÐ NÓTTU? Er Night Cat í Fitzroy. Þar er rómanskur/Kúbu-fílíngur og það bregst ekki að það eru fleiri á dansgólfinu en á barnum eða annars staðar á staðnum. Þar spilar líka stór hljómsveit og stemningin er góð. RÓMANTÍSKASTI GÖNGUTÚRINN? St. Kilda-ströndin. Ótrúlega falleg gönguleið meðfram sjónum með borgina í baksýn. HEIMAMAÐURINN Melbourne, Ástralíu ÓLAFUR PÁLSSON Í um fjögurra stunda akstursleið frá glys og glamúrlífi Dubai-borg- ar liggur ríkið Óman. Þetta dular- fulla land er nýjasta ferðabóla Mið-Austurlanda en þeir sem hafa heimsótt landið segja að það sé eins og að fara aftur á tíma gamla testamentisins. Óman er eyði- merkurland þar sem hægt er að skoða stórfenglegar hallir, mið- aldaþorp þar sem fólk ræktar pap- aya og ástaraldin, og fornar hafn- arborgir en Ómanir voru mikil siglingaþjóð. Hér lifa heimamenn að mörgu leyti eins og þeir gerðu fyrir tvö þúsund árum þrátt fyrir að olíugróði hafi skilað sér í bættu vegakerfi, skólum og sjúkrahús- um. Ferðamenn til Óman geta farið í reiðtúra á kameldýrum, farið í skútusiglingar, skoðað sjáv- arskjaldbökur eða slappað af í lúx- usheilsulindum. Í höfuðborginni Múskat er hægt að gista á afbragðs góðum hótelum sem bjóða upp á öll vestræn þægindi en stutt er í dularfullar sandöldur, litskrúðuga markaði og túrban- klædda fjárhirða. Dubai er sögð vera að missa alla sálina, en ferða- straumurinn til Óman er rétt að byrja. GIMSTEINN PERSAFLÓANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.