Fréttablaðið - 01.06.2008, Side 20

Fréttablaðið - 01.06.2008, Side 20
HVAÐ? Hotel TwentySeven HVAR? Löngangsstræde 27, Kaupmannahöfn www.hotel27.dk 4 FERÐALÖG Kaupmannahöfn blómstrar í orðsins fyllstu merkingu á sumrin. Kaffi hús og barir færa kvíarnar út á götur og torg og tónleikahald á sér stað í lystigörðum um alla borg. Hotel TwentySeven er fullkomlega staðsett rétt hjá Kóngsins Nýja- torgi og þykir eitt það smartasta í Kaupmannahöfn. Her- bergin eru einstaklega skemmtilega hönnuð eins og reyndar hótelið allt og þar er einnig að fi nna veitingastað/bar sem heitir Rhum:ble og er í fallegum bakgarði þar sem hægt er að njóta blíðunnar. Ef þú ert svo alveg að deyja geturðu farið inn á ísbar hótelsins sem er eins og nafnið gefur til kynna, búinn til algjörlega úr ís sem kemur beint frá Lapplandi. KÚLHEIT Í KÖBEN UPPÁHALDSVEITINGASTAÐURINN? Oyster er frábær veitingastaður í gamla hluta miðborg- arinnar sem sérhæfir sig í ostrum og öðrum sjávarréttum. Á hverjum degi er happy-hour milli hálf sex og hálf sjö, þar sem allar ostrur eru á hálfvirði. Sart er ítalskur veitingastaður sem er í fínni kantinum og maður þarf yfirleitt að bóka með minnst tveggja vikna fyrirvara, en hann er vel þess virði. HVAR ER BEST AÐ FÁ SÉR ÖL? Á sumrin er það Rooftop Bar. Maður er undir berum himni ofan á hárri byggingu í miðborginni milli allra háhýsanna, þeir eru með útibíó á sumrin og sýna yfirleitt bara gamlar myndir, meiriháttar huggulegt. Á veturna er það Section 8, falinn lítill bar í Kínahverfinu sem er alltaf með ótrúlega góða strauma. FLOTTASTI BARINN? Það er án efa Panama Dining Room í Fitzroy, á einni opinni hæð í New York- stíl. Þar er yfirleitt fólk á aldrinum 23-35 ára. BESTU GÖTURNAR TIL AÐ KAUPA FÖT? Í Brunswick St. í Fitzroy-hverfi er „alternative“ og „retro“-fatnaður, litlar hönnunarbúðir með frábæra hluti inni á milli. Um helgar er markaður á þessari götu sem selur ódýra Melbourne- hönnun. Svo er Little Colin Street í miðborginni, fyrir smart fatnað og skó. Ótrúlega evrópsk gata með mjóum göngustígum og litlum kaffihúsum á hverju horni. Loks er það Chapel Street í South Yarra-hverfi sem er talið tísku- hverfi Melbourne og búðirnar sýna það vel. BESTI STAÐURINN EFTIR KLUKKAN TVÖ AÐ NÓTTU? Er Night Cat í Fitzroy. Þar er rómanskur/Kúbu-fílíngur og það bregst ekki að það eru fleiri á dansgólfinu en á barnum eða annars staðar á staðnum. Þar spilar líka stór hljómsveit og stemningin er góð. RÓMANTÍSKASTI GÖNGUTÚRINN? St. Kilda-ströndin. Ótrúlega falleg gönguleið meðfram sjónum með borgina í baksýn. HEIMAMAÐURINN Melbourne, Ástralíu ÓLAFUR PÁLSSON Í um fjögurra stunda akstursleið frá glys og glamúrlífi Dubai-borg- ar liggur ríkið Óman. Þetta dular- fulla land er nýjasta ferðabóla Mið-Austurlanda en þeir sem hafa heimsótt landið segja að það sé eins og að fara aftur á tíma gamla testamentisins. Óman er eyði- merkurland þar sem hægt er að skoða stórfenglegar hallir, mið- aldaþorp þar sem fólk ræktar pap- aya og ástaraldin, og fornar hafn- arborgir en Ómanir voru mikil siglingaþjóð. Hér lifa heimamenn að mörgu leyti eins og þeir gerðu fyrir tvö þúsund árum þrátt fyrir að olíugróði hafi skilað sér í bættu vegakerfi, skólum og sjúkrahús- um. Ferðamenn til Óman geta farið í reiðtúra á kameldýrum, farið í skútusiglingar, skoðað sjáv- arskjaldbökur eða slappað af í lúx- usheilsulindum. Í höfuðborginni Múskat er hægt að gista á afbragðs góðum hótelum sem bjóða upp á öll vestræn þægindi en stutt er í dularfullar sandöldur, litskrúðuga markaði og túrban- klædda fjárhirða. Dubai er sögð vera að missa alla sálina, en ferða- straumurinn til Óman er rétt að byrja. GIMSTEINN PERSAFLÓANS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.