Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 52
20 2. júní 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > NÆSTI TRUMP? 50 Cent mun leita að næsta hip-hop viðskiptajöfrinum í nýjum veruleikaþætti sem mun svipa til Apprentice-þátt- anna sem Trump stýrði harðri hendi. 16 þátttakendur keppa um hylli 50 Cent, en nú er í verðlaun námsstyrk- ur til hvaða háskóla- náms sem sigurvegar- inn óskar. Fréttablaðið greindi frá því á föstudaginn að Coleman-grill sem er til sölu hjá Ellingsen væri dýrasta grill landsins. Gripurinn kostar tæplega þrjú hundruð þúsund krónur og þegar Fréttablaðið bar að garði hafði enginn fest kaup á ferlíkinu. Kristján Ágúst, verslunarstjóri hjá Ellingsen, sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið að töluverður fjöldi fólks hefði lagt leið sína út á Fiskislóð til að berja gripinn augum. Eng- inn hefði hins vegar látið drauminn rætast. En nú hefur nýr kandítat tekið við af Coleman-risanum. Því Weber-Summit S650 gas- grillið sem Járn & Gler flytur inn fer heldur létt með að hrifsa til sín þá kórónu en það er verðlagt á tæpar 320 þús- und krónur. „Þetta er rollsinn, ekki nokkur spurning,“ segir kokhraustur Kjartan Ágústs- son hjá fyrirtækinu og vísar því á bug að einhver kreppa ríki í sölu á þessum sannkall- aða lúxusvarningi. „Nei, nei, við erum búnir að selja átta á þessu ári og þar af fór eitt núna bara í morgun,“ útskýrir Kjartan. Ekki er þó neinn pitsuofn í Weber-grillinu en Kjartan segir að það komi ekki að sök. Það sé nánast ryðfrítt frá toppi til táar, grillteinarnar séu þykkir og góðir og standist því íslenska veðráttu. Fréttablað- ið óskar hins vegar eftir fleiri ábendingum sem kæmu til greina í titilinn dýrasta gas- grill landsins. - fgg Dýrasta grillið dúkkar upp KJARTAN OG KÓNGURINN Weber-Summit S650 kostar tæplega 320 þús- und krónur og telst því dýrasta grill landsins um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Listamaðurinn Hrafnkell Sigurðs- son tekur þátt í samsýningunni Fellow Travellers í Liverpool hinn 18. september ásamt breskum listamönnum á borð við Holly Johnson, söngvara Frankie Goes to Hollywood sem sló í gegn á níunda áratugnum. Stefnt er að því að halda þessa sýningu á Íslandi í febrúar á næsta ári. Fimmtán samkynhneigðir lista- menn eiga verk á sýningunni og er hún hluti af listahátíðinni Liver- pool Biennial, sem er haldin í til- efni þess að Liverpool er menn- ingarborg Evrópu í ár. „Mér finnst alveg skemmtilegt að sýna í þessu samhengi, það verður gaman að prófa það,“ segir Hrafnkell. „Listamennirnir eru gay en síðan getur myndlistin verið allavega. Það er spurning hvort það sé eðli- legt að velja fólk á sýningar eftir kynhneigð en það er allt í lagi að sjá hvað kemur út úr því.“ Hrafn- kell segir að það verði forvitnilegt að sýna með Holly Johnson. „Ég veit ekki hvernig myndlist hann gerir, það á eftir að koma í ljós, en hann var flottur söngvari á sínum tíma.“ Á meðal þekktustu laganna sem hann flutti voru Relax og The Power of Love. - fb Sýnir með Holly HRAFNKELL SIGURÐSSON Hrafnkell tekur þátt í samsýningunni Fellow Travellers í Liverpool í september. FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD Holly Johnson og félagar sungu vinsæl lög á borð við Relax og The Power of Love. TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Kvikmyndastjörnur í Holly- wood þrífast á umfjöllun og telja ferli sínum það helst til framdráttar að vera á forsíðu einhvers glanstíma- rits. Enda eru hæfileik- arnir kannski af skornum skammti í mörgum tilfell- um. Lindsay Lohan er nýj- asta dæmið um þá hegðun. Ferill Lindsay hefur legið lóðrétt niður eftir að slúðurpressan í Bandaríkjunum var mötuð dag- lega af skandölum tengdum stöðugri áfengisneyslu. Lohan hefur eftir að hún útskrifaðist úr meðferð átt erfitt með að vekja á sér athygli og því kemur kannski nýjasta útspilið ekkert ýkja mikið á óvart. Hún er semsagt lesbía og á í ástarsambandi við Samönthu Ronson plötusnúð. Að koma út úr skápnum Í kvikmyndinni Bowfinger frá árinu 1999 með þeim Eddie Murphy og Steve Martin kom per- sóna Heather Graham úr skápn- um og hafði þá komið sér í mjúk- inn hjá kvenkynsframleiðanda í Hollywood. Graham var í hlut- verki ungrar stúlku sem dreymdi um frægð og frama í Hollywood og sá sér þennan leik á borði; að gerast lesbía. Tveimur árum áður en þessi ágæta gamanmynd kom út hafði Anne Heche komið heimsbyggðinni á óvart þegar hún tilkynnti að nýj- asta ástin í lífi hennar væri spjall- þáttadrottningin Ellen DeGen- eres. Ellen hafði sjálf valdið miklu fjaðrafoki í bandarískum fjölmiðl- um þegar hún kyssti konu í loka- þætti gamanþáttar síns. Og þeir voru ófáir siðapostularnir sem fordæmdu athæfið og töldu hana hvetja ungt fólk til ósiðsamlegrar hegðunar. Svo heppilega vildi til að þessi skápaferð Heche kom á sama tíma og hún lék í kvikmyndinni Six Days, Seven Nights á móti Harrison Ford. Myndin fékk tölu- vert meiri umfjöllun en ella því hún reyndist sjálf hvorki fugl né fiskur. Anne sneri „aftur“ inn í skápinn árið 2000 og gekk að eiga kvikmyndatökumann. Þau eru nú reyndar að skilja. Ástalífið hjá Ellen hefur hins vegar blómstrað síðan Heche yfirgaf hana og er nú í sambúð með hinni ítölskættuðu Portiu de Rossi. Samkynhneigð háir ekki konum Orðrómar um samkynhneigð setja hins vegar ekki alltaf strik í reikning- inn hjá Hollywood- stjörnum. Sér í lagi hjá konum því hommar virðast eingöngu fá homma-hlutverk. Lesbíur virðast eiga auðveld- ara með að aðgreina sig frá kynhneigð sinni í kvik- myndahlut- verkum. Kynhneigð- in hefur í það minnsta ekki háð Óskarsverð- launaleik- konunni Jodie Fost- er. Þótt ekki sé langt síðan hún gekkst við því að vera samkyn- hneigð er ljóst að það kom engum á óvart. Hún sleit hins vegar samvistum við Cydney Bernard, unnustu sína til tut- tugu ára. Þegar þessi upp- talning er höfð í huga þarf Lohan kannski ekki að örvænta þrátt fyrir að vera komin út úr skápnum. Nafn hennar er í það minnsta allra vörum aftur. Verstu mistökin væru hins vegar að hverfa frá þessu öllu saman og láta eins og ekkert sé. Þá yrði litið á þetta hliðar- spor sem athyglissýki af verstu gerð. -fgg Lesbíuleikur Lohan LESBÍA EÐA EKKI Anne Heche ákvað að vera lesbía en hætti síðan við og sneri sér aftur að karlmönn- um. Hún er nú að skilja. LINDSAY LESBÍA? Fjölmiðlungar hafa gert að því skóna að skápaferð Lindsay Lohan sé bara fjöl- miðlabrella. Tíminn einn leiðir það í ljós. EKKI HÁÐ ÞEIM Jodie Foster hefur ekki verið dreginn í dilka þrátt fyrir kyn- hneigð sína. ÁSTFANGNAR Ellen DeGeneres og Portia de Rossi eru almennt taldar vera í einhverju traustasta sambandi Hollywood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.