Fréttablaðið - 06.06.2008, Side 34

Fréttablaðið - 06.06.2008, Side 34
fatastíllinn Inga María Leifsdóttir, markaðsstjóri Íslensku Óperunnar Getur þú lýst þínum stíl? „Maður reynir að vera hress. Nota liti, þora að vera í hvítu, endurvinna og endurnýta föt. Og vera í fallegum skóm.“ Kaupir þú mikið af fötum? „Já, já. Ég kaupi oftast fleiri föt og ódýrari, oft notuð, en gef fljótt slatta aftur. Mér finnst það ferli vera hluti af því að byggja upp góðan fataskáp.“ Hverju fellur þú yfirleitt fyrir? „Svörtum ermalausum kjólum.“ Hvaða flík er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Fínasta flíkin mín er Marc Jacobs-ullarjakkinn sem börnin mín gáfu mér í af- mælisgjöf.“ Snobbar þú fyrir merkjum? „Já, auðvitað! En samt á ég eitt- hvað voðalega lítið af merkjafötum. Því miður.“ Hugsar þú mikið um útlitið? „Nei, það finnst mér ekki - hver hefur tíma til þess? En klæðnaður og ýmislegt tengt honum er vissulega eitt af áhugamálum mínum.“ Í hvernig fötum líður þér best? „Mér líður best í kjól, enda er ég oftast í kjól.“ Uppáhaldsverslun? „Hjálpræðisherinn.“ Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? „Hvað á ég að segja? Nei, eiginlega ekki. Allt var einfaldlega hluti af tíð- ar andanum.“ Í hvað myndir þú aldrei fara? „Ekkert sérstakt. Öll föt hafa sinn tíma og sína notkun. En ég reyni að forðast það sem er mjög hnökrað og þvegið. Og þó …“ martamaria@365.is Hjálpræðisherinn er í uppáhaldi 1. Þennan kjól keypti Inga María í Danmörku. 2. Gamlir Bally-skór sem hún gróf upp í Hjálpræðishernum. 3. „Þetta er gamalt úr frá ömmu minni sem er í miklu uppáhaldi.“ 4. Þessa Lacoste-tösku hnaut Inga María um í Hjálp- ræðishernum. 5. H&M klikkar aldrei. Þessir skór eru þaðan. 6. Vintage eyrnalokkar sem hún fékk í afmælisgjöf síðast frá mikilli tískufrænku sinni. 7. Inga María í kjól sem hún keypti í Danmörku. 1 2 3 4 5 6 7 6 • FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.