Fréttablaðið - 06.06.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 06.06.2008, Síða 38
 6. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● golf Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst á Torrey Pines-golfvellinum í San Diego í Kaliforníu á fimmtudaginn í næstu viku. Tiger Woods er brattur þótt hann sé nýkominn úr uppskurði. Argentínumaðurinn Angel Cabr era á titil að verja en hann sigraði með glæsibrag á hinum ótrúlega erfiða Oakmont-velli í Pennsylvaníu á síðasta ári. Það dugði honum að leika á fimm höggum yfir pari til að hreppa sigurlaunin. Tiger Woods, sem fór í uppskurð á hné eftir að hafa lent í öðru sæti á Masters-mót- inu í apríl, ætlar að mæta til leiks í Kaliforn- íu. Þrátt fyrir meiðslin og þótt hann hafi „að- eins“ sigrað tvisvar á Opna bandaríska mótinu á sínum ferli, þykir Tiger mjög sigurstrang- legur í ár. Spekingar eru sammála um að erf- itt verði að hemja tígurinn, þar sem völlur- inn þykir henta leikstíl hans vel (hvaða völl- ur gerir það ekki?). Tiger sigraði nefnilega á Buick International-mótinu sem haldið var á Torrey Pines í janúar. Tiger var nýlega spurður hvort hann hefði ekki áhyggjur af meiðslunum og leikforminu. „Vonandi verð ég búinn að ná mér hundr- að prósent,“ svaraði hann. „Ef ekki þá er það ekkert stórmál. Ég hef sigrað á mótum þrátt fyrir að vera aðeins haltur.“ Eins og áður sagði fer mótið nú í fyrsta skiptið fram á Torrey Pines-golfvellinum. At- hygli vekur að völlurinn er ekki einkavöllur heldur í eigu San Diego-borgar. Þrátt fyrir það þykir hann meðal bestu valla Bandaríkjanna. Hann er hæðóttur og stendur við Kyrrahafið þar sem ansi vindasamt getur orðið. Það segir kannski ýmislegt um völlinn að áhugamönnum sem hyggjast leika þar er ráðlagt að: A) Taka með sér uppáhalds dræverinn, þennan sem þeir slá langt og beint með. B) Æfa vel með millijárnunum því þeir komi til með að nota þau langmest á par 4 og par 3 holunum. C) Taka auka-púttæfingar, því líklegt sé að þeir þurfi að pútta niður þrjá palla og í gegn- um fjórfalt brot. D) Taka með sér sína eigin ofur-léttu títaníum- hrífu svo þeir verði ekki alltof þreyttir í hönd- unum eftir allar strandferðirnar. - th Tiger líklegur á US Open Tiger Woods sigraði á Buick-mótinu sem fór einmitt fram á Torrey Pines-vellinum í byrjun ársins. NORDICPHOTOS/AFP Kormákur Geirharðsson vekur jafnan mikla athygli á golfvöllum landsins enda fáir kylfingar sem klæða sig jafn skemmti- lega og hann. „Ég hef spilað golf í 35 ár. Kannski með tíu ára hléi þegar ég var í pönkinu. Það þótti víst ekki fara saman,“ segir Kormákur kylfingur. „Ég skrapp samt alltaf einu sinni til tvisvar á ári á völlinn til að halda mér við.“ Kormákur er afar liðtækur kylfingur. Með 8,9 í forgjöf eftir að forgjöfinni var breytt. „Nú er ég kannski nærri eðlilegri forgjöf,“ segir hann. Kormákur vekur gjarnan athygli þegar hann spásserar um vellina grænu enda klædd- ur eins og breskur hefðarmaður, í hné síð- um ullarbuxum og gamaldags sportsokkum. „Það er alltaf gott að spila í slíkum fötum. Ég geri það yfirleitt nema það sé of heitt, sem er nú sjaldnast, enda eru fötin úr pjúra ull,“ segir Kormákur, sem hafði lengi dreymt um að leika golf í gamaldags fatnaði. „Mig hafði lengi langað í slík föt en þau voru ekki seld hér á landi. Það var ekki fyrr ég komst í sam- band við birgja erlendis í kringum Herra- fataverslun Kormáks og Skjaldar, að ég fór að kaupa svona föt,“ útskýrir hann en föt af þessu tagi fást nú einmitt í þeirri verslun. Hann segir fólk iðulega taka því vel þegar hann mætir í fötunum. „Ég hef bæði fengið hrós hérlendis sem erlendis. Jafnvel í golf- vöggunni Bretlandi.“ Kormákur bendir á að æ fleiri kylfingar kaupi sér gamaldags golffatnað. „Það eru allt- af fleiri og fleiri sem kaupa sér svona föt. Ég hef til dæmis tekið eftir því með íslensku at- vinnumennina sem spila fótbolta á Englandi. Þegar þeir koma hingað til lands að spila golf eru þeir yfirleitt í svona fötum.“ Kormákur segir hins vegar að flestir ís- lenskir kylfingar klæðist hefðbundnum golf- eða hlífðarfatnaði. „Það er nauðsynlegt að klæðast hlífðarfatnaði eins og veðráttan er hér á landi. Flestir Íslendingar spila líka í svoleiðis fötum. Það hefur þó breyst töluvert síðustu ár þar sem það eru svo margir sem fara í golfferðir til útlanda. Þá kaupa þeir sér föt á golfvöllunum og þeir eru alltaf að verða smartari.“ Þótt Kormákur spili yfirleitt í hnésíðum ull- arbuxum lætur hann ullarjakkann eiga sig. „Það er eitthvað minna til í þeirri deild og þeir eru líka svo þykkir. Ég hef samt prófað að spila í jakka sem var gerður fyrir fasanaveið- ar, með svona aukarými á öxlunum. Það svín- virkaði.“ - kh Pönkari í hnésíðum ullarbuxum Kormákur lék fyrsta golfhringinn í sumar á þriðjudag- inn var. Í apríl fór hann hins vegar í golfferð til Írlands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Af tíu sigursælustu kylfingum heims koma átta frá Bandaríkjun- um. Jack Nicklaus er sem stendur sigursælasti kylfingur heims. Á ár- unum 1962 til 1986 vann hann Mast- ers-mótið sex sinnum, Opna banda- ríska fjórum sinnum, Opna breska þrisvar og fimm sinnum PGA, alls átján titla. Næstur á eftir Nicklaus kemur landi hans, Tiger Woods, sem hefur landað þrettán stórum titlum. Tiger er þó enn að og gæti hæglega náð Nicklaus. Gary Play- er frá Suður-Afríku er sá kylfing- ur utan Bandaríkjanna sem hefur unnið flesta titla, níu tals- ins, á árun- um 1959 til 1978. - kh Sigursælustu kylfingar heims Opna bandaríska meistaramótið í golfi á sér langa sögu. Það var fyrst haldið árið 1895 í New- port á Rhode Island. Í 113 ára sögu mótsins hefur það sex sinnum fallið niður. Árin 1917 og 1918 féll það niður vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og frá 1942 til 1945 vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Horace Rawlins, 21 árs Englendingur, sigraði á fyrsta mótinu og fékk 150 dollara í verðlaun. Bretar einokuðu mótið fyrstu sextán árin en eftir það hafa bandarískir kylfingar verið nánast ein- ráðir og sigrað alls 78 sinnum. Bandaríkjamenn hafa hins vegar ekki unnið síðan 2003 þegar Jim Furyk vann á Olympia Fields í Illinois. Eftir það hafa Retief Goosen (Suður-Afríku), Michael Campbell (Nýja-Sjálandi), Geoff Ogilvy (Ástralíu) og loks Angel Cabrera (Argentínu) farið með sigur af hólmi. MÓTIÐ HEFUR SEX SINNUM FALLIÐ NIÐUR Eina lengstu golfbraut Bandaríkj- anna, ef ekki í heimi, er að finna á Panther Creek-vellinum í Jackson- ville í norðurhluta Flórída. Braut- in er par sex og 800 yardar, um 730 metrar, á lengd. Völlurinn sjálfur í Panther Creek er heldur ekkert slor. Á hverri braut er hægt að slá af sex teigum. Fyrir meðal kylfinginn er lengd vallarins 7.039 yardar, slopið 143 og rating 75,1 (slope og CR segir til um hversu erfiður völlurinn er. Því hærra slope og CR því erfið- ari er völlurinn). Til samanburðar er golfvöllurinn í Grafarholti með slope upp á 130 og CR upp á 72,3 af meistaraflokksteigum. Fyrir þá sem vilja hins vegar reyna sig fyrir alvöru á Panther Creek-vellinum er hægt að tía upp á svörtum teigum en þá er völlurinn 7.526 yardar með slope upp á 149 og CR 77,7. Þar af eru tvær par fjórar holur sem eru meira en 500 yardar á lengd. Á vellinum er einnig að finna stærstu flöt í heimi. Hún er á ní- undu holu, par þrjú, og eru rúmir 3.500 fermetrar. Panther Creek-völlurinn er átján holur, teiknaður af arkitektinum Andy Dye. - kh Einn sá erfið- asti í heimi Golfvöllurinn í Panther Creek er einn af þeim erfiðari í heiminum. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum er sigursælasti kylfingur heims.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.