Fréttablaðið - 06.06.2008, Page 42

Fréttablaðið - 06.06.2008, Page 42
 6. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● golf Íslandsmótið í höggleik er haldið í fjórða sinn í Vestmannaeyjum á 70 ára afmæli golfklúbbsins. „Við breytum vellinum ekki neitt í þetta skiptið þar sem breytingar voru gerðar á vellinum fyrir landsmótið 2003. Þá voru brautirnar lengdar og við höfum hald- ið því fyrirkomulagi á vellinum,“ segir Örlygur Helgi Grímsson, vallarstjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja. Íslandsmótið í höggleik verður haldið á Vestmannaeyjavelli í fjórða sinn. Mótið er haldið í Vestmannaeyjum að þessu sinni í tilefni þess að GV heldur upp á 70 ára af- mæli sitt um þessar mundir. Örlygur segir það óþarfa að leggja út í sérstakar framkvæmdir við völlinn nú þrátt fyrir að Íslandsmótið sé haldið í Eyjum. „Við njótum staðsetningarinnar og völlurinn hjá okkur er mun fyrr kom- inn í sumarfötin en flest allir aðrir vellir á landinu. Við notum þó meiri áburð til að fá þéttara röff en vanalegt er, en að flestu leyti er þetta hefðbundinn undirbúningur undir golfsumarið. Við erum þó einnig að leggja stíga úr gervigrasi og hlynna að einstaka teigum sem fóru illa úr saltbruna í vetur.“ Um tíu starfs- menn vinna við Vestmannaeyjavöll á hverju sumri. „Við erum lítill klúbb- ur og verðum að sníða okkur stakk eftir vexti.“ Íslandsmótið er nú haldið í fjórða sinn á Vestmanneyjavelli eins og fyrr sagði. „Við fengum mótið núna af því við erum að halda upp á sjötíu ára afmæli klúbbs- ins. Við ætlum af því tilefni að endurvekja gamla völlinn í inndalnum og verðum með mót 21. júní þar sem við spilum uppruna- legu sex holurnar. Þrjár þeirra hafa lítið sem ekkert breyst og eru hluti af vellinum og gaman frá því að segja að þessar þrjár holur í Herjólfsdalnum eru þær elstu sem eru í leik. Það eru 6., 7. og 8. holan sem eru frá 1938.“ Örlygur segir að völlurinn hafi komið vel undan vetri og sé glæsilegur þó stutt sé liðið á sumarið. „Það eru helst flatirn- ar og teigarnir við sjóinn sem við eigum í vandræðum með, en þetta er allt að koma.“ -shá Íslandsmótið aftur í Eyjum Gömlu holurnar í Herjólfsdal eru þær elstu á landinu sem enn eru í leik. MYND/ELSA VALGEIRSDÓTTIR Magnús Magnússon, skipstjóri frá Boston í Bandaríkjunum, var á ferð í Eyjum sumarið 1937 og kenndi nokkrum mönnum und- irstöðuatriðin í golfíþróttinni. Nokkrir af þeim sem meðtóku golfsóttina ákváðu að boða til fundar Golfklúbbs Vestmannaeyja. Fundurinn var haldinn hinn 4. desember 1938 og voru 20 mættir. Stofnun Golfklúbbs Vestmannaeyja ● WC Á sínum tíma skilgreindi Winston Churchill golf sem „gagnslausa tilraun til að koma stjórnlausum bolta niður í óað- gengilega holu, með áhöldum sem eru illa fallin til síns brúks“. ● HOLA Í HÖGGI Einstakt snilldar- verk sem á ekkert skylt við heppni. ● PAR Stærðfræðileg fullkomnun. Al- gengast er að hún sé staðfest með svört- um blýanti og enn svartari samvisku. ● SPEKI GOLFEKKJUNNAR Besta aðferðin til að fá eiginmanninn til að róta í blómabeðinu er að kalla það glompu. ● EÐLILEG VIÐBRÖGÐ Kylfingurinn: „Læknir, litli guttinn koms-t í golf- pokann og gleypti öll tí-in mín!“ Læknirinn: „Ég kem eins fljótt og ég get. Hvað ætlar þú að gera þangað til?“ Kylfingurinn: „Ég æfi bara púttin á meðan!“ GOLFGRÍN Askalind 3 · 201 Kópavogur · Sími: 562 1500 Mán.-föst. kl. 10-18 - Laugard. 11-16 Nú bjóðum við rennihurðaskápa og fleira fyrir skrifstofuna, alveg eftir máli ! Askalind 3 · 201 Kópavogur · Sími: 562 1500 BETRI STO FA N BETRA BAÐ LÆGRA VERÐ MEIRA ÚRVAL Heilsteypt vaskborð í úrvali: Breiddir: 60, 80, 90, 120, 140, 160, 180 cm. Litir: Hvít, svört, offwhite, ljósgrá, sandgrá ELDHÚS - BAÐ - ÞVOTTAHÚS - FATASKÁPAR Ótæmandi möguleikar á uppröðun eininga: Komdu með málsetta grunnmynd af baðinu. Við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. PISA HÖLDULAUST Nýjasta hátíska! hvítt matt hvítt háglans svart háglans Val um 30 hurðagerðir og -liti. Komdu og skoðaðu úrvalið! www.nettoline.dk VAXTALAUS Euro eða Visa lán til allt að 12 mánaða án útborgunar Askalind 3 · 201 Kópavogur · Sími: 562 1500Mán.-föst. kl. 10-18 - Laugard. 11-16 15% afsláttur sé greitt við pöntun 15% afsláttur sé greitt við pöntun VAXTALAUS Euro eða Visa lán til allt að 12 mánaða án útborgunar SK RIF ST OF AN NÝTT Í FRÍFORM SKRIFSTOFUINNRÉTTINGAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.