Fréttablaðið - 06.06.2008, Síða 71

Fréttablaðið - 06.06.2008, Síða 71
FÖSTUDAGUR 6. júní 2008 39 Bandarískur strákur með kín- verskar bardagamyndir á heilan- um rekst á staf hins forna kín- verska stríðsmanns sem kallaður var Apakonungurinn. Töfrar stafs- ins flytja þann unga aftur í tímann til Kína, þar sem hann fær aðstoð valinkunns bardagafólks til að skila stafnum til Apakonungsins, sem situr fastur í álögum, ásamt því að læra kung fu í leiðinni. Þrátt fyrir að vera alþjóðlegar stórstjörnur með áratuga reynslu í bransanum er The Forbidden Kingdom fyrsta kvikmyndin sem þeir Jackie Chan og Jet Li leika saman í. Væntingar eru því ein- hverjar, þá sérstaklega hjá unn- endum kung fu-mynda og það má segja að myndin skili sínu innan marka Hollywood-formúlunnar. Útkoman er fantasíu-fjölskyldu- mynd sem gengur mest upp vegna hæfileika Chan og Li, sem fá að láta ljós sitt skína í slagsmála- senunum. Þeir fara reyndar hvor- ugur með hið eiginlega aðalhlut- verk, strákurinn sem nemur af þeim og er jafnframt inngangs- punktur áhorfandans í þennan framandi kínverska töfraheim, en myndin lifnar við þegar þeir mæta til leiks. Í raun er söguþráðurinn ekki upp á marga fiska, þótt fantasíuhlutinn sé áhugaverður, en allt fellur í ljúfa löð þegar þeir kumpánar láta hnefana tala og hafa ætíð stutt í grínið. Það verður svo að minnast á að það er meist- ari Yuen Woo-Ping sem útfærir bardagana, en sá gerði það m.a. í Kill Bill og The Matrix. Aldur Chan ætti að fara að segja til sín en það er ekki að sjá hér, hann og Li virðast jafn liprir og fyrir áratug síðan. Hvor þeirra fer með tvö hlutverk í myndinni; Chan sem gamall búðareigandi og yngri drykkfelldur stríðsmaður og Li sem Apakonungurinn annars vegar og munkur hins vegar. Hollywood-bragurinn er aftur á móti óumflýjanlegur og stundum er aulahúmorinn aðeins um of; markhópurinn er í yngri kantin- um. En myndin tekur sig ekki of alvarlega, lítur mjög vel út og sem auðgleymanleg skemmtun með fullt af flottum bardögum sleppur hún vel fyrir horn. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Hjá Apakonunginum KVIKMYNDIR The Forbidden Kingdom Leikstjóri: Rob Minkoff. Aðalhlut- verk: Jet Li, Jackie Chan, Michael Angarano. ★★ Sæmileg afþreying sem skilur lítið eftir sig. Í BÍÓÍ REGNBOGANUM SUMARTILB OÐ allar myndir allar sýningar alla daga í allt sumar650kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.