Fréttablaðið - 12.06.2008, Page 42

Fréttablaðið - 12.06.2008, Page 42
 12. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● bílar Bílasýningin Sexy Green Car Show fór nýlega fram í Corn- wall á Englandi. Hún var nú haldin í annað sinn en þar eru sýndar helstu nýjungar fram- leiðenda á grænum bílum, það er bílum sem valda lítilli mengun. Heitið Kynþokkafulla græna bíla- sýningin er sprottið af kaldhæðni, því hingað til hafa sparneytnir vetnisbílar ekki verið hannaðir með það að markmiði að vera flott- ir heldur praktískir. Í stuttu máli hafa þeir ekki þótt svalir á götum úti. Á meðal bíla á sýningunni var Lotus-sportbíll með vél sem gengur fyrir bensíni, bioetanóli og metan- óli. Bíllinn nær 254 kílómetra há- markshraða og fer upp í hundrað- ið á 4,1 sekúndu. Bíllinn mun vera umhverfisvænn því metanólið sem hann gengur fyrir verður unnið úr koltvísýringi, en Lotus telur að sú tækni verði fullkomnuð á næstu fimmtán til tuttugu árum. Annar bíll sem var kynntur á sýn- ingunni var Ford Focus ECOnectic, en 1,6 lítra dísilvélin framleiðir 115 grömm af koltvísýringi á kíló- metra, sem er minnsti útblást- ur bíls af þessari stærðar- gráðu. Og yfir hundr- að kílómetra kemst hann á 4,5 lítrum. Saab 9-X Bio Hybrid Concept er hugmyndabíll þar sem athugað- ir eru möguleikar þess að drífa bílinn áfram á bioetanóli, bensíni og rafmagni. Á toppi bílsins er sólarrafhlaða. Svokallað hybrid- kerfi sem Saab hefur verið að þróa slekkur á vélinni á meðan ekki reynir á hana. Bíllinn getur keyrt stuttar vegalengdir á rafmagni einu saman, en það nýtist til dæmis vel í umferðarteppum. Þar að auki er bremsan notuð til að endurnýja orku. Þannig eyðir bíllinn 4,9 lítr- um á 100 kílómetrum. Aðrir framleiðendur á sýning- unni sem hafa sýnt viðleitni til að draga úr bensíneyðslu voru Volks- wagen, Citroën, Peugeot, Seat, Honda, Fiat, Smart, Toyota og Seg- way. - nrg Grænir þokkafullir bílar Morgan LIFE er vetnisrafdrifinn, smíðaður úr áli, viði og leðri. Kemst 400 kílómetra á einni hleðslu og nær 140 kílómetra hraða á klukkustund. Saab 9-X Bio Hydrid er með öfluga rafhlöðu, sólarbatterí og tví- skipta bensín- og ethanólvél. Polo Bluemotion kemst 1.200 kílómetra á einum tanki. Minna viðnám í dísilvél, gírkassa og dekkjum gera þetta meðal annars að verkum.. Lotus þessi mun ganga fyrir alkóhóli sem er unnið úr koltvísýringi. Hann nær 254 kílómetra hámarkshraða. Ford Focus ECOnectic var kynntur á sýningunni en hann fer hundrað kíló- metra á 4,5 lítrum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.