Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 4
4 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR Stal bíl og ók um Vopnafjörð 23 ára maður hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að stela bíl á Vopnafirði og aka honum um götur bæjarins. Hann hefur frá árinu 2003 hlotið sjö refsidóma fyrir umferðar- og þjófnaðarbrot, rán og líkamsárás. DÓMSTÓLAR VINNUMARKAÐUR Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað til yfirvinnubanns hjúkrunar- fræðinga frá og með fimmtudeg- inum 10. júlí þar sem samninga- viðræður hafa reynst árangurslausar. Eftir þennan tíma munu hjúkrunarfræðingar aðeins skila vinnu í samræmi við umsamið starfshlutfall. Búist er við að yfirvinnubannið komi mest niður á Landspítala- háskólasjúkrahúsi, LSH, lyflækn- is sviði og skurðstofum, öðrum sjúkrahúsum í landinu, heilbrigð- isstofnunum og heilsugæslu- stöðvum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi hjúkrunarforstjóri á LSH, segir að yfirvinnubannið hafi veruleg áhrif á starfsemna, sérstaklega fyrstu helgarnar. „Við erum að vinna núna í því hvort við getum tryggt bráða- þjónustuna,“ segir hún og getur ekki svarað því hvort deildum verði lokað. „Ég á von á því að það verði hliðrað til.“ Verið er að skoða hversu marg- ar vaktir eru skráðar yfirvinnu- vaktir á LSH. Guðlaug Rakel segir að félagið hafi sér vitanlega ekki boðað yfirvinnubann áður og því séu ekki mörg fordæmi. Ræða þurfi ýmislegt, til dæmis hvort undanþágunefnd verði starfandi eins og í verkfalli. „Þetta er hásumartími, fólk er að koma úr fríi og fara í frí þannig að þetta er að mörgu leyti erfiður tími og töluvert verkefni að púsla þessu saman,“ segir hún. Lilja Aðalsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Heilbrigðis- stofnun Austurlands, segir að dregið verði úr starfsemi og aðeins sinnt neyðarþjónustu. „Það er mannekla fyrir hjá okkur þannig að við megum ekki við miklu. Við endurskoðum starf- semina en lokum ekki deildum, fólk fær ekki þá þjónustu sem það á von á að fá. Við reynum að gera ekkert sem ekki er bráð að- kallandi,“ segir hún. Þóra Ákadóttir, starfandi hjúkr- unarforstjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir að þokkaleg mönnun sé á spítalanum og ekki mikið um yfirvinnu. „Ég hef aðal- lega áhyggjur af bráðasviðinu, skurð-, svæfinga- og slysadeild, þar eru einu vaktirnar sem eru bakvaktir,“ segir hún og vonast til að tíminn fram til 10. júlí verði notaður vel til að semja. Bæði á St. Jósefsspítala og Sól- vangi kemur bannið lítið við starf- semina fyrstu dagana. Yfirvinnubannið nær til rúm- lega tvö þúsund hjúkrunarfræð- inga. ghs@frettabladid.is Reynt að tryggja bráðaþjónustuna Hjúkrunarfræðingar hafa boðað yfirvinnubann frá og með 10. júlí og mun það setja strik í reikninginn á sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og heilsugæslu- stöðvum um allt land. Reynt verður að tryggja bráðaþjónustu. FLESTIR Í BANNI Á LSH Yfirvinnubann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, nær til ríflega 2.000 hjúkrunarfræðinga um allt land. Flestir hjúkrunarfræðingarnir starfa þó á LSH enda kemur yfirvinnubannið þar harðast niður. Starfandi hjúkrunarforstjóri segir unnið að því að tryggja bráðaþjónustuna komi til yfirvinnubanns. MYND/ÚR SAFNI Þankastrik eru fjölbreytt tómstundablöð fyrir alla þá sem hafa gaman af þrautum. Krossgátur, sudoku og ratleikir. Tvö glæný tölublöð fyrir sumarið. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skemmtilega r gátur heilabrot og sudoku-þr autir Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 SJÁVARÚTVEGUR Öllum atkvæða- greiðslum um viðkvæm mál hefur verið slegið á frest á 60. ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem stend- ur yfir í Chile. Ástæðan er að full- trúar ráðsins telja mikilvægara að jafna þann ágreining sem hefur logað innan ráðsins í fjölda ára og kristallast fyrst og síðast í deilum Japana og Ástrala. Japanar hafa um árabil krafist veiðikvóta en Ástralar setja sífellt fram nýjar kröfur um verndun og eru sakaðir af Japönum um að snúa eðli ráðsins í andhverfu sína; um hvalverndun- arráð sé að ræða í þeirra skilningi. Japanar hafa lengi hótað að draga sig út úr ráðinu vegna þeirra deilna sem þar hafa ríkt. Nú verður settur saman vinnuhópur sem tuttugu lönd munu eiga aðild að. Ekki er settur tímarammi á vinnu hópsins en stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir á ársfundi ráðsins í Madeira í Portúgal að ári. Þegar vinnuhópurinn hefur skil- að skýrslu sinni verða efnisleg atriði tekin fyrir. Þeirra helst eru tillögur Japana um að hætta vís- indaveiðum og taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni og umhverfissinna um stofnun verndarsvæðis fyrir hvali í Suður-Atlantshafi. Danir hafa farið fram á að veiðikvóti Grænlendinga, á grunni frum- byggjaveiða, verði aukinn. - shá Hætt við að greiða atkvæði um viðkvæm mál á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins: Reynt að sætta sjónarmið HREFNUVEIÐAR Japan, Noregur og Ísland leiða hóp hvalveiðisinna en Ástralar og Bretar eru fyrirferðarmiklir í hópi verndunarsinna. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 18° 16° 19° 18° 20° 24° 26° 24° 26° 28° 29° 27° 22° 23° 31° 32° 19° Á MORGUN Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. LAUGARDAGUR Norðlægar áttir, víða 5-10 m/s . 4 6 5 5 2 3 2 3 5 4 5 13 12 12 11 7 7 7 9 9 10 8 1213 77 8 8 12 13 7 8 BEST FYRIR VESTAN Á morgun má búast við skúrum með köfl um víða á suðvestanverðu landinu og dálítilli vætu um landið austanvert. Heldur kólnandi veður fyrir norðan og austan og ættu ferðamenn og útivistarfólk að huga að því fyrir helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL Rannsóknir á göngudeild smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins sýna að erlend börn sem hingað flytjast eru í mörgum tilfellum illa bólusett á íslenskan mælikvarða. Mörg voru næm gegn hettusótt, mislingum og rauðum hundum en öll mældust með verndandi mótefni gegn stífkrampa. Þetta er niðurstaða Ernu Sigmundsdóttur læknanema sem greint er frá í Sóttvarnartíðindum Landlæknisembættisins. Niður- staða rannsóknarinnar sýnir að til að koma í veg fyrir að hér á landi brjótist út bólusetningasjúkdóm- ar er nauðsynlegt að fylgjast vel með fyrri bólusetningum hjá börnum sem flytjast til Íslands og bjóða þeim sem illa eru bólusett nýja bólusetningu. - shá Rannsókn á Barnadeild LSH: Erlend börn eru illa bólusett DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykja- víkur um dánarbú skákmeistarans Bobbys Fischer þar sem kröfu systursona Fischers um opinber skipti búsins var hafnað. Héraðsdómur hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að hin japanska Myoko Watai segðist vera eiginkona Fischers og ætti með honum barn en ef á því léki vafi væri það sýslumanns að ákveða að krefjast opinberra skipta á búinu. Hæsti- réttur hefur nú vísað málinu aftur í hérað til löglegrar meðferðar þar sem systursonunum væri sannar- lega heimilt að krefjast skiptanna ef þeir véfengdu tilkall annarra til þess. - sh Héraðsdómur ómerktur: Úrskurðað skal um bú Fischers BOBBY FISCHER STJÓRNSÝSLA Embætti forstjóra Veðurstofu Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Um áramót renna Veðurstofa Íslands og Vatnamælingar Orkustofnunar saman í nýja stofnun undir nafni hinnar fyrrnefndu. Viðfangsefni hennar snúa að eðlisþáttum jarðar, það er lofti, vatni, snjó og jöklum, jörð og hafi. Nýr forstjóri tekur við í ágúst en umsóknarfrestur er til 11. júlí. Magnús Jónsson hefur verið forstjóri Veðurstofu Íslands síðan 1994. - bs Embætti forstjóra Veðurstofu: Auglýst eftir umsóknum Kona steig í hver Erlendur ferðamaður á miðjum aldri brenndist illa á fæti þegar hann steig í hver utan við Hveragerði í gær. Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. LÖGREGLUFRÉTTIR Árekstur við framúrakstur Kona slasaðist lítillega þegar tveir jeppar rákust saman vestan við Kirkjubæjarklaustur í gærmorgun. Báðir bílar skemmdust mikið. Leyniviðræður í Svíþjóð Leynilegar viðræður áttu sér stað nýverið milli abkasískra og georgískra embættismanna í Svíþjóð. Abkasar hafa viljað sjálfstæði frá Georgíu og njóta stuðnings Rússa. Viðræðurnar munu ekki hafa skilað árangri en þóttu þó gagnlegar. GEORGÍA LÍKNARMÁL „Það var uppboð á árituðum treyjum frá Jóni Arnóri Stefánssyni og Eiði Smára Guðjohnsen,“ segir Ágúst Guðmundsson, einn umsjónar- manna Stjörnugolfs Nova. Stjörnugolf Nova var haldið í fimmta sinn í gær á Urriðavelli í Garðabæ. Á því móti voru tuttugu þjóðþekktir Íslendingar fengnir til að spila golf og þar voru meðal annars Eiður Smári Guðjohnsen, Helga Möller og Sveppi. Mótið er haldið ár hvert og allur ágóði af söfnuninni rennur óskiptur í styrktarsjóð hjart- veikra barna. - vsp Golf fyrir hjartveik börn: Eiður Smári bauð upp treyju GENGIÐ 25.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 165,9207 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,65 83,05 163,06 163,86 128,76 129,48 17,262 17,362 16,153 16,249 13,69 13,77 0,7652 0,7696 133,78 134,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.