Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 22
22 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 343 4.520 +0,45% Velta: 3.109 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,42 +0,62% ... Bakkavör 30,03 -5,61% ... Eimskipafélagið 14,3 +0,00% ... Exista 8,08 -1,94% ... Glitnir 15,95 +0,00% ... Icelandair Group 15,75 +0,00% ... Kaup- þing 797,00 +1,27% ... Landsbankinn 23,10 +0,43% ... Marel 90,30 +0,33% ... SPRON 3,64 +0,55% ... Straumur-Burðarás 10,00 -1,19% ... Teymi 2,07 +0,00 ... Össur 92,10 -0,54% MESTA HÆKKUN 365 +4,39% FÆREYJABANKI +1,43% KAUPÞING +1,27% MESTA LÆKKUN ATL. AIRWAYS -6,83% CENTURY ALUM. -6,83% BAKKAVÖR -5,61% „Við erum enn að lána til fasteigna- kaupa og höfum aldrei hætt því. Markmiðið með þessari aðgerð er að auka gagnsæi í vaxtamyndun á íbúðalánamarkaði, sem er sérlega mikilvægt nú þegar talsverð óvissa ríkir á fasteigmarkaðnum,“ segir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaup- þings á Íslandi, en Kaupþing hefur ákveðið að bjóða út sérvarin skulda- bréf til fagfjárfesta vegna fjár- mögnunar á nýjum íbúðalánum. Bréfin eru til 25 og 40 ára, verð- tryggð með föstum vöxtum út láns- tímann og skráð í Kauphöllinni. Útboð á þessum bréfum verður að lágmarki einu sinni á hverjum árs- fjórðungi. Kaupþing segir að kjör á nýjum íbúðalánum ráðist af niður- stöðu útboðsins en íbúðalán bank- ans verða með 0,9 prósenta álagi. Því má gera ráð fyrir að vextir á íbúðalánum bankans geti lækkað í kjölfar útboðs, líkt og gerðist hjá Íbúðalánasjóði á dögunum. Markmið bankans með þessu fyrir komulagi er að auka gegnsæi í vaxtamyndun á íbúðalánamarkaði. Í tilkynningu kemur jafnframt fram, að komi til breytingar á vöxt- um íbúðalána vegna þessa fyrsta útboðs verði hún tilkynnt að morgni dags 30. júní og taki þá gildi þegar í stað. Ingólfur bendir á að Kaupþing hafi boðið upp á íbúðalán til við- skiptamanna sinna frá árinu 2004 og náð góðri hlutdeild á þeim mark- aði. „Bankinn býður sem fyrr við- skiptamönnum sínum Íbúðalán að uppfylltum sömu skilyrðum og giltu árið 2004,“ segir hann spurður hvort rétt sé að bankarnir hafi nán- ast skrúfað fyrir slík lán í niður- sveiflunni. „Það er mikilvægt að það komi fram að bankinn hefur ekki lokað á neinum tímapunkti þrátt fyrir alhæfingar um slíkt.“ Spurður um erlend lán segir Ingólfur að fyrirspurnir um slík lán séu metnar í hverju tilviki fyrir sig. „Það er þó rétt að það komi fram að Kaupþing hefur aldrei markaðssett erlend íbúðalán með beinum hætti til sinna viðskiptavina heldur metið hverja fyrirspurn fyrir sig. Erlend íbúðalán eru ekki stöðluð vara hjá bankanum líkt og Íbúðalán Kaup- þings,“ bætir hann við. „Til að styrkja enn frekar stöðu bankans á íbúðalánamarkaði á kom- andi misserum hefur sú ákvörðun verið tekin að efna til reglubund- inna útboða á sérvörðum skulda- bréfum Kaupþings útgefnum af bankanum. Niðurstöður þessara útboða munu svo í framhaldinu mynda grunn að verðlagningu íbúðalána bankans til viðskipta- manna sinna með föstu álagi ofan á útboðsniðurstöðuna hverju sinni,“ bætir hann við. Ingólfur bendir jafnframt á að bankinn geti nú boðið fjárfestum upp á afar öruggan fjárfestingar- kost, „með djúpri verðmyndun í formi viðskiptavaktar,“ eins og hann orðar það. - bih Kaupþing býður út sérvarin skuldabréf : Reglubundin út- boð ráða vöxtum BANKASTJÓRINN Ingólfur Helgason segir að Kaupþing láni enn til íbúðakaupa. Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær. Við það fara vextirnir í 5,75 prósent. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að verðbólga sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Útlit sé fyrir að seðlabankar víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, á evrusvæðinu, Bretlandi og í Svíþjóð muni hækka stýrivexti vegna þessa. Stýrivextir hækka í Noregi „Bankarnir stunda ekki spákaup- mennsku með íslensku krónuna. Krónan er minnsta mynt í heimi og áhugi erlendra fjárfesta á henni hefur dvínað, í það minnsta tímabundið,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi krónunnar féll hratt í mánuðinu þar til í gær. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, sagði í samtali við Markaðinn, að ekki væri fráleitt að ímynda sér að bankarnir hefðu áhrif á gengið kærðu þeir sig um það. Hann treysti sér þó ekki til að fullyrða um hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða hjá bönkun- um, sem vilji treysta stöðu sína fyrir lok fjórðungsins. Lárus segir bankana engan hag hafa af því að hreyfa við genginu á nokkurn hátt, hvað þá að fella það. „Við höfum enga hagsmuni af því. Hagsmunir okkar felast í stöðugu gengi og lágum vöxtum,“ segir Lárus. „Það skiptir viðskiptavini okkar öllu máli.“ Spurður um leiðir til að styrkja krónuna segir Lárus að allir séu að vinna í málinu. „Þetta er gjaldeyrisvandamál en ekki krónuvandamál. Mikilvægur liður í því að auka trúverðugleika á krónunni er að auka gjaldeyris- forðann.“ - jab LÁRUS WELDING Forstjóri Glitnis segir bankana hafa hag af stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bankarnir hreyfa ekki við krónunni Kauphallarsamstæðan NYSE Euronext, sem samanstendur af hlutabréfamarkaðnum í New York í Bandaríkjunum og Euronext-samstæðun- um, hefur keypt fjórðungshlut í kauphöllinni í Katar. Fjárfestingar- armur konungsfjölskyldunnar í Katar, sem á 75 prósenta hlut í kauphöll landsins, situr sömuleiðis á fimmtán prósenta hlut í bresku kaup- höllinni í Lundúnum LSE). Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber Al-Thani, forsætisráðherra Katar og frændi Sheikh Mohamed bin Khalifa, sem keypti 12,6 prósenta hlut í Alfesca í byrjun mánaðar, segir í samtali við blaðið að viðskiptin leggi grunninn að því að gera Doha að fjármálamiðstöð á heims- mælikvarða. - jab FORSÆTIS- RÁÐHERRANN Sjeik Hama. Bandaríkjamenn fjárfesta í Katar „Í raun er ekki hægt að segja hvað viðskiptavinirnir verða margir. Nýjar afurðir okkar hafa skilað um tíu þúsund viðskiptavinum utan Íslands,“ segir Lárus Welding, for- stjóri Glitnis. Bankinn kynnti í gær nýja sparnaðarleið, Save&Save. Talsverðar nýjungar felast í sparnaðarleiðinni. Í fyrsta lagi eru vextir með þeim hæstu sem bjóð- ast. Þá mun Glitnir reiða fram 0,1 prósents mótframlag af innistæð- um og leggja grunninn að alþjóð- legum sjóði, Glitnir Globe - Susta- in able Future Fund, sem veitir fé til sjálfbærra verkefna á sviði sjávarútvegs og orkumála. Féð sem Glitnir leggur til verður hluti af fjármögnunarkostnaði bankans. Á meðal þeirra sem sæti eiga í sjóðsstjórn eru dr. Rajendra K. Pachauri, Nóbelsverðlaunahafi og forseti Alþjóðavísindaráðs Sam- einuðu þjóðanna um loftlagsrann- sóknir. Formaður stjórnar er Árni Magnússon, fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri orkusviðs Glitnis. Sparnaðarleiðin var á sama tíma kynnt í Noregi en mun standa við- skiptavinum til boða í Bretlandi og öðrum Evrópulöndum eftir nokkra mánuði. - jab Glitnir opnar nýjan sparnaðarreikning Hráolíuverð lækkaði í gær eftir að bandaríska orkumálaráðuneytið birti vikulegar tölur sínar í gær sem sýndu að olíubirgðir vestanhafs voru meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Minna dró á eldsneytisbirgðirnar en fyrri vikur enda hefur hátt verð- lag upp á síðkastið dregið úr eftir- spurninni, að sögn fréttastofu Associated Press. Um miðjan gærdag hafði verðið lækkað um rúma þrjá dali og stóð olíutunnan í rúmum 133 dölum. Verið snerti 140 dali í síðustu viku. Lækkun á gengi Bandaríkjadals eftir snarpa stýrivaxtalækkun vest- anhafs síðan í september skýrir hækkun á olíuverði að hluta og horfa menn til þess að verðið lækki frekar gangi spár um styrkingu dalsins eftir. - jab Olíuverðið niður Íslendingar gætu allt eins tekið upp Bandaríkjadal í stað íslensku krónunnar væri þörfin á inngöngu í myntbandalag knýjandi. Þetta sagði Geir H. Haarde, for- sætisráðherra, í samtali við Dow Jones-fréttaveituna um mikla lækk un á gengi íslensku krónunnar í gær. Fréttaveitan sagði mörg íslensk fyrirtæki hafa lent í vand- ræðum vegna þessa. Þá bæti geng- is flöktið ekki úr skák. Það riðli langtímaáætlunum. Á málþingi fjárfesta í Lundúnum í Bretlandi í fyrradag sagði hann sveigjanleika felast í því að hafa eigin gjaldmiðil. Geir benti á í gær að mikil við- skipti Íslendinga færi nú þegar fram í Bandaríkjadölum. Upptaka dalsins væri því rökréttari lausn en innganga í myntbandalag Evr- ópu sem svo myndi leiða til evru- væðingar. Evran væri þannig ekki sjálfgef- in mynt, að mati Geirs sem benti á að aðrar myntir skiptu sömuleiðis máli. Þar á meðal væri breska pundið og aðrir norrænir gjald- miðlar. - jab GEIR HAARDE Forsætisráðherra segir Íslendinga allt eins geta tekið upp bandaríkjadal sem gjaldmiðil og evrur. Mikil viðskipti Íslendinga séu í dölum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bandaríkjadalur jafn góður og evra Alla daga frá10 til 22 800 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.