Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 70
42 26. júní 2008 FIMMTUDAGUR “UNNIN AF NATNI, TÓNLISTIN FRÁBÆR OG UNDIRSTRIKAR FIRRINGUNA, OFSÓKNARÆÐIÐ OG ÓTTANN VIÐ ÞAÐ ÓÞEKKTA” - S.V., MBL NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 7 12 16 10 THE HAPPENING kl. 8 - 10 THE INCREDIBLE HULK kl. 8 - 10.15 ZOHAN kl. 5.40 SEX AND THE CITY kl. 5.20 16 12 10 14 CRONICLES OF NARNIA 2 kl. 4 D - 7 D - 10 D CRONICLES OF NARNIA 2 LÚXUS kl. 4 D - 7 D - 10 D THE INCREDIBLE HULK DIGITAL kl. 5.30 D - 8 D - 10.30 D THE HAPPENING kl. 5.50 - 8 - 10.10 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 HORTON kl. 4 ÍSLENSKT TAL 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 7 16 10 14 12 MEET BILL kl. 5.50 - 8 -10.10 THE HAPPENING kl. 8 - 10 KJÖTBORG kl. 6 - 7 ENSKUR TEXTI ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 8 - 11 INDIANA JONES kl. 5.30 5% SÍMI 551 9000 7 10 14 12 7 MEET BILL kl. 5.50 - 8 -10.10 FLAWLESS kl. 8 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 7 - 10 INDIANA JONES 4 kl. 10.20 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 SÍÐUSTU SÝNINGAR “FULLT HÚS STIGA” - Ó.H.T., RÁS 2 “Kjötborgarkaupmennirnir á horninu klikka ekki” - 24 Stundir ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSS KEFLAVÍK WANTED kl. 5:30 - 8D - 10:20D 16 WANTED kl. 8 - 10:20 VIP NARNIA 2 kl. 5D - 8 - 10:40 7 NARNIA 2 kl. 5 VIP THE BANK JOB kl. 8 - 10:30 16 INCREDIBLE HULK kl. 5:30 - 8 - 10:20 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SPEED RACER kl. 5 L WANTED kl. 6D - 9D - 11:15D 16 NARNIA 2 kl. 6D 7 THE BANK JOB kl. 9 - 11:15 16 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 14 DIGITAL DIGITAL WANTED kl. 8 - 10:20 16 INCREDIBLE HULK kl. 8 - 10:20 12 WANTED kl. 8 - 10:20 16 NARNIA 2 kl. 7:30 7 THE HAPPENING kl. 10:20 16 WANTED kl. 8 - 10 12 NARNIA 2 kl. 6 - 9 7 SPEED RACER kl. 5:40 L DIGITAL Powersýning kl.11:15 í kringlunni DREPTU EINN! BJARGAÐU ÞÚSUNDUM! HEITASTA BÍÓMYNDIN Í SUMAR ER KOMIN! - bara lúxus Sími: 553 2075 WANTED- POWER / DIGITAL kl. 5.50, 8 og10.10(P) 16 NARNIA 2 kl. 5 7 THE INCREDIBLE HULK kl. 8 og 10.10 12 SEX AND THE CITY kl. 6 og 9 14 - K.H., DV.- 24 STUNDIR M Y N D O G H L J Ó Ð POWERSÝNINGKL 10.10DIGITAL MYND OG HLJÓÐ 1/2 - VIGGÓ., 24 STUNDIR - V.J.V., Topp5.is / FBL „Þetta bara svo karlmann- legt. Að skafa á sér kjamm- ann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemd- ir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dags- ins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Kom- ist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnað- ur til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmið- ill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eit- urlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stór- markaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gill- ette-rakvélar séu mjög góðar eink- um ef menn eru að flýta sér. „Rak- hnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverf- isvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hár- greiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta leng- ur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum. jakob@frettabladid.is Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf TORFI MEÐ HNÍFINN VIÐ BARKA BLAÐAMANNS Rakstur upp á gamla mátann er það sem koma skal en hnífarnir eru vandmeðfarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söngkonan M.I.A tilkynnti aðdáendum sínum á Bonnaroo tónlistarhátíð- inni að hún væri að hætta í bransanum. Samkvæmt New York Times steig söngkonan á svið og sagði við tónleikagesti að þetta yrðu hennar síðustu tónleikar. Eftir að hafa tekið nokkur lög þakkaði hún áhorfendum fyrir og endurtók að þessir tónleikar væru hennar síðustu. Tilkynning- in kom mörgum í opna sköldu þar sem söngkonan er bæði gríðar- lega vinsæl og enn mjög ung að árum. MIA hætt í bransanum M.I.A. Kveður tón- listarbransann. „Þetta er eins og stórt ættarmót þar sem gamlir nágrannar, vinir og ætt- ingjar hittast á ný. Síðast komu um 1000 manns en við búumst við um 1500 til 2000 manns um helgina,“ segir Brynja Bjarnfjörð, fram- kvæmdastýra Hamingjudaga á Hólmavík, sem fara fram í fjórða sinn um helgina. „Það verður margt um að vera, svo sem kassabílarallý, golfmót og hnallþórukeppni, svo eitthvað sé nefnt. Þá baka allir heimamenn köku og koma með á hlaðborð sem verður utandyra á laugardagskvöldinu,“ segir Brynja og útskýrir að jafnframt verði veitt verðlaun fyrir fallegustu, ham- ingjusömustu og frumlegustu kökurnar sem og best og mest skreyttu húsin í bænum. „Við ætlum að bjóða upp á fjöl- skyldutjaldstæði við félagsheimilið þar sem Veðurguðirnir munu spila og svo verður diskótek með DJ Óla Geiri fyrir ellefu til sextán ára unglinga, svo það ætti að vera eitt- hvað í boði fyrir alla,“ segir Brynja, en Rauði Krossinn ætlar að standa fyrir flóamarkaði til styrktar Guð- mundi á Finnbogastöðum. „Dag- skránni lýkur svo á sunnudeginum með svokölluðum Furðuleikum við Sauðfjársetrið í Sævangi þar sem keppt verður í furðulegum íþrótt- um á borð við trjónuhlaup og skít- kast,“ segir Brynja að lokum. - ag Hamingja á Hólmavík HAMINGJUDAGAR UM HELGINA Búist er við að 1500 til 2000 manns mæti á Hamingjudaga á Hólmavík. Kvikmyndin Journey To The Cent- er Of The Earth 3-D, verður frum- sýnd í Bandaríkjunum eftir rúmar tvær vikur. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Jules Verne, sem reyndar heitir Leyndardómar Snæfells- jökuls á íslensku enda á inngangurinn að miðju heimsins að liggja í gegnum jökulinn góða. Í myndinni fer Aníta Briem með hlutverk leiðsögukonunnar Hönnuh, sem fylgir vís- indamanni og ungum frænda hans í leiðang- urinn. Hún sat nýlega fyrir svörum hjá Cole Smithey, sjálfstætt starf- andi kvikmyndagagnrýn- anda í Bandaríkjunum. „Það var ótrúlega gaman fyrir mig að fá að búa til sterka, kvenkyns persónu í anda íslenskra kvenna. Íslenskar konur eru oft mjög sterkar og sjálfstæð- ar, sem að ég held að hafi gagn- ast mér vel,“ segir Aníta. „Það er einmitt ég sem bjarga málun- um – kvenkynskarakter sem drífur söguna áfram. Mér finnst þannig karaktera skorta í marg- ar ævintýra- og hasarmyndir. Ég held að það sé mikilvægt að ungar stelpur fái að sjá kven- kynspersónu sem stýrir has- arnum,“ segir hún. Það gekk á ýmsu áður en Aníta var valin í hlutverkið og í viðtalinu segist hún halda að hún hafi slegið met Cameron Diaz um flestar áheyrnarprufur fyrir eitt hlutverk, en hún fór í þær nokkrar fyrir The Mask. „Ég hlýt að hafa farið í svona 25 áheyrnar- prufur. Þetta var fjögurra mánaða ferli,“ segir Aníta, sem býr nú í Los Angeles og líkar vistin vel. „Fólk spyr mig „Hvernig er það?“ í mjög neikvæðum tóni. Fyrir mér er ég umkringd hæfileikaríkasta og kappsamasta fólki í bransan- um,“ segir leikkonan. Aníta sést næst í þáttaröðinni The Tudors, þar sem hún fer með hlutverk Jane Seymour, og mynd- in The Storyteller er svo væntan- leg á markað á næsta ári. Þar leik- ur hún á móti Wes Bentley, sem er kannski hvað þekktastur fyrir leik sinn í American Beauty, og Amer- ican Idol-stjörnunni Katharine McPhee. Íslenskar konur innblásturinn LÍKAR VEL Í LA Aníta Briem býr í Los Angeles, en nýjasta mynd hennar, Journey To The Center Of The Earth, verður frumsýnd ytra eftir um tvær vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.