Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.06.2008, Blaðsíða 44
 26. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Valgerður Guðrún Hjartardóttir keyrir steypubíl hjá BM Vallá og líkar starfið vel. Valgerður tók vörubílaprófið árið 2002 og vinnuvélaréttindin ári síðar. Hún ekur steypubíl og leysir af á steypudælu hjá BM Vallá og líkar vel. „Þetta er ekki verra en hvað annað. Ég fæ að vera úti sem ég er ánægð með en svo er þetta mestmegnis akstur hingað og þangað. Ég tek steypu í stöðinni og kem henni til við- skiptavina og losa í síló eða krana, eða í dælu og stundum í hjólbörur,“ segir Valgerður þegar hún er beðin að útskýra starf sitt. „Það þarf að blanda steypuna eftir kúnstar- innar reglum eftir því í hvað hún er ætluð og stilla dælunni upp í samræmi við það verk sem á að vinna. Skemmtilegast er að steypa stórar plötur þegar verkið gengur hratt og vel en leiðinlegastar eru hjólbörurnar og föt- urnar,“ segir Valgerður og hlær. Verkefnin eru af ýmsum toga og Valgerður rifjar upp eftirminnilegar ferðir á steypubílnum. „Eitt sinn var verið að steypa sumarhús á Þingvöllum og steypubíllinn komst ekki að. Þá þurfti að losa steypuna í síló og svo kom þyrla og flaug með það í bústaðinn. Það var svolítið eftirminnilegt verkefni. Einu sinni keyrði ég líka steypu fyrir Spaugstofuna og losaði steypu í plötu þar sem tvö stígvél stóðu upp úr í miðjunni.“ Það eru ekki margar konur sem keyra steypubíl og þegar Valgerður er spurð hvort hún fái einhverjar athugasemdir frá körlun- um í vinnunni svarar hún að það komi stund- um fyrir en hún hafi munninn fyrir neðan nefið. „Stundum segja karlarnir að það sé ekki það versta að kona geti unnið sömu störf, en að hún geri það betur en þeir, það sé verra. Einhvern tímann þurfti ég að vinna á stærstu dælu landsins, sem var um 45 metra löng. Ég laug að stráknum að þetta væri fyrsti dagur- inn minn og manngreyið fölnaði allur upp og hljóp áhyggjufullur fram og aftur. En eftir að við höfðum steypt í tuttugu mínútur þá spurði hann hvort þetta væri örugglega fyrsti dag- urinn minn. Þá hafði ég auðvitað unnið mörg ár á dælunni en það var fyndið að sjá hvað hann varð stressaður kallinn yfir því að sjá ljóshærða konu á svona stóru tæki.“ - rat Skemmtilegast að steypa stórar plötur Valgerður Guðrún Hjartardóttir, steypubílstjóri hjá BM Vallá, segir starfið skemmtilegt. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R Vélafang var valið fyrirtæki ársins í könnun VR. Hér gefur að líta Fendt 936 Vario- dráttarvél, sem er sú stærsta í Evrópu, en Vélfang flytur hana inn. MYND/VÉLFANG EHF. Stéttarfélagið VR gerir árlega vinnumarkaðskönnun þar sem kosin eru fyrirmyndarfyrirtæki ársins og hefur SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, valið stofnun ársins síðustu þrjú skipti. Vélfang var valið fyrirtæki árs- ins 2008 í hópi smærri fyrirtækja. Er það annað árið í röð sem fyrir- tækið lendir í fyrsta sæti í könnun- inni. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 af þeim Eyjólfi Pétri Pálma- syni, Skarphéðni K. Erlingssyni, Stefáni G. Ármannssyni og Þórði Jónssyni. Síðar gekk Kristján Ragnarsson til liðs við hlutahafa- hópinn og er nú einn af eigend- unum. Vélfang fékk 100 stig, fullt hús stiga, fyrir þáttinn launakjör og 99 stig fyrir þrjá aðra þætti; starfsanda, vinnuskilyrði og trú- verðugleika stjórnenda. Fjarhitun verkfræðistofa hlaut fyrstu verðlaun í hópi fyrirtækja með yfir fimmtíu starfmenn. Ríkis- skattstjóri og Skattrannsóknar- stjóri voru valdar stofnanir árs- ins. - hs Fyrirtæki ársins 2008 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.