Fréttablaðið - 04.07.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 04.07.2008, Síða 2
2 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR FLÓTTAMENN „Á Ítalíu má halda flóttamönnum í allt að átján mán- uði í hálfgerðum búðum, þar sem ferðafrelsi er takmarkað og öryggi lítið. Íslensk yfirvöld eru að senda Ramses í mjög slæmar aðstæður,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, for- maður Íslandsdeildar mannrétt- indasamtakanna Amnesty Inter- national. Keníumaðurinn Paul Ramses Oduor var sendur til Ítalíu í gær- dag, eftir að hafa sótt um hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Kona hans og barn verða send til Svíþjóðar eða Kenía. „Þúsundir flóttamanna bíða úrlausnar á Ítalíu og hann lendir aftast í þeirri röð. Þessi fjölskylda mun því ekki sameinast fyrr en eftir dúk og disk,“ segir Jóhanna. Réttast væri að Ramses kæmi aftur hingað og yfirvöld „öxluðu þá ábyrgð“ sem þau beri samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En það sé rauður þráður í flóttamannastefnu Íslendinga að stjórnvöld geri allt sem þau geti til að koma flóttamönnum til annarra ríkja. Ítalskir blaðamenn greindu árið 2005 frá aðstæðum í búðum ítalska ríkisins fyrir flótta- menn og ólöglega innflytjendur. Þeir lýstu bar- smíðum og niðurlæg- ingu. Lögreglan hefði stolið af flóttamönn- um. Ítölsk stjórnvöld neituðu þessu en nokkrir ítalskir þing- menn heimsóttu sama ár búðir nálægt Sikiley og sögðu þær hrörlegar; þar hefði skort vatn og hreinlætis- aðstöðu. Þess hefði ekki verið gætt að fólkið hefði aðgang að þjónustu lækna og lögmanna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur einnig gagnrýnt aðstæður í búðum Ítala. Útlend- ingastofnun tók beiðni Ramses ekki til formlegrar umfjöllunar, heldur vísaði til Dyflinnarsamkomulags- ins, sem segir að flóttamann megi senda til þess lands sem veitti honum fyrst vegabréfaáritun. Í fyrra var þetta gert 24 sinnum á Íslandi. Ramses stoppaði á Ítalíu á leið sinni hingað í janúar. Hann var sótt- ur af lögreglu í fyrradag og gisti nauðugur hjá útlendingadeild lög- reglunnar um nóttina. Svo var honum vísað burt. klemens@frettabladid.is Mogens Glistrup látinn Danski stjórnmálamaðurinn Mogens Glistrup er látinn. Hann var 82 ára að aldri. Glistrup stofnaði Framfaraflokk- inn danska árið 1972, en lengi vel var meginmálstaður hans sá að létta á skattbyrði Dana. Síðar vó andstaða við innflytjendur þyngra. DANMÖRK BRUSSEL, AP Borgarar Evrópusam- bandsríkjanna munu geta sótt sér heilbrigðisþjónustu hvert sem er á innri markaði sambandsins án þess að þurfa fyrst að fá samþykki heilbrigðistryggingar sinnar í heimalandinu. Þetta kveður frumvarp að nýjum Evrópuregl- um á um, sem framkvæmdastjórn ESB birti í vikunni. Þjónustufrelsið á innri mark- aðnum gerir nú þegar þegnum eins ESB-lands kleift að leita sér læknisþjónustu í öðru, en þeir þurfa þá almennt séð fyrst að fá heimild heimatryggingar sinnar. Þessar reglur eiga líka við um ríkisborgara EFTA-ríkjanna á Evrópska efnahagssvæðinu, það er Íslendinga, Norðmenn og Liechtensteinbúa. - aa Þjónustufrelsi í ESB: Frelsi aukið til læknisþjónustu LEITAÐ AUSTUR Tannlæknaþjónusta er meðal þess sem vinsælt er að kaupa í öðru landi á innri markaði Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL „Það er eins og maður hafi stigið á eitthvert ægilegt lík- þorn,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sem í greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á miðvikudag sagði EES-samning- inn skaðlegan og velti fyrir sér hvort úrsögn væri æskileg. Uppskar hann kröftug viðbrögð úr röðum Evrópusinna, til dæmis formanns Evrópusamtakanna, sem sagðist stundum velta fyrir sér á hvaða öld Ögmundur lifði. „Ég vil að Evrópuumræðan sé kröftug en hún hefur verið of þröng og það er einblínt á hvort við eigum að ganga í Evrópusam- bandið eða ekki,“ segir Ögmundur og telur fleiri kosti í stöðunni. Nefnir hann tvíhliðasamninga um tollalækkanir og aðrar ívilnanir. „Mér finnst Brussel-valdið vera að færa sig meira og meira upp á skaftið og setja okkur skorður sem ég tel stangast á við væntingar okkar í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Ögmundur og á þar meðal annars við nýlegan úrskurð um Íbúðalánasjóð. Ögmundur kveðst skilja sjónar- mið þeirra sem vilja ganga í ESB en telur sjálfur að því fylgi fleiri ókostir en kostir. „Ákvarðanir eru teknar með ógagnsæjum og mið- stýrðum hætti og fáir koma að þeim,“ segir hann. Nefnir hann Gatt-samningana sérstaklega sem hann segir framkvæmdastjórn ESB hafa gert í umboði ríkis- stjórna aðildarríkja en án umræðu í þjóðþingum þeirra. - bþs Ögmundur Jónasson vill kröftuga Evrópuumræðu og undrast viðbrögð við grein: Fleiri kostir en EES og ESB ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir Brussel- valdið setja Íslendingum skorður sem stangist á við væntingar í lýðræðisríki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Samningafundur lækna og samninganefndar ríkisins var árangurslítill í gær. Gunnar Ármannsson, formaður samninganefndar lækna, segir að læknar hafi lagt fram tillögu sem samninganefnd ríkisins hafi tekið sér tvo tíma til að skoða. Hún hafi svo komið til baka með sama krónutölutilboðið og áður, þó með smávægilegri útfærslu. „Niðurstaðan er sú að það ber enn mikið í milli,“ segir Gunnar. „Við viljum semja fram í október 2009 og gera breytingar á vinnutíma- og hvíldartímaákvæð- um. Þessi atriði skipta lækna og vinnuveitendur miklu máli. Við vildum samtvinna þetta í einn pakka en ríkisvaldið vildi ekki skoða það.“ Samningafundur hefur verið boðaður í næstu viku. - ghs Læknafélagið: Lítill árangur á samningafundi Alræmdar aðstæður á Ítalíu Paul Ramses, flóttamaðurinn sem var rekinn úr landi í gær, lendir aftast á lista þúsunda flóttamanna og gæti verið í 18 mánuði í alræmdum ítölskum flóttamannabúðum. Kona hans og barn fara á aðrar slóðir. JÓHANNA K. EYJÓLFS- DÓTTIR KÚRDAR Í FLÓTTAMANNABÚÐUM ÍTALA Ítalir hafa á síðustu árum verið sakaðir um að flytja flóttamenn úr landi án þess að kanna lagalegan rétt þeirra. Ómannúðlegar aðstæður eru sagðar einkenna sumar flóttamannabúðirnar. Dómsmálaráðherra svarar því ekki, hvort aðstæður á Ítalíu hafi verið kannaðar. NORDICPHOTOS/AFP TVEIR MÓTMÆLTU Tveir menn fóru inn á afrein flug- brautar á Keflavíkurflugvelli til að mótmæla brottvísun Pauls Ramses í gærmorgun. Upphaflega munu mennirnir hafa ætlað að loka Reykjanesbraut fyrir umferð og koma þannig í veg fyrir að Ramses yrði settur um borð í vélinni. Eyjólfur Kristjánsson hjá lög- reglunni á Suðurnesjum segir að litið sé á málið „grafalvarlegum“ augum og brotið varði allt að sex ára fangelsi. KOM STARFI ABC Á LAGGIRNAR „Ramses var að vinna hjá okkur frá því seint 2006 og til 2007,“ segir Þórunn Helgadóttir, hjá ABC-barnahjálp. „Hann hjálp- aði okkur að koma starfi ABC á laggirnar úti í Kenía. En hann hætti þegar hann sneri sér að stjórnmál- um og fór að vinna að framboði. Það er ekki hægt að vera bæði hjá ABC og í stjórnmálum og hans hugur var í pólítíkinni. En hann var góður vinur okkar allra áfram.“ ÞÓRUNN FYRIR MIÐJU Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, svaraði ekki spurningum um málið í gær. Hann var spurður hvort stjórnvöld gerðust ekki sek um að slíta fjölskyldu í sundur með því að senda foreldrana í sitt hvort landið. Hvort mögulegt hefði verið að líta málið öðrum augum. Hvað hann segði um þá fullyrðingu að rauði þráðurinn í flóttamannastefnu Íslands væri að koma sem flestum þeirra á herðar annarra ríkja. Hvort aðstæður í flóttamannabúð- unum á Ítalíu hefðu verið kannaðar. Svona var svar dómsmálaráðherra, sem barst um kvöldmatarleytið: „Unnt er að kæra málið, sem er tilefni spurninga þinna til ráðuneyt- isins, og segi ég því ekkert um það mál. Almenn afstaða mín til þessara mála hefur birst í þeim frumvörpum til útlendingamála, sem ég hef flutt og alþingi samþykkt.“ Amnesty International sendi Birni einnig bréf í gær. Í því var mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna rifjuð upp og beiting Dyflinnar-sam- komulagsins gagnrýnd. Stjórnvöld voru þá hvött til að endurskoða ákvörðunina, í ljósi þess að stjórnvöld hefðu „gengið á rétt nýfædds sonar hans til að njóta umönnunar beggja foreldra“. BJÖRN SVARAR EKKI BJÖRN BJARNASON LÖGREGLUMÁL „Þarna lét borgara- lega skyldan til sín taka. Þetta sýnir að lögreglan getur unnið bæði hratt og vel þegar hún fær smá upplýsingar,“ segir Páll Stef- ánsson ljósmyndari. Eins og Fréttablaðið greindi frá á mið- vikudag var dekkjum og felgum af Volkswagen GTI bifreið Páls stolið á einkar ósvífinn hátt við Dalbraut. Málið hlaut farsælan endi í gær þegar Páll fékk dekkin sín aftur og lögreglan handtók þjófinn. Það var athugull starfsmaður dekkjaverslunarinnar Pitstop í Dugguvogi sem þekkti felgurnar aftur eftir að hafa lesið umfjöllun Fréttablaðsins. Þjófurinn hafði þá komið með þær á verkstæðið og beðið um affelgun, því hann hafði í hyggju að mála felgurnar. Starfs- maðurinn hafði samband við Pál, sem kom upplýsingunum áfram til lögreglu. Maðurinn var svo hand- tekinn í gær. Páll fékk felgurnar í hendurnar tandurhreinar og óskemmdar. „Þetta fór á besta veg,“ segir Páll, þakklátur að vonum. „Fólki sem ég hef heyrt í síðustu daga var mikið í mun að láta þjófana ekki komast upp með þetta, heldur vildi það ná þessum helvítis öpum,“ segir hann, alsæll yfir að þeim hafi orðið að ósk sinni í gær. Lögregla rannsakar nú hvort umræddur dekkja- þjófur tengist þremur sambæri- legum málum sem upp hafa komið á síðustu vikum. - kg Bíræfnir dekkjaþjófar náðust eftir ábendingar frá starfsmanni dekkjaverkstæðis: Borgaraleg skylda kom sér vel ÞAKKLÁTUR Páll Stefánsson ljósmyndari fékk felgurnar sínar hreinar og óskemmdar til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VESTMANNAEYJAR „Þetta á að sýna hæðina á vikrinum á hinum ýmsu stöðum bæjarins,“ segir Marinó Sigursteinsson en hann var sá sem setti upp þessar vikursúlur. Goslokahátíðin í Eyjum hófst í gær en þá er lokum Heimaeyjar- goss minnst. Vikursúlur voru settar upp til að sýna hæð vikursins eftir eldgosið. Við súlurnar er skráð í hversu mikla hæð vikurinn náði en þykkast náði vikurinn í sjö metra. „Þetta sýnir aðallega hversu mikið afrek það var að hreinsa bæinn á sínum tíma,“ segir Marinó. - vsp VIKURSÚLUVÍGSLA Súlan við ráðhúsið sýnir að hæð vikursins var 165 senti- metrar eftir gosið. Súlur settar upp í Eyjum: Tákna hæð vik- ursins eftir gos Sigmar, geturðu ekki betur? „Ég held ég verði að segja pass.“ Sigmar Guðmundsson er nýhættur sem spyrill í spurningaþættinum Gettu betur eftir nokkurra ára starf. DANMÖRK Drukkinn 78 ára gamall Svíi stal árabát eftir viðburðaríka nótt í Helsingjaeyri í Danmörku. Þegar hann reyndi að flýja til Svíþjóðar á bátnum sofnaði hann á leiðinni. Maðurinn hugðist ferju frá Helsingjaeyri til Helsingborgar í Svíþjóð þegar hann uppgötvaði að hann átti ekki fyrir farinu. Þá brá hann á það ráð að taka árabát traustataki og róa sjálfur þessa fimm kílómetra yfir Eyrarsund. Hann sofnaði hins vegar á leiðinni og danska lögreglan náði honum stuttu síðar. Eigandi bátsins hyggst ekki kæra manninn. - vsp Svíi stal bát í Danmörku: Sofnaði við heimróðurinn SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.