Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 4
4 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Með fréttaskýringu í Fréttablaðinu á miðvikudag um umferðaröryggi fylgdi mynd af vélhjóli sem lent hafði í slysi. Tekið skal fram að ökumaður þess hjóls ók ekki á ólöglegum hraða, þótt umfjöllunin fjalli meðal annars um hraðakstur kappaksturshjóla eins og þeirra sem sjást á myndinni. ÁRÉTTING VINNUMARKAÐUR Forysta hjúkrunar- fræðinga hefur fundað undanfarið með hjúkrunarfræðingum um allt land til að fara yfir það hvernig boðað yfirvinnubann virkar ef til þess kemur, hvaða reglur gilda og fara yfir stöðuna í kjaramálunum, nú síðast á félagsfundi í Neskaup- stað í gærkvöld. Boðað yfirvinnu- bann hefst á fimmtudaginn kemur klukkan fjögur ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Landspítala, LSH, segir að erfitt sé að segja til um það hvaða áhrif yfirvinnubann hafi á starf- semi spítalans. „Við erum frekar að horfa til þess að það náist sam- komulag áður en til þess kemur og það er að mínu mati mjög mikil- vægt að það verði,“ segir hún. Unnið er samkvæmt sumaráætl- un á LSH og er starfsemin í sam- ræmi við það. Anna telur að yfir- vinnubannið geti til dæmis komið niður á lyflækningasviði. Hún er þó ekki tilbúin til að greina frá því nú hvernig brugðist verður við. „Við munum þurfa að grípa til ráðstafana ef til þessa yfirvinnu- banns kemur en það er erfitt að segja til um það núna hverjar þær verða, það fer eftir aðstæðum þegar yfirvinnubannið skellur á ef það skellur á.“ Samningafundur hefur verið boð- aður á mánudag. Anna segir að enn sé tími til stefnu. „Við horfum til þessa samningafundar á mánudag- inn. Ég hef miklar væntingar til fundarins,“ segir hún. - ghs HEF VÆNTINGAR „Ég hef miklar væntingar til fundarins,“ segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri á LSH. Þessi mynd er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Hjúkrunarfræðingar undirbúa yfirvinnubann á fimmtudaginn kemur: LSH vonast eftir samningi BRUSSEL, AP Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum verða að endur- skoða stefnu sína varðandi lífrænt eldsneyti með tilliti til hækkandi matvælaverðs í heiminum. Þetta fullyrtu talsmenn hjálparsamtaka og sérfræðingar í matvælamálum á fjölþjóðlegri ráðstefnu í Brussel. Í máli frummælenda á ráðstefn- unni kom enn fremur fram sú skoðun að hömlur sem mörg ríki hafa sett við útlutningi á búvörum gerðu miklum fjölda þurfandi fólks erfiðara að nálgast mat. Kall- að var eftir stórauknum fjárfest- ingum í að auka landbúnaðarfram- leiðslu í þróunarlöndum, ekki síst í Afríku. - aa Matvælasérfræðingar álykta: Iðnríkin endur- skoði stefnuna VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 24° 28° 23° 21° 25° 23° 20° 21° 22° 24° 26° 24° 24° 26° 29° 27° 21° 14 17 Á MORGUN Hægviðri eða hafgola. Síðdegisskúrir syðra. SUNNUDAGUR Hægviðri eða hafgola. 16 13 13 14 15 14 17 15 6 6 2 15 4 3 5 6 6 3 5 5 20 1615 13 20 20 18 15 23 20 24 EIN STÆRSTA FERÐAHELGIN Vel horfi r með veður þessa miklu ferðahelgi. Í dag verður bjartast á vestanverðu landinu með hita allt að 22 stigum. Á morgun verður bjartast á Norður- og Austurlandi með hita allt að 24 stigum. Á sunnu- dag verður víðast bjart með hita allt að 20 stigum, til landsins. 13 20 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur MALASÍA, AP Anwar Ibrahim, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu, hefur heitið því að ná völdum innan skamms. Anwar var nýlega sakaður um samkynhneigð af fyrrverandi aðstoðarmanni. Samkynhneigð er glæpur í Malasíu sem getur varðað allt að tuttugu ára fangelsi. Anwar heldur því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum ríkis- stjórnarinnar, sem rói nú lífróður til að halda völdum. Eitt helsta baráttumál Anwars er að lækka eldsneytisverð. Ríkisstjórn Malasíu hækkaði í síðasta mánuði bensínverð um 41 prósent og verð á disilolíu um 63 prósent. - gh Stjórnmál í Malasíu: Anwar snýr vörn í sókn ANWAR IBRAHIM VIÐSKIPTI „Þetta eru mikil tímamót, því Baugur verður ekki lengur með neinar eignir á Íslandi og mun nú undirbúa flutning höfuðstöðva sinna til London og sinna eigna- safni sem byggt hefur verið upp og við teljum afskaplega verðmætt til framtíðar,“ segir Gunnar Sigurðs- son, forstjóri Baugs. Fyrirtækið lauk í gærkvöldi við sölu allra eigna á Íslandi og mun eftirleiðis leggja áherslu á fjárfestingar í smásölu- verslun í Bretlandi, Norðurlöndun- um og Bandaríkjunum. Þar með hefur fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus og Hagkaup, verið selt fjár- festingarfélaginu Gaumi, en það er í eigu Jóhannesar Jónssonar, Ásu K. Ásgeirsdóttur og barna þeirra, Jóns Ásgeirs og Kristínar, auk félags í eigu Ingibjargar Pálma- dóttur og Bague eignarhaldsfélags. Nafni fjárfestingarfélagsins FL Group hefur verið breytt í Stoðir, eignarhaldsfélag. Stoðir hafa keypt kjölfestuhlut í Baugi Group af Styrki Invest. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleika- könnun og samþykki hluthafafunda Stoða. Eftir viðskiptin munu Stoðir fara með tæplega fjörutíu prósenta eignarhlut í Baugi. Aðrir hluthafar í Baugi eru Kevin Stanford, Don McCarthy og Bague SA auk starfs- manna félagsins. Stoðir hafa jafnframt selt allan 34,8 prósenta eignarhlut sinn í Northern Travel Holding, sem er móðurfélag Iceland Express, Sterl- ing og fleiri fyrirtækja í ferðaiðn- aði. Það er Fons ehf. sem kaupir og greiðir fyrir með hlutabréfum í Stoðum. Fjármögnun Baugs til almenns reksturs og mögulegrar útvíkkun- ar á starfsemi erlendis hefur jafn- framt verið tryggð, að minnsta kosti til næstu tveggja ára. „Það er mikill áfangi í því árferði sem er á alþjóðlegum lánamörkuðum. Við höfum lagt mikið á okkur til þess að klára þau mál og það er auðvitað mikill léttir að fjármögnun liggi nú fyrir,“ segir Jón Ásgeir Jóhannes- son, stjórnarformaður Baugs. Eftir breytinguna verður megin- hluti starfsemi Baugs í London, en meðal stærstu fjárfestinga Baugs má nefna Iceland, House of Fraser, Mosaic Fashions og Hamleys, All Saints, Goldsmiths og Mappin and Web í Bretlandi, Magasin du Nord og Illum í Danmörku og Saks í Bandaríkjunum. Gunnar Sigurðsson bendir á að kjölfestueignir Baugs í Bretlandi standi mjög sterkt, söluvöxtur sé upp á fjögur prósent á þessu ári og rekstrarhagnaður hafi aukist um fjórðung milli ára, sem tali sínu máli í því erfiða árferði sem nú ríki á breskum smásölumarkaði. Alls vinna um sjötíu þúsund starfsmenn hjá félögum í eigu Baugs í 4.300 verslunum viða um heim. Stoðir hf. á eftir breytinguna 32 prósenta hlut í Glitni, 99 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni, 39 prósenta hlut í Landic Property og 39 prósenta hlut í Baugi Group, auk annarra fjárfestinga hér á landi og erlendis. Helstu eigendur Stoða eru Gaum- ur og Ingibjörg Pálmadóttir. Þá er einnig stór hluti í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar í Samherja, Pálma Haraldssonar í Fons og Magnúsar Ármann og Þorsteins M. Jónssonar. bjorn.ingi@markadurinn.is Baugur Group selur allar eignir á Íslandi Fjárfestingarfélagið FL Group verður eignarhaldsfélagið Stoðir. Kaupir kjöl- festuhlut í Baugi Group, sem selur allar eignir sínar hér á landi, þar með talið Hagkaup og Bónus, og flytur til London. Endurfjármögnun Baugs er í höfn. 99% eignahlutur 23% eignahlutur 39% eignahlutur STOÐIR Tryggingamiðstöðin á Íslandi. Dótturfélag TM í Noregi er Nemi Forsikring. Landic Property er eitt þriggja stærstu fast- eignafélaga á Norður- löndum. Félagið á um 600 fasteignir í Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Finnlandi. Baugur á eignahlut í fjölmörgum smásölu- fyrirtækjum í Bretlandi, Norðurlöndum og Banda- ríkjunum. Meðal annarra eigna: 49% hlutir í Refresco (49%), 26% hlutir í Royal Unibrew og helmings- hlutur í Bayrock Group í Bandaríkjunum. Glitnir er íslensk-norsk bankasamstæða með starfsemi í fimm löndum. 39% eignahlutur HÖFUÐSTÖÐVAR BAUGS GROUP VIÐ TÚNGÖTU Í REYKJAVÍK Innan skamms verða þær væntanlega fluttar til Lundúna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAEngin lausn á olíuverði Engar augljósar skammtímalausnir eru til við hinu snarhækkaða olíuverði. Þetta sagði Henry Paulson, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, eftir fund með ráðamönnum í Berlín. Hann telur þó að fjárfesting í vistvænni orkutækni og árangur í næstu lotu Doha-viðræðna Alþjóða viðskipta- málastofnunarinnar geti hjálpað til að hafa hemil á verðbólgu og hækkandi heimsmarkaðsverði á matvælum. BANDARÍKIN GENGIÐ 03.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 159,2223 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 78,36 78,74 155,62 156,38 124,4 125,1 16,681 16,779 15,476 15,568 13,164 13,242 0,7363 0,7407 128,09 128,85 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.