Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 10

Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 10
10 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR GEORGÍA Líkamsárásir vegna pólit- ískra skoðana eru daglegt brauð í fyrrverandi sovétlýðveldinu Georg- íu og það þó að landið telji sig eiga heima í hópi ESB- og NATO-ríkja. Íþróttablaðamaðurinn Mamuka Kvaratskhelia er dæmi um slíkt, eins og sjá má á georgíska frétta- vefnum www.humanrights.ge. Kvaratskhelia var á leið á flug- völlinn í Tíblísí í byrjun júní til að sækja vin sinn, rússneskan blaða- mann, þegar svartur jeppi ók í veg fyrir hann. Út úr jeppanum stukku fjórir grímuklæddir menn. Þeir bundu fyrir augun á Kvaratskhelia og bundu á honum hendur og fætur með límbandi, óku með hann inn í skóg og gengu þar í skrokk á honum. Skildu hann svo eftir. Öllum verð- mætum var rænt af honum. Kvaratskhelia nýtur virðingar meðal almennings í Georgíu, ekki síst fyrir að liggja aldrei á pólitísk- um skoðunum sínum og fyrir bar- áttu sína fyrir mannréttindum og lýðræði í landinu. Árásin á hann hefur vakið mikla athygli, sérstak- lega hjá stjórnarandstöðunni. Tamara Kvaratskhelia, eiginkona Mamuka, segir að kjarkmiklir ein- staklingar séu lítils metnir í Georgíu. „Ég veit ekki hvernig hann getur búið hér eftir það sem gerðist,“ segir hún. Kvaratskhelia hefur legið á sjúkrahúsi frá því árásin var gerð og verður rúmliggj- andi næstu vikur. Kvaratskhelia hefur á alþjóðavettavangi sagt frá grófum mannréttindabrotum í for- setakjöri knattspyrnusambandsins í Georgíu í fyrrasumar. - ghs MISÞYRMT Blaðamaðurinn Mamuka Kvaratskhelia hefur legið á sjúkrahúsi frá því árás var gerð á hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS Líkamsárásir vegna pólitískra skoðana eru daglegt brauð í Georgíu: Rændu blaðamanni og börðu Nora D. Volkow er forstöðumaður National Institute on Drug Abuse (NIDA), fíkniefnarannsóknarstofnun- ar sem heyrir undir Heilbrigðisstofn- un Bandaríkjanna. Fréttablaðið hefur greint frá því að Volkow fer nú fyrir hópi bandarískra vísindamanna sem kanna möguleika á rannsóknarsam- starfi við SÁÁ, Íslenska erfðagrein- ingu og Landspítalann. „Ísland er með eina bestu fíkniefnaendurhæf- ingarmeðferð í heimi,“ segir Volkow. Hún telur að á Íslandi séu einstakir möguleikar til rann- sókna á lyfjafíkn. „Við unnum að vel heppnuðu verkefni í samvinnu við DeCode sem miðaði að því að finna gen sem gera mann næmari fyrir nikótínfíkn. Niðurstöðurnar voru hrífandi. Við fundum þrjú gegn sem ekki aðeins gera mann næmari fyrir nikótínfíkn heldur jafnframt lík- legri til að þróa með sér sjúkdóma sem fylgja nikótínnotkun, svo sem krabbamein eða æða- sjúkdóma.“ Afkastamikill fræðimaður Rannsóknir Volkow hafa valdið straumhvörf- um á sviði fíkniefnarannsókna. Meðal annars hafa þær varpað ljósi á þau áhrif sem fíkni- efnanotkun hefur á heilann. Þær sýndu að minna magn er af tilteknum prótínum í heilum fíkla, hvort sem þeir voru háðir ólöglegum efnum, nikótíni eða áfengi, en almennt er. Prót- ínin eiga þátt í losun dópamíns í heilanum sem veldur ánægju. „Þetta var mikilvægt, ekki aðeins því þetta sýndi hvaða efni höfðu áhrif þarna, heldur einnig að í fyrsta skipti var ótví- rætt að lyfjafíkn er læknisfræðilegur sjúk- dómur,“ segir hún. Rannsóknir Volkow sýndu að fíkniefni hafa víðtækari áhrif á heilann en áður var talið. „Ég sýndi, og það kom vísindasamfélaginu á óvart, að fíkniefni raska með djúpstæðum hætti fremri heilaberkinum, svæði sem hefur að gera með dómgreind, vitsmuni og óhlutbundna hugsun. Það færði áhersluna frá því að lyfja- fíkn væri sjúkdómur sem hefði einkum með randkerfið að gera, sem er frumstæður hluti heilans, yfir á nýrri hluta heilans sem tengjast vitsmunum.“ Ein af fyrstu uppgötvunum Volkow var að sýna fram á skaðleika kókaíns, en hún sýndi að notkun þess gæti valdið blæðingu í heilanum. „Það var óvænt uppgötvun því á þeim tíma, á níunda áratugnum, var talið að kókaín væri öruggt lyf,“ segir hún. Fíkniefni stórt vandamál Volkow segir að lyfjafíkn sé „ótrúlega alvar- legt“ vandamál. Hún segir árlegan kostnað í Bandaríkjunum sem rekja megi til lyfjafíknar hlaupa á fimm hundruð milljörðum Banda- ríkjadala, jafnvirði um fjörutíu þúsund millj- arða króna. Þar sé innifalinn heilbrigðiskostn- aður, kostnaður vegna glæpa sem fylgi lyfjafíkn og kostnaður vegna lakari námsgetu fíkla. Hún segir erfitt að meta hvort umfang vandans fari vaxandi. Kannanir bendi til þess að færri unglingar noti fíkniefni en áður, en afleiðingar fíkniefnanotkunar á samfélagið fari ekki minnkandi. Til dæmis látist nú fleiri af því að taka of stóran lyfjaskammt en áður. Betri lyf fram undan Volkow telur að í náinni framtíð verði komin betri lyf til að berjast gegn eiturlyfjafíkn. Hún segir að verið sé að þróa efnileg lyf gegn kannabis-, kókaín- og amfetamínfíkn og unnið sé að bólusetningum gegn lyfjafíkn. Athyglisbrestur og svefnleysi Volkow hefur undanfarin ár rannsakað ofvirkni með athyglisbresti (ADHD). ADHD er meðal algengustu geðraskana og er algengasta geð- röskunin meðal barna. Misnotkun lyfja er margfalt algengari meðal þeirra sem þjást af ADHD en almenn gerist. Rannsóknir Volkow hafa sýnt að óvenjulítið dópamín er í heila þeirra sem þjást af ADHD. Þeir eru því líklegri en aðrir til að nota lyf til að auka magnið. Volkow vinnur nú að rannsóknum á svefn- leysi. „Svefnleysi eykur líkur á ýmsum kvill- um: háum blóðþrýstingi, hjarta- og æðasjúk- dómum, bólgusjúkdómum, smitsjúkdómum og offitu,“ segir hún. Hún segir svefnleysi valda jafnmörgum bílslysum og akstur undir áhrif- um áfengis í Bandaríkjunum. Besta endurhæfingin hérlendis FRÉTTASKÝRING: Rannsóknir Noru D. Volkow á eiturlyfjafíkn Nora D. Volkow fæddist og ólst upp í Mexíkó. Hún lauk framhaldsprófi í geðlækningum frá háskólanum í New York. Síðan hefur hún starf- að við rannsóknir í Bandaríkjunum. Hún varð forstöðumaður NIDA 2003. Volkow hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Bandaríska vikuritið Time valdi hana nýlega eina af hundrað áhrifamestu manneskjum heims. Volkow er barnabarnabarn rússneska stjórnmálamannsins Leons Trotskí. Hún málar í frístundum. NORA D. VOLKOW FRÉTTAVIÐTAL GUNNLAUGUR HELGASON gunnlaugurh@frettabladid.is Þingvallast ræti M ýrarvegur Hamarst ígur Aku rge rði Tr yg gv ab rau t Grenivellir Fu ruv elli r Hjalteyrargata HA GK AU P-2 krónur á Akureyri í dag! Sparaðu hjá Orkunni í dag! SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar sem er 175,6 kr. á 95 okt. bensíni og 192,1 kr. á dísel. M.v. verð 3. júlí 2008. MENNING Jóhanna Vigdís Guð- mundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Jóhanna Vigdís tekur við starfinu af Hrefnu Haralds- dóttur sem því hefur gegnt í rúm sjö ár en tekur nú við starfi listræns stjórnanda hátíðarinnar af Þórunni Sigurðardóttur. Jóhanna Vigdís starfaði áður sem forstöðumaður hjá Straumi Burðarási en hefur líka unnið hjá Borgarleikhúsinu og Deloitte. Hún var valin úr hópi tuttugu og þriggja umsækjenda um starfið. - ht Listahátíð í Reykjavík: Jóhanna Vigdís ráðin í starfið ALÞINGI Skipuð var nefnd til þess að gera úttekt á aðalþáttum starfsemi Alþingis og bera saman við stöðu í nágrannalöndunum. Þetta ákvað forsætisnefnd Alþingis á fundi sínum í byrjun síðasta mán- aðar. Nefndin á að leggja fram hugmyndir um hugsanlegar breytingar á starfsemi Alþingis og skila áliti til forsætisnefndar Alþingis fyrir 1. júní 2009. Forseti Alþingis skipaði Bryndísi Hlöðversdóttur, forseta lagadeildar Háskólans á Bifröst, Ragnhildi Helgadóttur, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Andra Árnason hæstaréttarlögmann í nefndina. Á fyrsta fundi nefndar- innar var Bryndís valin formaður hennar. - vsp Forsætisnefnd skipaði nefnd: Gerir úttekt á starfsemi þings SAMFÉLAGSMÁL Súðavíkurbær mun eignast nýtt leik- og útivistar- svæði en Umhverfissjóður UMFÍ veitti ungmennafélagi staðarins hálfrar milljónar króna styrk til verkefnisins í fyrrakvöld. Um fyrstu úthlutun sjóðsins var að ræða en hann var stofnaður til minningar um Pálma Gíslason sem var formaður UMFÍ til margra ára. Þrjú hundruð þúsund krónur voru veittar sundfélaginu Gretti/ HSS til að bæta sundlaugina í Bjarnarfirði á Ströndum. Síðasti styrkurinn, tvö hundruð þúsund krónur, fór svo til Ungmenna- félagsins Ingólfs/HSK til fegrunar á skógræktarsvæði félagsins. - ges Umhverfissjóður UMFÍ styrkir: Útivistarsvæði rís í Súðavík GULLNA HLIÐIÐ Ferðamenn virða fyrir sér gullið hlið við Versalahöll utan við París. Hliðið var tekið niður á dögum frönsku byltingarinnar í lok átjándu aldar en hefur nú verið sett upp á ný eftir tveggja ára endursmíði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Árekstur við Egilsstaði Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur skammt vestan við Egilsstaði eftir hádegi í gær. Tildrög slyssins voru þau að jeppabifreið var ekið aftan á aðra sem ók eftir hringveginum. Báðar bifreiðarnar eru taldar ónýtar. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.