Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 20

Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 20
20 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um afla- ákvörðun Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofn- unarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnun- arinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvís- leg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiði- ári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningar- laust er hér um að ræða tegundir þar sem Haf- rannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tíma- bundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstak- ar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísinda- stofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsyn- legt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Þ að er myrkur og heitt og þrengir að þér á alla vegu. Þér eflist kraftur til að fara úr skjólinu, lífi móður þinnar og áfram. Þú átt engan annan kost. Strengurinn er laus, herðir hvergi að þér. Heilbrigt jóð ertu, stillt og bíður kallsins sem þér er innprentað með skráðum boðum í eðli þínu. Þú bíður opnunar og með samstilltu átaki þínu og móðurinnar þrengir þú þér gegnum opið sem víkkar og víkkar og framundan er ljósið og lífið. Þú sleppur heilt gegnum fyrstu og stærstu hættuna í lífinu: þú fæðist. Við þér tekur snögg ljósan, grípur þig öruggum höndum og leggur þig á heitan móðurbarm. Hljóðin æra þig, skjálftinn við hitabreytinguna sem fósturfitan megnar ekki að hlífa þér við. Nýr heimur tekur við. Ljósan hefur hjálpað móður þinni við fæðing- una eins og kynsystur hennar hafa gert svo langt aftur sem sagan greinir og enn lengra aftur í dimma forsögu tegundar okkar. Hvar værir þú statt, ófædda barn, ef ljósunnar nyti ekki við? Hún hefur eftir langskólanám bætt við sig tveimur árum til að læra það sem tók formæður hennar og fyrirrennara mörg ár að læra. Nú er hún blessunin á síðustu vikunum á uppsagnarfresti sökum þess að hún væri á ögn betra kaupi sem hjúkrunar fræðingurinn sem er á vaktinni þessa nóttina á deildinni ef hún væri ekki í þessu starfi heldur hennar. Eru það ekki bara flón sem bæta við sig sér- námi upp á tvö ár til þess eins að vera á lægra kaupi en hinir hjúkr- unarfræðingarnir á deildinni? Það er regla samfélagsins sem þú átt eftir að læra. Aukin þekking og kunnátta á að gefa þeim sem afla hennar meira úr býtum. Þú ert að fæðast í samfélag fitunnar, fósturfituna skafa þær af þér en þá fer fljótt að hlaðast á þig fita hinna lifandi. Þeir tala oft um fitu í rekstrinum sem þú munt ekki skilja fyrr en löngu seinna. Og þá fitu vilja menn losna við þótt það takist sjaldnast enda deilumál hvar þá fitu er að finna. Ljósan vinnur við það sínar löngu vaktir að koma börnum í heim- inn. Starf hennar er blessun og böl, því alltaf farast einhver nýfædd börn í höndum hennar. Hún hefur líf þitt og annarra nýbura í hönd- um sér bókstaflega. Læknirinn er á bakvakt, starfsstúlkur og aðrir á deildinni fá lítið að gert ef ljósuna vantar. Móðirin treystir á hana. Eftir vel heppnaða fæðingu blessar öll fjölskyldan hana. Faðirinn trekktur og spenntur, mæður og feður og aðrir sem að þeim standa. Nafn hennar er geymt. En þú ert að fæðast í samfélag sem enn þarf á mörgum nýjum höndum að halda. Það er viðgangur í þjóðlífinu, þið fæðist mörg börnin. Enn er það talin gæfa í þjóðareðlinu að búa við barnalán, ólíkt og í mörgum löndum næst okkur þar sem fæðingum fækkar og þjóðirnar eldast og verða að sækja endurnýjun sína og viðgang til fjarlægari landa. Því er hagur ljósmóðurinnar hagur ykkar, hinna óbornu. Og á haustnóttum ætla þær að ganga út. Koma svo. Fyrst er að fæðast. Til hinna óbornu PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Þú ert að fæðast í samfélag fitunnar, fósturfituna skafa þær af þér en þá fer fljótt að hlaðast á þig fita hinna lifandi. EINAR K. GUÐFINNSSON Margslungið mál SPOTTIÐ Upprifjun Náttúruverndarsamtök Íslands hafa í greiðaskyni við Samfylkinguna grafið upp ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Alþingi, 3. október 2006. Formaður Samfylkingarinnar hafði þá þetta að segja: „Með þessari stefnu- mótun um hið fagra Ísland hefur Samfylkingin tekið þá skýru stefnu að sú stóriðjustefna sem ríkisstjórnin hefur fylgt á umliðnum árum og boðar á komandi kjörtímabili eigi ekkert erindi við framtíðina. Hún á ekkert erindi við framtíðina, nú er tímabært að stokka upp spilin, gefa upp á nýtt og gefa náttúrunni betri spil á hendi en hún hefur haft hingað til. Samfylkingin mun fylgja þessu máli fast eftir, þetta verður veganesti hennar inn í nýja ríkisstjórn.“ Kvartar ekki Lesendabréf eru heppilegur vettvang- ur til að viðra skoðanir sínar og fyrir- ætlanir. Páll Magnússon útvarpsstjóri bregður hins vegar út af vananum í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær og lýsir yfir hvað hann ætlar ekki að gera, það er barma sér eða nota orð á borð við svik eða brigð, þótt ríkið setji ekki jafnmikið fé í rekstur RÚV og áætlanir gerðu ráð fyrir. Getur verið að Páll sé ekki að mæla undir rós? Sjoppulegt Stefáni Pálssyni, sagnfræðingi og bloggara, þykir ekki mikið til sendiráðs Bandaríkjanna koma. Kona hans fékk sent boðskort í þjóðhátíðarveislu sendiráðsins í dag en með fylgdi miði þar sem sérstökum styrktaraðilum veislunnar var þakkað, til dæmis KFC-skyndibita, Hertz og Vífilfelli. „Dálítið sjoppulegt,“ segir Stefán, og á líklega við gestgjafann frekar en að hann telji ímynd KFC setja niður við þetta. Undir það tekur annar blogg- andi sagnfræðingur, Guðmundur Magnús son, sem segir þetta spurningu um borgaralega sjálfsvirð- ingu. Þar með er dómur sögunnar væntanlega fallinn – og það áður en veislan fór fram. bergsteinn@frettabladid.is BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 26. apríl til 25. maí 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.