Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 22

Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 22
[ ] Ásgeir Sandholt er sérfræðing- ur í að framreiða krapís með silkimjúkri áferð sem er víst með að vekja lukku. Ásgeir Sandholt konditor hefur um árabil unnið að því að þróa og full- komna uppskriftir að alls kyns krapís (e. sorbet), sem fallið hefur í kramið hjá viðskiptavinum Bakarís Sandholt sem Ásgeir á og rekur. „Ekkert jafnast á við svalandi krap- ís. Það getur verið mjög bragðgott og úrvalið er oft alveg ótrúlegt,“ segir hann og bendir á að ferskt ávaxtakrapís sé oft hugsað sem við- bót við kökur og aðra eftirrétti, en það sé alveg eins hægt að snæða eitt og sér. „Oft eru notuð efni í krapís- gerð eins og glúkósi, sem hindrar myndun stórra ískristalla við frystingu; hann gefur silkimjúka og fallega áferð og ísinn bráðnar jafnar og betur í munni,“ segir Ásgeir, sem hefur getið sér gott orð fyrir að vera sá eini hér- lendis sem býr til litar- efnalausan krapís, að mestu gerðan úr ávöxtum, vatni og sykri. „Vegna þess hversu vinsælt það er hef ég gengið svo langt að búa til grænmetiskrapís sem hefur verið vel tekið,“ segir Ásgeir. mikael@frettabladid.is Bráðnar í munninum Spergilkál er ekki aðeins hollt heldur líka gott. Það er einstaklega litríkt grænmeti sem passar með flestum mat. Spergilkál er einnig gott sem snarl milli mála. Ásgeir Sandholt hefur getið sér gott orð fyrir að búa til krapís sem er að mestu leyti gert úr ávöxtum, vatni og sykri. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Jarðarberjakrapís 660 g jarðarberjamauk (fruit puree) - fæst frosið – (600 g jarðarber + 60 g sykur) 50 g af glúkósa 20 g af acaciu-hunangi 105 g sykur 165 ml vatn 1 tsk. sultuhleypir eða 2 blöð af matarlími Kókoskrapís 440 g kókosmauk (fruit puree) - fæst frosið 50 g glúkósi 20 g acaciu-hunang 150 g sykur 335 ml vatn 1 tsk. sultuhleypir eða 2 blöð af matarlími Ananaskrapís 550 g ananasmauk (fruit puree) – fæst frosið – (500 g ananas + 50 g sykur) 50 g glúkósi 20 g acaciu-hunang 105 g sykur 270 ml vatn 1 tsk. sultuhleypir eða 2 blöð matarlím Athugið að það þarf að sjóða ananas áður en maukið er búið til. Lögun á krapís og frysting Hitið vatn í um 40°C. Bætið sykri blönduðum sultuhleypi og hunangi saman við og hitið að suðu. Kælið og blandið saman við ávaxtamauk. Ef matarlím er notað í stað sultuhleypis er það lagt í bleyti í kalt vatn í 5 til 10 mínútur og síðan leyst upp í ávaxtasírópinu eftir suðu. Blandið öllu vel saman með töfrasprota. Hægt er að frysta ávaxtaís á tvo vegu, í ísvél eða í frysti. Ísvél hrærir í ísnum á meðan hann er að frjósa og þarf þá að setja kjarnann í frysti með dags fyrirvara. Ef ísinn er frystur á hefðbundinn hátt þarf að hræra rösklega í honum með písk á hálftíma fresti, 4 til 5 sinnum eða oftar. Að því loknu er hægt að setja ísinn í matvinnsluvél til að jafna ískristalla og frysta síðan aftur. Því kaldari sem frystirinn er þeim mun fínni verður áferð íssins. Mikilvægt er að hafa í huga að gleyma sér ekki við að ná fullkominni áferð því með úrvals hráefni verður ísinn góður burtséð frá áferðinni. Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan Egg · Búsáhöld Kringlunni · Útilegumaðurinn · Motor Max Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G W E B Q 2 x2 5 W eb er Q Weber Q gasgrill, frábært í ferðalagið Sumarið er komið!                         !" !  ### !

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.